Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 7
Ástandið í hverfum blökkumanna í borgum Suður-Afríku er víða sagt skelfilegt. Þar hafa 500 manns fallið í óeirðum á tæplega hálfu öðru ári, yfirgnæfandi meirihluti blökkumenn. Bandaríkin Mikill ósigur Reagans Öldungadeildin samþykkir hertar refsiaðgerðir gegn Suður- Afríku Bandaríkin Aðstoð við skæmliða Washington - Fulltrúadeild bandaríska þingsins sam- þykkti í gær iög um aðstoð Bandaríkjanna við erlend ríki fyrir árin 1986 og 1987. Sam- kvæmt þeim mun hernaðar- aðstoð við ísraei hækka um 400 dollara upp í 1,8 miljarða og samskonar aðstoð við eg- ypta nemur 1,3 miljarði. Meðal nýmæla í lögunum er heimild til að veita 5 miljón doll- ara aðstoð til þeirra sem berjast gegn yfirráðum víetnama yfir Kampucheu og að aflétt er banni á aðstoð við skæruliða sem berj- ast gegn stjórnvöldum í Angólu. Einnig var stjórninni veitt heim- ild til að afturkalla aðstoð og banna flug til landa þar sem ör- yggi bandarískra þegna á flug- völlum er talið í hættu. Alls er heimilt að veita 1 milj- arð dollara í aðstoð við ríki Róm- önsku Ameríku, þar af 27 miljón- ir til skæruliða sem berjast gegn stjórninni í Nicaragua. Aðstoð við Bólivíu og Perú er háð þvf að þessi ríki dragi úr fíkniefnafram- leiðslu innan landamæra sinna. Nairobi „Einbeitið ykkur að kvennamálum” Vínarborg - Framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, hvatti í dag þátttakendur á kvenna- ráðstefnunni sem hefst í Nair- obi á mánudag til að leggja pólitísk ágreiningsmál til hlið- ar og einbeita sér að hagsmunamálum kvenna. „Ég vona að fundarmenn lendi ekki í pólitískum slag og ýti kvennamálum til hliðar. Ráð- stefnan á fyrst og fremst að snúast um það að tryggja stöðu kvenna og að konur öðlist jafnan rétt og karlar,” sagði de Cuellar við blaðamenn í Vínarborg. Á undirbúningsfundum fyrir ráðstefnuna sem haldnir hafa verið í New York og Vínarborg hefur ekki náðst samkomulag um drög að dagskrá vegna deilna um það hvort taka eigi til umræðu á ráðstefnunni mál á borð við „ap- artheid” í Suður-Afríku og vandamál palestínsku þjóðarinn- ar. Washington, Jóhannesarborg - Reagan forseti Bandaríkj- anna beið einn sinn mesta ósigur á sviði utanríkismála þegar öldungadeild Banda- ríkjaþings samþykkti með 80 atkvæðum gegn 12 nýjar refsi- aðgerðir í mótmælaskyni við kynþáttastefnu stjórnarinnar í Suður-Afríku. Stjórn Reagans hefur barist gegn þessum aðgerðum og haldið því fram að umvöndunarstefna hennar hafi haft talsverð áhrif til hins betra fyrir svarta íbúa Suður- Afríku. Atkvæðagreiðslan í öld- ungadeildinni er því mikill ósigur fyrir Reagan, ekki síst í ljósi þess að flokkur hans, repúblikanar, ráða yfir 53 þingsætum á móti 47 þingsætum demókrata. í samþykkt þingsins felst að bandarískum bönkum er óheim- ilt að veita stjórnvöldum í Suð- ur-Afríku lán og sala á kjarn- orkubúnaði til Suður-Afríku er stöðvuð sem og sala á tölvutækni og fleiru sem nýtist lögreglunni þar í landi. Nái þessar aðgerðir ekki þeim tilgangi innan 18 mán- aða að þvinga suður-afrísk stjórnvöld til að veita blökku- mönnum aukið ferðafrelsi og meiri áhrif á kjörin stjórnvöld landsins verður gripið til enn harðari aðgerða, svosem að banna frekari útþenslu banda- rískra fyrirtækja í Suður-Afríku og innflutning á gullmyntinni Krugerrand. Einn helsti hvatamaður til- HEIMURINN lögunnar var Edward Kennedy og sagði hann eftir samþykkt þingsins að hún ætti „að