Þjóðviljinn - 19.07.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Síða 1
19 júlí 1985 föstu- dagur 162. tölublað 50. örgangur PJOÐVIUINN AWNNUUF GLÆTAN UM HELGINA Fatlaðir Geigvænlegt atvinnuleysi Ráðningarskrifstofa borgarinnar ekki starfi sínu vaxin. 90 manns á skrá íhverjum mánuði. Yfirvöld neita aðfjölga starfsfólki. Ásta Schram: Engin glóra íþessu Það verður engin glóra í þessari starfsemi fyrr en starfsfólki verður fjölgað tii muna, upp í fjóra til fimm a.m.k., við erum hérna tvær samtals í einu og hálfu starfi og það er eins og dropi í hafið miðað við verkefnin sem sinna þarf, sagði Ásta Schram, starfsmaður á öryrkjadeild ráðn- ingaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar í samtali við Þjóðviljann. „Og eins og þú sást sjálfur hérna fyrir utan áðan þá er það beinlínis fáránlegt að innganga í húsið skuli vera með þessu sniði. Hér fer fram þjónusta fyrir fatlaða, en mörgum þeirra er hreint ómögu- legt að komast hingað inn nema hafa með sér hóp aðstoðar- manna.“ Um tvöleytið í gær lagði hópur fatlaðra ungmenna upp frá húsi Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Öll eru þau atvinnulaus og leiðin lá á ráðningaskrifstofu Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 1. Það voru ýmis Ijón í veginum á leiðinni þangað, en það var ekki fyrr en kom að húsnæði ráðninga- skrifstofunnar sem verulega fór að syrta í álinn. Þar kom fólkið, sem flest var í hjólastólum, að snarbröttum tröppum og virtist engin leið til uppgöngu. Engin lyfta, engin braut fyrir hjólastóla. Það þurfti 4-5 manneskjur til að koma hverjum og einum upp tröppurnar og inn í stofnun, sem Náttúra ærsl í Geysi Sápufórnað á laugardag. Vonasteftirgosi. Ekki dauður enn Fyrir skömmu voru tíðinda- menn Þjóðviljans á ferð við Geysi í Haukadal og urðu vitni að gos- ærslum í hinum fræga goshver. Ekki var um fullkomið gos að ræða, en þó stóð strókur til him- ins, og miklu nærri en hin reglu- legu gos í frænda hans og ná- granna, Strokki. Ærslin stóðu í svona 6 til 7 mínútur. „Það eru læti í honum annað slagið“, sagði Ragna Samúelsson hjá Ferðamálaráði. „Það fer eftir veðri. Það má ekki vera rigning né mikill vindur. En hann er ekki dauður úr öllum æðum, blessað- ur.“ Hægt er að láta Geysi gjósa með gífurlegum sápufórnum og á laugardaginn næsta, þann 20. júlí klukkan 15 mun Ferðamálaráð eyða sápu í nægilegum mæli til að búast má við virðulegu gosi úr hinum aldna jötni undirdjúp- anna. -ÖS á að veita þeim ákveðna þjón- ustu. „Árlega leita um 200 manns til skrifstofunnar og við erum með 80-90 manns á skrá í hverjum mánuði. Með þessum mannafla sem við höfum, er útilokað að komast yfir nema hluta af um- sóknunum. Starfið er það viða- mikið, við þurfum að fara í fyrir- tækin og kynna bæði þeim og okkur möguleikana sem fyrir hendi eru, það kemur varla fyrir að fyrirtæki hringi til okkar og spyrji um fólk. Ég hef ítrekað sótt um að fá fleira starfsfólk, en ávallt fengið neitun. Hvorki ríki né borg virðast hafa minnsta skilning á þessu.“ -gg „Það mætti ætla að hér ættu fatlaðir ekkert erindi", sagði einn úr hópnum er kom að hinu óvinnandi vígi ráðningarskrifstofunnar. Stuldir Skál Jóns fbrseta stolið Kristalsskál úr búi Jóns Sigurðssonar hvarffyrir nokkrum árum. Þór Magnússonþjóðminjavörður: Fátíttað munir hverfi úrsafninu enþó kemurþaðfyrir. Menn orðnir meira vakandifyrirþessu en áður og öryggisráðstafanir eru orðnar mun meiri Það er ákaflega fátítt að munir hverfi úr Þjóðminjasafninu en þó kemur það fyrir. Fyrir allmörgum árum hvarf lítil skál úr hillu i safni Jóns Sigurðssonar og eftir það var sett gler fyrir alla skápa. Askar og aðrir slíkir hlutir eru njörvaðir niður með vír en þeir sem ætla sér á annað borð að stela eru menn slóttugir svo að erfitt er að setja fyrir allan leka, sagði Þór Magnússon þjóðminja- vörður í samtali við Þjóðviljann er forvitnast var um það hjá hon- um hvort munir hyrfu úr safninu og var tilefni spurningarinnar askhvarfíð úr Árbæjarsafninu um daginn. Þór sagði að stuldir væru vandamál hjá öllum söfnum í heiminum og enginn staður væri óhultur. Síðast sagðist hann muna til þess að lítil kola hefði horfið úr lýsislampa en hægt hefði verið að steypa nýja, ná- kvæmlega eins, svo að enginn sæi muninn. Ennfremur hefði horfið hluti af litlu kökumóti en það hefði líka verið hægt að steypa eftir þeim helmingi sem eftir varð. Hann sagði að menn væru orðnir miklu meira vakandi fyrir þessu en áður og fólk fengi til dæmis ekki að ganga inn í safnið með skjóður eða regnhlífar. Þá sagði þjóðminjavörður að þegar safnið fengi húsnæði Lista- safnsins yrði það allt stokkað upp og gerðar nýjar varúðarráð- stafanir. Hlutir yrðu þá settir undir gler í meira mæli en nú. Þó að það væri leiðinlegt krefðust tímarnir þess. - GFr. Alþjóða hvalveiðiráðið Halldór ekki bundinn Ráðherra kveður íslendinga ekki þurfa að taka mark á ályktun ráðsins Svíar og Svisslendingar fluttu ályktun í gær á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins um að meina ís- lendingum að selja úr landi af- urðir af hval sem veiddur hefur verið í vísindaskyni. Ályktunin var flutt að undir- lagi fleiri ríkja sagði í útvarps- fréttum í gærkveldi og haft var eftir Halldóri Ásgrímssyni að á- lyktun væri leiðbeinandi en ekki bindandi. Þannig að íslendingar þyrftu ekki að vera bundnir af henni ef til samþykktar kæmi í dag, þegar hún verður borin undir atkvæði. ______________________ -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.