Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR SÍS Þetta er pólitísk uppsögn Júlíusi Kr. Valdimarssyniformanni Flokks mannsins vikið úrframkvœmdastjórastarfi hjá Vinnumálasambandinu. Júlíus: Pólitísk uppsögn. etta er pólitísk uppsögn, það er enginn vafi, sagði Júlíus Kr. Valdimarsson í samtali við Þjóðviljann í gær en honum hefur verið vikið úr starfi hjá Vinnu- málasambandi samvinnufélag- anna, sem hann hefur gegnt í tutt- ugu ár. Aðdragandi þessa máls er að fyrir samningagerðina í vor til- kynnti stjórnarformaður Vinn- umálasambandsins Júlíusi að hann yrði að víkja úr samninga- nefnd þeirra, vegna starfa hans í Flokki mannsins, en þar er Júlíus formaður Landsráðs. Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaga ákvað síðan í júnímánuði að víkja Júlíusi úr starfi og var sú skýring gefin að pólitísk þátttaka hans samrýmd- ist ekki starfi hans sem fram- kvæmdastjóra Vinnumálasam- bandsins. Júlíus er hættur störfum og Flokkur mannsins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem uppsögn hans er harðlega for- dæmd. Þar er m.a. bent á að æð- stu ráðamenn samvinnuhreyfing- arinnar séu í valdastöðum innan ákveðins stjórnmálaflokks, þannig að röksemdir stjórnar Vinnumálasambandsins um pól- itíska þátttöku hrökkvi skammt. -pv Krakkarnir í Vinnuskóla Reykjavíkur áttu frí frá vinnu á fimmtudaginn. í stað hins dagleg amsturs var ýmislegt sér til gamans gert, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var kátt á hjalla í Bústaðahverfinu. Mynd: Ari. Af hverju gengur Magnús Gunnarsson ekki líka í Flokk mannsins? íbúasamtök Ljúkið Þórsgöt- unni íbúasamtök Þingholtanna hafa skrifað borgarráði eftirfarandi bréf út af framkvæmdum við Þórsgötuna: „íbúasamtök Þingholtanna koma hér með á framfæri ósk og beiðni íbúa Þórsgötu og annarra í hverfinu, um að gengið verði endanlega frá framkvæmdum við Þórsgötuna og þá sérstaklega frá leik- og útivistarsvæði því, sem búið er að teikna, skipuleggja og samþykkja. Teikning af frágangi götunnar er fyrir hendi hjá Borg- arskipulagi. Okkur þykir heldur ómyndar- legt, að þessu skuli ekki vera lok- ið, þar sem óverulegur kostnaður virðist liggja í lokaáfanganum. Nú er komið fram á mitt sumar og engar framkvæmdir þarna sjáanlegar enn. Við skorum á borgaryfirvöld að ljúka framkvæmdum við Þórsgötu þegar í stað.“ Hundadögum frestað Norðurland Réttindalausum kennurum fjölgar Láglaunastefnan. Hætta á atgervisflótta. Hlutfall réttinda kennara á Norðurlandifer lækkandi. Fáar umsóknirfrá nýútskrifuðum kennurum nyrðra. Eg sé ekki að um verði að ræða þær uppsagnir kennara sem spáð hefur verið. Hins vegar gæti farið svo að hlutfall kennara með réttindi yrði lægra næsta vetur en áður, sagði Guðmundur Ingi Leifsson fræðslustjóri á Norður- landi vestra í viðtali við blaðið um kennararáðningar. „Uppsagnir kennara virðast ekki vera meiri en venjulega enda er fastaliðið bundið á stöð- unum og á óhægt með að leita í önnur störf. Það eru ekki eins miklir möguleikar á sambæri- legum störfum úti á landsbyggð- inni og í Reykjavík. Kennararáðningar eiga sér yf- irleitt stað í tveimur rykkjum. Sá