Þjóðviljinn - 09.06.1985, Side 12
Texti: Árni Óskarsson
Hvert
◦ugnablik
er
leyndardómsfullt
„Konur eru í nútíðinni - karlar i þátíðinni".
Mynd: Valdís.
Vigdís Grímsdóttir sendi
frá sér fyrstu bók sína, Tíu
myndir úr lífi þínu, í hitteð-
fyrra. Hún er starfandi sem
íslenskukennari, en frá síð-
ustu áramótum hefur hún
verið í fríi frá kennslunni á
fjögurra mánaða starfs-
launum við að skrifa bók
sem kemur út síðar á
þessu ári. Vigdís hefur
ævinlega séð vel en henni
finnst hún vera neflöng
(51/2 cm).
Til þess að þóknast hinu mag-
íska raunsæi var þriðji maður
látinn vera viðstaddur viðtalið.
Hann svífur yfir viðtalsvötnunum
og strýkur þeim sem tala saman
og bendir þeim á nýjar leiðir og
betri svör án þess nokkurn tíma
að hann sjáist. Eins og allir þriðju
menn er hann nafnlaus, rödd
hans lágvær og hlátur hans holur,
enda er hann í eilífri leit að sjálf-
um sér í öðrum.
„Ég fór þessa venjulegu leið
þegar ég var sex ára. Fyrst skrif-
aði ég í forskriftarbækur en fór
svo að reyna að nota þetta sjálf og
fór ekki alltaf eftir forskrift. Ég
fór að skrifa í einhverju bríeríi,
alls ekki til þess að gefa neitt út.
Ég byrjaði snemma á því að
skrifa mig útúr vandræðum, þetta
veitti mér nokkurs konar félags-
skap. Það hefur oft verið sagt að
það séu bestu bækurnar sem
aldrei eru gefnar út.
f>að er ríkjandi einhver
leiðindamórall gagnvart fólki
sem fæst við að skrifa, eins og það
sé bara að þessu til að reyna að
verða heimsfrægt á íslandi. Flest-
ir skrifa þó af innri þörf og in-
spírasjón. En á það er ekki hlust-
að heldur afgreitt sem eitthvert
kjaftæði.
Hús og vegir
Svo er maður kannski að þessu
til þess að sætta sig við lífið. Mað-
ur byggir ekki hús eða vegi eins
og sumir aðrir gera, heldur býr
bara í húsunum og keyrir á veg-
unum. Þetta er spurning um að
leggja samt eitthvað af mörkum.
Mér hefur alltaf þótt það
skemmtilegt hvað fólk hefur átt
auðvelt með að flokka niður bók-
menntir, kvennabókmenntir,
karlabókmenntir, barnabók-
menntir osfrv. Einhver kona
skrifaði ritgerð um Lifandi vatnið
eftir Jakobínu Sigurðardóttur.
Hún komst að því að Pétur Pét-
ursson í sögunni hefði kvenvit-
und. Hún hafði lesið sér til um
hvað kvenvitund væri og fann
hana þarna hjá Pétri sjálfsagt af-
því að Jakobína er kona.
Hugtak eins og „kvennabók-
menntir“ er ákveðið merki á
ákveðnu tímabili sem sett er á
bækur, sjálfsagt í hagnaðarskyni.
En það er bara ákveðinn
hreinsunareldur sem allar bók-
menntir verða að ganga í gegn-
um. Ef þær standast hann ekki
eru þær einskis virði. Svo virðist
komin einhver hræðsla við þenn-
an stimpil núna. Það er orðið
hallærislegt að skrifa um vanda,
þetta þarf að vera svo speisað.
Mystlk og
raunsœi
Það er komin upp hræðsla við
hugtök eins og raunsæi. Ég las
viðtal við íslenskan myndlistar-
mann um daginn sem sagðist hata
alla mystík og elska raunsæi.
Hann gerir sér ekki grein fyrir því
að raunveruleikinn er mystískur,
hvert augnablik er leyndar-
dómsfullt. Sami listamaður sagð-
ist vera á móti allegoríunni,
myndir hans væru bara litafletir
án þess að nokkuð byggi þar að
baki. En þegar maður skynjar
eitthvað meira en akkúrat það
sem stendur eru það ekki bara
fletir án þess að það sé þó allegor-
ískt.
Flytjandi tónverks gæðir flutn-
ing sinn sínum tilfinningum og
túlkun hans verður þá einstæð.
Sá sem fæst við orðið, hvort sem
hann skrifar sögur eða yrkir ljóð,
túlkar á sama hátt lífið í kringum
sig, lífið er þá hans tónverk. Þetta
er náttúrlega raunsæi, þetta er
spurning um leiðir til að nálgast
þetta stóra viðfangsefni sem er
lífið sjálft. Hvort sem þetta er þá
kallað undanrennuraunsæi eða
rjómaraunsæi skiptir ekki máli.
Það er ekkert í heiminum sem er
eins raunsætt nema þá það sem
er absúrd.
