Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 16
Engin þörf að kvarta Magnús bóndi á Skáldstöðum í Reykhólasveittruflaður við sláttinn eina morgunstund Magnús á Skáldstöðum. Barmahlíð í baksýn. Ljósm.: GFr. Reykhólasveit er ein fegursta sveit á landinu. Fyrir botni Ber- ufjarðar er bærinn Skáldstaðir á fallegum stað uppi í hlíðinni en beint á m'óti honum blasir við Barmahlíð, vaxin skógi. f>að er hlíðin sem Jón Thoroddsen orti um kvæði sitt Hlíðin mín fríða. Við renndum í hlað seinni hluta júlímánaðar og komum þar að sem Magnús bóndi Guðmunds- son á Skáldstöðum var að slá með orfi og ljá upp á gamlan máta. Hann býr þar ásamt systkinum sínum: Kristjáni, Jóni og Ingi- björgu. Fimmta systkinið er Jens á Reykhólum. Við spyrjum Magnús hvort við megum trufla hann augnablik við sláttinn. Hann svaraði svo: - Bændur hafa nógan tíma. Sveitafólk er yfirleitt ekki svo nákvæmt með tímann. - Hvernig gengur slátturinn? - Hann hefur yfirleitt gengið vel þó að það hafi verið ákaflega kalt og veðrasamt á tímabili. Margir bændur hér eru að ljúka heyskap. - Hvernig er meö ykkur hér á Skáldstöðum? - Það er nokkuð mikið enn því að hér er eiginlega allt þurrkað, við heyjum lítið í vothey. En við erum búin að ná inn þó nokkru af heyjum og það góðum heyjum. - Hvað eruð þið með stórt bú? - Við erum með um 200 kindur og tvær kýr. - Hvernig er afkoman? - Ég veit ekki hvað ég á að segja um það, hún hefur verið heldur erfið með köflum. Tíðar- farið undanfarin sumur hefur verið slæmt. Samt er engin þörf að kvarta. - Það er býsna búsældarlegt hér um slóðir? - Frá náttúrunnar hendi er ekki verra að búa hér en annars staðar. Hér er ákaflega gott sauð- land. - Hefur trjágróður aukist eða minnkað síðan þú manst fyrst? - Hann hefur stóraukist hér í landi Skáldstaða. Sumir telja að sauðfé sé bölvaldur skóganna og það var rétt meðan fé var að þræl- ast í hagleysum á veturna, algjör jarðbönn og ekkert nema sprotar upp úr. Nú er það liðin tíð. Skógarmaðkurinn eyddi skógum miklu meira þó að hans hafi ekki orðið vart síðari ár. Þá sást ekki lauf á tré og hætt var við fúa og eyðileggingu á eftir. Mín reynsla er sú að sauðfé bíti ekki skóginn að nokkru marki. - Hvernig stendur á þessu nafni, Skáldstöðum? - Þess er einhvers staðar getið í fornsögum að bærinn sé kenndur við Vaða skáld og Vaðalfjöll beri hka nafn af honum en mér finnst það ekki trúlegt. Tel líklegra að fjöllin beri nafn af Þorskafjarðar- vaðli. - Hefur Þórhallur Vilmundar- son kannski komið hér og skýrt nafnið eftir náttúrunafnakenn- ingunni? - Hann kom hér fyrir nokkuð mörgum árum og þuldi upp úr Þorskfirðingasögu. - Nú hafið þiðfengið sjálfvirk- an síma. Hefur það ekki breytt svolitlu í sveitinni? - Sumir fella sig ekki við breytinguna og telja það skapa einangrun að sveitasíminn sé horfinn. Ég er ekki sammála þeim. Mér finnst betra að reka erindi mín í síma eftir að hann varð sjálfvirkur, maður er meira sjálfbjarga að geta hringt hvert á land sem er án milligöngu sím- stöðvar. - Hefur kjaftasögum kannski fækkað? - Hér eru aldrei kjaftasögur. Fólk talar saman. Frá hvaða blaði ert þú annars? - Ég er frá Þjóðviljanum. - Einmitt það, ég hallast að þeirri stefnu eins og ástandið er núna. - Að lokum, Magnús. Slærðu mikið með orfi og Ijá ennþá? - Nei, ég er bara að snyrta til. -GFr aukneclit Fjárfesting í framtíðar öryggi í nútíma eldhús þarf nútíma búnað. Stílhreinan, hagkvæman, ódýran í rekstri og öruggan. Kaup á heimilistækjum er Ijárfesting í framtíðar öryggi. Bauknecht kæliskápar eru háþróuð þýsk gæða- vara, þrautreynd á íslenskum markaði og rómaðir fyrir ótrúlega lága bilanatíðni. Þess vegna sjást Bauknecht kæliskápar sára sjaldan á verkstæði Rafbúðarinnar. Bauknecht leiðir rannsóknir og framfarir í fram- leiðslu heimilistækja, þess vegna eru Bauknecht kæliskáparnir bæði öruggir í rekstri og ótrúlega ódýrir. Ef þú kaupir Bauknecht þarftu ekki að spyrja um sjálfsagða hluti eins og sjálvirka afþíðingu, eða gúmmílista með segulþynnum því tækninýjungar eru sjálfsagður hlutur hjá Bauknecht. Við höfum oft sagt að þú keyptir Bauknecht gæðanna vegna og getum hæglega bætt við að ekki sé það síður verðsins vegna. Verð frá kr. 21.149 Tæknilegar upplýsingar Gerð: PD 2614 Gerð: SD 2304 Gerð: PD 3014 Hæð: 142 cm. Hæð: 140 cm. Hæð: 160 cm. Breidd: 55 cm. Breidd: 55 cm. Breidd: 59,5 cm. Dýpt: 60 cm. Dýpt: 58.5 cm. Dýpt: 60 cm. Verð: 23.145 krónur Verð: 21.149 krónur Verð: 27.983 krónur Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. ■* “T UIáH#ar SAMBANDSINS ARMULA3 SIMAR 681910 ~ 812 66 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.