Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
DIOÐVIUINN
Föstudagur 2. ögúst 1985 175. tölublað 50. örgangur
Ríkisstjórnin
Skólamenn óánægðir
Ríkið stendur oft á tíðum ekki við gerða samninga um rekstur
fjölbrautaskólanna. Greiðir sumt ekki og annað seint. Sagt er aðfjárlögin
séu svo knöpp aðþau þoli engar aukafjárveitingar til skólanna vegna
ársins 1984. Albert Guðmundsson: Aukafjárveitingaróeðlileg afgreiðsla
Skólastjórar og aðstandendur
framhaldsskóla sem ríkið hefur
skuldbundið sig til að reka til
helminga á móti sveitarfélögum
eru mjög óánægðir með fram-
komu fjármáiaráðuneytisins í
þeim efnum, þar sem þeir telja
ráðuneytið ekki standa að fullu
við skuldbindingar sínar við
sveitarfélögin. Ríkið neiti að
greiða eitt og annað sem því beri
að greiða og annað þurfi að klípa
úr ríkissjóði með töngum, svo
notuð séu orð aðstoðarskóla-
meistarans á Selfossi.
Þeir skólar sem um er að ræða
eru aðallega fjölbrautaskólar.
Venjan er að ríki og sveitarfélög
geri með sér samning um að ríkið
greiði mestan hluta launa-
kostnaðar en rekstrarkostnaður
skiptist á milli aðila. Skólarnir
senda frá sér áætlun um rek-
strarkostnað fyrir hvert ár, en sú
áætlun er iðulega skorin við nögl
þegar hún er sett á fjárlög. Mis-
muninn taka sveitarfélögin á sig
þar til uppgjör fyrir árið liggur
fyrir. Oftast biður menntamála-
ráðuneytið þá um aukafjár-
veitingu handa viðkomandi skóla
og hingað til hefur hún verið
veitt, þótt seint sé.
Þeir skólastjórar og forráða-
menn sveitarfélaga sem Þjóðvilj-
inn hafði tal af voru undantekn-
ingarlaust óánægðir með þátt
ríkisins í samrekstrinum eins og
áður segir. Vitað er að búið er að
biðja um aukafjárveitingu fyrir
a.m.k. tvo skóla vegna þess að
framlag ríkisins af fjárlögum hef-
ur ekki nægt til að greiða hlut-
deild þess í rekstri hvers árs.
Forsvarsmenn þessara skóla hafa
fengið mjög neikvæð viðbrögð
við þessu og þeirri hugmynd hef-
ur jafnvel verið fleygt að fjár-
málaráðuneytið ætli ekki að
greiða þetta fyrr en af fjárlögum
fyrir árið 1986. Það myndi þýða
Albert
Kassinn
í mínus
Greiðsluafkoma A-hluta ríkis-
sjóðs í júnílok er verri í ár um
2.549 miljónir króna en á sama
tíma í fyrra.
í fréttatilkynningu frá fjár-
málaráðuneytinu er sú skýring
gefin á Iélegri reikningsstöðu, að
engar nýjar lántökur hafi verið
teknar á árinu, þar sem lánsfjár-
lögin voru afgreidd svo seint, en
heimild er fyrir rúmlega 1500
miljóna króna láni erlendis. Þá
hafi ríkissjóður greitt framlag sín
til lánasjóðs námsmanna og
Byggingasjóðs ríkisins fyrr en
áætlað var - og nemi sú upphæð
825 miljónum króna.
Þá er getið um óhagstæða
rekstrarafkomu ríkissjóðsins sem
nemi 1557 miljónum, minnkandi
innflutningstekjur, mikill vaxta-
kostnaður og fleira. Þrátt fyrir
þetta er spáð að afkoma A-hluta
ríkissjóðs verði ekki mikið lakari
en fjárlög gerðu ráð ráð fyrir.
