Þjóðviljinn - 16.06.1985, Side 4
Jón Sigurðsson forseti er okkur nútímamönnum einhverskonar tókn-
mynd þjóðareiningar, minnir ó sjólfstœðisafrek þeirra kynslóða sem nú
eru neðan moldarog krefstsamstöðu ó íslandi ofanvið dœgurþras.
Auðvitað er aðeins farið að falla ó kallinn þarsem hann stendur keikur
og horfir ó svarta húsið með kórónuna við sunnanverðan Austurvöll.
Menn muna misvel hvers forseti Jón forseti var og eru farnir að ryðga í
einstökum œviatriðum. En flestum er ennþó hlýtt til Jóns, skœruliðans við
skrifþorðið, og enn kemur fyrir að vér mótmœlum allir og óskiljum okkur
rétttil að þeklaga til konungs.
Það erstundum gertgóðlótlegtgrín með Jón Sigurðsson. Megas
hefur ort um hann nakinn f rauðum slopp og Steinn Steinarr sett ó rœður
við standmynd sem steypt er í eir. Oftast er þó hafður ó só hóttur að
leggja nafn forsetans ekki við hégóma, - og draga Jón ekki inní sam-
tfmadeilur. Undantekning síðustu óra er mólið Morgunþlaðið gegn Vig-
dísi Finnþogadóttur útaf hugmynd um þókmenntaverðlaun.
Sautjónda júní eiga land, þjóð og saga að fallast í faðma utanum Jón
Sigurðsson. En svo hefur ekki alltaf verið.
Jón dó órið 1879. Sjö órum síðar verður þess fyrst vart að afmœlisdags
hans sé minnst ó íslandi. 17. júní 1886, ó 75 óra afmœli Jóns, er sam-
koma í Reykjavík að frumkvœði Þorlóks Ó. Johnsons kaupmanns,
frœnda Jóns. Að formi til stóðu gútemplarar fyrir þessari uppókomu. Árið
eftir er annað samsœti 17. júnf ó vegum Þorlóks, en síðan er íslands-
sagan þögul um 17. júní þangaðtil ó konungskomuórinu 1907, en þó
gustar heldur þetur um fœðingardag Jóns forseta.
Árni Björnsson ritaði grein um þjóðminningardaga í sfðustu Árþók
Fornleifafélagsins og hefur gefið Þjóðviljanum leyfi til að birta hér þann
kafla sem lýtur að 17. júní.
-m
Allir nema
stjórnarliðsþingmenn
og höfðingjalýður
Minning Jóns forseta 17. júní 1907-1910: pólitískar fylkingar leika ó reiðiskjólfi.
Róttœk sjólfstœðisöfl taka Jón uppó arma sína, og sökuð eru um
bumbuslótt hrœsni og þjóðlyga. - Gluggað í þjóðminninfgargrein Árna Björnssonar
í grein Árna um Þjóðminning-
ardaga segir frá því að fyrstir
til að nefna þjóðhátíð á ís-
lensku eru þeirTómas
Sæmundsson og Jón Sig-
urðsson, árið 1841, og af
sama tilefni: endurreisn al-
þingis. Tómas leggur þá til að
þjóðhátíð sé haldin 20. maí,
daginn sem kóngur skrifar
undir endurreisnarplaggið,
Jón nefnir ekki dag, en vill að
þjóðhátíð haldi þingmenn á
Þingvöllum hvert þingsumar,
„til að styrkja hug sinn“, og
virðist sú tillaga vera til sára-
bóta þeim sem vildu hafa
þjóðþingið við hið forna Lög-
berg.
Úrþessu verðurekki, og þjóð-
hátíðerfyrsthaldin 1874 íjúlí
og ágúst og nær hámarki 7.
ágúst með kóngi og stjórnar-
skráá Þingvöllum. Þeirrar
þjóðhátíðar er svo minnst
með ýmsu móti næstu ár, en
þó heldur slitrótt þartil Stúd-
entafélagið í Reykjavík hefur
forgöngu um hátíð 2. ágúst
1897, og síðan var árleg hátíð
allt til 1907. Þá á Stúdentafé-
lagið frumkvæði að afmælis-
minningu Jóns Sigurðssonar
og eru haldnar samkomur í
þessu tilefni í Reykjavík, á Ak-
ureyri og ísafirði. Við hefjum
frásögn Árna Björnssonar frá
þessumdegi.
Á þessu sumri var von á Friðrik
konungi 8. til landsins, og hefur
það sjálfsagt átt sinn þátt í þeirri
þjóðernishvatningu, sem fólst í
því að minnast Jóns Sigurðssonar
sérstaklega. Um þetta leyti voru
hafnar harðvítugar deilur milli
Landvamarmanna, sem kröfðust
algjörs skilnaðar við Danmörku,
og Heimastjórnarmanna, sem
vildu fara hægar í sakirnar. Hefur
hin hefðbundna konungshylling á
þjóðhátíðinni 2. ágúst ugglaust
farið mjög fyrir brjóstið á hinum
fyrrnefndu.
