Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. júní 1985
Rísa þjóðhátíöadagar
undir nafni? Tja, hvað skal
segja. Við íslendingar
erum líklega meðal þeirra
þjóða sem reyna að gera
sem mest úr þjóðhátíð og
höfum allgóðarforsendur
til þess - völdum að stofna
lýðveldi á afmælisdegi
manns sem náðst hafði
samkomulag um að verið
hefði okkar ágætasti foringi
ísjálfstæðisbaráttu. Samt
finnst mönnum eitthvað
vatnsbragð af hátíðinni
með sjálfvirkri ræðu-
mennsku og alþjóðlegu
poppstandi, kábojhöttum,
ýlum og ropvatni.
Sannleikurinn er sá, að þjóð-
hátíðir eru tiltölulega ungar og
hafa víða átt erfitt með að hlaða
utan á sig helgum siðum og
leikrænum uppákomum sem
festa hátíð niður djúpt í fylgsnum
sálarkirnunnar. Þjóðhátíðir eru
tengdar upphefð þjóðríkisins,
sem hefst ekki mikið fyrr en á
nítjándu öld. Þjóðhátíðin á þá að
upphefja ríkið, sýna herstyrk
þess, skreyta það fánum og
skrúðgöngumynstrum, blása
þegnum í brjóst samstöðu með
músík og sögulegri upprifjun á
því að eitt sinn vorum vér í þræl-
dómshúsi Faraós eða einhvers
keisarabjáifans í nágrenninu en
eignuðumst okkar Móíses sem
leiddi okkur yfir eyðimörk um-
skiptanna og til fyrirheitna lands-
ins þar sem vér nú unum glaðir
við dáðir feðranna og okkar eigið
ágæti.
Undir kóngum
Þetta gengur svo misvel. Allur
glæsi- og hetjubragur er yfirleitt
farínn af ríkjum svosem tveim
áratugum eftir að til þeirrá var
stofnað. Hvundagsleikinn tekur
við og hann færist einnig yfir á
þjóðhátíðardaginn. Altént
reynist slíkum degi erfitt um vik
að keppa við aðra daga, sem hafa
aldimar á bak við sig og trúarlegt
uppeldi kynslóðanna svo langt
sem sagan skráir. Enda er það
varla reynt í konungsríkjum að
hafa þjóðhátíðardag í alvöru.
Shkt uppátæki mundi draga at-
hyglina frá því sérstaka sambandi
við almættið sem kóngaþjóðir
hafa samkvæmt skilgreiningu. í
mesta iagi er haldið upp á afmæli
kóngsins eða drottningarinnar
með móttökum og kannski sýn-
ingu á drottins smurða. Og kann-
ski er dagurinn ekki einusinni af-
mælisdagur kóngs eða drottning-
ar heldur hinn svokallaði opin-
beri afmælisdagur sem valinn er
eftir hentugleikum.
Norðmenn
Norðmenn eiga sér kóng, en
þeir eru náttúrlega út af fyrir sig í
þessu eins og ýmsu fleiru. Þeir
halda upp á sautjánda maí og að
af svo miklu kappi, að mér er sagt
að skólabörn í Osló fái ekki að
fara í skrúðgönguna nema annað-
hvort ár hvert barn, annars yrði
gangan allt of löng og það mundi
líða yfir kónginn gamla ef hann
ætti að horfa á allt saman. Norð-
menn eru líka að halda upp á
merkisatburð - nánar tiltekið
þegar þeir tóku sig til þann
sautjánda maí 1814 og komu sér
upp stjórnarskrá sem var mjög
sniðin eftir frönsku byltingar-
stjórnarskránni frá 1791. Þótti
þetta hin frjálslegasta stjórnar-
skrá sem menn áttu þá völ á.
Helgi dagsins efldist svo með
ýmsu móti - ekki síst með því, að
Norðmenn voru hernumdir af
Þjóðverjum í heimstyrjöldinni
síðari, og þjóð sem er hernumin
minnist þjóðhátíðar sinnar með
alveg sérstakri ofurgnótt tilfinn-
inganna. Stærð sautjánda júní í
norskri vitund kemur fram á ein-
staklega eftirminnilegan hátt í
bók sem Sigrid Undset skrifaði á
hemámsárunum í útlegð - vestan
hafs - „Hamingjudagar heima í
Noregi.“
Eftir
byltingar
Reyndar er það svo, að einna
stærstir verða þeir þjóðhátíðar-
dagar, sem tengjast við miklar
byltingar. Tökum sem dæmi
þjóðhátíðardag Frakka, Bastillu-
daginn 14. júlí, sem ber upp á
þann dag þegar lýðurinn í París
reif niður kastala með dýflissum
mörgum sem var tákn og ímynd
hataðs einveldis. Síðan þá hafa
Frakkar oft átt í tvísýnni baráttu
um það hvort þeir væru stórveldi
eða ekki og frönsk þjóðernis-
hyggja hefur aldrei vanrækt þá
möguleika sem tengjast Bastillu-
deginum til að porra upp mann-
skapinn. Annað dæmi gæti verið
sjöundi nóvember í Sovétríkjun-
um, sem haldinn er til þess að
ÁRNI
BERGMANN
minnast Októberbyltingarinnar
1917. Yngra fólki kann að þykja
skrýtið hvers vegna októberbylt-
ingar er minnst í nóvember, en
það stafar af því að þegar bolsév-
íkar klifruðu yfir grindverkið í
Vetrarhöllinni var enn notað í
Rússlandi tímatai austurkirkj-
unnar sem hafði dregist aftur úr
öðru almanaki um eina þrettán
daga. Bolsévíkar tóku svo upp
nýtt tímatal í meira samræmi við
stjörnufræðina og margt fleira
gerðu þeir - afnámu einkaeigna-
rétt á verksmiðjum og felldu úr
stafrófinu jatið, sem var yfsilon
þeirra Rússa.
