Þjóðviljinn - 09.06.1985, Síða 19

Þjóðviljinn - 09.06.1985, Síða 19
LEHDARAOPNA seljum íslenskt „Eftirlíkingar eru alþjóðlegt vandamál" - segir Guðmundur Þorsteinsson hjá HILDU „Stuldur og eftirlíkingar á vörumerkjum, sniðum og framleiðsluaðferðum er al- þjóðlegt vandamál sem erfitt er að eiga við því fæstir nenna að standa í málarekstri. Við urðum talsvert varir við þetta fyrir 3-4 árum, en það kom í ljós að þetta reyndist lítil ógnun,“ sagði Guðmundur Þorsteinsson útflutningsstjóri hjá Hildu h.f., þegar við spjölluðum við hann um eftirlíkingar á íslenskri ullar- vöru, en Hilda selur mikið út af peysum og ullarvöru, einkum til Vesturheims. Guðmundur kvaðst ekki telja að þetta væri alvarlegt vandamál í augnablikinu, þótt erfitt væri að spá um hvað yrði ef þessar eftir- líkingar ykjust aftur. „Við leggjum mikið upp úr hönnun og góða hönnun er erfitt að stæla. Auðvitað fer þeim líka fram sem eru að herma eftir okk- ur, en okkur hefur tekist að vera á undan í hönnun og þá er erfitt að elta okkur uppi með vöruteg- undir sem voru vinsælar í fyrra eða hitteðfyrra. Við höfum ekki orðið varir við neinn samdrátt af þessum orsökum undanfarið," sagði Guðmundur hjá Hildu. Peysa frá Hildu h.f. Hausttískan 1985. íslenskur útflutningur „Sfefnan að úfflufningur fari minnkandi” - segir Jóhann Steinsson hjó Búvörudeild SÍS Samband ísl. samvinnufé- laga er stærsti útflytjandi lambakjöts frá íslandi, en helstu markaðir þess erlendis eru Noregur, Svíþjóð, Dan- mörk og Þýskaland. Við spurðum Jóhann Steinsson hjá búvörudeild um útflutning- inn í ár og í fyrra. „Útflutningurinn í ár er sam- kvæmt áætlun. Hann er minni en í fyrra en þá voru birgðir af kjöti í landinu. Við seljum kjötið bæði til fastra viðskiptavina og leitum einnig að nýjum mörkuðum." „Hvernig er verðlagið á kjöt- inu?“ „Verðið er svipað og það hefur verið. Við seljum þetta kjöt sem lúxusvöru, og kynnum það sem slíkt. Verð okkar er þó að sjálf- sögðu háð framboði á lambakjöti frá öðrum löndum, t.d. frá Nýja- Sjálandi. „Eruð þið bjartsýnir með út- flutning á lambakjöti frá íslandi á næstu árum?“ „Stefna ríkisstjórnarinnar eru að útflutningur fari minnkandi og samkvæmt því verðum við að starfa, sagði Jóhann að lokum. LEHDARI Aðeins í fyrsta flokk! Útflutningur á íslenskum landbúnaðarafurö- um og fiski hefur sjaldan átt aðra eins mögu- leika og nú, þegar umræða um hverskyns mengun, aukaefni í matvælum, súrt regn, óhreint vatn og náttúru er í hámarki. Neytendur á Vesturlöndum hafa aldrei verið jafn vakandi og nú og haft jafn mikinn áhuga á matvælum sem unnin eru úr góðum hráefnum við bestu aðstæður. Náttúraokkarog allaraðstæðurættu því að skapa okkur algera sérstöðu hvað varðar matvælaframleiðslu, svo fremi við höfum vit á að hasla okkur völl á þeim markaði sem okkar framleiðslu hæfir. Hliðstætt má segja um fram- leiðslu á ullarvöru. Gerviefnin sem ruddu sértil rúms um miðja öldina hafa engan veginn leyst náttúruefni eins og ull og bómull af hólmi. Þvert á móti stækkar aftur óðum sá neytendahópur sem kýs þessi efni umfram gerviefni og er tilbú- inn að greiða meira fyrir þau. Ullarframleiðslan í heiminum var um tíma í mikilli lægð og mörg lönd drógu