Þjóðviljinn - 19.07.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 19.07.1985, Side 14
FRÉTTIR Skaftamálið Við undmmst Hæstaréttardóm Ályktun Lögreglufélags Reykjavíkur en röngum ákvörðunum sínum. Um bótaábyrgð þeirra heyrist sjaldan. Dómsmálaráðuneytið og iögregluyfirvöld þurfa að standa fyrir breytingum því nú liggur fyrir að aukið lið þarf til útkalla svo örugglega megi kom- ast hjá óhöppum. Það er stéttar- leg nauðsyn þegar ekki er ætlast til að „viðskiptavinirnir“ séu ábyrgir gerða sinna. Umfjöllun fjölmiðla varð meiri en þekkst hefur. Auðvitað ber þeim að þjóna sínum lesendum og sinna frjálsri fréttamiðlun. Það sem gerðist í þessu máli var að með reginafli sínu fengu fjöl- miðlar almenningsálitið til að dæma þrjá menn seka fyrir níð- ingsverk. Niðurstaða dómsins varð hins vegar sú að tveir hæsta- réttardómarar, studdir af undir- rétti, sýknuðu alla mennina. Hin- ir hæstaréttardómararnir sýkn- uðu tvo hinna ákærðu algerlega en sakfelldu einn fyrir gáleysis- verk. Samt er hæpið að sá dómur nái að breyta áliti almennings nema að litlu leyti. Ekki er að sakast við blaða- mennina sjálfa. Línan kom að ofan - hún gilti og mun gilda þó að harðleikið sé að peningamenn a ritstjórastóli geti leikið sér að örlögum fólks. Þó við undrumst dóm hæsta- réttar gagnrýnum við hann ekki. Hann er okkar æðsta dómsvald og verður að njóta trausts. Hins vegar munum við síðar gagnrýna saksóknara og teljum okkur geta rökstutt þá gagnrýni rækilega þegar þar að kemur. Lögreglu ber að gæta æðstu stofnana þjóð- arinnar - því getur verið vara- samt að veikja afl hennar mikið. “ Flugleiðir Flug og bíll til Reykja- vfloir Flugleiðir hafa komið fram með nýtt ferðatilboð innanlands sem er flug og bíll til Reykjavíkur frá öllum áfangastöðum félagsins úti um land. Með því að kaupa saman flugfar fram og til baka og afnot af bílaleigubíl í Reykjavík fæst umtalsverður afsláttur frá venjulegu verði. Flugleiðir hyggjast geta boðið sambærilega þjónustu út frá Reykjavík áður en langt um líður. Svo dæmi sé tekið um verð, má nefna, að flug og bíll fyrir þrjá frá Akureyri kostar frá 4.567 krónur á mann. Innifalið er flug fram og til baka, bílaleigubíll í fjóra daga með 400 kflómetra akstri og sölu- skatti. Bensín og flugvallar- skattur ekki innifalið. Frá Egilsstöðum er verðið fyrir þrjá 5.582 krónur á mann og frá Isafirði 4.366 krónur. Sérstakur afsláttur er veittur börnum. Verðið er mismunandi eftir því hve margir eru um hvern bfl, dýr- ast fyrir einn og ódýrast fyrir fimm í bfl. Lágmarksdvöl í Reykjavík er fjórir dagar en gild- istími flugfarseðils er einn mán- uður. Sem fyrr segir gildir þetta ferðatilboð frá öllum 10 áfanga- stöðum Flugleiða út um land. „Almennur félagsfundur í Lög- reglufélagi Reykjavíkur haldinn 16. júlí sl. lýsir yfir undrun sinniá niðurstöðu Hæstaréttar í svok- ölluðu Skaftamáli. Með þessum dómi hljóta starfshættir lögreglunnar að breytast því útkallið í Þjóð- leikhúskjallarann þar sem sam- komugestur var fjarlægður telst til hversdagslegri verkefna lög- reglunnar. Því miður gerðist þar óhapp. Hinn handtekni, öflugur maður, veitti mótspyrnu og hlaut skaða af. Dómurinn yfir félaga okkar markar eflaust framtíðar- stefnu þar sem ríkisvaldið er leyst undan húsbóndaskyldu en verka- maðurinn gerður ábyrgur og bótaskyldur fyrir óhöppum og meiðslum sem handtekinn maður kann að verða fyrir hvernig sem hann hagar sér. Að leggja slíka ábyrgð á herðar