Sjöundi nóvember er einmitt
dæmi um að bylting vill gera sem
mest úr sjálfri sér og þar með
koma í staðinn fyrir það sem áður
Sjöundi nóvember í Leníngrad - herganga á eftir styttu byltingarforingjans:
koma í staðinn fyrir þá daga sem áður voru helgir.
var. í Sovétríkjunum lætur ríkið
eins og gamlar trúarhátíðir, jól og
páskar, séu ekki til. En þeim mun
meir er gert úr sjöunda nóvem-
ber, sem er tvöfaldur frídagur,
stjórnarskrárdegi og fyrsta maí,
sem einnig er tvöfaldur frídagur.
Og það er marsérað á Rauða
torginu og bornar fimm metra há-
ar myndir af aðalritaranum og
hans mönnum, íþróttamenn
sauma lifandi mynstur á torgin og
erlendir fréttamenn reyna að
velta því fyrir sér, hver nýmæli
séu að eldflaugunum stóru sem
fóru síðast í hersýningunni.
Gamlar og
nýjar hátíðir
í lífi þjóða þar sem trúarlegar
hefðir hafa ekki verið rofnar með
opinberri stefnu, þar sýnist svo
einatt lítið pláss fyrir þjóðhátíðir.
Ýmsar dýrlingahátíðir í kaþólsk-
um löndum verða miklu meiri
hátíðir en opinber þjóðhátíð.
Eða tökum dæmi af ísrael. Gyð-
ingdómurinn á sér svo margar
hátíðir að það liggur við að fullt
starf sé að halda upp á þær ailar:
það þarf að halda upp á páska í
heila viku, og svo Shovuos og það
þarf að gráta eyðileggingu must-
erisins, halda upp á nýja árið (í
september) iðrast á Jom Kíppúr,
gleðjast á Súkkos og Hanúkka og
ærslast á Púrím. Fyrir nú utan
það, að helst verða menn að
halda laugardaginn svo hátíð-
legan, að þeir fari ekki í strætó
eða tali í síma. Það sýnist því lítið
pláss fyrir Sjálfstæðisdaginn, Jom
haatzmaút, sem minnist stofnun-
ar ísraelsríkis 1948. En það er
samt reynt að gefa honum gaum
með svipuðum hætti og í öðrum
ríkjum. En óneitanlega verður
slíkur dagur sálarlítill í saman-
burði við daga sem eiga sér óra-
langa sögu og hver um sig flókið
siðamynstur, sérstaka texta, fast-
mótað mataræði - og svo skipu-
lagt og samstillt hugarfar.
Þrengsli í
almanakinu
Svo er annað sem er vert að
gefa gaum. Ríkjum í heiminum
hefur fjölgað ört á undanförnum
árum. Þau eru nú orðin um eitt
hundrað og sextíu og öll vilja þau
eiga sér þjóðhátíðardag, hvort
sem hann er nú kenndur við sjálf-
stæðið, stjórnarskrána, bylting-
una eða eitthvað annað. Eins og
að líkum lætur vilja ný ríki
ógjama að þeirra dagur rekist á
við þjóðhátíðir annarra - slíkt
gæti m.a. leitt til óheilbrigðrar
samkeppni milli sendiráða um að
fá til sín mektarmenn í þjóðhátíð-
arkokkteilinn - en mætingar í
slfkum veislum eru víst ótrúlega
merkilegt mál. Sumir segja það
sé vegna þess að diplómatar hafi
ekkert betra að gera en að fara
yfír boðsgestalista sína, en aðrir
sjá í slíkum málum háþróað pólit-
ískt táknakerfi.
En hvað sem því líður, og þótt
ýmis ný ríki kunni að velja sér dag
með það fyrir augum að vera ein
um hann, þá verður einatt mjög
þröngt í almanakinu. Fjölvís gef-
Hvergi verða þjóðhátíðardagar fyrirferðarmeiri en þar sem þeim er ætlað að
Ja vi elsker
dette landet
Eða vangaveltur um
þjóðhátíðardaga hér og þar