Allar slíkar stefnur ganga sér
til húðar. Bókmenntastofnunin
hefur eyðilagt heilmikið fyrir
bókmenntunum síðastliðinn ára-
tug. Hún fyrirskipar rithöfund-
um hvernig þeir eigi að skiifa.
Rithöfundarnir eru ósjálfstæðir,
þeir sveiflast með í þessum darr-
aðardansi. Bókmenntastofnunin
hefur gert ákveðnar kröfur. Vit-
andi eða óafvitandi hafa rithöf-
undar farið eftir þeim og gleymt
sjálfum sér - því að einhverjar
hugsjónir hafa þeir og auðvitað
eru þessar bækur fullar af boð-
skap. En stundum verða vísur of
oft kveðnar. Þá þarf að finna nýj-
ar leiðir til að segja sama hlutinn
til þess að hann sé trúverðugur og
sannur. Það er alveg óþarfa ótti
að vilja ekki kannast við að bók-
menntir fjalli um vanda. Það er
sama hvernig menn flokka
bækur, þær fjalla alltaf um lífið
og tilveruna, manninn og sam-
skipti hans við manninn á móti.
Formúlur
Það fer leynt en það svífur yfir
vötnum að á ákveðnu tímabili sé
ein formúlan betri en önnur.
Manni finnst eins og nýliðin for-
múla hafi verið heldur illa byggð,
yfir henni hafi verið einhver
flatneskjublæja, því að hún Dóra
í bókinni hans Jóns var allt í einu
komin í bókina hennar Gunnu.
Og þorpinu í bókinni hans Geira
var allt í einu svo vel lýst í bókinni
hans Baldurs. Þannig verða til
klisjur en þær eru kannski hættu -
legastar bókmenntunum.
Fólk sá réttilega í gegnum
formúlur afþreyingarbók-
menntanna, en bjó sér svo bara
til nýjar formúlur á nákvæmlega
sama hátt um önnur efni. Það
vantar alla frumsköpun, þarna er
ekkert hugarflug, þetta eru
hermisögur.
Þessar svokölluðu kvennabók-
menntir eru mjög misjafnar
bækur eins og allar aðrar bók-
menntir. Margar þeirra hafa tölu-
vert gildi og margar ekki, eins og
alltaf hefur verið. Það var mikil
upprisa fyrir konur í þessum
bókum, bæði þær sem skrifuðu
þær og líka þær sem lásu. Margar
konur breyttust hreinlega við
það. Þessar bækur voru afhjúp-
andi fyrir marga á mjög jákvæðan
hátt, eins og gerðist með raunsæ-
ið. En svo urðu þær að klisjum.
Endurborin
til undra
Sérhver stefna rennur sitt skeið
á enda, en þar er alltaf að finna
einhverja neista inn á milli. Enn
er ekki komin sú tíð þegar við
„rísum upp í regni og sól endur-
borin til undra“, eins og Þor-
steinn frá Hamri kvað. Það er
ekki komið þetta framtíðarland
þar sem ekkert erindi þarf til að
fara í heimsókn. En þangað til
reka rithöfundar þetta erindi.
Ef við lítum á íslenska skáld-
sagnagerð síðustu 20 ára þá felst
greinilegasti munurinn á bókum
karla og kvenna í því að konurnar
eru í nútíðinni en karlmenn í þá-
tíðinni. Karlmenn lýsa bernsku
sinni en konur veruleikanum hér
og nú. Hitt er annað mál að mað-
ur sér að það er allt annað og
meira á ferðinni í þessum bókum
karlmanna en bara saga um ein-
hverja stráka sem eru að leika
sér. Það hefur lengi verið miklu
meiri vaxtarbroddur í íslenskri
ljóðagerð. Ljóðskáldunum virð-
ist hafa tekist betur að sameina
þetta tvennt.
Beygla í
dósinni
Ég var nú ekkert að reyna að
gefa söguþræðinum á kjaftinn í
fyrstu bókinni minni. Kannski
það hafi verið stundum svolítil
skeifa á honum, halli á línunni,
beygla í dósinni. Annars held ég
að hver maður sjái að þarna fóru
frekar hefðbundnar línur. Þegar
þetta er tengt saman eru þetta
hefðbundnar sögur með kynn-
ingu aðstæðna, flækju og lausn,
upphafi og endi.
Það er ekki hægt að segja neitt
um viðkvæmnismál eins og innri
eintöl. Þar er að baki alltof þrosk-
uð hefð til þess að maður geti sagt
nokkuð um hana. Það eru svo
margir búnir að segja svo margt.
En ef til vill er ekki hægt að segja
neitt um eintal sálarinnar. Það er
kannski hægt að skrifa um það
nokkrar línur, nokkrar blað-
síður. Þetta er svo fínt og
óhreyfanlegt. Það er ekki hægt að
henda reiður á hugsunum sínum
eða hugsunum annarra. Það er
bara hægt að hnýsast.