-óg
stóraukinn vaxtakostnað fyrir
sveitarfélögin, því þau hafa þegar
lagt þennan kostnað út. Tæki
ráðneytið slíka ákvörðun væri af-
komu skólanna stefnt í voða.
Upphæðir þessar skipta hund-
ruðum þúsunda króna í hverjum
skóla.
Einn skólameistaranna hafði á
orði við Þjóðviljann, að ef
sveitarfélögin stæðu sig jafn slæ-
lega í rekstri skólanna og ríkið
væri löngu búið að loka þessum
skólum.
Það eina sem fjármálaráðherra
vildi segja um málið var að auka-
fjárveitingar væru óeðlileg fyrir-
bæri. pn
,,Ég vil láta friða öll gömul hús, og þetta er gott hús þó það sé það Ijótasta norðan Alpafjalla að utan“, sagði Guðmundur
Arnason sem er nú að hætta rekstri rammagerðar í steinhúsinu við Bergstaðastræti 15, eftir 18 ára starfsemi. Mynd Ari.
-vd.
Lánasjóður
Stúdentinn
gegn náms-
mönnum!
Fulltrúi Stúdentaráðs
H.í. greiddi atkvceði
gegn lánum
fyrstaársnema
U denta í Háskólanum í stjórn
Lánasjóðs ísl. námsmanna
greiddi í gær atkvæði gegn því að
fyrstaársmenn í háskólanum
fengju lán úr sjóðnum.
A stjórnarfundi LÍN í gær voru
teknar til umræðu úthlutunar-
reglur þær sem stjórnin áðurhafði
samþykkt fyrir næsta vetur, en
menntamálaráðherra neitað að
skrifa undir og sent sjóðstjórn
aftur með athugasemdum. Á
fundinum voru allar athuga-
semdir Ragnhildar Helgadóttur
samþykktar sem nýjar úthlutun-
arregíur.
Borin var upp tillaga um að
lánasjóðsstjórn héldi fast við fyrri
samþykkt um að veita fyrsta-
ársnemum á íslandi víxillán úr
sjóðnum einsog tíðkaðist fyrir
ráðherradaga Ragnhildar, - en sú
tillaga var felld með atkvæðum
tveggja fulltrúa menntamála-
ráðherrans og fulltrúa Stúdenta-
ráðs háskólans.Nemar á fyrsta ári
í háskólanum og öðrum lánshæf-
um skólum verða því að leita á
náðir bankastjóranna í haust.
Ólafur Arnarson er félagi í
Vöku, klúbbi íhaldsdrengja í stú-
dentahópi. _m
Menningarverðmœti
Niðurrifsbeiðni á steinbæ
Anæstu dögum mun skipulags-
nefnd borgarinnar fjalla í
annað sinn um niðurrifsbeiðni á
steinbænum við Bergstaðastræti
15, en nýlega barst álitsgerð frá
umhverfismálanefnd, þar sem
lagst er gegn því að húsið verði
rifið vegna menningarsögulegs
verðmætis þess.
Eigandi hússins, Sverrir Krist-
insson, hefur fengið arkitektinn
Ingimund Sveinsson til að gera
teikningar að þriggja hæða húsi,
sem byggt verður í þessari gömlu
steinhúsabyggð, ef leyfi fæst til að
rífa. í álitsgerð sem fengin var frá
Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt, en
hún hefur haft með höndum það
verkefni að gera athugun á gömlu
bæjarhverfunum, er lagst ein-
dregið gegn niðurrifi og sama álit
kemur fram í bréfi borgarminja-
varðar til umhverfismálaráðs.
Árbæjarsafn hefur undanfarið
verið að gera úttekt á steinhúsa-
byggð í Reykjavík, en þetta sér-
staka byggingarlag mun ekki
þekkjast utan borgarinnar.
„Þessi ákveðni steinbær er einn af
þeim stærstu sem eftir eru ennþá.
