Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Gjaldþrot sjávar útvegsstefnunnar Efnahags- og atvinnustefna ríkisstjórnar Steingríms Hermannsonar hefur komiö einkar glöggt fram í umræðum undanfarna daga og vikur vegna ástandsins hjá fiskverkunarfólki, fiskvinnslustöðvum og í sjávarútveginum öllum. í ályktun frá þingflokki Alþýðubandalagsins um ástandið er m.a. bent á að í mörgum byggð- arlögum blasi við atvinnuleysi á síðari hluta árs- ins þegar aflakvótinn er upp urinn. Hundruð miljóna króna fari nú í súginn vegna rangrar fiskveiðistjórnunar, vaxtaokur ríkisstjórnarinnar sligi fiskvinnslufyrirtækin, þúsundir manna vanti nú í fiskvinnsluna. Verkafólkið flýr atvinnu- greinina vegna lágra launa, vinnuþrælkunar og lélegra starfsskilyrða. Það er verið að fjalla um undirstöðuatvinnu- grein þjóðarbúsins, atvinnuveginn sem skilar 75% af útflutningstekjum okkar. Það er verið að tala um atvinnuveginn þar sem 11 þúsund manns vinna að staðaldri og nær öll byggð í landinu grundvallast. Það er stefna ríkisstjórnarinnar sem þannig hefur leikið sjávarútveginn og það er því brýnt að þessari ríkisstjórn verði komið frá. Það er sérstakt hagsmunamál alls launfólks, allra þeirra sem lifa af sjávarútvegi að koma ríkis- stjórninni í burtu. í áðurnefndri ályktun þingflokks Alþýðuband- alagsins er lagt til að gripið verði til eftirtalinna aðgerða: 1) Laun fiskverkunarfólks hækki verulega. Settar verði reglur í lögum eða samningum sem tryggi mannréttindi fiskverkunarfólks til sam- ræmis við aðra launamenn einkum að því er varðar uppsagnir. Allt vinnuskipulag í fiskvinn- slu verði tekið til endurskoðunar svo og launa- kerfið í heild. 2) Vextir verði lækkaðir verulega. Tryggja verður að sjávarútvegurinn hafi eðlilegt fjár- magn til endurnýjunar og þróunarstarfsemi. 3) Stjórn bolfiskveiða verði endurskoðuð með það fyrir augum sérstaklega að auka gæði og bæta nýtingu aflans. Þá leggur þingflokkurinn á það áherslu að allir sem hlut eiga að máli taki nú höndum sam- an og hrindi með sameiginlegu átaki af sér oki stjórnarstefnunnar, þeirrar stjórnarstefnu sem niðurlægi fólkið með siðlausum kauptöxtum og tvísað er til þeirrar ríkisstjórnar sem horfir að- gerðarlaus á að undirstöðuatvinnuvegurinn sé rekinn með tapi ár eftir ár. Þessi ályktun Alþýðubandalagsins er í fullkomnu samræmi við þær raddir sem heyrst hafa hvaðanæva af landsbyggðinni að undan- förnu um að verið sé að keyra fólkið í kaf með láglaunastefnunni í fiskvinnslunni og að fisk- vinnslufólk muni ekki sætta sig við óbreytt ástand öllu lengur. Engir samningar verða gerðir um óbreytt ástand hjá fiskverkunarfólki. Stjórnin burt og hækkum launin. Skilningsleysi kerfiskarianna Eitt af því sem hefur verið einkar áberandi í umræðu um húsnæðismál undanfarna mánuði er það hversu takmarkaða hugmynd ráðamenn og kerfiskarlar hjá stjórnvöldum og stofnunum hafa um greiðslugetu almennings í landinu. Svo virðist sem þeir halda að fólk sem kaupir íbúð fái fjármagn til kaupanna á einum til tveimur stöð- um og svo sé vandamálið úr sögunni. Gott dæmi um þetta kom fram í athugasemdum frá forstjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins í Þjóðvilj- anum sl. þriðjudag. Þar er forstjóri Húsnæðisstofnunar að gera lítið úr því að fólk sé að sligast undan greiðslum af húsnæðislánum. Hann segir að það fái ekki staðist ef átt sé við lán Húsnæðisstofnunar, og tekur svo dæmi af nýbyggingaláni sem þýddi 21 þúsund krónu í afborgun á ári eða 1750 krónur á mánuði. „Tæpast sligast neinn undan slíkri greiðslu,“ segir forstjórinn. Þetta er einmitt gott dæmi um viðhorf þeirra sem stjórna. Þeir vita ekki að íbúðakaupendur eru með fjölmörg lán í takinu, - þar vegur hver króna þungt og launin hafa setið eftir meðan lánin hafa rokið upp. Máske sligar launafólk ekkert meira en einmitt skilningsleysi ráða- manna á borð við þetta. -óg ó-Áur DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulitrúi: Oskar Guömundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Biaöamenn: Aöalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guöjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Sigríður Pótursdóttir. Útlit og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. SkHfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mánuði: 360 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.