Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 10
TlMABÆR Friðarbarátta Á fimmtudaginn gengu japön- sku gestirnir, þeir Okamura Tos- hio og Yoshio Niki á fund forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, og færðu henni gjöf frá sam- tökum fórnarlamba kjarnorkuár- ásanna á Japan. Gjöfin var stytta af „dóttur blómsins", íklæddri japönskum dansbúningi, og sagði forsetinn að hún væri afar þakk- lát og vonaði að þjóð sín myndi hlusta vel á það sem þeir hefðu að segja henni, „því mín þjóð er skynsöm þjóð“. Þeir félagar eru fulltrúar jap- önsku friðarhreyfingarinnar og komu hingað til lands til þess að taka þátt í minningarathöfnum ís- lenskra félagasamtaka og segja þeim frá reynslu sinni heima fyrir. Okamura Toshio er sjálfur í Hibakusha-samtökunum, en orðið Hibakusha þýðir í íslenskri þýðingu „þeir sem lifðu af eld- „Hermaður, skjóttu mig!“ Japönsku gestirnir segjafrá reynslu sinni í Hiroshima fyrir 40 árum. Hvetja Islendinga tilað vinna að friðarmálum. Harma neikvœða stefnu japanskra yfirvalda í afvopnunarmálum. Stórkostleg Tíbetsferð í boði i. ; •' lÉBÉlvV. í október efnir Kínversk - íslenska menningarfélagið og Ferða- skrifstofa stúdenta til ævintýraheimsóknar til Tíbets fjallalandsins mikla, sem kallað hefur verið „þak heimsins." 19 dagar í október: Reykjavík - London - Peking - Tíbet. Fyrsta ferð íslendinga til Tíbets! Flogið verður út til London þann 18. október og heim aftur þaðan þann 7. nóvember. Hægt er að dveljast lengur í London ef óskað er. TÍBET, fjallalandið mikla, „þak heimsins", hefur lengi verið nær lokað land. í október gefst 12 íslendingum færi á, í fyrsta sinn, að heimsækja þetta einstaka land, sem m.a. geymir hæsta fjall veraldar, MT. EVEREST, upptök helstu stórfljóta Asíu, ævaforna og heillandi menningu og óteljandi leyndarmál. FERÐATILHÖGUN: Flogið verður til PEKING, þar sem dvalið verður í þrjár nætur. Þaðan er flogið til hinnar fornu höfuðborgar XIAN þar sem stoppað er í tvo daga. Á sjötta degi er flogið til CHENGDU, höfuðborgar Sichuan- fylkis og dvalið þar í tvær nætur. Á áttunda degi er flogið vestur til LHASA, höfuðborgar Tíbets, sem er í 3600 m hæð yfir sjávarmáli. Þaðan er ekið um hrikalegt fjalllendið, um kvikfjárræktar- og akuryrkju- lönd, til XiGAZE, næststærstu borgar landsins. Á þrettánda degi verður haldið til baka frá LHASA til PEKING, þar sem dvalið verður tvær síðustu nætur þessarar ævintýralegu og einstæðu ferðar. Fararstjóri í þessari ferð verður Kristján Jónsson, reyndur leiðsögu- maður og þaulvanur austrinu. * ath. ferðir okkar eru ekki bara fyrir námsfólk, þær eru fyrir ALLA. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Innifalið í verði ferðarinnar: - Allar flugferöir, lestarferöir og siglingar. - Hótelgisting í tveggja manna herbergjum meö baöi. - Fullt fæði, kínverskt eða vestrænt, eftir óskum hverju sinni - Allar skoðunarferðir, skemmtiferðir, leiksýningar, fjölleikasýningar og heimsóknir á söfn. - Kínversk leiðsögn og túlkur. - Islenskur leiðsögumaður. Hringbraut, sími 16850 „Heimurinn er stór bók. Þeir sem aldrei ferðast að heiman lesa aðeins eina síðuna." -Ágústinus. SKRIFSTOFA STÚDENTA inum“. „Ég mun aldrei nokkurn tíma gleyma neinu sem gerðist þennan dag“, sagði hann í viðtali við Þjóðviljann. „Ég var ungur hermaður þá, og daginn sem sprengjunni var varpað var ég staddur í skólabyggingu sem her- inn notaði sem skrifstofuhúsnæði í 2 kílómetra fjarlægð frá sprengjustaðnum. Prýstingurinn var svo mikill að allar rúður sprungu og glerbrot flugu um allt, og ég skarst illa á höndum og hálsi. Þegar mestu lætin voru um garð gengin hjálpaði ég vinnufé- lögum