Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 1
ógúst 1985 föstu- dagur 175. tölublað 50. órgangur DJÚÐVIUINN GLÆTAN HEIMURINN UM HELGINA Hátt í 1 OOOferm. tómstundahöll reist ísumarbústaðalandi Landsbankans við Álftavatn. Kostarumll miljónir. Bankinn borgarbrúsann. Landsbanki íslands stendur nú í stórbyggingum við Álftavatn í Grímsnesi. Þar er risin af grunni í sumarbústaðalandi bankans tómstunda- og félagsmiðstöð sem er á fimmta hundruð ferm. að gólffleti. Húsið er á einni hæð og undir því kjallari þar sem m.a. verður íbúð. Kostnaður við bygg- inguna sem tekin verður í notkun næsta vor er áætlaður um 11 milj- ónir. „Þessi bygging er á kostnað bankans", sagði Karl Bergmann Guðmundsson forstöðumaður Skipulagsdeildar Landsbankans sem hefur haft yfirumsjón með byggingu félagsmiðstöðvarinnar við Álftavatn. „Hér er annars vegar um að ræða þjónustuíbúð fyrir sumarhús starfsfólksins en húsið verður jafnframt notað af bankanum t.d. til námskeiða- halds og annars af því taginu“, sagði Karl. Húsið er byggt í samvinnu við Starfsmannafélag Landsbankans en formaður starfsmannafélags- ins Gunnar Helgason gat engar upplýsingar gefið um bygginguna í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þeir í bankanum verða að upp- lýsa þig um þetta. Það er verið að byggja þarna félagsmiðstöð sem kemur okkur, bæði bankanum og væntanlega okkur starfsmönnum Gífuríeg reiði Stefán alþingismaður kvað andófs- hópinn standa saman afeinum manni. Tók sjálfur á móti áskorun frálOmanna hópi ísíðasta mánuði. Kristín Kvaran alþingismaður: Ég var áfundinum. Andófshópurinn hefur alltafverið til. Fundi til að jafna ágreininginn aflýst ígœr. í gær var boðaður fundur þing- manna Bandalags Jafnaðar- manna með jafnaðarmönnum („andófshópnum“, „fornaldar- krötum“) sem halda átti til að reyna að jafna ágreiningsmálin. Gífurleg reiði er meðal jafnaðar- manna vegna yfirlýsingar Stefans Benediktssonar alþingismanns um að andófshópurinn takmark- ist við einn mann, - og var ekki talið til neins að halda fundinn. Um miðjan júlí var haldinn fundur með þingmönnum flokks- ins, þar sem þeim var afhent áskorun um að leggja meiri áherslu á jafnaðarstefnuna. Með- al þeirra sem munu hafa verið á fundinum voru Páll Hannesson verkfræðingur, Kristján Jónsson til góða í framtíðinni. Ef menn halda að hér sé um eitthvað bankabyggingarævintýri að ræða þá er svo alls ekki. Það er verið að hugsa um hag okkar starfsmann- anna en þetta er ekki íveruhús fyrir bankastjóra eða gesti þeirra á einn eða annan hátt. Hér er því ekki um neina nýja Seðlabanka- höll að ræða“, sagði formaður Starfsmannafélagsins -•g- Nú fer verslunarmannahelgi í hönd og fólk biður um gott veður. Ekki var það amalegt á ísafirði sl. miðvikudag þegar þessi mynd var tekin. Stelpurnar eru að busla í Buná inni í Skógi í glampandi sól og blíðviðri. Líklegra verður kaldara þar um helgina en sunnanlands er spáð bjartviðri. Ljósm.: GFr. Kólnar fyrir austan landi en kaldara fyrir austan. »Ég á von á því að á föstudegi fari að rigna á Austurlandi í austan og norð-austan átt. Um helgina snýst vindur til norðan átta með kólnandi veðri, einkum austan lands. Það mun létta til á suð-vesturhorninu, þar verður sagnfræðingur, Garðar Sverris- son starfsmaður BJ, Þorlákur Helgason skólameistari, Guðni Baldursson deildarstjóri, Valdi- mar Unnar Valdimarsson sagn- fræðingur, Þorsteinn Einarsson verkfræðingur, Eggert Bern- harðsson sagnfræðingur, Hall- grímur Ingóifsson arkitekt. Þótti þessu fólki og fjölda fé- laga BJ á landsbyggðinni, sem af fjarlægðar ástæðum hafa ekki getað tekið þátt í umræðum og. átökum um grundvallarstefnu BJ, hart, að forystumenn í sam- tökunum láti eins og einn maður standi að óánægjunni innan Bandalagsins. Stefán Benedikts- son var á áðurnefndum fundi og tók á móti svohljóðandi áskorun: „Við skorum á þingmenn BJ að leggja mun ríkari áherslu á þá jafnaðarstefnu sem fram kom í málefnagrundvelli okkar fyrir al- þingiskosningarnar 1983. Hér er átt við þau baráttumál sem ekki lúta að stefnunni í stjórnkerfis- málum“. „Kjarninn í þessum svokallaða „andófshópi" hefur verið til innan Bandalags Jafnaðarmanna frá upphafi. Ég var stödd á fund- inum þar sem þeim tilmælum var beint til okkarþingmannanna, að leggja aukna áherslu á jafnaðar- stefnuna - og er því reyndar hjartanlega sammála", sagði Kristín S. Kvaran alþingismaður þegar Þjóðviljinn bar málið undir hana. -óg/gg Verslunarmannahelgin Bjart veður á Suðurlandi Nú gengur í garð mesta ferða- helgi landsins og von á því að fólk vilji vita af veðri um hclgina. Þjóðviyinn hafði samband við Veðurstofu íslands og fékk þær upplýsingar hjá Magnúsi Jónssyni vcðurfræðingi, að tölv- urnar spái björtu veðri á Suður- bjart veður,“ sagði Magnús. „Mitt álit er að besta útivistar- svæðið verði á svæðinu frá Faxa- flóa og austur í Mýrdal, og seinni hluti helgarinnar verður síðan ágætt veður á suð-austur hluta landsins." -vd Kraftaveric á írlandi? Eftir að fréttir höfðu borist af því að stytta meyjarinnar Maríu í þorpi í suðurhluta frlands hefði hreyft sig lögðu þúsundir manna leið sína til þorpsins til að sjá fyrirbærið, sem sumir vilja meina að sé eitt af kraftaverkum al- mættisins. Biskupinn af Cork ráðlagði fólki hins vegar að fara að öllu með gát, og sagði að ekk- ert væri hægt að segja um þetta fyrr en náttúrulegar orsakir hefðu verið rannsakaðar. gg/Reuter Landsbankinn Bankahöll við Alftavatn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.