Einnig biandaðist fánamálið
inn í deilurnar, en Stúdentafé-
lagið hafði haustið áður hafið
baráttu fyrir því, að ísland fengi
sérstakan fána, Hvítbláin. Kvæði
Einars Benediktssonar, Rís þú
unga íslands merki, var einmitt
hylling til þessa nýja fána.
, Þessi viðhorf settu svip sinn á
afstöðu blaðanna til 17. júní fram
til 1911. Blaðið ísafold segir svo
frá fyrstu afmælishátíðinni 1907:
Jóns Sigurðssonar
afmælið.
íslandsfána mergð.
Hátíðarræður.
Skrúðganga um
5000 manna.
Svo sem fyrir var hugað, var
íslands-fáninn dreginn á stöng hér í
höfuðstaðnum sem annarsstaðar í
fyrradag, afmælisdag Jóns Sigurðs-
sonar. Þeir urðu 60-70 hér, ýmist á
fastastöngum (um 20) eða glugga-
stöngum (rúmum 30). Danskir fán-
ar á fastastöng rúmir 20 (þar af 3
hjá einum kaupmanni); Smaerri 6.
Fánalaus voru landstjórnarhúsið
og alþingishúsið; forseti alþingis
nær fullan mannsaldur, „forsetinn“
öllum hérlendum forsetum frægri,
- hann þótti ekki mönnum þeim, er
nú ráða fyrir landi voru, þess mak-
legur, þeirrar viðhafnar þetta eina
skifti, sem annars er í té látin marga
tugi daga á hverju ári.
Veður var alihvasst á austan með
rigningu. Stytti þó upp um kveldið,
er hátíðarbrigði þau hófust (kl. 8),
sem Stúdentafélagið gekst fyrir. En
það var iúðraþytur á Austurvelli,
ræður á alþingishússvölunum og
skrúðganga suður í kirkjugarð með
pálmaviðarsveig á leiði Jóns Sig-
urðssonar. ...
Mannsöfnuður var meiri við
þinghúsið en dæmi eru til áður hér í
bæ, um 5000, að næst verður kom-
ist.
Ræður fluttu þeir Björn Jónsson
ritstjóri, Bjarni Jónsson frá Vogi og
Benedikt Sveinsson ritstjóri -
minning Jóns Sigurðssonar, minni
íslands og minni fánans nýja. ...
Merkisberar Stúdentafélagsins,
Kvenréttindafélagsins og Ung-
mennafélagsins skipuðu sér með
sinn fánann hver fyrir framan al-
þingishússvalirnar, meðan ræðurn-
ar voru fluttar. Auk þess bar fjöldi
kvenna og Ungmennafélaga o.fl.
smærri fána íslenzka þar og á
skrúðgöngunni á eftir. Varð fylk-
ingin fyrir það stórum mun fríðari
en ella. Enda getur naumast feg-
urra merki en nýi fáninn er.
Naumast hefir verið í annan tíma
hjartanlegri ánægjubragur á höf-
uðstaðarlýðnum, körlum og kon-
um, ungum og gömlum.
Það var eins og hvert mannsbarn
teldi sér veg í því og inmlega
ánægju að minnast hins mikla þjóð-
skörungs og að fjölmenna í fyrsta
skifti undir hinum nýja, íslenzka
fána einmitt í minningu hins sann-
íslenzkasta ágætismanns, er þetta
land hefir alið, - fjölmenna meira
en dæmi eru til í þessum bæ.
Allir, nema hinir reykvísku
stjórnarliðsþingmenn - að einum
undanteknum, - og strjálingur af
r«SI»fiAJU)AC«3t
FORSETA
JOHS sál. SIGUBBSSONAE
Good-Templar félaginu
i R»yfcJ«vik
17. jnni 1886.
Forsíða söngtextablaðs á samkomu
Þorláks Ó. Johnsons í minning Jóns
forseta árið 1886. Heftið geymir text-
ana Fyrir minni íslands, Minni Jóns
Sigurðssonar, -og Fyrir minni Amer-
íku. Afhverju Ameríka á 17. júní? Það
skýrir upphaf þriðja erindis: Til foldar
þar heiðríkt skín frelsisins Ijós/Þar
finnast ei kongar né þrælar
(Steingrímur Thorsteinsson).
Reinh. Anderson, |
LHafmniraiti i H Hvita buOin
Kaupmenn auglýstu ekki fyrir 17. júní
meðan um hann stóðu deilur. Þegar
sættir höfðu tekist á aldarafmælinu
1911 var hinsvegar talið rétt að höfða
til snyrtigirninnar. Úr Lögróttu 17. júní
1911.
höfðingjalýð bæjarins. ... Þeim
hefir ekki þótt hlýða að láta sjá sig
þar, í óþökk „húsbóndans". En
ekki bar á öðru um aldanska
Reykvíkinga en að þeir feldu sig
yfirleitt mikið vel við þessi hátíðar-
brigði. Þeir fjölmenntu þar og aðrir
hér staddir útlendingar.
Alt fór fram með beztu reglu,
spekt og siðprýði. Skrúðgöngu-
skipun þó heldur áfátt.
