Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 2
FLOSI
\iku
skammtur
af þinglausnum
Einhverntímann var kollega minn, Ernest Hemm-
ingway, spuröur að því, hvenær hann hefði komist í
hann krappastan og hvað hann óttaðist mest í lífinu.
Hemmingway svaraði því til, að ekkert væri jafn
ógnvekjandi og óskrifað blað í ritvél.
Hann vissi sannarlega hvað hann söng sá.
Það er ekki einleikið, þetta helvíti. Maður setur
blað í ritvélina og fær hreinlega í magann, stendur
upp, gengur um gólf, í von um að hveisan líði hjá og í
staðinn komi vellíðan með tilheyrandi andagift. En
það skeður nú sjaldnast. Magapínan magnast þara
og blaðið í ritvélinni heldur áfram að öskra á mann
einsog hungraður hvítvoðungur, sem þarf að seðja
með einhverju blekbulli.
Einu sinni fór ég á blaðamannanámskeið til að
læra að skrifa í biöð. Ég hugsaði sem svo:
- Manni ætti þó fjandakornið að veitast auðveld-
ara að gera það sem maður kann heldur en það sem
maður kann ekki.
Á þessu námskeiði var vandinn (problemið) fyrst
tekinn fyrir í heild, en síðan voru hinir einstöku þættir
hans reifaðirog rannsakaðirá breiðum grundvelli og
í félagslegu samhengi. Hópefli var beitt og unnið í
„starfshópum“. Þarna var unnið mjög markvisst.
Fyrsta verk allsherjarnefndar var að skipa sam-
starfsnefnd til að leggja starfsgrundvöllinn, sem
byggja skyldi allt heildarstarfið á. Starfshóparnir
lögðu síðan fram tillögur til samstarfsnefndar um
starfstilhögunina og það hvernig byggja ætti sjálft
starfið upp til að starfsárangur næðist.
Þegar s'C-j námskeiðinu lauk var reiknað með því
að þátttakendurnir væru í stakk búnir að skrifa hnit-
miðaðar gullaldarbókmenntir í blöðin.
Það eina sem ég man af þessu námskeiði eru
þrjár meginreglur um starfstilhögun við skriftir, settar
fram af norskum prófessor í fjölmiðlafræði:
1. Að skrifa frekar um það sem væri ofarlega á
baugi í samtíðinni, heldur en það sem ekki væri til
umræðu. Eitthvað „aktúelt".
2. Að ákveða áður en maður byrjar að skrifa,
hvað maður ætlar að skrifa um.
3. Að afla sér vitneskju um efnið, s.s. vita hvað
maður er að skrifa um.
Og nú er að hætta að velta vöngum og hefja
skriftir.
Hvað er „efst á baugi“ á íslandi í dag?
Þinglausnirnar.
Dögum eða vikum saman hafa íslenskir fjölmiðlar
verið undirlagðir af því hvort „þinglausnir" væru í
sjónmáli eður ei. Hvort Alþingi gæti hætt störfum,
eða hvort Alþingi gæti kannske ekki hætt störfum.
Æsifréttir, leiðarar, fréttaviðtöl, fréttaskýringar,
þingfréttir, rökstólar og karpþættir í útvarpi og sjón-
varpi þar sem klögumálin ganga á víxl. Dreifbýling-
arnir á þingi búnir að missa af sauðburðinum og
ófremdarástand hefur skapast af því að ekki er hægt
að fara í frí.
Já „aktúelt" er það sannarlega að ekki skuli vera
hægt að finna lausn á þinglausnamálinu.
Svo ég ákveð semsagt að skrifa um mál málanna í
dag: Þinglausnirnar. Þá liggur það næst fyrir að viða
að sér efni um málið.
Ég fæ mér heitara kaffi í bollann, fer úr skyrtunni
og í léttan léreftsbol, ákveð að hlífa sænsku buxun-
um og fara bara í garma. Allt er tilbúið. Blaðið er enn
óskrifað í ritvélinni og ég kominn í vinnuham.
Þá er fyrst að afla sér vitneskju um efnið.
Ég stend upp geng að bókaskápnum, tek fram
Blöndalsorðabókina ákveðinn í að fletta uppá fleir-
töluorðinu „lausnir".
Þá er það að fastir liðir hefjast einsog venjulega.
Eg finn ekki gleraugun. Ég leita um allt. Fyrst á
skrifborðinu og svo bara alls staðar. Mér er orðið
talsvert heitt í hamsi og ég hugsa sem svo:
- Þetta djöfulsins tiltektaræði.
Konan mín er niðri í kjallara og ég kalla til hennar af
pallskörinni:
- Kona! KONAM K-O-N-A!!!!!
Ég kalla hana stundum „konu“ þegar mér sárnar
við hana.
Ég heyri hana koma lallandi eftir ganginum, eins-
og ekkert hafi ískorist. Þegar hún birtist fyrir hornið
tekur hún svo til orða:
- Er nú komin heimsstyrjöld rétt einu sinni, eða
ertu bara að reyna að rífa í þér raddböndin og
sprengja í mér hljóðhimnuna í leiðinni?
