Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 13

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Síða 13
BLAÐ tjaldbúðalífs, þægilegrar útiveru í góðu veðri, afslöppunar við sól- böð og smálabbitúra um næsta umhverfi. Margt í þessum hópi er fjölskyldufólk. Þá er það síður en svo óþekkt fyrirbæri að fólk komi hingað í útilegur til að svalla, halda uppi hávaðasamri gleði með til- heyrandi víndrykkju. Sannarlega vona ég að dregið hafi úr slíkum gestakomum hin tvö síðustu sumur, en þessi hópur var fyrir- ferðarmikill þegar ég starfaði hér á Þingvöllum sumarið 1982, og fannst víst fleirum en mér að hann ylli nokkrum vanda. Margt af þessu fólki kemur hingað áreiðanlega ekki til að njóta neinnar dýrðar sem Þingvellir bjóða upp á öðrum stöðum frem- ur, heldur einungis vegna þess að hér er góður samkomustaður undir beru lofti í nágrenni við mesta þéttbýli landsins. Það má segja að hann eigi ekki beint er- indi í þjóðgarðinn. Sumir eru hingað komnir til náttúruskoðunar. Þeir eru fólk sem gjarna vill ganga um þjóð- garðinn, ekki bara Þingið, heldur líka gjár og skóga. Vera má að þessi hópur sé ekki fjölmennur, en það er að mínu viti brýnt að leggja rækt við hann. Allt fram á sl. sumar hefur lítið sem ekki ver- ið fyrir þennan hóp gert, að í hon- um mætti fjölga. Ef ég má marka mína eigin reynslu og brjóstvit er hér einmitt um að ræða það fólk- ið sem kynnist landinu nánast og bindur við það traustasta tryggð. Það skynjar dýrð landsins dýpra og inniíegar en aðrir og er öðrum betur fært um að leita þarfa þess. Það er vel að stjórn og starfslið þjóðgarðsins er nú farið að sýna þessu fólki nokkra umhyggju með „lifandi leiðsögn" um frið- landið og endurbótum á göngu- leiðum. Það hvarflar ekki að mér að kasta rýrð á sögulega helgi Þing- valla eða draga á nokkurn hátt í efa gildi þeirrar fræðslu og upp- lýsingar sem hér er veitt um þingstaðinn og sögu þjóðarinnar. En mér hefur stundum fundist að söguleg helgi staðarins yxi mönnum svo mjög í hugsun og framkvæmd að þeir veittu því ekki nægjanlega athygli að Þing- vellir og umhverfi þeirra eru þjóðinni ómetanlegt svæði til náttúrunautnar fyrir sakir lands- lags, gróðurs og dýralífs, fugla og fiska. Rétturinn til að veiða Og þá er ég kominn að fimmta hópnum. Það eru silungsveiði- mennirnir. Þeir eru fjölmargir, fólk á öllum aldri. Mér eru þeir hugleiknir, því að ég er í þeirra hópi. Hef oft notið veiðisælu við þetta bjarta vatn, þó að ég bregði mér líka í almenna náttúru- skoðun og hyggi stundum að sögu staðarins. Og mig langar til að fara um þennan hóp nokkrum orðum sérstaklega. Margir eru þar næmir náttúruskoðendur og unnendur, en það er reyndar ein- kenni á góðum veiðimanni. Þess- um mönnum er ekki gert hátt undir höfði hér í friðlandinu. Leiðbeiningu um veiðistaði og veiðihætti fá þeir litla sem enga, sem þó væri oft þörf á fyrir börn og unglinga og byrjendur í íþrótt- inni yfirleitt. En þeir þurfa að að greiða nokkurt gjald fyrir að fá að veiða, þeir sem stálpaðir eru, og eru reyndar eini hópurinn sem greiðir sérstaklega fyrir sína úti- lífsiðju hér í þjóðgarðinum eftir því sem ég best veit. Hér er mönnum t.d. leyfilegt að taka ýmis önnur verðmæti úr ríki nátt- úrunnar en fisk, og þá án endur- gjalds, s.s. ber og líklega fleiri jarðargróða, grös og sveppi t.d.. Það er skoðun mín að á þjóðar- eigninni, Þingvöllum, mætti