Þjóðviljinn - 21.06.1985, Page 5

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Page 5
Alþingi Nefndakjör í gær Þróunar- samvinnustofnun íslands Sex manns voru í gær kjörnir í stjórn Þróunarsamvinnustofnun- ar íslands til fjögurra ára. Þeir eru: Gunnar G. Schram, Erlend- ur Magnússon, Ólafur Þ. Þórðar- son, Ingvar Gíslason, Baldur Óskarsson og Björn Friðfinns- son. Byggðastofnun Sjö manns voru í gær kjörnir í stjórn Byggðastofnunar sem ný- lega var samþykkt að komi í stað Byggðasjóðs. Þeir eru: Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal, Eggert Haukdal, Stefán Guð- mundsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Geir Gunnarsson og Sigfús Jón- asson. Áburðarverksmiðjan Sjö manns voru kjörnir í stjóm Áburðarverksmiðju ríkisins til fjögurra ára. Þeir em: Egill Jóns- son, Bjarni Helgason, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Guðbjarts- son, Ríkharð Brynjólfsson og Garðar Sveinn Árnason. Lagahreinsunarnefnd Níu manns voru í gær kjörnir til ráðuneytis um framkvæmd þings- ályktunar frá 22. maí 1984 um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga. Þeir eru: Ármann Snævarr, Sigurður Líndal, Har- aldur Blöndal, Svala Thorlacius, Már Pétursson, Gils Guðmunds- son, Hreinn Pálsson, Margrét Rún Gunnarsdóttir og Snædís Gunnlaugsdóttir. Láns- fjár- lögin loks í höfn Lánsfjárlög voru loks afgreidd frá alþingi sl. þriðjudag, 18. júní og hefur aldrei fyrr verið gengið svo seint frá lögunum. Þau voru lögð fram fyrir síðustu áramót, fóru fyrst í þrjár umræður í efri deild og var breytt á milli þeirra allra. Þá tóku við þrjár umræður í neðri deild og enn var frumvarpi ríkisstjórnarinnar breytt þannig að eina umræðu til þurfti í efri deild. Forsvarsmenn hinna ýmsu fjárfestingalánasjóða og bygg- ingasjóða varpa nú öndinni létt- ar, því ekki hefur verið hægt að ganga frá útlánaáætlunum þessa árs vegna seinagangs í fjármála- stjórn hjá ríkisstjóminni. Það getur verið dýrt spaug fyrir launamann sem fær aðeins 198% hækkun á meðan tannlæknar fá 295%, að þurfa að setjast í þennan stól. Ljósm. eik. Launakjörin Tannlæknamir gera það gott Hafa hœkkað um 295% í launum meðan ASÍ-félagar hafa hœkkað um 198%. Verðlagið hefur á sama tíma hœkkað um299% Dýralæknir í fisk- sjúkdómum í hópi þeirra frumvarpa sem orðið hafa að lögum á hraðferð Alþingis undanfarna daga er þingmannafrumvarp um að sett verði á stofn sérstakt embætti dýralæknis með sérfræði- menntun á sviði fisksjúkdóma og skal hann hafa ábyrgð og skyldur héraðslæknis og aðsetur á Keld- um. Aðeins einn dýralæknir mun hafa lokið framhaldsnámi í fisk- sjúkdómum eins og krafa er gerð til um í þessu nýja embætti. -ÁI Alþingi Fimm þings- ályktanir samþykkt- ar Átta þingsályktunartillögur voru afgreiddar á lokafundi Sam- einaðs þings í gær en þær tUlögur sem á dagskrá voru og ekki var samkomulag um í viðkomandi nefndum náðu ekki afgreiðslu. Þremur þingsályktunartillög- um sem fjalla um fiskiræktarmál og fiskeldi var öllum vísað til ríkisstjórnarinnar að tillögu at- vinnumálanefndar. í áliti nefnd- arinnar segir að ríkisstjórnin sé nú að athuga þessi mál og er hvatt til þess að hún marki stefnu í þeim og undirbúi lagasetningu þar um. Frá 1. desember 1981 til 1. maí 1985 hafa laun tannlækna hækk- að um 295% meðan laun ASÍ- manna hafa hækkað um 198%! Á sama tímabili hefur verðlag í landinu hækkað um 299% og gjaldskrár tannlækna um 291%. Þessar upplýsingar koma fram í svari viðskiptaráðherra við fyr- irspurn Jóhönnu Sigurðardóttur sem lögð var fram á alþingi í gær. Gjaldskrár tannlækna byggjast á launalið og rekstrarkostnaði. Heildargjaldskrárbreyting er sem fyrr segir 291,5% og hefur rekstrarkostnaður hækkað um 283% og launaliðurinn um 295%. Bjórinn Launabreytingar á tímabilinu, 198%, eru samkvæmt fréttabréfi kjararannsóknanefndar og verð- lagsbreytingarnar 299% eru mið- aðar við framfærsluvísitölu. Upp- lýsingar um kjör tannlækna eru fengnar frá Tannlæknafélagi ís- lands. -ÁI Samþykkt var þingsályktunar- tillaga um að efla upplýsinga- miðlun um húsnæðis- og bygging- armál til almennings og aðila í byggingariðnaði. Þá var samþykkt þingsályktun um að kanna nýja legu Vestur- landsvegar með gerð brúa yfir Eiði yfirí Geldinganes og yfir Leiruvog og Kollafjörð, með til- liti til hafbeitarmöguleika í Kol- lafirði og Leiruvogi. Deilt um dánarorsök Frumvarp á síðasta degiþings um að banna innflutning bjórs ogsölu á bjórlíki ,J6n Baldvin og Guðmundur Einarsson felldu bjórfrumvarp- ið“, sagði Halldór Blöndal m.a. eftir að tillaga hans og Ellerts B. Schram um að neðri deild héldi fast við fyrri afstöðu sína um að leyfa bjórinn hafði verið felid í fyrrinótt m.a. með fulltingi þeirra Jóns og Guðmundar. Þeir hölluðust á síðustu stigum bjórs- ins að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem þeir voru andvígir fyrr í vor. En bjórinn var ekki búinn, þó frumvarp þeirra Guðmundar, Jóns Baldvins og fleiri um að leyfa hann væri fallið á þinginu. í gær, á síðata degi þingsins mælti Stefán Benediktsson fyrir nýju frumvarpi um að framleiðsla og sala á bjórlíki yrði bönnuð og að farmönnum, flugáhöfnum og ferðamönnum væri bannað að flytja bjór inn í landið. Sagði Stefán nauðsynlegt að mörkuð yrði skýr stefna í áfengismálum á þinginu og ef þingmenn vildu vera samkvæmir sjálfum sér hlytu þeir að samþykkja tillögu sína. Hún náði þó aldrei lengra en að vera vísað til nefndar, enda þing- tíminn útrunninn. -ÁI Sameinað þing samþykkti einnig þingsályktunartillögu um að leitað verði leiða til að koma á ákveðinni og skipulagðri þjón- ustu í tannréttingum í landinu og aðra um að kannað verði hvort Stjórnarráð íslands geti ekki fengið inn í hluta Seðlabanka- byggingarinnar. Loks var samþykkt þingsálykt- un um að samið verði frumvarp að almennum stjómsýslulögum og það lagt fyrir alþingi hið fyrsta. -ÁI Föstudagur 21. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.