fyrri er á vorin þegar gengið er frá endurráðningum og staðan að honum loknum er sú að nú vantar í svona 15-20% af þeim stöðum sem um er að ræða. Síðan gerist lítið þangað til búið er að ráða í allar stöður á suðvesturhorninu. Nú sýnist mér ástandið vera þannig að allir fái stöður sem vilja á höfuðborgarsvæðinu svo það gæti orðið lítið eftir handa okkur af biðlistunum þaðan. Annað sem ég hef tekið eftir er hve fáir af nýútskrifuðum kennurum sækja um stöður, ég man eftir einum nýjum kennara. Samt sem áður er ekki víst að ástandið verði neitt verra en áður. Hins vegar gæti svo farið að hlutfall kennara með réttindi lækki. Þetta hlutfall lækkaði milli síðasta árs og þess næstsíðasta úr 75% í 70% en gæti orðið enn lægra núna, í það minnsta mun það ekki hækka,“ sagði Guð- mundur Ingi. Kollega hans á Norðurlandi eystra, Sturla Kristjánsson, hafði svipaða sögu að segja. „Það er nú ekkert sem veldur mér óróa enn sem komið er. Allt talið um fjöldauppsagnir kennara virðist hafa verið heldur orðum aukið. Hins vegar hefur það haft þau áhrif á sveitarstjórnarmenn að þeir eru meira vakandi fyrir því að ná í kennara en áður. Þeir hafa t.d. gert miklu méira að því að auglýsa en áður, en þessar auglý- singar virðast þó ekki hafa gefið mikið af sér. Ég er ekkert hrædd- ur um að ekki verði hægt að manna skólana, en það gæti orðið meira um réttindalausa kennara en áður,“ sagði Sturla Kristjáns- son. Mikill kuldi er nú fyrir norðan og spáð áframhaldi á honum yfir helgina. Hefur verið ákveðið að fresta öllum útihátíðahöldum á Hundadögunum á Akureyri til næstu helgar. Voru fjöll grá ofan í miðjar hlíðar í gær fyrir norðan og erfitt að halda útihátíð í slíku veðurfari. Vona menn að veðurguðirnir skipti um ham fyrir næstu helgi. Ákveðið var þó að halda knatt- spyrnuleikinn á Akureyri { gær- kvöldi, en endurtaka átti frægan leik frá 1969, úrslitaleik í bikar- keppni á milli ÍBA og Akraness. -ÞH Alþýðubandalagið Fjölmenni á Sandi Líflegar umrœður um launamál ogsjávarútveg áAB-fundi. Fjöl mennasti fundur á Hellissandi um árabil. jölmennasti fundur sem hald- RastaráSandi. Ólöf Hildursagði staklega og stóð fundurinn fr; frá starfsemi Alþýðubandalags _ inn hefur verið á vegum stjórnmálaflokks á Hellissandi um margra ára skeið, var haldinn í fyrrakvöld, þarsem Skúli Alex- andersson, Olöf Hildur Jónsdótt- ir, Svavar Gestsson og Guðmund- ur J. Guðmundsson fluttu ræður og svöruðu fyrirspurnum. Um 60 manns voru á fundinum í troðfullum sal samkomuhússins ins í kjördæminu en hún er for- maður kjördæmisráðsins, Skúli fjallaði einkum um samgöngumál í stuttri framsögu, en þeir Guð- mundur J. og Svavar fjölluðu um stjórnmálaástandið og málefni sjávarútvegsins sérstaklega. Líflegar umræður og fyrir- spurnir voru á fundinum um launamálin og fiskvinnsluna sér undir miðnætti. Það var mál vi. mælenda Þjóðviljans að sjald; hefði ríkt jafn góð stemmning c baráttuandi og á fundinum Sandi. Þingmennirnir Skuli, Gu< mundur og Svavar voru í heir sóknum á vinnustöðum á Helli sandi og Ólafsvík í gær og v hvarvetna vel tekið. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.