Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 15
Reykjavík er ein stærsta verstöð landsins, segir í grein Svavars Gestssonar, og fólk í sjávarútvegi Reykjavíkur býr við nákvæmlega jafn léleg kjör og annað fiskverkunarfólk í landinu. Mynd: eik. Fiskverkunarfólk er líka í Reykjavík Ekki verður sagt að þingmenn Reykjavíkur hafi oft verið kallað- ir á fundi atvinnufyrirtækja hér í borg. Þau ár sem ég hef setið á alþingi hefur það aldrei borið við fyrr en nú á dögunum er Sam- band fiskvinnslustöðva í Reykja- vík gaf þingmönnum Reykvík- inga kost á því að sækja fund til þess að fá upplýsingar um stöðu fiskvinnslu í Reykjavík. Það var um margt fróðlegur fundur sem staðfesti rækilega þær upplýsing- ar sem við Sigurjón Pétursson höfum fengið undanfarna daga er við höfum sótt heim og haldið vinnustaðafundi í öllum fiskverk- unarfyrirtækjum í Reykjavík. Fyrirtækin eru þessi: Bæjarút- gerðin, frystihús og saltfiskverk- un, ísbjörninn, Sjófang, Kirkju- sandur, Hraðfrystistöðin og Ingi- mundur við Súðavog. Það er samdóma álit starfsfólks og atvinnurekenda allra fisk- vinnslustöðvanna að kjör starfs- fólksins séu hættulega léleg. Kom fram á ferðum okkar félaga að meginskýringin á fólksflótta úr atvinnugreininni væru lág laun og lélegur aðbúnaður ásamt öryggis- leysi vegna stöðugt yfirvofandi uppsagna. Eftir þessa yfirferð er mín skoðun sú að eftirfarandi breytingar verði að eiga sér stað í kjörum fiskverkunarfólks og það tafarlaust. 1. Kaup verður að hækka veru- lega. Gera ber athuganir á því hvort unnt er að koma á mánað- arlaunum og reglulegri vinnu- tíma. Sérstaklega ber að athuga hvort forsendur eru til þess að breyta samsetningu launanna þannig að tímakaupið verði mun stærri hluti þeirra en nú er um að ræða. 2. Gera ber ráðstafanir til þess í samningum eða með lögum að verkafólkið í fiskvinnslu njóti mannréttinda á borð við aðra launamenn að því er varðar at- vinnuöryggi. Það á ekki að líða það stundinni lengur að unnt sé að henda fiskverkunarfólki út úr frystihúsunum með viku fyrir- vara eins og nú er um að ræða á sama tíma og flestir aðrir búa við miklum mun lengri uppsagnar- frest. 3. Gera ber ítarlega könnun á því hvernig unnt er að stytta vinnu- tíma í fiskvinnslunni með tækni- breytingum og jafnari afla yfir árið. Sérstaklega ber að leggja of- urkapp á að kanna hvort unnt er að koma við tvífrystingu á fiski, en merkileg vinna Óldu Möller hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins bendir til þess að á því sviði séu verulegir mögu- leikar. Með tvífrystingu myndu gjörbreytast allar vinnuaðstæður í fiski hér á landi; þar yrði unnt að koma við vaktavinnu og jafnari vinnutíma yfir allt árið. Slík gjör- bylting í sjávarútvegi myndi á sama tíma hafa áhrif á vinnutíma í öðrum starfsgreinum. Hér er því á ferðinni eitt brýnasta hagsmunamál verkalýðshreyf- ingarinnar og framleiðenda í senn og því þjóðarinnar allrar. Tölur liggja fyrir um það að vant starfsfólk afkastar margfalt meira en óvant starfslið og með þeim ráðstöfunum sem hér hafa verið nefndar má því auka fram- leiðsluverðmæti sjávarútvegsins stórkostlega frá því sem nú er. Það liggur fyrir að mati allra þeirra forráðamanna fiskvinnsl- unnar sem við höfum rætt við undanfarna daga að með betri kjörum fiskvinnslufólks er unnt að auka heildartekjur fiskvinnsl- unnar að mun frá því sem nú er Minnkandi afli Það er alvarlegt umhugsunar- efni að afli fer minnkandi í vinnslustöðvum í Reykjavík.ekki aðeins í samræmi við það sem gerst hefur í landinu í heild, held- ur mun meira. Þannig nam hlutur Reykjavíkur um 7% í þorskaflan- um 1980 en hlutfallið í fyrra var Svavar Gestsson skrifar aðeins um 4%. Árið 1980 til 1983 bárust á land að meðaltali 64.157 tonn í Reykjavík af botnfiski. 