Þjóðviljinn - 16.06.1985, Qupperneq 23
4 gjalddagar á ári af húsnœðislánum
3/4 ársgreiðslunnar fyrirfram
Það voru gleðifréttir fyrir aila
þá sem eru að sligast undan
greiðslum af húsnæðislánum,
þegar ákveðið var að gefa
mönnum kost á að greiða afborg-
anirnar 4 sinnum á ári í stað einu
sinni. Þetta var sett í lög árið 1980
en fyrst núna, árið 1985 er
mQnnum sent bréf þar sem þeim
er „gefinn kostur á að sækja um
fjölgun á gjalddögum." Það kem-
ur hins vegar í ljós að þessi „að-
stoð” við húsbyggjendur er fyrst
og fremst fólgin í því að flytja
greiðslur fram, því velji menn
þennan kost, verða þeir búnir að
þrjá fjórðu afborgunarinnar á
þeim degi sem hún fellur ella öll
í gjalddaga. Eða eins og segir í
bréfinu til lántaka:
„Eftir gjalddagann 1. ágúst
1985, en þá eigið þér að greiða
fullt árgjald eins og áður, er yður
gefinn kostur á að borga af láninu
fjórum sinnum á ári, sbr. lög nr.
51/1980 um Húsnæðisstofnun
ríkisins. Gjalddagamir verða þá
1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1.
nóvember, í fyrsta sinn 1. nóvem-
ber 1985.”
Þeim sem tekst að merja sam-
an fyrir afborguninni 1. ágúst
n.k., verða sem sagt að byrja
strax að spara aftur því 1. afborg-
un af greiðsiunni fyrir 1986 fellur
í gjalddaga aðeins 3 mánuðum
seinna, eða 1. nóvember.
í framtíðinni verður fóik að
greiða helming fyrirfram af árs-
greiðslunni, en nú í fyrsta sinn
3/4, þar sem fyrsta afborgunin er
1. nóv. Þetta er það sem kallast
„aðstoð við húsbyggjendur". Að
sjálfsögðu er hagkvæmara fyrir
fólk, ef það á annað borð á ein-
hverja peninga á þessum þremur
fyrirfram gjalddögum, að leggja
þá inn á banka með hæstu vöxt-
um, en að nota þá til að greiða
fyrirfram af húsnæðisláninu. - þs
Sendum viðskiptavinum vorum 1944 51! 1984 °§ starfsfólki, okkar !|! bestu kveðjur í tilefni dagsins.
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag Dýrfirðinga Kaupfélag Langnesinga
Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn Hornafirði Kaupfélag Steingríms- fjarðar Kaupfélag V-Hún vetninga
Kaupfélag Hafnfirðinga Kaupfélag Pingeyinga Starfs- mannafélag ríkisstofnana
E Vestmannaeyjabær
mmm 1ANDSVIRKJUN Suðurlandsbraut 30, Ráðhústorgi 5 Akureyri
HREVF/1.Z. 68 55 22 Eimskip Landssamband íslenskra rafverktaka
Alþýðusam- WT3 band yjjm Vestfjarða wÉJ Hótel Saga Félag starfsfólks 1 húsgagnaiðnaði
Kaupfélag V-Barðs tren dinga Kaupfélag Hvammsfjarðar Stéttasamband bænda
Gleðilega hátíð!