Þjóðviljinn - 09.06.1985, Qupperneq 6
Frá útifundi nazista viö Miðbæjarbarnaskólann. Þórshamarinn alltaf nálægur.
alltaf búið í þjóðinni. Erfiðara
reyndist að afsaka hakakrossinn.
Samt var það reynt á barnslegan
hátt:
En hvernig svo sem starfsemi ís-
lenskra þjóðernissinna verður
háttað í framtíðinni, og hvort sem
þeir bera það sem einskonar
auglýsingu fyrir Eimskipafélag
íslands eða til þess að benda á
stjórnmálaskyldleika sinn við er-
lendan flokk manna, þá er eitt
víst, að Þjóðernishreyfing Islend-
inga, sú hreyfing sem að því mið-
ar, að verjast kommúnistískum
sjúkdómum og erlendum niður-
drepsáhrifum er sprottin úr alís-
lenskum jarðvegi - af innlendri
nauðsyn.
Efnahagskreppan á fjórða ár-
atugnum skerpti allsstaðar flokk-
alínur í stjórnmálum. Heima á
Fróni kom þetta einnig vel í ljós.
Fylgi íslenskra kommúnista á
þessum árum var allmikið, en
þeir voru samt örverpið í íslensk-
um stjórnmálum uns Þjóðernis-
hreyfingin var stofnuð. Fylgi
hennar var alltaf óverulegt. En
athyglisvert er að Morgunblaðið
skyldi leggja blessun sína yfir
hana. Hafa ritstjórarnir tvímæla-
laust séð í henni harðsnúið bar-
áttutæki gegn kommúnistum.
Hafi Sjálfstæðisflokkurinn
ígrundað að stofna einhverskon-
ar baráttusveitir, þá var það ekki
lengur nauðsynlegt. Ástæðan var
fyrst og fremst sú að sjálfstæðis-
stefnan og þjóðernisstefnan áttu
sér sömu markmið, að koma
kommúnistum á kné eða amk. að
halda þeim í skefjum.
Ári síðar var enn óbreytt við-
horf hjá Morgunblaðinu
gagnvart þjóðernissinnum. Eftir
frídag verkalýðsins, 1. maí 1934
var mjög lofsamleg frétt um fán-
alið þeirra:
Fánalið Þjóðernissinna fór göngu
um bæinn í gær. Voru fjelagar í
einkennisbúningum og um 120
talsins. Var þetta langglæsileg-
asta fylkingin. - Gekk hún undir
íslenskum fána og tveimur Þórs-
hamarsfánum. Staðnæmdist
fylkingin hjá barnaskóla Miðbæj-
ar og voru þar haldnar nokkrar
ræður. Safnaðist þangað múgur
og margmenni - langt um fleira
heldur en að kommúnistum og
jafnaðarmönnum.
Þetta átti eftir að breytast.
Hvenær það var er ekki hægt að
greina nákvæmlega í blaðinu.
Full vinslit blaðsins við þjóðern-
issinna voru amk. ljós árið 1936.
Þá voru skrif blaðsins orðin mjög
andvíg flokki þjóðernissinna. I
einni forystugreininni sem bar
yfirskriftina „Nasablástur nazist-
anna“ var farið álíka fjandsam-
legum orðum um hreyfinguna og
notuð voru um kommúnista:
Fult útlit er á að flokkurinn, sem
kennir sig við íslenskt þjóðerni,
fari veg allrar veraldar hvað úr
hverju. Má um það segja að farið
hafí fjc betra. Þeir fáu vitibornu
menn, sem upphaflega Ijetu glæp-
ast á þessu flokksskrípi, eru flest-
ir eða allir skildir við hann fyrir
fult og alt. Eftir er fátt nema þess
háttar fólk, sem enginn sæmi-
legur stjórnmálaflokkur vill vita
af innan sinna vjebanda, sams-
konar dreggjar eins og þær sem
annars lenda í kommúnistahópn-
um.
