Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 14
UM HELGINA Norrœna húsið Höggmynda- sýning skoskra utangarðsmanna Upplýsinga- miðstöð umferðar Umferðarráð og lögreglan um allt land munu starfrækja upplýs- ingamiðstöð um helgina. Verður þar safnað upplýsingum um hina ýmsu þætti umferðarinnar, og öðru sem ætla má að geti orðið ferðafólki að gagni. Má þar nefna: ástand vega, veður, hvar vegaþjónustubílar FÍB verða staddir hverju sinni og umferð á hinum ýmsu stöðum. í síma 27666 verður reynt að miðla upplýsingum eftir því sem tök eru á, en búast má við tals- verðu álagi á símann og er fólk beðið um að hafa það í huga. Upplýsingamiðstöðin verður opin föstudaginn 2. ágúst kl. 13.00-22.00, laugardaginn 3. ág- úst kl. 9.00-22.00, sunnudaginn 4. ágúst kl. 13.00-17.00 og mánu- daginn 5. ágúst kl. 10.00-22.00. Utvarpað verður frá upplýs- ingamiðstöðinni á báðum rásum útvarpsins eftir því sem tök verða á og munu þeir Björn M. Björg- vinsson og Oli H. Þórðarson ann- ast útsendingar. f útvarpspistlunum verður komið á framfæri ýmsum fróðleik og leiðbeiningum til vegfarenda. Um verslunarmannahelgina má búast við mikilli umferð um allt land og eru því vegfarendur hvattir til sérstakrar árvekni, til- litssemi og varkárni um þessa mestu ferðahelgi ársins. ísafjörður Blýantur og kol í Slunkaríki Laugardaginn 3. ágúst opnar Lára Gunnarsdóttir sýningu í Slunkaríki. Á sýningunni eru 14 teikningar, unnar með blýanti, litblýanti og kol. Lára var við nám í Myndlista- og handíða- skóla íslands frá 1978-’83. Þessi sýning er fyrsta einkasýning Láru en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin verður opin frá 4-6 þriðjudaga til föstudaga og frá 3- 6 um helgar. Henni lýkur 15. ág- úst. í dag verður opnuð sýning í Norræna húsinu á verkum skoska myndlistamannsins Jimmy Boyle og skjóistæð- inga hans úr „The Gateway Exchange". „The Gateway Exchange" er opin vinnustofa fyrir ungt fólk, sem ýmist er nýkomið úr fangelsi, nýsloppið undan oki eiturlyfja, eða þarf á endurhæfingu að halda af öðrum ástæðum. Jimmy Boyle, stofnandi þess- arar miðstöðvar, er fyrrverandi refsifangi, sem talinn var stór- hættulegur umhverfi sínu. Hon- um vildi það til happs, að hann var settur í tilraunadeild innan Barlienne-fangelsisins í Glas- gow. Þar fékk hann tækifæri til þess að vinna aö höggmyndalist og veita árásargirni sinni útrás á þann hátt. Smám saman varð hann þekktur listamaður og nýt- ur borgari og 1984 stofnaði hann, ásamt konu sinni, geðlækninum Söru Boyle, „The Gateway" vinnustofuna. Þar vinnur hann nú að því að hjálpa ungu fólki, sem farið hefur halloka í lífinu, að ná sér aftur á strik með sama hætti og hann gerði sjálfur - að móta og mála og veita tilfinning- um sínum útrás á þann hátt, en ekki með því að ráðast gegn þjóðfélaginu með ofbeldi. Sýningin er sett upp í Norræna húsinu í tengslum við VI. nor- ræna námsþingið um listmeðferð og er um leið framlag til alþjóða- árs æskunnar. Hún verður opnuð almenningi kl. 17.00áföstudag2. ágúst og verður opin daglega kl. 14.00-19.00 til 11. ágúst. SKIPHOLTI35 ^m^sRÉTTARHÁLSI 2 s. 84008/84009 Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35, REYKJAVÍK. S. 31055/30688. Gúmmívinnustofan hf. Réttarhálsi 2, REYKJAVÍK. S. 84008/84009. Höfðadekk hf. Tangarhöfða 15, REYKJAVÍK. S. 85810. Hjólbarðastöðin sf. Skeifunni 5, REYKJAVÍK. S. 33804. Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24, REYKJAVÍK. S. 81093. Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns Hátúni 2a, REYKJAVÍK. S. 15508. Hjólbarðaverkstæði Jóns Ólafssonar Ægisíðu, REYKJAVÍK. S. 23470. Holtadekk sf. Bjarkarholti, MOSFELLSSVEIT. S. 66401. Hjólbarðaviðgerðin hf. Suðurgötu 41, AKRANESI. S. 93-1379. Hjólbarðaþjónustan Dalbraut 13, AKRANESI. S. 93-1777. Hjólbarðaþjónustan Borgarbraut 55, BORGARNESI. S. 93-7858. Sveinn Sigmundsson Grundartanga 13, GRUNDARFIRÐI. S. 93-8792. Hjólbarðaverkstæði Jónasar, ÍSAFIRÐI. S. 94-3501. Hjólbarðaverkstæði Hallbjörns, BLÖNDUÓSI. S. 95-4400. Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, SIGLUFIRÐI. S. 96-71860. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14þ, AKUREYRI. S. 96-22840. Smurstöð Shell-Olís, Fjölnisgötu 4a, AKUREYRI. S. 96-21325. Bifreiðaverkstæðið Kambur hf, DALVÍK. S. 96-61230. Kaupfélag Þingeyinga, HÚSAVÍK. S. 96-41444. Dagsverk Vallavegi, EGILSSTÖÐUM. S. 97-1118. Síldarvinnslan, NESKAUPSTAÐ. S. 97-7602. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, REYÐARFIRÐI. S. 97-4271. Ásbjörn Guðjónsson, Strandgötu 15a, ESKIFIRÐI. S. 97-6337. Hjólbarðaverkstæði Björns, Lyngási 5, HELLU. S. 99-5960. Kaupfélag Árnesinga, SELFOSSI. S. 99-2000. Hjólbarðaverkstæðið Flúðum, SELFOSSI. S. 99-6618. Bifreiðaverkstæði Bjarna Austurmörk 11, HVERAGERÐI. S. 99-4535. Smurstöð og hjólbarðaþjónusta, Vatnesvegi 16, KEFLAVÍK. S. 92-2386. Aðalstöðin hf. Hafnargötu 86, KEFLAVÍK. S. 92-1516. Hjólbarðaverkstæðið Dekkið, Reykjavíkurvegi 56, HAFNARFIRÐI. S. 51538. GIIMMI VINNU STOFAN Hf Duusverslunarhúsin árið 1890. Húsin verða skoðuð í Útivistarferð á verslunarmannafrídaginn. Kaupstaðarferð með Útivist Fjölmargar ferðir verða á veg- um ferðafélagsins Útivistar um verslunarmannahelgina. Farnar verða helgarferðir í Núpsstaðar- skóga, Þórsmörk, Eldgjá, Land- mannalaugar, Langasjó, Dali, Breiðafjörð og Hornvík. Enn- fremur er einsdagsferð í Þórs- mörk á sunnudaginn. í Þórsmörk er gist í skála Úti- Breytt óœtlun SVK Strætisvagnar Kópavogs munu breyta áætlun sinni verslunar- mannafrídaginn, mánudaginn 5. ágúst. Þá verður ekið samkvæmt laugardagsáætlun en ekki eins og um venjulegan mánudag væri að ræða. Aksturinn hefst þá kl. 7.00 en lýkur kl. hálf eitt um nóttina. vistar í Básum á Goðalandi í Þórsmörk. Þar hefur félagið byggt upp góða gistiaðstöðu í ró- legu og hlýlegu umhverfi. Fyrir þá sem ekki fara lengri ferðir um verslunarmannahelg- ina býður Útivist upp á sérstaka ferð í tilefni verslunarmannafrí- dagsins. Þetta er svokölluð kaupstaðarferð sem orðin er ár- viss hjá félaginu. Brottför er kl. 13 frá BSÍ og verður ekið til Keflavíkur og skoðuð gömlu Duusverslunarhúsin (sjá mynd). Sunnudaginn 4. ágúst verður fitjað upp á þeirri nýbreytni í Ár- bæjarsafni að bjóða safngestum upp á tónleika. Þeir Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari og Páll Eyjólfsson, gítarleikari munu halda stutta tónleika í Árbæjar- kirkju. Á efnisskránni verða tón- Þaðan verður ekið sem næst gömlu þjóðleiðinni yfir á Njarð- víkurfitjar. Þaðan verður gengið um Skipsstíg (Járngerðarstaðaveg) að Hópi í Grindavík. Þetta er ganga við allra hæfi því rúta verður með í ferðinni svo hægt er að stytta gönguna eftir aðstæðum. Farar- stjóri er Einar Egilsson. Óvenju mikill áhugi er nú á ferðum Úti- vistar um verslunarmannahelg- ina og er búist við að á þriðja hundrað manns taki þátt í-þeim. verk frá 18. öld. Kolbeinn og Páll hafa haldið nokkra sameiginlega tónleika á undanförnum árum, núna síðast á Sigurjónsvöku, þann 30. júní sl. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Þeir verða endurteknir kl. 16.15. Tónleikar í Árbœjarkirkju UMBOÐSMENN UM LAND ALLT 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.