Ég svara mjög rólega og yfirvegað:
- Hvar hefurðu sett djöfulsins gleraugun?
- Þau eru á enninu á þér maður, svarar hún,
einsog ekkert væri sjálfsagðara.
- Gastu ekki sagt þetta strax, svara ég og er
töluvert sár.
Svo færi ég gleraugun af enninu niðurá nefið og
fletti uppá fleirtöluorðinu „lausnir" í Blöndal og ekki
stendur á svarinu:
- Klar Vædske der flyder ud af Börsprækken
hos Köer naar de löber. (Glær vökvi, sem kýr
bleyta sig með þegar þær beiða).
Og mér er ekkert að vanbúnaði að skrifa um alls-
herjarlausnirnar á öllum íslenskum vanda, sjálfar:
ÞINGLAUSNIRNAR.
Löggulíf
Þeir félagar hjá kvikmynda-
gerðinni Nýtt líf Þráinn Bert-
elsson og Ari Kristinsson
eru nú að leggja síöustu hönd
á handrit að nýrri kvikmynd,
þeirri fjórðu sem fyrirtækið
stendur að. Sú mynd verður í
anda myndanna Nýtt líf og
Dalalíf þar sem þeir Þór og
Danni, öðrum nöfnum Eggert
Þorleifsson og Karl Agúst
Úlfsson, tóku virkan þátt í
undirstöðuatvinnugreinum
þjóðarinnar. Að þessu sinni
taka þeir til hendinni við
gæslu laga og réttar, þe. þeir
gerast lögregluþjónar og má
við því búast að myndin verði
til þess að efla virðingu lands-
manna fyrir þeirri hart leiknu
starfsstétt. Ráðgert er að
tökur myndarinnar hefjist í lok
þessa mánaðar. ■
Leifar af
225 milljón ára
skepnu finnast
Ungur stúdent í fornleifafræði
var að ráfa um eyðimörk í Ar-
izona í leit að steingervingum
þegar hann rakst á beinleifar í
leirlögum. Við rannsóknirkom
í Ijós að hér voru fundnar elstu
leifar sem vitað er um af forn-
dýrum þeir er dínósárusar
nefnast. Talið er að beinin séu
af dýri er uppi var fyrir 225
milljónum ára. Talið er að
skepnan sem var með langan
háls og hala, og hafi verið
grasæta og forfaðir bronto-
sárusanna, sem vógu allt að
100 tonnum. Leifar dínósár-
usins eru taldar mjög merkar,
þar sem þær varpa Ijósi á
lega margt sem menn þurfa
að vita í fréttamennsku. Til
dæmis vita flestir að til er tog-
ari í Reykjavík sem heitir Ottó
N. Þorláksson. í NT í vikunni
var þetta merka skip orðið að
Ottó frá Þorlákshöfn. ■
ræddi við sendinefndina heila
morgunstund og taldi einsætt
að N- og S-Kórea ættu að
sameinast í eitt ríki. Nú hefur
Jóni verið boðiö í opinbera
heimsókn þangað austur og
hefur haft það á orði að þeir
leiðtogarnir tveir hann og
„okkar mikli og ástkæri leið-
togi“ Kim II Sung eigi einungis
eftir að koma sér saman um
alla tilhögun og tímasetningu
fararinnar. í framhaldi af
þessu má þess geta að Agn-
es Bragadóttir blaðamaður á
Mogga (áður á Tíma) fór um
árið til N-Kóreu og svo vel
mun innfæddum hafa geðjast
að skrifum hennar eftir þá för
að henni var boðið aftur. Ekki
mun Agnes ætla að þýðast
það boð. ■
Þaul McCartney
_______til Eyja?
Tvær helstu sumarhátíðirnar
eru þjóðhátíðin í Eyjum og
Atlavíkurhátíðin. Allir muna
hvaða kappi kom í Atlavík í
fyrra og dró að fjölda manna,
nefnilega Ringó bítill Starr. Nú
ætla Eyjamenn að bæta um
betur og eru að reyna að fá
annan og enn dáðari bítil út í
Eyjar á þjóðhátíðina, nefni-
lega Paul McCartney. Og þá
fara nú hjörtun að slá hraðar í
ýmsum miðaldra húsfrúm,
sem höfðu myndir af Páli fyrir
ofan rúmið sitt þegar þær voru
enn ungar og ólofaðar... ■
tímabil sem lítið er vitað um
þegar enn eru 10 milljónir ára
þar til fyrstu spendýrin sjá
dagsins Ijós á jörðinni. ■
Ottó frá
Þorlákshöfn!
Og svo við höldum áfram að
pota í kollegana. Það er vissu-
Jón til
Norður-Kóreu
f vetur kom hingað til lands
sendinefnd frá Norður-Kóreu
og munu þingmenn vorir held-
ur lítið hafa sinnt henni, senni-
lega haft öðrum hnöppum aö
hneppa. Ein undantekning
var þó frá þessu, það var Jón
Baldvin Hannibalsson sem
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985