Á þessu svæði, það er að segja við
Bjargarstíg, Bergstaðastræti og
Spítalastíg, voru upphaflega ein
13 steinhús en nú eru aðeins eftir
6“, sagði Ragnheiður Þórarins-
dóttir í samtali við Þjóðviljann.
„Húsið er vel nýtilegt og alls ekki
svo illa farið, enda þótt útlitið
blekki augað. Það er byggt á
sama tíma og húsin þarna í kring,
á árunum í kringum 1895. Það er
Umhverfismálaráð á möti.
vel staðsett miðað við aðra byggð
á þessu svæði, og er f beinni línu
við hana. Aðalatriðið er, að þetta
hús er eitt af fáum sem enn er eftir
af þessari steinhúsabyggð og er
mjög merkilegt vegna menning-
arsögulegs gildis þess. Ég leggst
algerlega gegn því að það verði
rifið“, sagði Ragnheiður að lok-
um.
Þjóðviljinn hafði samband við
Jóhannes Kjarval, sem er fulltrúi
borgarskipulags í skipulagsnefnd
og innti hann eftir gangi málsins.
„Það er erfitt fyrir okkur að
standa í vegi fyrir því að húsið
verði rifið, sérstaklega þar sem
enginn aðili er fyrir hendi sem
gæti styrkt eða kostað endurnýj-
un á því“, sagði Jóhannes. „Hús-
ið er í niðurníðslu og við fagmenn
hjá hinu opinbera eigum í nokkr-
um vanda með mál af þessu tagi.
Þetta er samt gott hús og borgin
hefur ekki staðið sig sem skyldi í
varðveislu gamalla steinhúsa.
Mitt persónulega álit er að það
ætti tvímælalaust að gera þetta
hús upp. En, sem sagt, nefndin
mun fjalla um þetta aftur og laga-
leg ákvörðun er í höndum bygg-
ingarnefndar borgarinnar.
-vd.
Kjararannsóknarnefnd
18% umfram taxta
Laun karla hœkka mest. Langur vinnutími við lýði í landinu.
Samkvæmt upplýsingum úr fréttabréfi
Kjararannsóknarnefndar hœkkuðu launin að meðaltali um
7.7% umfram taxta. Mesthjá körlum ískrifstofustörfum
Tímakaup karla í skrifstofu-
störfum hækkaði að meðaltali
um 52.6% á tímabilinu frá 1.
ársfjórðungi 1984 til 1. ársfjórð-
ungs 1985 en hækkun taxta nam
27.8%, þannig að hækkunin er
18% umfram taxta. Hjá konum í
skrifstofustörfum var 16% hækk-
un umfram taxta. Að meðaltali
hækkuðu laun hjá þeim starfs-
hópum sem könnun Kjararann-
sóknarnefndar nær til um 37.7%
á tímabilinu en samkvæmt taxta
áttu þau að hækka um 27.6%.
Meðalvikutekjur verkamanna
jukust um 32.4%, iðnaðarmanna
um 42.7%, verkakvenna um
28.3%, karla í afgreiðslustörfum
um 41.6%, kvenna í afgreiðslu-
störfum um 43.4%, karla í skrif-
stofustörfum um 56.1% og
kvenna í sömu störfum um
54.1%.
Vinnutími hefur lengst hjá
öllum starfshópunum nema
verkamönnum og verkakonum.
Meðalfjöldi vinnustunda á viku
voru t.d. 46.7 hjá konum í af-
greiðslustörfum á 1. ársfjórðungi
1985, 50.5 hjá verkakörlum, 51.3
stundir hjá iðnaðarmönnum,
43.9 hjá verkakonum, 47.2 hjá
körlum í afgreiðslustörfum, 44.8
hjá körlum í skrifstofustörfum og
43.3 hjá konum í sömu störfum.
Úrtakið hjá Kjararannsóknar-
nefnd nær til 11 fyrirtækja og
14250 starfsmanna.
-óg
Sjá leiðara
bls. 4