Fyrri samstaða gegn sameigin-
legum andstæðingi var liðin. Þeg-
ar best lét höfðu þjóðernissinnar
og sjálfstæðismenn boðið fram
sameiginlegan lista í bæjarstjórn-
arkosningunum 1934. Stefnu-
breyting gagnvart Þýskalandi var
hins vegar engin. Morgunblaðið
var aðeins að gera upp sakirnar
við íslensku hreyfinguna. Þriggja
ára reynsla af félagsskap þeirra
sýndi að íslendingar voru ekki
ginnkeyptir fyrir þessari stefnu.
Hreyfingin var alltaf fámenn og
starfsemi hennar fjaraði smám-
saman út. Snemma árs 1938
skerptust línurnar enn. Komið
var að endanlegu uppgjöri við
þjóðernissinna:
Þegar Þjóðernissinnar eða nazist-
ar komu hjer við sögu, fyrir
nokkrum árum átti Sjálfstæðis-
flokkurinn vitanlega á hættu, að
þessir menn klyfu eitthvað út úr
hans fylkingu, ef hann ekki stæði
öruggur á svellinu. En Sjálfstæð-
isflokkurinn sá það strax, að ef
hann færi að daðra við einræðis-
stefnu nazistanna á sama hátt og
stjórnarflokkarnir gerðu við ein-
ræðisstefnu kommúnista, myndi
það í raun og veru þýða, að loka-
þátturinn í sögu lýðræðis og þing-
ræðis væri að hefjast á Islandi.
Framtíðin hefði svo skorið úr því,
hvor einræðisstefnan hefði orðið
ofan á. En Sjálfstæðisflokkurinn
var trúr sinni stefnu. Hann bjarg-
aði lýðræðinu og þingræðinu. Og
fyrir hans verk er nú svo komið
að einræðisstefna nazistanna hef-
ir kafnað í fæðingunni. Hún er
þurkuð út.
Afstöðu blaðsins urðu vart
gerð betri skil: vinsamlegu skrifin
voru alveg gleymd. Þegar hér var
komið mun flokkur þjóðernis-
sinna hafa verið í andarslitrun-
um. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn
hafi þurrkað hann út verður látið
liggja milli hluta. Morgunblaðið
hafði á þessum árum löngum
kvartað undan miklu fylgi
Kommúnistaflokksins, sem var
hér hlutfallslega miklu fjölmenn-
ari en á hinum Norðurlöndunum.
Þess vegna hefði mótvægið sem
fékkst með þjóðernissinnum ver-
ið nauðsynlegt. Núna voru
kommúnistarnir skyndilega ekki
fjölmennari en svo að sjálfstæðis-
menn gátu fyllilega gegnt varð-
gæsluhlutverki þjóðernissinna.
En hefði kommúnisminn sigr-
að um þetta leyti suður á Spáni,
hefði málið etv. horft öðruvísi
við. Þar hafði „hægri villan“ sigr-
að en vegna fylgisleysis „fasista“
hér var sigur hennar á Spáni síður
alvarlegt mál hér á landi. Af
tveimur slæmum kostum virðist
Morgunblaðinu hafa verið það
nokkur huggun að kommúnism-
(slenskir nazistar í fullum skrúða undir fána þriðja ríkisins.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985
inn sigraði ekki á Spáni. Síðustu
orð forystugreinarinnar skýra
þetta best:
Lýðræðissinnaðir Islendingar,
andstæðingar öfgastefnanna
beggja, þurfa engan kinnroða að
bera fyrir því, þó þeir telji minni
hættu af því stafa, að sú stefnan,
sú villan sigri út um lönd, sem
hjer nær engri fótfestu, heldur en
hitt brjálæðið brjótist þar til
valda, sem svo að segja stendur
yfir frelsi Islendinga með
brugðnu sverði.
Gyðingaofsóknimar
í Þýskalandi og
„íslensku
gyðingarnir"
Strax eftir valdatöku Hitlers
bar talsvert á fréttum í Morgun-
blaðinu um að gyðingaofsóknir
væru hafnar í Þýskalandi. Annars
viku þessar fréttir fljótlega fyrir
öðrum nýrri.