sýna þjóðum heims að nú ríkti ný stefna í Bandaríkjunum” í garð kúgunarstjórnarinnar í Suður- Afríku og að sú stefna einkennd- ist af „von, sáttfýsi og réttlæti.” Andstæðingar „apartheid" í Suður-Afríku hafa fagnað sam- þykkt öldungadeildarinnar. „Við biðjum þess að þessi ákvörðun leiði ríkisstjórn okkar í ijós þá andstyggð sem heimsbyggðin hefur á „apartheid”-kerfinu og að stjórnin ákveði að gera raun- Moskvu - Á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni sem nú stend- ur yfir í Moskvu skiptu þrjár kvikmyndir með sér fyrstu verðlaununum. Þæreru „Saga hermanns” eftir bandaríska leikstjórann Norman Jewison (hún var sýnd í Stjörnubíói fyrir skömmu), sovéska mynd- in „Farðu og sjáðu” eftir Elim Klimov og mynd eftir kýpur- grikkjann Christos Siophacas sem nefnist á ensku „The Descent of the Nine”. Til þess var tekið að allar myndirnar þrjár gerast á fimmta verulegar breytingar á því,” segir ma. í samþykkt Suður-afríska kirkjuráðsins. Þar sagði einnig: „Við vonum að þessi stuðningur berist ekki of seint.” Mikil ólga ríkir í Suður-Afríku þar sem 500 manns hafa fallið í óeirðum á síðustu 17 mánuðum. Neyðarástand ríkir í mörgum hverfum blökkumanna og í Höfðaborg ætla blökkumenn að hvetja til þess að hvítir kaup- menn verði sniðgengnir. Þá hafa 150.000 verkamenn í kola- og gullnámum landsins boðað verk- fall. áratugnum, í stríðinu og í grísku borgarastyrjöldinni, og að allar hafa þær pólitískan boðskap. Þrjár myndir hlutu önnur verð- laun en þær voru eftir júgóslav- ann Zivko Nikolic, pólverjann Stanislaw Rozewicz og Zelino Viana frá Brasilíu. Þess má geta að daninn Lars Simonsen deildi fyrstu verð- laununum fyrir besta frammi- stöðu í karlhlutverki fyrir leik sinn í myndinni „Twist and Sho- ut” sem hvorki er hægt né þörf á að þýða. Þetta gerðist líka... ...Forseti Portúgals, Ramalho Eanes, leysti upp portúgalska þingið og ákvað að efnt skuli til kosninga í landinu þann 6. októ- ber í haust. ...Sovéskt skip sem tók um borð 37 víetnamska bátaflóttamenn á Suður-Kínahafi um miðjan júní hefur sett þá aftur á land í Víet- nam að því er Flóttamanna- stofnun SÞ telur sig hafa fullvissu um. Tvö ríki höfðu boðist til að taka við fólkinu. ...Spænskir flugumsjónarmenn hafa aflýst verkföllum sem þeir höfðu boðað um hverja helgi fram til ágústloka. ...Kaþólskur biskup í Shanghai sem látinn var laus í síðustu viku eftir 30 ára fangelsisdvöl hefur látið af andstöðu við yfirráð kom- múnista í Kína. Ástæðan er hrifn- ing yfir þeim framförum sem orð- ið hafa í landinu meðan hann sat inni. ...Lesendur sovéska vikublaðs- ins Nedelya kvarta sáran undan lélegum gleraugum sem á boð- stólum eru í Sovétríkjunum. Er Ijósbrot þeirra sagt óþægilegt og samstilling oft röng. Mikill skortur hefur ríkt á gleraugum í Sovétríkj- unum og framleiðsla annar eng- an veginn eftirspurn. ...í útjaðri Peking hefur fjórði og jafnframt stærsti golfvöllur lands- ins verið tekinn í notkun. Félags- gjald í Golfklúbbi Peking er rí- flega hálf miljón íslenskra króna á ári og er einkum stílað á erlenda félaga. Þó er talið að nýríkir kín- verjar geti sumir hverjir klofið svo hátt félagsgjald. ...Franska lögreglan leitar nú að tömdum indverskum birni sem dýraverndarsamtök hafa rænt og ætla að sleppa svo dýrið geti endurheimt bjarndýrsreisn sína. REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Kvikmyndir Myndir úr stríðinu verðlaunaðar í Moskvu Frakkland Harðar deilur um