mínum, sem verr voru farnir, í loftvarnabyrgi nálægt skólabyggingunni. Sjálfur gat ég dregið stærstu glerbrotin úr mér og reyndi síðan að verða til hjálp- ar fólki á götum úti. Það var bara svo lítið hægt að gera, engir lækn- ar, engin lyf. Fólk var deyjandi fyrir augunum á mér og svartir regndropar úr sveppalöguðu ský- inu rigndu yfir okkur. Sært fólk hrópaði á mig „hermaður, skjóttu mig“! Alls staðar voru eldar og fólkið hljóp að ánni eða til fjalla, til þess að flýja eldinn. Þetta var helvíti í orðsins fyllstu merkingu". „Þetta var stríðsglæpur“, bætir læknirinn Yoshio Niki við. „Bandaríkjamenn vissu hvað þeir voru að gera og þurftu alls ekki að beita kjarnorkusprengj- um til þess að vinna stríðið, það hefði verið unnið innan fárra daga hvort eð var. Með Stokk- hólmsyfirlýsingunni, sem var reyndar ekki gerð fyrr en 1950, lýsa 600 milljónir manna því yfir að þær þjóðir sem beiti kjarn- orkuvopnum fremji stríðsglæp, og samkvæmt því lít ég á þetta sem stríðsglæp. Það voru um 200.000 óbreyttir borgarar sem fórust og enginn þeirra hafði nokkuð að segja um gang heims- styrjaldarinnar síðari". Hvaðfinntykkur umfriðarbar- áttuna í dag og þœr aðferðir sem notaðar eru í henni? Yoshio Niki: „Á þessum fjör- tíu árum sem liðin eru frá skelf- ingardeginum í Hiroshima hefur að mínu mati lítið náðst fram. Þróun vígbúnaðarkapphlaupsins er geigvænleg og ég hef aldrei skilið hvernig vopn eiga að geta tryggt frið. Friðarhreyfingar heimsins eru ekki nógu samtaka í aðgerðum sínum, en með öflugu og sameinuðu átaki gæti meira unnist. Og á þessum tímamótum er tækifærið fyrir alla til þess að láta heyra í sér og mótmæla kjarnorkuvopnum. í dag eru til milljón sinnum sterkari sprengj- ur en fyrir 40 árum, og þeim er núna stjórnað af tölvum. Mistök geta gerst hvenær sem er“. Hvar standa japönsk yfirvöld gagnvart friðarbaráttu og Hibakusha-samtökunum ? Okamura Toshio: „Viðhorf stjórnvalda til okkar í Hibakusha einkennist af því að láta sem við séum ekki til. Sá flokkur sem far- ið hefur með völd í Japan undan- farin 40 ár, Frjálslyndi flokkur- inn, er mjög neikvæður í garð af- vopnunarmála, og telur að landinu sé best tryggt fullt öryggi undir „kjarnorkuregnhlíf“ Bandaríkjanna. Stjórnin styður hugmyndina um ógnarjafnvægi og hefur því horn í síðu friðar- hreyfingarinnar. Til dæmis má nefna að í ýmsum borgum og bæjum hafa bæjar- stjórnir lýst ákveðin svæði kjarn- orkuvopnalaus, en aðeins þar sem Frjálslyndi flokkurinn er í minnihluta. Flokkurinn hefur nefnilega bannað félögum sínum að styðja slíkar yfirlýsingar um kjarnorkuvopnalaus svæði. Og því miður er þessi flokkur mjög stór og áhrifamikill vegna efna- hagsumbótanna sem hann hefur unnið að. Þessi stærsti flokkur Japans gerir allt sem hann getur til þess að kljúfa friðarhreyfing- una. Og að lokum langar mig til þess að segja frá því að það var okkur mikil hvatning þegar íslensk stjórnvöld lýstu landið kjarn- orkuvopnalausl. Ég trúi því að þessi vopn séu ekki nauðsynleg, heldur skapa þau helvíti á jörð. Og það sem er búið til af mönnum, því er líka hægt að eyða af mönnum. Við hvetjum alla fs- lendinga til þess að vinna að því með okkur að heimurinn allur verði kjarnorkuvopnalaus. Það er hægt ef mannkynið sameinast um það“. -vd. ||| Borgarminjavörður Reykjavíkurborg auglýsirstöðu borgarminjavarðar í Reykja- vík lausa til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um fyrri störf skal skila til borgarstjóra í Reykjavík eigi síðar en 1. september n.k. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Reykjavíkur- borgar í síma 18800.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.