1984 var aflinn aðeins 47.726 tonn; hafði dregist saman um lið- lega 27%. En þetta segir ekki alla söguna vegna þess að samdrátt- urinn í þorskaflanum varð enn meiri: 1980 nam heildarþorsk- afli, í Reykjavík um 29 þúsund tonnum 1981 um 27 þúsund tonnum og 1982 um 19 þúsund tonnum,1983 er þorskaflinn í að- eins um 14.800 tonn en í fyrra urn 10.900 tonn. Og þessi samdráttur hefur áhrif á afkomufiskvinnsl- unnar eins og gefur að skilja og glöggar tölur liggja fyrir um. Hrikalegar tölur Allar helstu kennitölur fisk- vinnslunnar eru ákaflega alvar- legar í Reykjavík. Dæmi: 1. Veltufjárhlutfall fiskvinnsl- unnar í Reykjavík er lægra en nokkurs staðar annars staðar og langt undir landsmeðaltali. 2. Eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna í Reykjavík er lægra en í nokkru öðru umdæmi að undanskildu Reykjanesi þar sem staðan hefur farið stöðugt versnandi. 3. Verg hlutdeild fjármagns sem hlutfall af tekjum er langt frá landsmeðaltali. „Framlegð“ er það sem fyrir- tækin halda eftir þegar geidd hafa verið laun, hráefni og umbúðir, það er það fjármagn sem eftir er til þess að borga endurnýjun og vaxtakostnað. Samkvæmt töflum Þjóðhagsstofnunar var framlegð- arstig frystihúsa að meðaltali 27,5% 1983, þá var sambærileg tala fyrir Reykjavík 26,6% og fyrir Reykjanes sú lægsta á landinu - 21,5% og í Vestmannaeyjum 22%, en Reykjavík og Vestmannaeyjar voru þá lægst yfir landið. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs var lands- meðaltalið 27,2%, Reykjavík 26,5%, Vesturland 25,3, Vestfirðir aðeins 24,3% og Vest- mannaeyjar 22,6%. Ekki aðeins í Reykjavík Hér hefur verið skrifuð grein til þess að vekja athygli á stöðu fiskiðnaðarins í Reykjavík sem er að flestu leyti sambærileg við það sem gerist annars staðar á landinu. Munurinn er sá að sjald- an berst talið að fiskvinnslu hér; það er litið á hana sem eins konar aukabúgrein í því hafi þjónustu og verslunar sem Reykvíkingar hafa fyrir augunum. Fólkið í sjáv- arútveginum í Reykjavík býr þó við nákvæmlega jafnléleg kjör og annað fiskverkunarfólk í landinu og þess ber að geta að Reykjavík er vissulega ein stærsta verstöð landsins. Reykvíkingar geta að vísu margir flúið til annarra verka í byggðarlagi sínu og það geta íbúar annarra byggðarlaga alls ekki eða miklu síður. Jafnljóst hlýtur það að vera öllum að það er nauðsynlegt - ef Reykjavík á að vera góð höfuðborg íslands - að þar sé blómleg fiskvinnsla. Ella verður þróun höfuðborgar- innar viðskila við þróun þjóðlífs- ins að öðru leyti. Það má ekki gerast. Afleiðingar stjórnarstefnunnar Vandi fiskvinnslunnar hér á landi á rætur að rekja til þess í fyrsta lagi að samdráttur hefur átt sér stað í afla en í öðru lagi í stjórnarstefnunni sjálfri. Með áherslu á útþenslu verslunar hef- ur framleiðslan setið á hakanum og láglaunastefnan bitnar ekki síst á því fólki sem vinnur við grundvallaratvinnuvegina. Á fundi þingmanna Reykvíkinga með fulltrúum fiskvinnslunnar kom fram að hrun blasir við sjáv- arútveginum verði ekki gripið til aðgerða tafarlaust. Nauðsyn- legar aðgcrðir samrýmast hins vegar ekki stjórnarstcfnunni. Þess vegna er frumforscndan að koma ríkisstjórninni frá eins og bent var á í samþykkt þingflokks Alþýðubandalagsins á dögunum. Laugardagur 13. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.