Þjóðviljinn - 13.07.1985, Blaðsíða 16
MENNING
Smásagnakeppni
Há verðlaun
í boði
Listahátíð efnirtil smásagnakeppni
með stuðningi Reykjvíkurborgar,
Landsbanka og Seðlabanka
A Listahátíð 1986 verður bók-
mcnntum sýndur sérstakur sómi
og verður m.a. efnt til smásagna-
samkeppni, en smásagan hefur að
margra áliti átt undir högg að
sækja að undanförnu. Smásagna-
samkcppnin verður haldin með
stuðningi Reykjavíkurborgar,
Landsbanka íslands og Seðla-
banka íslands en á Listahátíðar-
árinu 1986 halda þessir aðilar
upp á stórafmæli. Verðlaunin
verða óvcnju glæsileg þ.c. 1.
verðlaun 250.000.-, 2. verðiaun
100.000.-, 3. verðlaun 50.000.-.
Yrkisefni sagnanna skal sótt í ís-
lenskt nútímalíf en að öðru leyti
munu höfundar hafa frjálsar '
hendur og gefst öllum tækifæri til
að taka þátt í samkeppninni.
Skilafrestur til samkeppninnar
rennur út þann 10. apríl 1986 og
mun þá dómnefndin hefja störf.
Sögurnar skulu merktar dulnefni
en rétt nöfn höfunda fylgja í lok-
uðu umslagi. Úrslit verða síðan
tilkynnt við opnun Listahátíðar
Fjölmennt
Dagana2.-4. ágúst veröur
haldið ættarmót aö Skarði í
Dalsmynni og á Grenivík. Um
er aö ræöa niöja hjónanna Jó-
hanns Bessasonar og Sigur-
laugar Einarsdúttur, sem
bjuggu á Skaröi seinni hluta
nitjándu aldar og f ram á
þann 31. maí.
Dómnefndin er tilnefnd af
framkvæmdastjórn Listahátíðar,
en hana skipa: Stefán Baldurs-
son, leikhússtjóri, fulltrúi fram-
kvæmdastjórnar, Pórdís Þor-
valdsdóttir borgarbókavörður og
Guðbrandur Gíslason, bók-
menntafræðingur. Allar nánari
upplýsingar um tilhögun smá-
sagnasamkeppninnar veitir fram-
kvæmdastjóri Listahátíðar Sal-
vör Nordal í síma 12444.
Það er von þeirra sem að þess-
ari keppni standa að þátttakan
verði það mikil að hægt verði að
gefa bestu sögurnar út í bókar-
formi sem heimild fyrir það sem
var að gerast í íslenskri smá-
sagnagerð og nútímalífi á þessum
misserum. Þar sem Samkeppnin
er í tilefni þriggja stórafmæla á
árinu 1986 þar á meðal 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar er
stefnt að því að útgáfudagur bók-
arinnar verði á afmæli Reykja-
víkurborgar þann 18. ágúst.
œttarmót
þessaöld.
Niðjar hjónanna, sem uppi
hafa verið, eru fjölmargir. Séu
makar taldir með er um að ræða
um sex hundruð og fimmtíu
manns. Flest af þessu fólki er á
lífi. Búist er við að á ættarmótinu
mæti nokkur hundruð manna.
Blámenn frá Senegal koma á hátíðina og þar verður mikill fjöldi bongótromma og hvers konar ásláttarhljófæri.
Blámenn ogStuðmenn
í Húnaveri
Helgina20.-21.júlíverður
haldin stórsamkoma í Húna-
veri, svokölluð Bongó hátíö.
Fjöldi innlendra og erlendra
dans- og tónlistarmanna mun
komafram á hátíöinni sem
verður haldin bæöi innan dyra
og utan.
Fyrsta skal fræga telja Stuð-
menn sem hefja með þessu tón-
leikaferð um landsbyggðina, þá
Blámenn frá Senegal en af þeim
dregur hátíðin sitt nafn. Blá-
mennirnir koma hingað sérstak-
lega til að kynna mönnum og
kenna trumbuslátt síns heima-
lands. Mikill fjöldi bongótromma
og hverskyns ásláttarhljóðfæra
verður á staðnum, og menn
hvattir til að koma með sín eigin
svo sem flestir geti tekið þátt í
sköpun stærstu bongósveitar
allra tíma.
