Þjóðviljinn - 19.07.1985, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Síða 3
_________________________FRÉTTIR______________________ Álskatturinn Ekki stórkostlegur ávinningur Iðnaðarráðherra: Bíðum eftirhœrra álverði. Hallast sífellt á svartsýnishliðina ístóriðjumálunum - Það er ekki stórkostlegur ávinningur af þessum samningi eins og sakir standa en við höfum fengið fast undir fætur, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra um nýja skattasamning- inn við Alusuisse sem undirritað- ur var í gærmorgun. Saming- urinn gefur ekki af sér neinar við- bótartekjur af álverinu fyrr en ál- verð hefur náð uppí rúm 60 cent hvert pund. í dag selst álpundið á heimsmarkaði fyrir aðeins 45 cent, en spáð er hækkandi verði á næstu árum. Aðspurður hvort fyrri samn- ingurinn hefði að hans mati verið óviðunandi sagi ráðherrann að nú væri búið að setja undir leka og girða fyrir mistúlkanir. Samn- ingurinn lokaði illvænlegum deilum við Alusuisse og vonandi þyrfti ekki að koma til frekri átaka. Sverrir vildi lítið segja um fyrirhugaða stækkun Álversins í Straumsvík. Þau mál væru öll á byrjunarstigi. „Það hefur hallast á svartsýnishliðina síðan ég settist Fóðurgjaldið í þennan stól, í öllum þessum lét fálega með alla stóriðju- andi markaðsverð, undirboð á víða erlendis um raforkufram- stóriðjumálum“, sagði Sverir og drauma. Nefndi hann til sflækk- raforkusölu og stórfelld áform leiðslu fyrir stóriðju. -lg. Voldugustu karlar á Islandi? Meðal þeirra sem þarna sjást eru Páll Flygenring Garðar Ingvarsson lögfræðingur, Halldór Kristjánsson ráðunautur og Hjörtur ráðuneytisstjóri, Ragnar Halldórsson álforstjóri, Halldór H. Jónsson stjórnar- Torfason lögfræðingur, Sverrir iðnaðarráðherra og nokkrir forstjórar frá Alusu- formaður og eigandi margra stærstu fyrirtækja á Islandi, Jóhannes Nordal isse. Seðlabankastjóri meðmeiru, Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar, Alþingi Milliþinganefnd til að stokka upp húsnæðislánakerfið Skipuð nefnd meðfulltrúum allraflokka til að gera tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi. Isamrœmi við kröfur stjórnarandstöðunnar. Jóhann Einvarðsson aðstoðarráðherra: Nefndin hefurfullt umboð 5% hámarks- hækkun Landbúnaðarráðuncytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar- sem segir að hækkun fóðurgjald- sins valdi 10% meðalhækkun á innfluttu fóðri sem leiði að há- marki til 1-5% hækkunar búvara til neytenda. Með nýju reglugerðinni, segir í fréttatilkynningunni, var grunn- gjald af innfluttu fóðri ákveðið 50%, þó eigi hærra en 4000 krón- ur á tonnið. Kjarnfóðurgjaldið falli niður með tilkomu gjaldsins, þannig að hækkunin á fóður- gjaldi nemi því að hámarki 1300 krónur á tonn. Fréttin af hækk- unum umfram 5% eigi því ekki við rök að styðjast, segir ráðu- neytið. -óg. „Nefndin hefur fullt umboð til að gera tillögur um hvað sem er“, sagði Jóhann Einvarðsson að- stoðarfélagsmálaráðherra í sam- tali við Þjóðviljann í gær, en ráðuneytið hefur sent frá sér til- kynningu um skipan milliþinga- nefndar til að gera tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi. Með bréfum, dagsettum 11. þ.m., voru eftirtaldir skipaðir í nefndina: Guðmundur Bjarna- son, alþingismaður, tilnefndur af þingflokki Framsóknarflokksins og er hann jafnframt formaður nefndarinnar, Jón Sveinsson, lögfræðingur, tilnefndur af þing- flokki Framsóknarflokksins, Halldór Blöndal, alþingismaður, tilnefndur af þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, Björn Þórhalls- son, varaforseti ASÍ, Sjálfstæðis- flokki og Steingrímur Ari Ara- son, hagfræðingur, Sjálfstæðis- flokki, Magnús