Ég kallaði sögurnar í fyrstu
bókinni myndir, kannski afþví að
þær eru svo þegjandalegar að
maður verður að segja eitthvað
sjálfur. Það er ákveðin kyrrð í
myndum. Áhorfandinn verður
sjálfur að kveikja í þeim líf.
Menn ganga
inn í kletta
Nýja bókin mín verður öðru-
vísi en sú fyrri en ég vona samt að
það sjáist að það er sama mann-
eskjan sem skrifar hana. Ef rit-
höfundar eru að reyna að nálgast
lífið á einhvern hátt með orðinu
þá reyni ég að nálgast það á ann-
an hátt í þessari nýju bók en ég
gerði með þeirri fyrstu. Kannski
eru þetta þjóðsögur, kannski í
þeim eiginlegasta skilningi að
menn gangi inn í kletta og komist
ekki þaðan út; nema að þjóð-
sagan sé í raun og veru dulbúin
vitund manneskjunnar.
Ég fer ekkert yfir þjóðsögum-
ar á skítugum skónum. Ég nota
eitt og eitt minni, ekki hreint
endilega heldur breyti þeim og
færi yfir í nútímann. Þau eru samt
furðu sterk, þessi gömlu minni,
og erfitt að breyta þeim. Ef þjóð-
sagan á að varðveita menning-
una, ætli veiti þá nokkuð af því að
maður hjálpi tii við það. Svo eru
þjóðsögur skemmtilegar,
skemmtilegir minnisvarðar.
Ég nota líka róttækar sögur
sem faldar eru hér og þar í bib-
líunni. Það er fullt af þjóðsögum í
biblíunni sem minna mjög á þjóð-
sögur okkar. Það hefur oft verið
sagt um biblíuna að hún væri mik-
ill brunnur og það hefur ekki ver-
ið sagt of oft. Éf það eru einhvers
staðar góðar sögur um leit
mannsins að sjálfum sér þá eru
það þjóðsögurnar. - Hvað held-
urðu að við séum komin með
marga dálksentimetra, Árni?
Grimmd
Mér finnst grimmdin í gamla
testamentinu, ógnin, merkileg,
hvað manneskja.t á alltaf að vera
ofboðslega vesöl gagnvart því
sem hún á að trúa á. Manneskjan
er alltaf lítilsigld gagnvart því sem
hún á að dýrka. Þetta er einsog
hvað rithöfundar eru máttlausir í
hnjánum gagnvart orðinu og við-
fangsefnum sínum sem aðrir eru
búnir að sinna miklu betur.
Eitt sinn ræddust þeir við, Ezra
Pound og William Carlos Wil-
liams. Ezra hvatti Williams til að
flytja úr smáþorpinu sem hann
bjó í og kynnast einhverju nýju,
það væri búið að yrkja um vorið.
Þá sagði Williams: „Én það hefur
enginn gert það eins og ég.“ Ef
menn hafa þetta ekki geta þeir
alveg eins lagt frá sér pennann.
Þetta er lágmarks tiltrú á sjálfan
sig án þess að í því felist nokkur
hrokýað gera sér grein fyrir því að
það er búið að gera þetta allt áður
og betur, en það er hægt að gera
það öðruvísi. Þetta er eins og
lífið, það endurtekur sig alltaf en
það verður víst að lifa því þó að
einhverjir aðrir hafi lifað því
miklu betur áður. Það verður
hinn almenni maður að sætta sig
við. Þetta er Ijómandi gott kaffi
hjá þér, Árni minn.
Lesandinn
Ég er fljót að sjá hvort mér
líkar bók eða ekki. Á ég að segja
þér hvernig ég varð þegar ég las
Jólaóratoríuna? Ég varð veik í
heila viku. Ég er kannski svona
hundgamaldags að þegar bækur
hafa áhrif á mig verð ég bara
veik. Þetta minnti mig á kikkið
sem ég fékk í gam'a daga þegar
maður las þessar bækur sem mað-
ur átti ekki að lesa, Lady Chatt-
erley’s Lover td., sem maður las
með sængina yfir sér.
Éig les alltaf til að finna
eitthvað sem ég leita að. Og í
hvert sinn sem ég nálgast það að
finna eitthvað sem ég leita að er
ég mjög þakklát þeim sem skrif-
ar. Maður krefst einhvers af
bókum, að það sé ekki tóma-
hljóð, að það sé einlægni, að það
sé tilfinning án þess að vera
eitthvað sem kallast væmni. Ef
maður finnur að höfundur skrifar
af tilfinningu og einlægni nær
hann frekar til manns með þess-
um tóni en ef hann hefði verið að
sperra sig eitthvað fyrir ofan sínar
tilfinningar, einsog svo margir
gera. Mér finnst að þeir höfundar
sem yrkja ljóð hafi frekar losað
sig við þá fordóma að það sé vont
að hafa tilfinningar. Það er þess
vegna sem mér finnst meira gam-
an að lesa ljóð. Þess vegna þarf
ljóðið að komast meira að í sög-
unum.“
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. júní 1985
Sunnudagur 9. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13