Þjóðviljinn - 21.06.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 21.06.1985, Side 9
Skal vilji atvinnurekenda ráða? eftir Birnu Þórðardóttur í leiðara Morgunblaðsins 15. júní sl. lýsir höfundur áhyggj- um sínum yfir því að „óróaöflin innan forystusveitar verka- lýðshreyfingarinnar" muni varpa „verkfallsskugga yfir sumarleyfi launþega". „Það verður engum til gleði“, segir áhyggjufullur Moggaritstjóri, „að fá í frí á bjartasta tíma árs í |íeim skugga og óvissu um það, sem við tekur í haust“. Moggaritstjóri þurfti ekki að bíða lengi eftir heiðríkju, um há- degi þennan sama dag var skrifað undir nýjan kjarasamning Alþýð- usambandsins og atvinnurek- enda. Allir æðislega ánægðir, Ás- mundur, Magnús Gunnars, Þor- steinn, og Steingrímur vældi af ánægju. En hvað með þá sem ætl- að er að lifa af kaupinu, hefur verkafólk ástæðu til að gleðjast? Hvað þýðir samningurinn í krónum Það er dæmigert eftir þennan samning einsog aðra undan- gengna að aldrei er talað um þær krónur og aura sem fólk fær borg- að, nei kapparnir leika sér að prósentum og skella fram tölum sem segja ekki neitt. Athugum því krónurnar. Sam- kvæmt samningsdrögunum, sem fela f sér starfsaldurshækkun, flokkahækkun auk beinnar launahækkunar, verða mánaðar- laun fimm neðstu launaflokk- anna frá 15.362 kr. - 15.711 kr. Algengasti Sóknartaxti yrði skv. samningsdrögunum 17.609 kr. á mánuði eða 102 kr. á tímann og í árslok yrði þessi taxti 18.401 kr. á mánuði. Reiknitalan fyrir bónusvinnu kvenna er skv. samn- ingsdrögunum 80 kr. og verður þann 1. ágúst 81 kr. ogfrá 1. okt. 85 kr. „Verðtrygging launa nœstekki fram nema með sameiginlegri baráttu ASI og BSRB, þá lœrdóma getum við dregið af BSRB verkfallinu í haust. Sama gildir um raunverulega hœkkun lœgstu launa“ Magnús Gunnarsson sagði um samninginn að í honum væru sér- stakar launajöfnunarbætur fyrir hina lægst launuðu. Lægst launuðu hóparnir hafa frá nóvember 1984 fengið greitt í mánaðarlaun kr. 14.075 á mán- uði. Sú upphæð hefur ekki hækk- að um krónu í tæpa 8 mánuði. Þessir hópar fá nú skv. samning- um 1.300 kr. hækkun á mánuði - uppí launaskrið og launahækkan- ir annarra! Það er ekki nema von að Steingrímur Hermannsson hafi sagt í þjóðhátíðarávarpi sínu að sérstök ástæða væri til að fagna þessum samningi. Engin trygging - skertur kaupmáttur Hvað haldiði að þessar hækk- anir hafi að segja uppí verðhækk- anir á matvælum og húsnæði síð- ustu mánuði - þannig að ekki sé seilst lengra aftur í tímann? Að sjálfsögðu er því engin kauptrygging fólgin í samningn- um, hann er ekkert annað en skert kauptrygging. Þeir aðilar sem harðast knúðu á um samninga, kváðust gera það til að forða enn auknu kaupmátt- arhrapi út árið. Þessi samningur hindrar ekki aukið kauprán, samningurinn felur í sér að Al- þýðusambandið hefur endanlega gengist inná það að kaupránið sem hófst 1. júní 1983 skuli stað- fest - gleymdur og grafinn glæp- ur. Það hefur gengist inná það að ríflega fjórðungur launanna sem búið er að stela skuli liggja óbætt- ur hjá atvinnurekendum. Þessi samningur er samningstilboð at- vinnurekenda frá því í maí, að því breyttu að samningurinn nær til ársloka í stað 18 mánaða. En fordæmið er komið - vilji at- vinnurekenda skal nkja. Hvað hefur Alþýðusambandið sett fram sem æskilegt viðmið kaupmáttar? - Jú, 4. ársfjórðung 1983. Það var líka þessi gósentími verkafólks! Það sést best á með- fylgjandi línuriti sem tekið er úr Fréttabréfi ASÍ, 9. tbl. 1985. (sjá mynd aftar). Samningamenn Alþýðusamb- andsins bera óbilandi traust til ríkisstjórnarinnar. Samningurinn er td. gerður í „trausti jæss að verðlagsþróun haldist innan (ák- veðinna) marka“. Samninga- menn Alþýðusambandsins bera ekki jafn mikið traust til óbreyttra félaga verkalýðshreyf- ingarinnar. Okkur er ekki treystandi til þess að ræða hvaða kröfur við viljum setja fram og berjast fyrir. Fiskvinnslufolk í hádegisútvarpinu 18. júní var Magnús Gunnarsson dreginn fram einn ganginn til að lýsa ást sinni á fiskvinnslufólki og því hve samningurinn gerði sérlega gott við það. Þann 20. maí sl. kaus fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins 9 manna nefnd til að fara með sérsamninga fisk- vinnslufólks. Nefndin skilaði kröfum sínum inná fund fram- kvæmdastjórnar föstudaginn 14. júní. Á þessum fundi var hinsveg- ar knúin fram samþykktin, sem kratar börðust hvað harðast fyrir, að öllum kröfum fiskvinnslufólks yrði sópað burt og farið skyldi skríðandi á hnjánum til atvinnu- rekenda. Það er hátt risið á þeim sem samþykktu 19. maí sl. á formannaráðstefnu Verkamannasambandsins að skora „á öll aðildarfélög sam- bandsins að búa sig undir, að það þurfi að knýja fram samninga í haust með öllu afli samtakanna.