Þjóðviljinn - 21.06.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Page 3
FRETTIR Náttþing Skólaskyldan í óvissu Stjórnarliðar snerust gegn Ragnhildi — Ellert ímálþófi gegn Öryrkjabandalaginu Þingslit klukkan 11 árdegis, hvernig sem mál standa! Stjórnarliðar brugðust Ragn- hildi Helgadóttur aftur í gær- kvöldi við þriðju umræðu í neðri deild um styttingu skólaskyld- unnar. 8 ára skólaskylda var sam- þykkt með 17 atkvæðum gegn 15, 8 voru fjarverandi. Eini Framsóknarmaðurinn sem studdi Ragnhildi Helgadótt- ur í fyrrinótt í baráttu hennar gegn styttingu skólaskyldunnar snerist gegn henni við þriðju um- ræðu í gærkvöldi. Pað var Alex- anderStefánsson, félagsmálaráð- herra. í fyrrinótt greiddu 6 Sjálfstæð- ismenn atkvæði gegn ráðherran- um, en í gærkvöldi voru þeir ekki nema 2: Páll Dagbjartsson og Friðjón Þórðarson; hinir fjórir voru fjarstaddir og það voru reyndar tveir Sjálfstæðisráðherr- ar líka, þeir Matthíasarnir Bjarnason og Mathiesen, og Friðrik Sófusson, sem allir voru taldir styðja ráðherrann. Þannig var málinu vísað til efri deildar, þar sem talið var mjög tvísýnt um framgang þess. Helgi Seljan sem á sæti í efri deild sagði í samtali við Þjóðvilj- ann um miðnættið að eins og mál- um væri nú komið væri best að láta skólaskyldufrumvarpið liggja: efri deild hefði ekkert fjallað um þetta mál í vetur og þyrfti sannarlega lengri tíma bæði til umræðna og nefndarstarfa en nóttin leyfði. Þá sagði Helgi það sína skoðun að stytting skóla- skyldu væri fráleitt afturhvarf frá nútíma menntastefnu. Þau fáu prósent sem nú hættu námi eftir 8. bekk væru oft þeir nemendur sem þyrftu virkilega á frekara námi að halda og ef menn ætluðu að stíga þetta skref yrðu þeir að tryggja að 8. bekkur skilaði mönnum réttindum til náms síðar einsog9. bekkjarprófiðgerirnú. „Leiktöf“ Þegar Þjóðviljinn fór í prentun í nótt hafði Ellert B. Schram, forseti KSÍ, ritstjóri og „óháður“ þingmaður Sjálfstæðisflokksins talað samfleytt í tvo klukkutíma í neðri deild og var hálfnaður í fyrstu umferð að eigin sögn. Orðgnótt hans var beint gegn stjórnarfrumvarpi um að Ör- yrkjabandalag íslands fái heimild til að fjármagna íbúðarbyggingar sínar með svonefndu Lottó-spili, sem tíðkast víða erlendis en er óþekkt hér. Tillaga um að vísa málinu frá var felld í upphafi þingfundar í gærkvöldi með 19 atkvæðum gegn 4 og við aðra umræðu var frumvarpið svo samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 2: Ellert og Stefán Guðmundsson voru einir á móti. Þegar þriðja umræða hófst kvaddi Ellert sér svo hljóðs og Iagði áherslu á að með samþykkt frumvarpsins yrði þrengt að íþróttahreyfingunni sem byggði mjög á sambærilegri tekjuöflun, þ.e. Getraununum. Töldu menn trúlegast að hon- um myndi vart duga nóttin til ræðuhaldanna og því væri nánast útséð um að Lottó-boltinn yrði gefinn upp í efri deild í tæka tíð, þrátt fyrir vísan stuðning meiri- hluta leikmanna. Næturvakt Eins og af þessu má sjá, voru alþingismenn á miðnætti rétt að hefja næturstörfin á þessum síð- asta og lengsta starfsdegi þing- sins, sem reyndar er orðið hið lengsta í sögunni, og verður slitið kl. 11 ídag, ef allt fer eftir áætlun. Á kvöldfundinum í neðri deild höfðu þegar tvö frumvörp orðið að lögum; lög um Almannavarnir og lög um ríkisábyrgð á láni til Stálfélagsins voru samþykkt átakalítið. Búist var við að áður en dagur rynni yrðu samnings- málin stóru orðin að lögum: um Viðskiptabanka, um Sparisjóði, uin Framkvæmdasjóð og um Framleiðsluráð landbúnaðarins en þau voru öll til umræðu í efri deild og skiptu breytingatillögur stjórnarandstöðunnar tugum. Þá var búist við að frumvarp þingmanna úr öllum flokkum um að tryggja 60 ára lífeyrisaldur sjó- manna yrði að lögum fyrir dag- mál. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisendurskoðun var hins vegar úti í kuldanum enda mikið deilumál og taldi Ragnar Arnalds sem á sæti í efri deild m.a. að í því fælist stjórnarskrárbrot með meiru. Þá var eins og fyrr segir ekki búist við því að nóttin dygði í hin deilumálin tvö; um styttingu á skólaskyldu og um Lottó-spil Ör- yrkj abandalagsins. Þá var heldur ekki komið að Húsnæðisfrum- vörpunum tveimur um Búseta, þegar Þjóðviljinn fór í prentun, en af þeim er saga sem verður ekki sögð hér og nú. Við komuna til Reykjavíkur í gær. Forseti borgarstjórnar heilsar upp á Puetter-hjónin. E. Ólason. Flugrallí Spennandi og ögrandi Juergen ogJulie-Ann Puetterfrá Montreal í Kanada eru ífyrsta sœti í alþjóðlegu flugrallíi. Vélaflugfélag íslands skipuleggur millilendingu 55 flugvéla með 11 Oflugmenn Sprettan Góðar horfur um allt land Of mikill þurrkur á Suðurlandi? „Gras hefur komið vel undan vetri og um allt land eru góðar horfur með uppskeru sumars- ins“, sagði Jónas Jónsson búnað- armálastjóri í spjalli við Þjóðvilj- ann í gær. Byrjað er að slá bæði í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum og einhverjir bændur í Eyjafirði eru líka byrjaðir að slá. En almennt mun heyskapur hefjast með fyrra móti í sumar, að sögn Jónasar. Hretið í kringum hvítasunnuna hamlaði sprettu í ákveðinn tíma, en hún tók svo við sér aftur fyrr í mánuðinum. Jónas sagði enn- fremur að nú heyrði hann það frá bændum á Suðurlandi að þar hefði jafnvel verið of mikill þurrkur, sem er óneitanlega óvenjulegt þar um slóðir. -pv Mosfellssveit Vandræði vegna vatnsleysis Efekki rignir þarfbrátt að taka upp skömmtun , Jú, það er rétt, við höfum ver- ið í vandræðum síðustu daga og höfum skorað á fólk að spara vatnið“, sagði Páll Guðjónsson sveitarstjóri Mosfellshrepps þeg- ar Þjóðviljinn spurði hann hverju vatnsskortur þar í sveit sætti. En samkvæmt traustum heimildum Þjóðviljans hafa sumir Mosfell- ingar meirað segja átt í erfið- leikum með að baða sig sökum vatnsskorts. Páll sagði að vatnsskortinn mætti rekja til þurrka að undan- förnu og hinn mildi vetur væri vafalítið ein helsta orsök þess að vatnsbólin væru að ganga til þurrðar. Ofan á þetta bætist að í þurrkatíðum sem þessum notar fólk mikið vatn til garðavökvunar og gróðurs, og er það fljótt að segja til sín. Ef ekki rætist úr og vætutíð gengur í garð, sagðist Páll búast við að á næstu dögum þyrfti að taka upp skömmtun á vatni í Mosfellssveit. - pv Frá þvi um miðjan dag í gær og fram á kvöld lentu 55 litlar flugvélar á Reykjavíkurflugvelli. Þær tóku þátt í flugralli yfir Atl- antshaf. Komu vélarnar hingað frá Nuuk á Grænlandi og héðan fara þær á morgun, laugardag, áleiðis til Aberdeen í Skotlandi en keppninni lýkur í París. Sigurjón Ásbjörnsson hjá Vél- flugfélagi íslands sem sér um móttökurnar hér skýrði blaða- manni frá því að þetta