stjómarskrána París - í Frakklandi er risin deila um vald forsetans ef sú staða kemur upp að flokkur hans lendir í minnihluta á þingi. Ástæðan fyrir þessari deilu er sú að horfur eru á að Sósíalistaflokkur Franqois Mitterrands forseta sem nú hefur hreinan meirihluta á franska þinginu muni tapa honum yfir til hægrif lokkanna í kosningum sem verða í Frakk- landi á næsta ári. Stjórnarskráin sem sett var í tíð De Gaulle árið 1958 gerir ráð fyrir miklum völdum forseta, mun meiri en forsætisráðherrans, en hún er að ýmsu leyti óljós og eins og ekki sé gert ráð fyrir þeirri stöðu að flokkur forsetans lendi í stjórnarandstöðu. Kjörtímabil forsetans er sjö ár en þingsins fimm ár og þegar búið verður að kjósa nýtt þing á næsta ári á Mitterrand enn eftir tvö ár á for- setastóli. Valdarán? Mitterrand lýsti því yfir nú í vikunni að hann hygðist ekki að- eins sitja áfram á forsetastóli þótt hægri flokkarnir ynnu kosning- arnar næsta voru heldur ætlaði hann að halda fast í vald sitt á tveimur mikilvægum sviðum, í utanríkis- og varnarmálum. „Ef breyttur meirihluti leiðir til þess að stjórn utanríkismála verður af mér tekin lít ég á það sem valda- rán,” sagði forsetinn. Þetta hleypti illu blóði í hægri- menn og Jacques Toubon, að- alritari flokks ný-gaullista, RPR, sakaði Mitterrand um að rang- túlka lögin svo þau hentuðu hon- um betur. Með tilvísun til stjórnarskrárinnar sagði Toubon að hlutverk forsetans ef hann lenti í stjórnarandstöðu væri að halda sig við lagabókstafinn sem segir að forsetinn sé verndari stjórnarskrárinnar, ríkisins og þjóðarinnar. Út fyrir þetta svið gæti hann ekki farið. Mitterrand vitnar til annarrar greinar í stjórnarskránni þar sem segir að forsetanum beri að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar og einingu ríkisins. Þess vegna hljóti hann að hafa með höndum yfir- stjórn utanríkis- og varnarmála. Samin fyrir de Gaulle Af þessu má sjá að franska stjórnarskráin er um margt óljós og í raun hafa franskir ráðamenn alltaf veigrað sér við að draga skýr mörk á milli valdsviðs for- seta og forsætisráðherra. 1 stjórnarskránni er ákvæði sem segir að forsetinn sé æðsti yfir- maður heraflans en á hinn bóginn er ábyrgðin á landvörnum og at- höfnum stjórnarinnar lögð á herðar forsætisráðherra. Árið 1964 var gerð breyting á stjórn- arskránni sem flækir málið enn meir því samkvæmt henni er það forsetinn sem tekur ákvörðun um það hvort beita beri kjarnorku- vopnum ef til stríðsátaka kemur. Á sviði utanríkismála mætti túlka stjórnarskrána á þann veg að forsætisráðherrann fari með völdin þar sem hann er ábyrgur fyrir athöfnum ríkisins. En sam- kvæmt hefð sem skapaðist í tíð de Gaulles hefur ríkisstjórninni ávallt verið lialdið utan við meiri- háttar ákvarðanir í utanríkismál- um, þær hafa verið í höndum forsetans. Hins vegar tengjast utanríkismál ýmsum öðrum hags- munum ríkisins, ekki sfst við- skiptalegum, og sérfræðingum ber saman um að það gæti reynst Mitterrrand afar erfitt að móta utanríkisstefnuna án samráðs við stjórnina. Fari svo að Mitterrand verði sviptur öllum raunverulegum völdum mun það reynast honum erfitt að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Hvað á hann að gera? „Á hann að láta sér nægja að opna blómasýn- ingar?” spyr Le Monde og bætir við: „Enginn mun trúa því að Mitterrand hafi skyndilega verið gripinn blómaræktarástríðu á efri árum.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.