“ Til uppbótar fylgir samnings- drögunum sérstakt samkomulag Verkamannasambandsins og at- vinnurekenda um það að skipa nefnd 5 manna frá hvorum aðila, sem „skal leita leiða til að gera störf í fiskvinnslu eftirsóknarverð og bæta kjör fiskvinnslufólks...“ Það er náttúrlega betra að gera svona tillögur í fullu samráði við atvinnurekendur. Auk þess fylgir yfirlýsing for- sætisráðherra, sem túlkuð hefur verið í hljóðvarpi þannig að at- vinnuöryggi aukist en þýðir í raun að atvinnurekendum er gert auðveldara en áður að taka fisk- vinnslufólk útaf launaskrá og vísa á atvinnuleysistryggingasjóð. Var hægt að gera annað? Þessi samningsdrög og allur aðdragandi þeirra er niðurlægj- andi fyrir verkalýðshreyfinguna í heild. Forystumenn hreyfingarinnar hafa dansað eftir pípu atvinnu- rekenda og algerlega hafnað að- ild almennra félaga að gerð kjarasamninga. í stað þess að hvetja og virkja eina aflið sem getur knúið fram breytingu á launastefnu ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda - aflið sem býr í tugþúsundum félaga verkalýðs- hreyfingarinnar, hafa forystu- mennirnir enn einu sinni sett sjálfa sig í þess stað. Þann 1. sept. hefði gefist möguleiki að knýja sameiginlega fram kjarabætur. Það er vitað að verðtrygging launa næst ekki fram nema með sameiginlegri baráttu Alþýðusambandsins og BSRB, þá lærdóma getum við dregið af BSRB-verkfallinu sl. haust, sama gildir um raunveru- lega hækkun lægstu launa. Þessum möguleika hefur verið glutrað niður. Forystumenn heildarsamtaka okkar hafa enn sýnt að gæfuleysinu virðast engin takmörk sett. Bima Þórðardóttir er félagi í Sam- tökum kvenna á vinnumarkaði. FRÁ LESENDUM Friður Konur, stöndum saman Skrifum undir friðarávarpið Kona skrifar: Ég skrifaði nýlega undir friðar- Að öðlast þjóðarþögn Þegar ég heyrði um samning VSÍ og ASÍ datt mér í hug þessi vísa eftir séra Helga heitinn Sveinsson í Hveragerði: „Til að öðlast þjóðarþögn þegar þeir aðra véla gefa þeir litla agnarögn af því sem þeir stela“. Skjöldur. ávarp íslenskra kvenna og vil hér með hvetja allar íslenskar konur til að gera það sama. Ég var fyrst í stað efins um að ávarp eins og þetta mundi höfða til mín, en þegar ég sá ávarpið snerist mér hugur. Þar er ekki eitt einasta orð sem ég gat ekki sætt mig við og þess vegna skrifaði ég undir og vona að fleiri og helst allar ís- lenskar konur geri það. Friðará- varp breytir kannski ekki gangi mála, en þetta er samt tilraun til að láta í ljós vilja um það að við viljum frið og að ísland verði ekki vettvangur aukins vígbúnaðar á norðurslóðum. Ég vona að konur láti ekki sitt eftir liggja og leiti lista uppi til að rita nafn sitt undir. Ljósmynd: - eik. Eignaupptaka Mér flaug í hug sú spurning á dögunum í sambandi við ummæli fjármálaráðherra um að það að leggja eignaskatt á stóreigna- menn væri eignaupptaka, eða er það ekki eignaupptaka þegar vinnuþrek fólks er keypt fyrir lítið? Mánaðarlaun uppá 13 þús- und á mánuði, er það ekki eignaupptaka? Og hvað með húsaleigu aldraða fólksins, húsa- leigu sem aldraða fólkið þarf að borga með sparifé. Er það ekki eignaupptaka? Og skattsvik, er það ekki líka eignaupptaka? Svona mætti lengi telja en þetta þjóðfélag er að verða eins og í E1 Salvador þar sem þeir ríku verða sífellt ríkari og þeir fátæku sífellt fátækari. Vinnuþræll. Illa merktar gangbrautir Ég hefði viljað koma á fram- færi ábendingum til borgaryfir- valda eða þeirra sem málið er skylt að merkingar á götum og gangbrautum hér í Reykjavík eru alveg að grotna niður. Það getur hver og einn keyrt um bæinn og skoðað og sannfærst sjálfur. Það er ekki hægt að sjá lengur hvar má fara yfir götu og þess háttar og götumerkingar eru líka í algjörri niðurníðslu. Með þessu er verið að bjóða hættunni heim og um- ferðin er ekki það frýnileg að lé- legar merkingar á gangbrautum geti viðgengist. Ökumaður. Föstudagur 21. júní 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.