væri fyrsta rallið sinnar tegundar en það er skipulagt af samtökum vélflug- manna í Bandaríkjunum, Kan- ada og Frakklandi. Flugið hófst í Morristown í New Jersey sem er skammt frá New York. Þaðan var flogið umhverfis Frelsis styttuna og áfram til Montreal, síðan til Frobisher Bay í Kananda og Nuuk. Auk venjulegrar rallíkeppni eru veitt verðlaun í hverjum á- fangastað fyrir bestu flugleiðsögn og lendingu á nákvæmni í áætlun á bensíneyðslu. Verðlaunin hér á landi verða afhent í hófi sem flug- mönnunum 110 verður haldið á Broadway í kvöld. Þegar blaðamaður kom út á flugvöll í gærdag hitti hann að máli ung hjón frá Montreal í Kan- ada, Juergen og Julie-Ann Puett- er. Þau voru harla ánægð með ferðina því þau voru í fyrsta sæti í keppninni. „Við höfum komið hingað tvisvar áður og í bæði skiptin rigndi en nú er ágætis veður. Það er gaman að koma hingað því móttökumar og skipulagið hér er það besta sem við höfum kynnst hingað til“. Þau sögðust hafa stundað flug í 6 ár og við gátum ekki stillt okkur um að spyrja hvað fengi fólk til að taka þátt í svona keppni. „Það er ýmislegt, þetta er spennandi og ögrandi og svo er gaman að vera fyrstur. Við kynn- umst líka mörgum í svona keppni. Nú, og svo áttum við er- indi til Evrópu svo það var kjörið að ferðast á þennan hátt“. - Er þetta ekkert hœttulegt? „Ekki fyrir okkur, við erum á svo góðri vél. En það hlýtur að krefjast talsverðs hugrekkis að leggja út í þessa ferð á sumum þeirra smávéla sem eru með“. Þeim Juergen og Julie-Ann leist vel á að dvelja hér í tvo daga og vonuðust til að komast í veiði- skap. „Er ekki ágætis veiði hérna? Við tókum græjurnar með upp á von og óvon“. Hitt-leikhúsið Spörfuglinn suður „Sýningin er óbreytt frá því sem hún var hjá Leikfélagi Akur- eyrar nema bætt hefur verið nýj- um dönsurum, tónlistarmönnum og tæknimönnum", sagði Páll Baldvin Baldvinsson fram- kvæmdastjóri Hins leikhússins en í kvöld verður frumsýning í Reykjavík á leikriti Pam Gems um Piaf. Þessi nýbreytni er til þess að bjóða upp á tilbreytingu á dauðum tíma í leikhúslífi Reykvíkinga og gefa þeim kost á að sjá þessa ágætu leiksýningu Leikfélags Akureyrar. Dansana sem við bættust hefur Ástrós Gunnarsdóttir samið og hún ásamt Steinari Ólafssyni dansa í sýningunni. Þá var soðin saman hljómsveit hér fyrir sunn- an sem Roar Kvam stjórnar en í sýningunni eru flutt öll helstu lög Piaf. Edda Þórarinsdóttir leikur að- alhlutverkið og meðal annarra leikara eru styrkustu stoðir LA, Marinó Þorsteinsson, Theódór Júlíusson, Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Guðlaug María Bjarnadóttir, Gestur E. Jónas- son, Pétur Eggerts og Emilía Baldursdóttir. Leikmyndina gerði Guðný B. Ríkharðsdóttir. - aró Polýfónkórinn Það er menntamála- og ferða- málaráðuneyti Italíu sem stendur fyrír boði Polýfónkórsins til Ítalíu og sér jafnframt um alla fyrir- greiðslu, sagði Ingólfur Guð- brandsson stjórnandi Polýfón- kórsins. Við flytjum H-moll messu Bachs í Róm, Flórens, Feneyjum og Assisi þar sem við opnum jafn- framt tónlistarhátíð. í ferðina fara 80 manna kór, 33 manna kammerhljómsveit og fjórir einsöngvarar. Farið verður 3. júlí nema Pól- ýfónkórinn þurfi að afturkalla þátttöku sína vegna fjárskorts. -aró -ÞH Föstudagur 21. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.