Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN „Mór finnst æðislega gaman að hanga hérna á Hlemm." Gldtafl á tí'lewM i n Ct U/yöijwfififfíWijLj'j Hjördís var inni á Hlemmi þegar Giætan átti leið þar um. Hún er algjör pönkari í útliti og spurði ég hana fyrst að því hvort hún væri pönkari. „Nei, kannski í útliti, en ekki í mér, systir mín og vinkona henn- ar eiga heiðurinn af hárgreiðsl- unni. Það er stundum meiriháttar að ganga um göturnar og sjá þetta gamla lið snúa sig úr hál- sliðnum, þegar það sér hausinn á mér, sérstaklega af því að mér finnst ekkert að hárgreiðslunni. Ég bý á Unglingaheimili Ríkis- ins. Þar er mjög gott að vera, flestir starfsmennirnir hafa góðan „húmor“, og reyna að hjálpa okkur svo að við getum komið betri manneskjur út. Annars finnst mér ekkert að mér, ég verð sennilega á Unglingaheimilinu næsta vetur vegna þess að að- stæðurnar heima eru svo erfiðar. Ég er búin að vera 3 vikur í saltfiki í ísbirninum, og er það miklu skárra heldur en Unglinga- vinnan. Við fáum 66 krónur á tímann, þegar krakkar jafn gaml- ir fá 54 krónur í unglingavinn- unni. En gallinn við fiskinn er hve vinnutíminn er langur. Ég hef mjög takmarkaðan tíma fyrir mig og kunningjana. Mér finnst æðis- lega gaman að hanga hérna niðri á Hlemmi, því maður hittir alltaf einhverja af krökkunum. Annars geri ég ekki mikið í mínum frí- tíma, ég hlusta mikið á Ninu Hag- en og Dio. Um verslunarmannahelgina ætla ég að reyna að komast í Atla- vík; þar verður fjörið. Ég fer sennilega ein, en maður hittir alltaf einhverja. Það er ágætt að fara í ferðalög, ég fór t.d. um páskana með Unglingaheimilinu á Snæfellsnes, en var send heim vegna að ég og nokkrar stelpur hittum stráka sem voru á bíl og buðu okkur á rúntinn. Þeir voru auðvitað með brennivín og buðu okkur nokkra sjússa, og með það fengum við fararpassann beint í bæinn. Ég verð ekki vör við að krakk- ar hafi fordóma gagvart okkur sem búum á Unglingaheimilinu, enda er yfirleitt ekkert að okkur, þetta eru yfirleitt ytri aðstæður sem þvinga okkur á þennan stað, eins og f mínu tilfelli þá er ég á Unglingaheimilinu út af erfiðum heimilisaðstæðum. Það er í lagi að birta þetta, mamma og pabbi hafa gott af því að sjá ástæðuna á prenti.“ -sp Viö hittum Koibrá Braga- dóttur inni á Hlemmi, hún var einsog aðrir aö slæpast, sýna sig og sjá aðra. „Æ, ég nennti alls ekki í morgun í vinnuna, þetta eralgjört þræiahald hjá ísbirninum, viö erum aldrei búin aö vinna á okkar rétta tíma. Það er yf irleitt unnið til 7 eða 10 á kvöldin og svo er oft unnið á laugardögum. Maður verður einhvern tím- ann að vera til og hitta kunningjana. Ég og vinkona mín fengum vinnu í saltfiskinum í ísbirninum, það eru miklu betri laun þar en í unglingavinnunni og var það ekki spurriing hvað við ætlum að gera. Það eru margir skrýtnir karlar að vinna þarna, enda hver heldurðu að endist í svona vinnu? Maður getur að minnsta kosti skemmt sér við að horfa á þá reyna við stelpurnar! Þegar ég er ekki að vinna og ekki hér á Hlemmi, er ég yfirleitt á hljómsveitaræfingum. Við vor- um fjórar saman í „stelpu-hljóm- sveit“ sem við köllum Einingu, en nú erum við bara eftir þrjár. Við rákum eina vegna þess að hún var ekki nógu góð. Ég spila á bassa og fékk ég hann lánaðan hjá strák sem ég er með. Hann spilar líka á bassa og hefur til um- ráða tvö stykki. Við spilum all- skonar músík en höfum ekki ver- ið að hafa okkur að fíflum með því að vera að koma fram. Ég hlusta talsvert á tónlist og höfðar Voice mest til mín. Ann- ars reynir maður að vera sem mest með kunningjunum því þeir skipta mig öllu máli, mér finnst gott að vera í fjölmenni. Um næstu helgi nenni ég ekki að gera neitt, ég ætla bara að vera heima og hafa það gott.“ Aðspurð um dóp og eiturlyfj- aneyslu unglinga sagði hún að það væri mikið um að krakkar á hennar aldri væru í allskyns pill- um, reyktu hass og tækju inn LSD. Énda væri nokkuð gott verð á þessum hlutum. „Það kostar aðeins 700 krónur „tripp- ið“ sem er álíka og verðið á brennivínsflösku. Það er allt niður í 11 ára krakka sem eru í „spítinu", ætli þeir ffli ekki betur vímuna af LSD heldur en af brennivíninu.“ Kolbrój Bragadóttir 14 ára: „Krakkarnir taka inn LSD til að gefa skít í liðið". - Hvernig fara þau að því að frjármagna neysluna? „Það er ekkert mál fyrir þau, þau „klinka" þ.e. sntfkja fyrir því. Þá betla þau af fólki fyrir strætó, þau eru nokkuð fljót að fá 700 krónur. Þau fá líka lánað sem þau náttúrlega borga aldrei aftur og svo stela þau líka. Ég veit ekki hvers vegna krakkarnir eru að þessu, þau eru sennilega bara að gefa skít í liðið!“ - Hvar heldurðu að krakkarnir komist yfir dópið? „Það er ekkert mál fyrir þau, markaðurinn hefur verið yfirfull- ur hingað til. Þau geta t.d. keypt sér dóp hérna á Hlemmi. Eftir að fíknó, sem er nú vengjulega al- gjör „gufa“ fann allt þetta magn af LSD þá held ég að markaður- inn verði tómur í bili. Þannig að skammturinn getur orðið mikið dýrari,“ sagði Kolbrá að lokum. -sp Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1. (1.) There must be an angel (playing in my heart) - Eurithmics 2. (2) You are my heart, you are my soul - Modern Talking 3. ( 4) Live is life - Opus 4. (5) In my house - Mary Jane girls 5. ( 3) Frankie - Sisters Slades 6. (-) History - Mai Tai 7. (10) Disco-band - Scotts 8. (-9 Animal Instinct - Commondores 9. ( 6) Life in one day - Howard Jones 10. (9) Keylich - Marillon Grammið 1. (1) Kona - Bubbi Morthens 2. (-) Low life - New order 3. (2) Blá himmel blues - Imperiet 4. (-) Skemmtun - Með nöktum 5. (-) Perfect kiss - New order 6. (7) Boys and Girls - Brian Ferry 7. (-) Musi-O-Tunya - Misty in Roots 8. (3) Rip, Rap, Rup - Oxsmá 9. (5) Those who do not - Psychic TV. 10 (9) Meat is murder - The Smiths Rás 2 1. (1) There must be an angel - Eurythmics 2. (5) Life is life - Opus 3. (2) Frankie - Sister Sledge 4. (-) Head over Heels - Tears for Fears 5. (4) Keyleig - Marillon^ 6. (3) Life is on day - Howard Jones 7. (7) Ung og rík - PS og co. 8. (6) A view to kill - Duran Duran 9. (10) History - Mai Tai 10. (-) Money for nothing - Dire Straits 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.