Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR _ Fisksölur Islensk skíp setja heimsmet Prjú skip selja á 2 dögumfiskfyrir25 miljónir íEvrópu. Heimsmet hjá Ögra. Siglt með aflann úr landi vegna manneklu. Vantar 1500 manns ífiskvinnsluna vegna lélegra launa Það var svo sem eftir þeim, - að ætla að raska grafarró Hall- gerðar. essi vika hefur verið mikil aflasöluvika fyrir íslensk skip í erlendum höfnum. Að sögn Jó- hönnu Hauksdóttur hjá LÍU hef- ur markaðurinn verið mjög góð- ur í Englandi og í næstu viku eru ein sjö skip bókuð þar.Hins vegar er vafamál hvort verðið helst jafn hátt og það hefur verið í þessari viku. íslensku skipin hafa sett heims- met. Vigri seldi í Grimsby á þriðjudag 249,7 tonn fyrir 9 milj- ónir og 575 þúsund ísl. kr., sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir fisk upp úr einu skipi í Eng- landi. í fyrradag seldi Ögri í Cux- haven 257, 3 tonn fyrir 11 miljón- ir og 106 þúsund ísl. kr., sem er næst mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir fisk úr einu skipi í Þýskalandi. Þá seldi Börkur frá Neskaupstað í Grimsby í fyrra- dag 108,5 tonn fyrir ríflega 5 milj- ónir króna eða 46,10 á kg. Það er mjög gott verð per kíló og stafar af því að Börkur var með valinn fisk að austan. En af hverju sigla skipin með aflann úr Jandi? Jú, þar kemur til manneklan í frystihúsum íslands. Þar vantar mannskap til þess að vinna aflann þannig að verðmæti hans aukist. Eins og fram kom í Þjóðviljanum á miðvikudaginn vantar um 15-1600 manns til fisk- vinnslu nú þegar vegna lélegra launa. -pv Bók um Sigurjón Styrktarsjóður Listasafns Sig- urjóns Ólafssonar hefur gefið út myndarlega bók um ævi og verk myndhöggvarans og kemur hún út á miðri Sigurjónsvöku sem haldin er í ASÍ-safninu með ýms- um hendingum. í bókinni er meðal annars ævi- ágrip Sigurjóns í myndum og texta, greinar um listamanninn eftir Kristján Eldjárn og Thor Vilhjálmsson, viðtal við Sigurjón eftir Kristínu Halldórsdóttur og síðast en ekki síst myndskreytt skrá yfir verk í safni Sigurjóns og verk eftir hann í opinberri eigu. Þetta er fyrsta rit um Sigurjón Ol- afsson og er útgefið til styrktar nýstofnuðu listasafni í vinnustofu hans í Laugarnesi. Veg og vanda af ritinu á öðrum fremur ekkja myndhöggvarans, Birgitta Spur. Sigurjónsvaka stendur út júní- mánuð í listasafni ASÍ að Grens- ásvegi 16. Á laugardag les þar úr- valslið leikara úr ýmsum verkum, en á sunnudagskvöld er efnt til skoðunarferðar um Laugarnes undir leiðsögn valinkunnra menningar- og fræðimanna og lýkur henni með Jónsmessu- brennu í Norðurkotsvör. -m Ein mynda í Sigurjónsbók: listamaðurinn vinnur frumdrög að Friðriksstyttunni sem nú stendur á Bernhöftstorfu. „Lottó“ Sænskt happdrætti á Islandi Bannað í íslenskum lögum. Dómsmálaráðuneytið hefur ekkert aðhafst Sænskt fyrirtæki hefur í vetur kynningarbréf á íslensku um leika og „Lottóprógram“ boðið til og vor reynt að höfða til happ- talnagetraun, „lottó“, þarsem tal- sölu á 200 krónur íslenskar. fikinna íslendinga og sent út að er um gífurlega vinningsmögu- í kynningarbréfi „Allround íslendingar Okkur fjölgar smátt og smátt Fleiri karlar en konur í landinu. í Múlahreppi búa hins vegar 11 konur en 4 karlar Hægt og bítandi fjölgar íslensku þjóðinni. Við vorum orðin 240.443 þúsund þann 1. desemb- er 1984, samkvæmt endanlegum tölum Hagstofunnar. Okkur hef- ur fjölgað um 2268 frá 1. desemb- er 1983 eða um 0,9%. íslendingar eru þéttbýlisþjóð samkvæmt Hagstofunni. Það eru nálega 4/s þjóðarinnar eða 183.498 sem búa í kaupstöðum og í borginni, en fimmtungur, 56.945 býr utan kaupstaða. Þá vekur athygli að íslenskir karl- menn eru nokkru fleiri en kven- fólk: 120.936 af mannkyni á móti 119.507 af kvenkyni. Mannfæsti hreppur landsins er Selvogsh- reppur í Árnessýslu: 11 karlar og 3 konur, en skammt undan er Múlahreppur í Barðastrandasýslu með öfugt hlutfall: 4 karlmenn en 11 konur. Af fleira skemmtilegu í skýrslu Hagstofunnar má nefna hið fullkomna jafnvægi kynjanna sem rikir á Borðeyri. Þar búa 13 karlar og 13 konur. -pv Produkter" í Gautaborg segir frá því að þegar fyrirtækið hafði fengið „Islenska stútenta" í Sví- þjóð til þýðinga voru valin 500 íslendingar úr símaskránni og þeim boðin þátttaka í fjárhætt- unni, „en sá árangur sem kom út úr því var svo langt fyrir ofan það sem við áttum von á að við vorum orðlausir". Hefur fyrirtækið nú hafið umfangsmeiri áróður um þjónustu sína. í lögum um happdrætti og hlutaveltur frá 1926 er „bannað mönnum á íslandi að versla þar með eða selja hluti fyrir erlend happdrætti eða önnur þvflík happspil", og í lögum frá 1933 um happdrætti háskólans er enn- fremur bannað að „hafa á boð- stólum miða erlendra happ- drætta, auglýsa þá í innlendum blöðum eða hvetja menn til að kaupa þá“. „Lottó“-tilboð Svíanna fer í bága við íslensk lög, sagði Ólafur Walter Stefánsson skrifstofu- stjóri dómsmálaráðuneytis í gær við Þjóðviljann, en sagði vont við að fást. Ekki væri út af fyrir sig bannað að kaupa miða í er- lendum happdrættum, og erfitt að stöðva Svíana nema þá með einhvers konar tilmælum. Ráðuneytinu barst vitneskja um þetta sænska happspil frá Ör- yrkjabandalaginu. Nú er verið að ræða á þingi frumvarp um að veita bandalaginu leyfi til að reka hliðstætt happdrætti eða getraun hérlendis, og sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson formaður þess við Þjóðviljann að framtak svíanna hérlendis hefði með öðru ýtt undir að bandalagið fór frammá slíkt leyfi. Stjórnvöld hafa einnig haft veður af vestur-þýskum gylliboð- um til íslendinga um happdrættis- þátttöku. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. júní 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.