Einna mest áberandi þátturinn
í áróðri þýsku nasistanna var að
kenna gyðingum um allt sem af-
vega hafði farið í landinu. Rann
síðan oftast út í eitt andúðin á
þeim og kommúnistum. Þessi
áróðurstækni reyndist nasistum
tekjudrjúg.
Vegna skrifa íslensku blað-
anna um gyðingaofsóknirnar
barst bréf til Morgunblaðsins frá
Berlín um þetta mál. Hefur það
líkast til verið frá fslendingi þar í
borg. Var það leiðrétting á skrif-
um blaðanna um þetta mál. Sagði
þar m.a.:
Þjóðernisjafnaðarmenn hafa
hvað eftir annað lýst því yfir, að
barátta þeirra gegn Gyðingum sje
eingöngu sprottin af því, að þeir
hafi verið búnir að sölsa undir sig
alt of mikil völd í Þýskalandi og
hafi beinlínis unnið að því að
kæfa niður þýska menningu.
Samkvæmt upplýsingum bréf-
ritara átti uppgangur gyðinga sér
stað á þriðja áratugnum. Aðal-
sökudólgarnir voru jafnaðar-
menn. Og það sem var enn verra:
„Þeir opnuðu landið fyrir hinu
versta hyski Gyðinga, austrænu
Gyðingunum.“
Nokkru seinna birtist forystu-
grein um gyðingavandamálið.
Bar hún keim af bréfinu fyrr-
nefnda. Fyrirsögnin var „ís-
lensku Gyðingarnir".:
Nú er það vitað að þýska þjóðin
stendur í fremstu röð um
menntun alla og menningu. Þess
vegna verður Gyðingahatur
þeirra mönnum algerlega
óskiljanlegt, ef því er trúað að
hinir ofsóttu hafi ekkert til saka
unnið.
Hjer er ekki ætlunin að bera blak
af þýskum stjórnvöldum hvorki
fyrir meðferðina á Gyðingum nje
á pólitískum andstæðingum sín-
um. en hafa þá Gyðingarnir í
Þýskalandi ekkert unnið til saka?
Er það bara „kvalalosti nazist-
anna“ sem kemur þeim til að
svala sjer á alsaklausum
mönnum?
Síðan kom Morgunblaðið með
sína skýringu á málinu, hún var
þessi:
... að Gyðingarnir í Þýskaiandi
hjeldu saman og mynduðu öfluga
hagsmunaklíku... Og aðferðir
þessara aðkomnu manna þóttu
oft á tíðum ekki allskostar drengi-
legar. Almenningi sveið yfir-
gangur þeirra. Fleiri og fleiri
stofnanir lentu í höndum þeirra,
bankar, samgöngutæki, skólar
o.s.frv... Það er í rauninni hatrið
á klíkuskapnum sem hjer er orðið
að þjóðahatri.
Hver var að tala um að bera
ekki blak af þýskum stjórn-
völdum? Þetta jaðraði við stuðn-
ingsyfirlýsingu. Síðan heimfærði
blaðið þetta mál á frekar ó-
smekklegan hátt upp á íslenskar
aðstæður; taldi að hér væru menn
sem notuðu „gyðinglegar aðferð-
ir“:
Hefir ekki Tímaklíkan að ýmsu
leyti leikið líkt hlutverk og Gyð-
ingarnir í Þýskalandi? Klíkan
hefir fyrst af öllu hugsað um það,
að koma sínum eigin trúbræðrum
í sem flestar stöður.
Hún var ekki alltaf smekkleg
umræðan í pólitíkinni á þessum
árum. Jákvætt viðhorf til nas-
ismans, jafnvel í svo ógeðfelldu
máli sem gyðingaofsóknunum
sýndi hversu vel nasistaáróðurinn
gekk í fólk. Reyndar var enn ekki
langt um liðið frá valdatöku
þeirra, rétt tæplega tvö ár. En
þegar hinar raunverulegu gyðing-
aofsóknir hófust með seinni
heimsstyrjöldinni kom best í ljós
að það var kvalalosti nasistanna
sem rak þá áfram í útrýmingu
gyðinganna. Ekki urðu frekari
leiðaraskrif í Morgunblaðinu
með þessu sniði.