Þá er gert ráð fyrir að Meistari
Megas muni einnig verða á staðn-
um auk heljarmennanna Bubba
Morthens og Jóns Páls. Fleiri
skemmtikraftar munu einnig
vera í deiglunni á þessari stór há-
tíð sem hefjast mun í bítið á laug-
ardag en ljúka aðfaranótt mánu-
dags. Næg tjaldstæði eru á staðn-
Þaö má eitt gott segja
um þessa nýjustu mynd
sem gerð er eftir sögu
eftir Agötu Christie: hún
er ekki með Peter Ustin-
ov í hiutverki Hercule Po-
irot.
Reyndar kemur Hercule Poir-
ot alls ekki við sögu í Raunum
saklausra - aðalmaðurinn er dr.
Calgary sem er steingervinga-
fræðingur og kemur til Englands
eftir tveggja ára fjarveru. Dr.
Calgary kemst að þvt að maður
einn sem hann var samvistum við
kvöldið áður en hann yfirgaf
England fyrir tveimur árum,
hafði verið sekur fundinn um að
myrða móður sína og síðar tekinn
af lífi. Ef dr. Calgary hefði verið í
Englandi hefði hann getað komið
í veg fyrir að saklaus maður væri
líflátinn, vegna þess að morðið
var framið sama kvöld og þeir
tveir voru saman. Hann reynir að
fá málið tekið upp að nýju, en
Austurbæjarbíó: Raunir sak-
lausra. Bretland 1985. Handrit
Alexander Stuart. Leikstjóri:
Desmond Davis. Tónlist: Dave
Uruhcck. Aðalhlutverk: Donald
Suthcrland, Faye Dunaway,
Christopher Pumnier, Sarah Mi-
les, Annette Crosbic. Ian
McShane.
Raunir saklausra
en bera sig samt eins og hetjur.
Klipparinn hefur hinsvegar
gengið að verki sínu með nokkru
offorsi. Hann hefur eflaust hugs-
að sem svo, að nú væru síðustu
forvöð að hræra upp í myndinni.
Raunir saklausra ber öll merki
þeirrar karakterlausu iðnaðar-
framleiðslu sem Colan og Globus
eru frægir fyrir. Það er auðvelt að
ímynda sér að helstu höfundar,
t.a.m. handritahöfundur, leik-
stjóri og klippari hafi ekki hist
fyrr en í frumsýningarpartíinu.
ANNA THEÓDÓRA
RÖGNVALDSDÓTTIR
rekur sig á undarlega tregðu,
bæði hjá fjölskyldu mannsins og
lögregluyfirvöldum í þessu litla
þorpsumdæmi. Spurningin er,
hver drap konuna fyrst Jaco gerði
það ekki?
Agötu kerlingunni tekst misvel
upp í bókum sínum, sumar eru
snilldarlega skemmtilegar, marg-
ar bölvað moð. Ég býst við að
sagan sem þessi mynd er gerð
eftir sé einhversstaðar þar á milli.
Það er erfitt að giska nákvæm-
lega, vegna þess að helstu drættir
morðgátunnar hafa máðst mjög í
meðförum kvikmyndahöfund-
anna.
Ein af ástæðunum fyrir því hve
leiðinleg þessi mynd er, getur
verið sú að alltof margar per-
sónur koma þarna við sögu. Ékki
gefst nægur tími til þess að kynna
þær nægilega vel fyrir áhorfend-
um svo að þeir fái áhuga á þeim
og þarafleiðandi áhuga á því hver
þeirra framdi morðið. En aðal-
synd handritahöfundarins er
samt sú, að hann hefur tekið
gagnrýnislaust upp ýmis þau atr-
iði úr Agötu sem eru bókmennta-
leg í eðli sínu og reynt að koma
þeim á tjaldið - engum til gagns
og öllum til ama (þetta á einkum
við þau atriði þar sem dr. Calgary
er í þungum þönkum og veltir
fyrir sér vísbendingum í málinu).
Semsagt, það mistekst í öllum að-
alatriðum að koma þessari frá-
sögn til skila á kvikmyndalegan
hátt.
Leikstjórinn virðist halda sig í
kurteislegri fjarlægð frá viðfangs-
efninu, og af leikurunum er það
að segja að þeir eru þreytulegir
KVIKMYNDIR