saman seglin og einbeittu sér að öðrum framleiðslugreinum. Nú er ullarfram- leiðsla yfirleitt mjög arðvænleg atvinnugrein og þá ekki síst framleiðsla á ýmsum sérstæðum ullartegundum. íslendingar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að kunna ekki að nýta sér þá sérstöðu sem þeir hafa í útflutningi bæði á matvælum og ullarvöru. Við höfum seit utan óunnið hráefni til matvæla- framleiðslu, sem útlendingar hafa síðan fram- leitt úr dýra vöru og við lítið séð af þeim hagnaði. Allt of oft höfum við reynt að selja íslenska mat- vöru niðurgreidda á stórum og ódýrum mark- aðssvæðum, sem ekki kunna eða geta, tekið tillit til þeirrar sérstöðu sem við höfum. Við eigum ekki að leita á þessa markaði, enda höf- um við ekki slíkt magn að bjóða, að við getum keppt í verði við stór framleiðslulönd. Við eigum að leita uppi þau markaðssvæði sem vilja fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin að borga fyrir það. Við eigum að vinna sem allra mest úr þessu hráefni í landinu og við höfum eigi að síður möguleika á að bjóða matvælin glæný erlendis þar sem flugsamgöngur íslands og umheimsins eru mjög tíðar. Að bjóða íslenskt lambakjöt sem hliðstæða vöru og lambakjöt frá Nýja Sjálandi er fráleitt, því gæðin eru ekki sambærileg. Og fátt er eins hættulegt og að bjóða vöru á of lágu verði á nýjum markaðssvæðum. íslensk mat- vælaframleiðsla verður aldrei svo umfangsmikil að við getum keppt í verði við stórar þjóðir, en við getum bæði keppt og unnið í samkeppni um gæði. (slensk ullarframleiðsla hefur átt í vök að verj- ast um margra ára skeið, bæði vegna skorts á aðstoð og fyrirgreiðslu innanlands og vegna ágangs erlendra framleiðenda, sem skirrast ekki við að líkja eftir íslenskum vörum til að reyna að ná yfirtökunum á markaðssvæðum okkar erlendis. íslendingar sem fara um Kast- rup rekur í rogastans þegar þeir sjá eftirlíkingar af íslenskum ullarvörum frá erlendum fyrirtækj- um eins og Stobi, Lillum og Runox, sem fram- leiða ullarvöru úr erlendri ull, kalla hana „artic wool“ og skreyta verðmiðana myndum af ís- lenskum eldfjöllum. Vonandi tekst þessum fyrir- tækjum ekki að ná af íslensku fyrirtækjunum stærstu markaðssvæðunum og enn sem komið er halda íslensku vörurnar forystu með sífellt betri hönnun og vandaðri vöru. Það er eigi að síður nauðsynlegt að íslensk vöruheiti, bæði í matvælaframleiðslu og ullarvörum verði lög- vernduð, þannig að við eigum mótleik ef reynt er að ógna íslenska markaðinum erlendis. Um leið og staða íslensks útflutnings styrkist erlendis eykst þýðing hans fyrir íslenskt at- vinnulíf. Ný atvinnutækifæri í ýmsum smáiðnaði innan matvælaiðnaðar, og fataframleiðslu geta veitt stórum hópi íslendinga atvinnu og skapað gjaldeyristekjur. Einmitt þess vegna er brýnt að Islendingum verði gert kleift að vinna þessa vöru sem mest og best innan lands og að fjár- magn verði sett í að kynna hana sem skyldi erlendis. Og íslendingar verða að hafa þor og stolt til að bjóða vöru sína á þann hátt og á því verði sem hún á skilið, svo að enginn taki í misgripum ódýra og óvandaða erlenda vöru, hvorki heldur það er síld eða ullarpeysa. þs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.