Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 16.06.1985, Blaðsíða 21
Danirnir á hátíðinni sýndu tvær Shakespeare sýningar sem hvorug þótti verulega góð þótt nógu væru þær nýstárlegar, en einnig verk um fasismann, sem leikstjórnarmemi á 3ja ári hafði samið og leikstýrt. framlagi þeirra, en hika þó ekki við að segja að finnsku skólarnir hafi borið af. Oft er sagt að Finn- ar og íslendingar séu skyldir, ekki síst í menningarlegu tilliti og er vissulega ekki ástæða til að kvarta undan þeirri samlíkingu. Pað er hins vegar skemmtilegt einkenni á báðum þjóðunum hvað þær eru sjálfstæðar og hafa sterk sérkenni, og á það sér án efa landfræðilegar og sögulegar for- sendur. Menningarsögulegar hefðir virðast eiga sterk ítök í finnsku og íslensku leikhúslífi og þær gefa listinni þegar best lætur sjálfstæði, dýpt og kraft, sem maður saknar alltof oft í leiklist hinna Norðurlandanna. Nóg um það. Leitað að stjórnunarformi Vandamál leiklistarskóla á Norðurlöndum eru vissulega ekki aðeins listræns eðlis, heldur eiga margir þeirra við stjórnunar- lega erfiðleika að etja. Flestir skólarnir eru háskóladeildir og hefur stundum reynst erfitt fyrir þá að halda sjálfstæði innan stór- ra háskóla. Nemendalýðræðið hefur heldur ekki alltaf skilað nógu góðum árangri og eru menn stöðugt að leita að æskilegasta stj órnunarforminu. Nómskeið og fyrirlestrar Auk þess sem fjallað var um sýningarnar á sérstökum fundum og gerð grein fyrir starfsemi hvers skóla fyrir sig, voru fjölbreytt námskeið fyrir þátttakendur á hverjum degi. Sem dæmi má nefna raddþjálfun hjá grísku söngkonunni Mirku Dzakis og kennslu í spunatækni hjá Kan- adamanninum Keith Johnstone („Teatersport“ kallar hann æfingar sínar). Dramaitska In- stitutet í Stokkhólmi gekkst fyrir námskeiðum í útvarpsleik, leik- stjórn og þjálfun leiklistarnema fyrir sjónvarp og kvikmyndir, auk þess sem öll verkefni ársins hjá DI voru kynnt sérstaklega. Ég var á námskeiði DI í sjónvarps- og kvikmyndaleik og var mjög lærdómsríkt að heyra Janos Hersko sýna á myndbönd- um dæmi um mismun á sjónvarps- og sviðsleik. Margir halda að hér sé um tvo ólíka hluti að ræða, en svo er þó alls ekki, heldur aðeins um mismunandi tækni, sem getur þó legið misvel fyrir fólki. Flestir skólarnir gefa nemendum kost á l-2ja vikna námskeiðum, þar sem leikatriði úr sviðsverkum eru endurunnin fyrir sjónvarp og nemendum kennt að leika fyrir myndavél. Fjöldamörg önnur áhugaverð námskeið og fyrirlestrar voru á hátíðinni sem of langt yrði að telja upp. Fyrsta leiklistarhátíð norrænna leiklistarskóla þótti í heild takast prýðilega og allt skipulag var til fyrirmyndar. Áformað er að halda slíkar hátíðir í framtíðinni, en Nordisk Kulturfond og Nor- disk Teaterkommité kostuðu há- tíðina að verulegu leyti. Reynt var að halda öllum kostnaði í lág- marki og t.d. hýstu fjölskyldur hingað og þangað um Gautaborg flesta þátttakendurna. Það er ekki þýðingarminnst á hátíð sem þessari að kynnast viðhorfum grannþjóðanna og því sem þær eiga sameiginlegt um leið og sérkenni hverrar þjóðar og sjálfs- mynd fá nauðsynlega viðmiðun. Fyrir íslendinga, sem sannarlega þurfa að halda vel á spilunum í norrænni menningarsamvinnu, sem of oft einkennist af minni- máttarkennd og undirlægjuhætti, er bæði hollt og gleðilegt að finna að við erum þar ekki síður ge- fendur en þiggjendur. þs Fyrsta hátíð norrœnna leiklistarskóla daginn áður en hátíðin var sett. Ekki var annað að heyra en ís- lensku börnin kynnu að meta verkið, en einhver stríddi okkur á því að leikrit okkar ætti eiginlega að banna í Svíþjóð. í því væru nefnilega ýmsar skelfilegar per- sónur sem börnin eru dauðhrædd við og eiginlega væri bannað með lögum að hræða börn í henni Skandinavíu. Einhverra hluta vegna virtust börnin þó halda með mesta illþýðinu í leikritinu, og fengum við þá skýringu að það væri börnunum þar ytra slíkt ný- næmi að sjá verulega andstyggi- lega persónu á sviði að hún hlyti að fá alla athygli þeirra. Sama dag og við sýndum fyrstu sýninguna birtist fréttamaður frá sænska sjónvarpinu og hans lið. Við höfðum hvorki tíma ne út- hald til að sinna þeim, en þeim tókst að taka upp tvo kafla úr verkinu og taka langt viðtal við undirritaða án þess að við tækj- um eiginlega eftir því. Daginn eftir var okkur sagt að við hefð- um fengið mjög ítarlega umfjöll- un í aðalfréttatíma sænska sjón- varpsins, en þar sem við vorum fyrst á staðinn vorum við eina þjóðin sem fékk sérstaka umfjöll- un. Við lékum svo tvær sýningar fyrir gesti hátíðarinnar og var troðfullt á báðum og undirtektir mjög góðar. Þótt mér sé málið skylt, fullyrði ég óhikað að ís- Helga, skólastjóri Leiklistarskóla Islands, Rósa og ÚlfMr með finnsku nemend- urna í baksýn, en þeir héldu sig gjarnan nálægt Islendingunum. lensku nemendurmr vöktu mikla athygli og framlag Leiklistar- skóla íslands var til sóma. Skemmtanlr á kránni Á kvöldin voru skemmtanir á Stúdentakránni í Gautaborg, sem er eiginlega ekki krá á okkar mælikvarða heldur risastór skemmtistaður. Satt að segja varð ég fyrir miklum vonbrigðum með flest skemmtiatriðin sem skólarnir buðu upp á þarna á kránni, sem líktust meira kabar- ett„showum“ eða söngvakeppni en metnaðarfullu framlagi nor- rænnar leikhúsæsku. Var sannar- lega kærkomin tilbreyting frá öllu glamrinu þegar íslensku nemend- urnir tróðu upp með kafla úr dagskránni „Heill sé þér þorsk- ur“, íklæddir stígvélum og dugg- arapeysum, og fengu þau geysig- óðar móttökur. Framlag skólanna Eins og fyrr segir voru um 20 sýningar sem komu til Gauta- borgar og mikið af leikhúsfólki, kennurum, skólastjórum, gagnrýnendum og leikstjórum fylgdist með hátíðinni og þeim námskeiðum sem boðið var upp á. Ekki ætla ég að gera ítarlega úttekt á hinum ýmsu skólum og Jóhann Sigurðarson (sem okkur var tjáð að væri „stærsti" leikari á Norður- löndum) og Guðbjörg hóri úti í garði. Sunnudagur 16. júní 1985 ÞJÓÐVIUINN - SfÐA 21,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.