Verður styrjöld
út af
Tékkóslóvakíu?
Sívaxandi spennu gætti í milli-
ríkjapólitík Evrópu árið 1938.
Þýskaland var orðið hernaðarlegt
stórveldi sem Iét engan lengur
segjasér fyrir verkum. Sovétríkin
voru vinasnautt stórveldi sem
reyndi eftir megni að bæta sam-
búðina við Bretland og Frakk-
land og gengu ma. í Þjóðabanda-
lagið til þess. Viðleitni þeirra bar
takmarkaðan árangur. Bandarík-
in fylgdu enn einangrunarstefnu
sinni. Bretland og Frakkland
virtust enn ætla að halda áfram
undanlátsstefnu sinni gagnvart æ
herskárri utanríkisstefnu Hitlers.
Vegna ótryggs ástands í Evr-
ópu fór Morgunblaðið að huga að
hugsanlegri stöðu Norðurland-
anna í væntanlegum átökum.
Urðu nokkur skrif um þetta í
blaðinu. Sagði þar m.a.:
Menningarlíf Norðurlanda er úti-
lokað úr löndunum í suðri og
austri, vegna þeirra róttæku bylt-
inga sem þar hafa orðið. í norðr-
inu mætum við óbyggðum Is-
hafsins. Leiðirnar eru aðeins
opnar í vesturátt, leiðirnar til
Hollands, Belgíu, Frakklands,
Englands og Ameríku.
Skömmu fyrir miðjan
marsmánuð 1938 var Austurríki
innlimað í Þýskaland. Helstu
mótaðiljar Hitlers í þeim leik
voru ítalir. Sátu þeir hjá þegar
þýski herinn fór yfir austurrísku
landamærin.
Skammur tími leið uns Hitler
fór að setja fram kröfur um inn-
limun Súdetahéraðanna í Tékk-
óslóvakíu. Magnaðist deilan þeg-
ar kom fram á haustið. Evrópa
riðaði á barmi styrjaldar. Hvatti
Morgunblaðið landsmenn að bú-
ast við hinu versta. Breiðir álar
Atlantshafsins mundu ekki girða
fyrir ýmis óþægindi styrjaldar.
Samt værum við nokkuð vel sett.
Hér við landið væru auðugustu
fiskimið heims. Öflugur kaup-
skipafloti gæti síðan annað að-
flutningum á lífsnauðsynjum.
Eftir nokkura daga samning-
aumleitanir Nevilles Chamber-
lains, forsætisráðherra Breta
tókst á síðustu stundu samkomu-
lag um kröfur Hitlers. Kunni
Morgunblaðið honum bestu
þakkir fyrir. Hann hefði reyndar
bjargað heimsfriðnum. Um Hitl-
er var fjallað af virðingu, en án
allrar samúðar. Hana fengu Bret-
ar óskipta. Um leið hvarf allur
kvíðbogi vegna styrjaldarhætt-
unnar. Næstu daga hrósaði
Morgunblaðið Chamberlain
hvað eftir annað fyrir afrekið og
sagði m.a.: „... verður það fyrst
og fremst forsætisráðherra Breta
Mr. Chamberlain, sem lárviðar-
sveiginn fær. Hann hefur þá getið
sjer ódauðlegt nafn í veraldar-
sögunni.“
Enn höfðu menn ekki réttilega
áttað sig á Hitler. Hátíðlegar yfir-
lýsingar hans um að ekki yrði um
frekari landakröfur að ræða
blekktu enn. í þessum efnum
fylgdi Morgunblaðið beint í fót-
spor Chamberlains, trúnni á frið-
arvilja Hitlers. Ekki voru öll ís-
lensku blöðin jafn hrifin af