Fánanum potað
Blaðið Lögrjetta, sem var hlið-
hollt Heimastjórnarflokknum,
sagði fremur hlutlaust frá atburð-
inum, en lét þó í ljós vissa óá-
nægju vegna fárianna:
Aðeins bláir og hvítir fánar voru
bornir fyrir flokknum, enda virtist
fult svo mikið til samkomunnar
stofnað fánans vegna sem minning-
ar Jóns Sigurðssonar.
Blaðið Norðri á Akureyri segir
einnig:
„Ungmennafélag Akureyrar“
gekst fyrir almennri samkomu hér í
bænum 17. þ.m. - Þann dag hékk
og fáni Stúdentafélagsins á fá-
einum flaggstöngum hér í bænum,
og potað var honum ennfremur út
um gluggana hjá einstaka þjóðræð-
isliða.
Þjóðviljinn segir þannig frá há-
tíð ísfirðinga:
Afmælis Jóns Sigurðssonar var
minnst á ísafirði á þann hátt, að
fánar blöktu á stöngum. - Höfðu 24
dregið nýja íslenzka fánann á
stöng, en 10 fálkamerkið, en
danski fáninn blakti á húsum
þriggja stórverzlana, og enn frem-
ur á húsi eins borgara. Um kvöldið
flutti ritstjóri Jónas Guðlaugsson
fyrirlestur um Jón Sigurðsson, og
Guðm. skáld Guðmundsson las
upp kvæði, er hann hafði ort.
Sumarið 1908 var sambands-
lagafrumvarpið eða uppkastið
svonefnda geysilegt hitamál á ís-
landi, ogsnerust alþingiskosning-
arnar um haustið að mestu leyti
um afstöðuna til þess. Annars-
vegar stóðu Heimastjórnarmenn
með Hannes Hafstein ráðherrá í
broddi fylkingar og börðust fyrir
samþykkt frumvarpsins, og hins-
vegar andstæðingar þess, Land-
varnarmenn og Sjálfstæðismenn,
en helstu foringjar þeirra voru
Skúli Thoroddsen og Björn Jóns-
son.
17. júní 1908 birti blað Björns,
ísafold, forsíðugrein, sem bar
heitið Mundi Jón Sigurðsson - ?,
þar sem hatramlega var deilt á
uppkastið. Sama dag gekkst
Stúdentafélagið aftur fyrir af-
mælishátíð Jóns, og segir ísafold
þannig frá henni:
Stúdentafélagið gekst fyrir því,
eins og í fyrra, að minst var hér í
höfuðstaðnum afmælis Jóns Sig-
urðssonar með hæfilegri hátíðar-
viðhöfn, auk þess sem fáni blakti á
hverri stöng í bænum sjálfan af-
mælisdaginn 17. þ.m. ýmist blár
eða rauður, þar á meðal á öllum
almenningsstórhýsum, - framför
frá í fyrra.
Veður var óhagstætt, rigndi dag
allan fram á kveld, þótt sæmilega
réðist, er á leið kveldið. Þó gekk
fjöldi manna í skrúðgöngu suður í
kirkjugarð, með forustu Ung-
mennafélags Reykjavíkur og ung-
mennafél. Iðunnar, með lúðraþyt,
og lögðu blómsveig á leiði J.S. En
ræðum frestað þar til er betur viðr-
aði, með því og einn ræðumaður-
inn (Þ.E.) var ókominn úr ferð.
Næsta dag, í fyrra dag, var bezta
veður og fegursta. Þá dróst saman
múgur og margmenni í barnaskóla-
garðinum laust fyrir náttmál, á að
gizka 3-4 þúsund, og voru þar lúðr-
ar þeyttir og fyrirhugaðar ræður
fluttar.
Þar var fyrst leikið á lúðra fána-
lagið og því næst kafli úr fagnað-
arljóðum Matth. Jochumssonar til
J.S. frá 1865, er svo byrja: Snilling-
ur snjalli. Þeim sem ýmsum hátíð-
arljóðum öðrum var útbýtt prent-
uðum.
Þá gekk fram Benedikt Sveinsson
ritstjóri og mælti fyrir minni Jóns
Sigurðssonar.
Því næst mælti Björn Jónsson rit-
stjóri fyrir minni íslands, og var
leikið á undan: Ó fögur er vor fóst-
urjörð.
Þá var leikinn Reykjavíkuróður
Einars Benediktssonar: Þar fornar
súlur flutu á land, og mælti eftir það
Indriði Einarsson revisor fyrir
minni Reykjavíkur.
Loks flutti Þorsteinn Erlingsson
skáld tölu um fánann íslenzka, en
fánalag Sigf. Einarssonar leikið á
undan.
Eftir það skipaði þingheimur sér
mestallur í skrúðgöngufylking og
gekk suður í kirkjugarð með blóm-
sveig frá Stúdentafélaginu á leiði
°f> 1®^ lúðrasveitin fánalagið á
leiðinm, en Ó guð vors lands við
leiðið. Hátt á 3. þúsund mun hafa
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN