Þjóðviljinn - 02.08.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Frjálshyggjan;
vinnuþrælkun og ójafnrétti
í nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknar-
nefndar kemur fram aö frá 1. ársfjóröungi 1984
til 1. ársfjóröungs 1985 hafi kauptaxtar aö meö-
altali hækkað um 27.6%, en hins vegar hafi
raunverulegt tímakaup viömiöunarstétta hækk-
aö aö meðaltali um 37.3% eöa 7.7% umfram
umsamda kauptaxta. Þessar hækkanir eru þó
mjög mismunandi eftir starfshópum, en úrtak
Kjararannsóknarnefndar nær til yfir 14 þúsund
starfsmanna og 11 fyrirtækja.
Þessar upplýsingar gefa til kynna þá ískyggi-
legu þróun sem oröið hefur á launamarkaöi, aö
sífellt stærri hluti launamanna þiggur ekki laun
eftir kauptöxtum, aö verkalýðshreyfingin semji
ekki lengur í sama mæli og áöur um raunveru-
legt verö fyrir vinnuafl umbjóöenda sinna. Þetta
þýöir aö bilið á milli þeirra sem fá laun sam-
kvæmt berstrípuðum töxtum og hinna sem fá
laun samkvæmt sérstöku samkomulagi á
vinnustöðum fer sífellt vaxandi. Þarmeð er at-
vinnurekendum og yfirmönnum afhent meira
félagslegt vald á kostnað samtaka og samtaka-
máttar fólksins, á kostnaö þeirra sem minnst
mega sín.
Frá því á fyrsta ársfjóröungi 1984 til sama
ársfjóröungs í ár hefur meðaltalshækkun tíma-
kaups karla í skrifstofustörfum hækkaö mest
eöa um 52.6% þó taxtahækkunin hafi ekki átt
aö verða nema 27.8%. Kaup annarra starfs-
hópa hækkaöi nokkru minna en þó töluvert um-
fram kauptaxta aö meðaltali.
Athyglisvert er í niöurstööum fréttabréfs
Kjararannsóknarnefndar, aö kaup kvenna
hækkaöi hvarvetna minna en kaup karla í sömu
störfum. Þannig hækkaöi tímakaup verkakarla
um 33.2% en verkakvenna um 31.2%, meðal-
tímakaup karla í afgreiöslustörfum hækkaöi á
tímabilinu um 38.6% meðan tímakaup kvenna í
sömu störfum hækkaöi um 37.9%. Þannig virö-
ist hafa orðið raunverulegur afturkippur í
jafnlaunastefnu milli kynja, á þessum svoköll-
uöu jafnréttistímum.
Þaö er einnig umhugsunarvert aö meðalfjöldi
vinnustunda á viku hefur aukist hjá flestum
starfshópum á umræddu tímabili. Verkamenn
og iönaöarmenn vinna aö meðaltali yfir 50
stundir á viku, konur í afgreiðslustörfum tæp-
lega 47 stundir, skrifstofufólk í rúmlega 44
stundir á viku og þar fram eftir götum. Áreiöan-
lega kemur mikið af yfir og aukavinnu fólks ekki
fram á neinum opinberum skýrslum. En hitt er
víst aö kjaraskerðingin sem á launaþjóðinni hef-
ur dunið undanfarin misseri kemur m.a. fram í
því aö fólk þarf meiri tíma til aö vinna lengur og
meira til aö mæta frumþörfum sínum og dugir
hvergi til.
Þaö er heldur ekki hægt aö bregöa mæli-
kvaröa yfir afleiðingar kjaraskeröingarinnar,
sem birtast í því formi aö foreldrar hafa minni
tíma fyrir börnin sín, fjölskyldulíf fólksins veröur
sundurtætt og slitið með samsvarandi afleiöing-
um fyrir tilfinningalíf og samveru fólksins á
heimilunum og annars staðar. Þannig hefur
kjaraskeröingin verkað niðurlægjandi á launa-
fólk, hún er ekki einungis aðför að efnahags-
legum grundvelli heimilanna, heldur ekki síöur
aöför að félagslegri og menningarlegri tilveru
fólksins í landinu.
Á sama tíma og þannig hefur verið ráöist á _
íslenska launaþjóö meö kaupskeröingum hefur ‘
veriö vegiö að samhjálp og velferöarþjónustu
hins opinbera, þannig aö félagslegu öryggi
gamalla og sjúkra, barna og fatlaðra er teflt í
tvísýnu. Manneskjuleg viðhorf hafa hopaö fyrir
gerræöislegri frjálshyggjuhugmyndafræði
þeirra sem fara með völdin. Launaþróunin frá
fyrsta ársfjóröungi í fyrra til fyrsta ársfjóröungs í
ár endurspeglar þá hugmyndafræði.
-óg
KUPPT OG SKORIÐ
Bakkus í veru-
legum háska
Við erum þessa daga að upplifa
það sérstaka ástand í sambúð
ráðherra íslenskrar ríkisstjórnar,
að þeir „horfa ekki alfarið til
sömu áttar“ í neinu máli. Hvort
sem það er tengt Kísiliðju eða
tollamálum bandaríska hersins.
Og mætti síðan rekja sig áfram
lengi niður eftir ágreiningsmál-
astiganum í þjóðfélaginu.
Samt sem áður eru þau mál til,
sem allir eru nokkurnveginn sam-
mála um, þótt ótrúlegt megi virð-
ast. Eitt slíkra stórmála er það,
að menn eigi ekki að drekka vín
nema í hófi - eins og ágætur post-
uli reyndar mælir fyrir um. Þó er
jafnvel enn meiri samstaða um
það, að menn skuli ekki setjast
undir stýri á bíl undir áhrifum.
Allra síst eftir að þeir hafa bragð-
að á þeim undursamlega drykk,
og að því er skattskrár herma lítt
ábatasama, sem bjórlíki heitir.
Um þetta eru menn sammála
þrátt fyrir sjö flokka og margt
annað sundurvirkt. Rétt eins og
samviskusamir klerkar í viður-
eign sinni við syndina: þeir eru á
móti henni.
En'það er eins með bindindið
og önnur góð mál: betur má ef
duga skal. Þegar neyðin er stærst
kemur frjálst og óháð málgagn,
NT, fram á vígvöll hins góða,
rétta og sanna.
Blaðið ætlar að efna til her-
ferðar sem hófst með glæsilegum
leiðara undir fyrirsögninni: „NT
gegn ölvun við akstur.“ Þar er
margt rétt sagt og nytsamlegt eins
og sjá má af þessari setningu hér:
„NT vill berjast gegn ölvunar-
akstri með löggæslumönnum í
landinu. Umferðarráði og hinum
almenna lesanda“.
Þetta eru góðar fréttir á
döprum kjötstríðstímum. Loks-
ins er að því komið að Bakkus má
fara að vara sig.
Tjarnar-
skólinn enn
Það er þetta sama kjötstríð Al-'
berts við Geir og bandaríska
partinn af Nató sem hefur á
seinni dögum þokað til hliðar
mikilli og nauðsynlegri umræðu
um einkaskóla ríkisins við Tjörn-
ina.
En nú skal sá málaflokkur upp
rifjaður vegna þess, að um síð-
ustu helgi birtist drjúg samantekt
í Morgunblaðinu um þennan
skrýtna einkaskóla. Þar voru eina
ferðina enn viðruð flest þau sjón-
armið sem fram hafa komið - en
allt undir þeim samnefnara að
sjálfsögðu, að betri sé grunnskól-
akennsla með foreldrauppbót en
án hennar.
Einn af þeim sem svarar spurn-
ingum Morgunblaðsins um þessi
mál er Heimir Pálsson, sem hefur
sett á stofn Móðurmálsskóla utan
við kerfin illræmdu. Sitthvað er
góðra gjalda vert í hans stutta
svari. En það er ekki úr vegi að
snúa sér að þessu dæmi hér:
Mismunun
„Eg sé ekki annað en að með
þessu (þ.e. einkaskólanum við
Tjörnina) séum við að segja að öll
börn séu jöfn, en sum aðeins jafn-
ari en önnur. í framhaldi af því er
talað um mismunun, en ég held
að það sé gífurlegur misskilning-
ur ef menn halda að það sé ekki
mismunun í skólakerfmu nú þeg-
ar, til dæmis hafa börn mjög mis-
jafnan hvata að heiman frá sér til
náms“.
Þetta er rétt - svo langt sem
það nær. Og satt best að segja
nær þetta svar ekki ýkja langt.
Það er vitaskuld alveg rétt og
hefur verið rétt svo lengi sem al-
menn skólaskyida hefur verið hér
á landi, að börnum er mismunað
með þeirri bláköldu staðreynd að
þau eiga sér foreldra. Sem kann-
ski vilja margt á sig leggja til að
greiða fyrir skólagöngu barna
sinna, meðal annars með því að
hjálpa þeim eftir föngum, hlýða
þeim yfir og þar fram eftir götum.
Eða þá kæra sig kollótt um allt
slíkt. En þetta er sú „mismunun"
sem óumflýjanleg er. Henni
verður ekki ícomið fyrir kattarnef
- eins þótt sjálfsagt sé að vinna
gegn afleiðingum hennar blátt
áfram með því að búa sem best að
skólum.
Vond
réttlæting
Það versta í þessu dæmi er, að
menn freistist til að nota þá „mis-
munun“ sem allir hafa alltaf vitað
af öðrum þræði til þess að rétt-
læta þá mismunun til náms eftir
efnahag sem nú er fitjað uppá.
Tjarnarskólinn er í sjálfu sér ekki
nein ógn og skelfing. En hann
gæti verið upphaf að því, að
hægriöfl í landinu notuðu sín
drjúgu yfirráð yfir pólitík og fjár-
munum til þess að byggja upp
smám saman tvö menntakerfi.
Annars vegar lágmarks-
menntakerfí, sem ríkið tekur að
sér að reka, og hinsvegar úr-
valsmenntakerfí, sem ríkið rekur
líka (hugmyndin um skólaáví-
sanir) en foreldrar greiða einnig
til sérstaklega. Með slíkri þróun
væri stigið mjög afdrifaríkt spor í
þá átt að „kerfisbinda“ þá mis-
munun sem fyrir er. Magna hana
upp.
Og þar með er með þessum við
fyrstu sýn sakleysislegu hug-
myndum um „skemmtilegan“
skóla við Tjörnina, af stað farin
þróun sem gengur þvert á margt
annað það sem hefur til þessa
gert fsland að nokkuð þokka-
legum stað til mannlífs.
Gáum að því.
ÁB
HlOfWIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritatjórnarfulltrúi: Oskar Guömundsson.
Fréttastjóri: Valþór Hlööversson.
Blaöamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Guöjón
Friöriksson, Helgi Guömundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Möröur Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, Sævar Guö-
bjömsson, Víðir Sigurösson (íþróttir), Þröstur Haraldsson.
Ljósmyndir: Einar ólason, Valdís Óskarsdóttir.
Otltt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofustjóri: Jóhannes Haröarson.
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríöur Pótursdóttir.
Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmæður: Bergljót Guöjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir.
Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, sfmi 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð f lausasölu: 30 kr.
Sunnudagsverð: 35 kr.
Áskriftarverö á mánuði: 360 kr.
Afgreiðsla blaösins er opin á laugardögum
frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663.
4 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1985