gjarnan ríkja almannaréttur til fískveiða. Nóg er af fiski í vatn- inu. Og það er engin lagaleg nauðsyn að þóknast veiðifélagi Þingvallavatns með því að taka gjald af þeim þjóðgarðsgestum sem hér renna færi, enda veit ég ekki hvort öðrum veiðiréttar- höfum við vatnið er nokkur akk- ur í því. Þingvallanefnd ræður veiði í vatninu innan þjóðgarðs- marka skv. 3. mgr. 2. gr. Þing- vallalaganna. Ogþetta sérákvæði gengur væntanlega framar al- mennum ákvæðum lax- og sil- ungsveiðilaganna um veiðifélög. Almannaréttur til silungsveiði gildir hvergi á íslandi síðan af var tekinn réttur almennings til veiða í vötnum á eigendalausum afrétt- um og í almenningum með lax- og silungsveiði lögum nr. 53/1957. Vel væri ef hann væri endurvak- inn hér á því svæði sem til forna var gert að allsherjarfé. Ég hef leyft mér að greina þjóðgarðsgesti í fimm flokka, með þeim fyrirvara þó að mörkin milli þeirra væru alls ekki glögg. Og engan veginn getur þessi upptalning verið tæmandi. Mér sýnist nú að mjög væri æskilegt að fyrir lægju nokkuð ítarlegar upp- lýsingar um fjölda þjóðgarðs- gesta og til hvers þeir eru hingað Ljósm. Valdís komnir. Að mínu viti ættu slíkar upplýsingar að vera ein forsenda skipulags á Þingvöllum. Hverjir eru hér aufúsugestir og hverjir ekki? Hverjum á helst að veita umhyggju og hverjum síður? Og hvernig skal það gert? Hver er stefna þjóðgarðsins í menningar- og félagsmálum? Hvað vilja eigendur Þingvalla? Ekki hæfir hér öllum hið sama. Þeir sem komnir eru til að lifa hér sólbaðs- og tjaldbúðalífi með til- heyrandi grillveislum eru ugg- laust best komnir á einu nokkuð stóru tjaldsvæði, þar sem hægt er um eftirlit og þjónustu. En ekki er víst að hið sama gildi um göngumenn í hópi náttúru- skoðara eða veiðimenn við vatn- ið. Það mundi hvorki kosta um- talsvert fé né fyrirhöfn að koma upp viðunandi aðstöðu í Hrauntúni og e.t.v. fleiri stöðum fyrir göngumenn sem nenna að bera tjaldið sitt. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að það verði gert. Það þyrfti þá m.a. að gera upp brunninn góða, sem sjaldnast þornar, en það þarf nú að gera hvort eð er. Og er ekki sjálfsagt að veiðimennirnir (og aðrir sem það vilja) fái hér eftir sem hingað til að tjalda í túninu í Vatnskoti? Þar þyrfti þó helst að vera land- vörður viðloðandi, a.m.k. þegar margt er um manninn. Sá vörður mætti gjarnan vera vel að sér um lífríki vatns og vatnsbakka, og hann gæti kannski leiðbeint mönnum við sjálfar veiðarnar. Ég held að það væri ráð að yfir- stjórn þjóðgarðsins reyndi að kanna það með einhverjum hætti hvað fólkið í landinu vill um þessi efni, áður en farið verður að taka meiri háttar ákvarðanir um skipulag svæðisins. Það þarf að íhuga vel hvaða leiðir eru bestar að fara til þess að þjóðin fái að hafa áhrif á meðferð og nýtingu þessarar eignar sinnar. Ég vildi svo í lokin hvetja þjóð- garðsstjórnina til að gera ívið meira að því að upplýsa almenn- ing um það hvað honum stendur til boða hér á friðlýsta svæðinu og í nágrenni þess, t.d. með því að gefa út bækling á vorin um landið og þjónustu sem hér er veitt. Þar mætti geta um sitthvað fleira en það sem þjóðgarðurinn sjálfur býður upp á, t.d. leiðir að Þing- völlum og frá þeim og ferðir ým- issa aðilja hingað og héðan. (Millifyrirsagnir eru Þjóðvilj- ans). Sunnudagur 16. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.