Þjóðviljinn - 19.07.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Qupperneq 8
GLÆTAN Vinnuskólinn í Kópavogi Uppákomur í Hlíðargarði Á föstudaginn fyrir viku fór Glætan á Hlíðargarðshátíð í Kópavogi. Vinnuskólinn heldur þessa hátíð, og er þetta nú orðið árlegur við- burður. Múgur og marg- menni var samankominn enda var ekki hægt að kvarta undan veðrinu, sól og norðankaldi. Fólk var þarna komið til að skemmta sér, enda höfðu krakkarnir undirbúið leiki og settfram ýmis tæki í því tilefni. Mini-golfið átti vinsældum að fagna, en ekki minni athygli vöktu hinir sívinsælu vatnsslags- leikir, þarna var spjald með gati á. Krakkarnir áttu síðan að stinga hausnum í gegnum gatið og láta félagana síðan reyna að hitta með blautum svampi í hausinn á sér! Furðulegt en satt, það var biðröð að þessu spjaldi. Vinnu- skóla-vinnuáhöldin eins og hinar gömlu „rallýhjólbörur" voru not- aðar sem grill, og var löng biðröð að hverjum grillhjólbörum. Sigurður Þorsteinsson skóla- stjóri Vinnuskóla Kópavogs var að sjálfsögðu á staðnum og sagði hann að þetta væri í fjórða sinn sem þeir hjá Vinnuskólanum héldu Hlíðargarðshátíð. Upphaf- lega átti Marteinn Sigurgeirsson yfirflokksstjóri í unglingavinn- unni hugmyndina, sem síðan hef- ur verið sett upp árlega við mik- inn fögnuð jafnt ungra sem ald- inna. Tilgangurinn er í raun að fá þetta hjarta Kópavogs til að slá. Minna fólk á að það eigi þennan garð sameiginlega, og að það get- ur komið hingað og sýnt sig og séð aðra á góðum degi. Það er alltaf flokkur úr Vinnu- skólanum starfandi í garðinum. Þegar veður leyfir er skellt út mini-golfi og fleiri leiktækjum. Síðan hafa verið sett upp auglýs- ingaskilti um bæinn til að minna Kópavogsbúa á að nú gæti verið tilvalið að skreppa í Hlíðargarð- inn. Glætunni fannst þessi endur- vakning þorpstjarnarinnar, alveg tilvalin hugmynd og finnst að Unglingavinnan í Reykjavík gæti tekið upp á slíkri uppákomu. Við látum myndirnar hér á síð- unni sem Ari ljósmyndarinn okkar tók tjá stemmninguna á hátíðinni. -SP Sigga Jóns 9 ára er þarna í hlutverki fegurðardrottningarinnar sem varð óspart fyrir barðinu á skotglöðum félögum. mynd Ari. Hundvotur fellur þessi í valinn í annað sinn, eftir harða viðureign við mótherja sinn í koddaslagi i Hlíðargarðinum Sigurður Þorsteinsson skólastjóri Vinnuskólans í Kópavogi var að sjálfsögðu síðastliðinn föstudag. mynd Ari. mættur á Hlíðargarðshátíðina. mynd Ari. Unglingar Við liggjum ekki í leti Á Hliðargarðshátiðinni hitti Glætan Erlend Eriendsson, Kristján J. Svavarsson og Inga Nikulásson og eru þeir allir 14 ára. Þeir eru búsettir í Kópa- vogi og auðvitað vinna þeir i Vinnuskóla Kópavogs. Strákar, hvernig er að vinna í unglingavinnunni í Kópavogi? Það er allt í lagi, flokksstjórinn okkar er fínn, enginn harðstjóri. Við vinnum bara hálfan daginn fyrir og eftir hádegi til skiptis, þannig að við höfum hálfan dag- inn til að gera það sem okkur langar til. Okkur finnst það útbreiddur misskilningur meðal almennings að krakkarnir í unglingavinnunni liggi bara í leti, geri ekki neitt. Það er ágætt að fá tækifæri til að koma því á framfæri að svo er ekki. Hér í Kópavogi að minnsta kosti er okkur haldið við verkið. Við erum aðallega í því að tyrfa, og er það allt í lagi, maður sér skikkanlega fjótt árangur af því sem maður er að gera. Kaupið mætti alveg vera hærra, en það er eins með Kópa- vogsbæ og aðra launagreiðendur, allir eru á skallanum. Þeir geta sennilega ekki borgað betur, þó erum við betur borguð en krakk- arnir í bænum. Farið þið í félagsmiðstöðina Agnarögn? Já, já, við byrjuðum þó ekki á því fyrr en nú í sumar. Vinnu- skólinn og Félagsmiðstöðin Agn- arögn hafa verið með diskótek í sameiningu og látum við okkur aldrei vanta. Það er mjög gaman að fara þangað því maður hittir alla krakkana úr Vinnuskólan- um, sögðu félagarnir að lokum og með það voru þeir roknir að poll- inum til að sjá koddaslaginn. —sp 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.