H. Magnússon, fyrrv. félagsmálaráðherra, til- nefndur af þingflokki Alþýðu- flokksins, Guðlaugur Ellertsson, viðskiptafræðingur, tilnefndur af þingflokki Bandalags jafnaðar- manna, Guðni Jóhannesson, verkfræðingur, tilnefndur af þingflokki Alþýðubandalagsins og Kristín Einarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Samtaka um Kvennalista. Samkvæmt erindisbréfinu á nefndin að skila tillögum sínum í haust. Þessi nefnd er skipuð í samræmi við málafylgju húsnæð- ishópsins og stjórnarandstöð- unnar undir þinglok og féllst ríkisstjórnin á að skipa milli- þinganefnd um uppstokkun hús- næðiskerfisins að kröfu stjórnar- andstöðunnar. -óg. Hafnarfjörður Útgerðarfélaginu slitið Fyrsti hluthafafundurinn og einnigsá síðasti haldinn ígœr Hluthafafundur í Útgerðarfé- lagi Hafnfirðinga h/f sem haldinn var í gær samþykkti að slíta fé- laginu. Þetta var fyrsti og jafn- framt síðasti hluthafafundur fél- agsins. Útgerðarfélag Hafnfirðinga var stofnað að frumkvæði bæjar- yfirvalda sem hlutafélag í meiri- hlutaeign bæjarins er átti að taka yfir rekstur Bæjarútgerðar Hafn- afjarðar. Skömmu eftir að hluta- fjársöfnun var hafin ákvað meiri- hluti bæjarstjórnar skyndilega að selja eigur BÚH til einkaaðila og láta Útgerðarfélagið lönd og leið þrátt fyrir að formlega væri búið að stofna félagið og ráðstafa flest- um eigum BÚH til þess. Á hluthafafundinum í gær lá fyrir tillaga frá stjórn félagsins sem eingöngu er skipuð bæjar- fulltrúum þar sem lagt var til að slíta félaginu þar sem forsendur er lágu til grundvallar stofnun þess væru brostnar. Rannveig Traustadóttir bæjar- fulltrúi AB afsalaði sér umboði sínu á fundinum í mótmælaskyni við þann skrípaleik sem við- hafður hefur verið af hendi meiri- hlutans í þessu máli. -íg Skógarsnípa Karlinn syngur á flugi Skógarsnípa, fugl skyldur hrossagauk, er að flendast hérlendis. Frá 1980 hefur skógarsnípa verið fastagestur í Ásbyrgi nyrðra og í hljóð- varpsfréttum í gær var sagt að skógarsnípan væri þannig að ílendast hér álandi. Þessi nýi íslendingur erm.a. merkilegur fyrir þásök að karlinn syngur á flugi. -óg. Grundarfjörður Nýir bústaðir Nú eru hafnar framkvæmdir við verkamannabústaði í Grund- arfirði en slíkar byggingar hafa ekki verið reistar þar síðan 1965, að því er Rósant Egilsson, for- maður stjórnar Verkamanna- bústaðanna á Grundarfirði sagði í spjalli við Þjóðviljann. Byggt verður svokallað parhús með tveimur íbúðum, níutíu fer- metra hvor og gert ráð fyrir að verkinu ljúki í nóvember á næsta ári. Sex tilboð bárust í bygginguna, og hið lægsta var upp á 3,96 milj- ónir, sem var einungis 87,8 prós- ent af áætluðum byggingar- kostnaði. Tilboðið kom frá Guðna E. Halldórssyni og Pálm- ari Einarssyni. Undirbúningur að verkinu hef- ur staðið í tvö ár og gengið vel, að sögn Rósants, sem kvaðst vona á þessu yrði nokkurt framhald því mikil eftirspurn væri eftir slíkum byggingum. - ÖS Skák Tvísigur Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafs- son unnu báðir skákir sínar í lands- liðsflokki á norðurlandameistara- mótinu í Gjörvik, Noregi. Jóhann er efstur eftir 3 umferðir með fullt hús vinninga og Helgi næstur, en finninn Yrjölá og sá danski Curt Hansen geta náð Helga með sigri í biðskákum. Úr- slit í gær: Helgi vann Máki (F), Jó- hann vann Westerinen (F), Agde- stein (N) vann Öst-Hansen (D), Helmers (N) - Wiedenkeller (S) jafnt, Curt Hansen (D) - J. C. Hans- en (Fær) bið, Yrjölá (F) - Schussler (S) bið. í fjórðu umferð í dag tefla þeir Helgi og Jóhann. Ekki var teflt á millisvæðamótinu í Sviss í gær. ~m Föstudagur 19. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.