venjulegra óbreyttra starfsmanna getur orð- ið til þess að þeir veigri sér við aðgerðum þegar óvíst er um úrslit og væri hörmulegt ef slíkt yrði til tjóns þeim sem við eigum að vernda. Hér munar miklu á ábyrgð þeirri sem lögð er á mismunandi stéttir. Ekki heyrist um bóta- ábyrgð lækna. Gera þeir aldrei mistök? Lítið heyrist um bóta- ábyrgð þeirra sem stýra stórum stofnunum eða skipuleggja stór- framkvæmdir. Sannað er að sumir þeirra hafa valdið stór- felldu tjóni með þaulhugsuðum Ljósmynd úr kvikmyndinni „Þegar verslunin er trjáls...' - Gamli tíminn. (Ljósmyndasafniö). Verslun og viðskipti Heimildamynd um versiunina Nýverið var frumsýnd kvikmyndin „Þegar verslunin er frjáls...“ sem samtökin Viðskipti og verslun létu gera, sem heimildamynd um versl- un á íslandi. Samtökin Viðskipti og verslun eru samtök atvinnurekenda og launþega í verslun og stóðu flest samtakanna að byggingu Húss versl- unarinnar á sínum tíma. Heimildamyndin var gerð af Lifandi myndum sf. og var hún frum- sýnd 17. júlí VR-salnum í Húsi verslunarinnar. -óg. Austurland Stofna ferða- málasamtök 7% erlendraferðamanna 1984 tóku land á Seyðis- firði. Austlendingar vilja sporna viðfólksflótta. Tilgangurinn með stofnun þessara ferðamáiasamtaka er m.a. sá, að sporna við þeim fólks- flutningum sem nú eiga sér stað á suðvesturhornið, þar sem höfuð- borgarvaldið er allt að gleypa. Við stefnum að því að reyna að auka fjölbreytni í atvinnulífínu hér á Austurlandi, svo við getum haldið einhverju af því fóiki sem- ekki hefur áhuga á að vinna í físk- vinnslu, sagð Jónas Hallgríms- son, ritari nýstofnaðra ferða- málasamtaka á Austurlandi í við- tali við blaðið. Þann 6. júlí sl. komu fulltrúar allra ferðamálafélaga á Austur- landi saman í Djúpavogi og stofn- uðu formlega Ferðamálasamtök Austurlands. Á stofnfundinum var Rúnar Pálsson frá Egilsstöð- um kosinn formaður, Asthildur Lárusdóttir frá Neskaupstað var kosin gjaldkeri og Jónas Hall- grímsson ritari. Stofnun þessara samtaka hefur verið í undirbún- ingi undanfarin tvö ár. „Um 7% allra erlendra ferða- manna komu til Seyðisfjarðar með Norröna á síðastliðnu sumri. Ferðamálasamtök Austurlands hyggjast bæta alla þjónustu við þessa ferðamenn svo og auðvitað innlenda ferðamenn sem til Austurlands koma. Samtökin munu standa að ýmiss konar kynningarstarfsemi, stefnt er að því að koma upp tjaldstæðum á sem flestum stöðum, styðja við bakið á því fólki, sem þegar stundar ferðamannaþjónustu og fleira og fleira. Verkefnin eru óþrjótandi", sagði Jónas að lok- um. Fjörutíu fulltrúar voru á fundi Brunabótafélags íslands á Egilsstöðum. Brunabótafélag íslands Fulltrúaráðsfundur á Egilsstöðum Aukafundur fulltrúaráðs Brunabótafélags íslands var haldinn á Egilsstöðum 29. júní síðastliðinn. Fuiltrúar voru 40 talsins og voru tvær ályktanir samþykktar einróma á fundin- um. Onnur um umferðarmál og aukningu á umferðarlöggæslu en hin fjallaði um tillögur Verslun- arráðsins um brunatryggingar. Mótmælti fundurinn sérstaklega tillögum í þá átt, að réttur Reykjavíkurborgar til að reka Hústryggingar sínar og réttur annarra sveitarfélaga til að bjóða út í einu lagi brunatryggingar fasteigna í umdæmum sínum yrði lagður niður. í ályktuninni er skorað á sveitarstjórnarmenn um allt land að standa vel á verði um forræðisrétt sveitarfélaganna í þessum efnum. - vd. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. júlí 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.