Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.08.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Rainbow Warrior Arabar Ósannað, en París/... - David Lange for- sætisráðherra Nýja-Sjálands sagðist ekki hafa í höndum nein gögn sem tengdu frönsku leyniþjónustuna við spreng- inguna um borð í græn- friðungaskipinu Rainbow Warrior. Hinsvegar hefði hann heldur engin gögn um að leyniþjónustan væri ekki við- riðin tilræðið. í Frans þykir forsetinn Mitte- rand hafa haldið vel á spöðunum í málinu hingaðtil, en sé leyniþjón- ustan sek gæti orðið úr hneyksli skeinuhætt forsetanum sem er æðsti yfirmaður leynimannanna. Finnar Móðurnafn jafngott Helsinki - Mauno Koivisto for- seti skrifaði í gær undir ný finnsk nafnalög. Samkvæmt þeim getur hvor aðili að hjóna- bandi borið sitt ættarnafn, tekið bæði upp ættarnafn ann- ars eða tengt þau með striki. Finnskar reglur eru þannig orðnar svipaðar og í norrænum grannlöndum, og veldur jafnréttishreyfingin þar mestu. Barn hjóna með tengt ættar- nafn getur tekið sér það nafn eða annað hvort hinna upprunalegu, - og velur sér annað tveggja ef móðir og faðir hafa ákveðið að láta ástamálin ekki hafa áhrif á hvað maður heitir. Frá útför IRA-manns: skammbyssuskot eru síðasta kveðjan. Norður-Irland Galvin slapp aftur Ókyrrð á Norður-írlandi. Bandarískur IRA-maður við jarðarför í trássi við breskt bann. Londonderry - forystumaður bandarískra samtaka sem styðja írska lýðveldisherinn, Martin Galvin, var í gær við út- för í Londonderry í trássi við Suður-Afríka 41 falliim í Durban Johannesburg/Vín... - Blóðugar óeirðir héldu áfram í gær í út- hverfum hafnarborgarinnar Durban á austurströnd Suður- Afríku. Sjúkrahússtarfsmenn sögðu 41 fallinn í Inandahverfi og iögreglan viðurkennir að hafa skotið 22 þeirra. í gær réðust blökkumenn í In- anda inní grannhverfið Fönix sem eingöngu er byggt fólki af indverskum ættum, hröktu íbúa brott, rændu hús þeirra og kveiktu í. Neyðarlög ná ekki yfir Durban. í gær var sett útgöngubann frá 10-2 á nóttunni í öðru tveggja neyðarlagasvæðanna, kringum borgina Port Elizabeth á Höfðan- um austanverðum. Pik Botha utanríkisráðherra lauk í gærmorgun viðræðum við fulltrúa Bandaríkjastjórnar í Vín og flaug til Frankfurt til að ræða við vesturþýska ráðamenn. f fyrradag hitti hann fulltrúa bresku stjórnarinnar. Gangi við- ræðna er haldið leyndum, en að loknum fyrri fundi sínum með bandaríkjamönnum sagðist Bot- ha vera „ánægður”. Desmond Tutu sagði í gær í bandarísku sjónvarpi að ef stjórnin tæki ekki upp viðræður um umbætur við leiðtoga blökku- manna mætti eiga von á meiri- háttar hamförum í landinu. „Ég veit ekki hversu lengi unga fólkið hlustar á mig og aðra þá sem boða friðsamlegar leiðir,” sagði bis- kupinn, „ - ríkisstjórnin skilur hversu djúpt reiðin ristir. Ég er hræddur, og ég veit að við höfum mjög lítinn tíma.” blátt bann yfirvalda við heim- sókn. Lögregla lét kyrrt liggja til útfararloka en Galvin slapp í mannþröngina þegar lögregla tók að hafast að. Ókyrrt var í flestum borgum Norður-írlands í fyrrinótt þegar kaþólskir íbúar minntust þess að 14 áru voru liðin frá því lög voru sett um fangelsun meintra skæru- liða án dómsúrskurðar og fang- elsanir hafnar með mikilli her- ferð lögreglu og bretahers. í fyrr- akvöld voru sett upp götuvígi og á miðnætti var blásið í flautur og barið á öskutunnulok, en þannig var varað við ferðum lögreglu og hers á gildistíma fangelsislaganna 1971-75. Bílar voru eyðilagðir í fyrrakvöld og kom til átaka milli lögreglu og kaþólikka en enginn varð fyrir alvarlegu tjóni. Á sunnudag fara kaþólskir lýð- veldismenn í minningar- og mót- mælagöngur í Belfast og öðrum helstu borgum og hefur lögregla uppi mikinn viðbúnað. Lögregla býst við að Martin Galvin taki þátt í einhverri þeirra einsog við sama tækifæri í fyrra. Þá reyndi lögregla að grípa Galvin við ræð- uhöld en mistókst. Kaþólskur maður lést hinsvegar af völdum plastkúlu úr lögreglubyssu og leiddu þessi atvik til óeirða dag- ana á eftir. Við útför IRA-mannsins Char- les Smith í gær var Galvin einn af kistuberum, ásamt meðal annars Martin McGuinnes, sem Margrét Thatcher gerði heimsfrægan fyrir stuttu með því að banna BBC að sjónvarpa þætti sem hann kom fram í. Arafat styrkist Casablanca - í lokatilkynn- ingu frá fundi leiðtoga í ríkjum Bandalags arabaþjóða er farið jákvæðum orðum um sam- komulag PLO og Jórdaníu um lausn Palestínumálsins og þykir staða þeirra Arafats PLO-leiðtoga og Hússeins Jórdaníukonungs hafa styrkst fyrir bragðið. Aðeins 16 af 21 bandalagsríki sóttu ráðstefnuna og þykir hún ekki hafa aukið á einhug araba í millum. Nokkrir áhrifamestu leiðtogarnir sátu heima, þará- meðal Fahd konungur Sádí- Arabíu. Skýrendur telja þó að Hassan Marokkókóngur hafi sloppið ómeiddur úr þeim glæfr- um að taka frumkvæði að fundin- um. í lokatilkynningunni segir að samkomulag PLO og Jórdaníu- ! stjórnar hafi verið kynnt fundar- mönnum og þeim lítist það innan ramma palestínustefnu leiðtoga- fundarins í Fez, Marokkó, frá 1982. Samkomulag PLO og Jór- daníumanna gerir ráð fyrir palestínsk-jórdönsku sambands- rfki sem nái yfir Jórdaníu og svæðin sem ísraelsmenn hertóku í stríðinu 1967. f Fez-ályktuninni er hinsvegar talað um sérríki pal- estínumanna sem eigi sér höfuð- borg í Jerúsalem. Fez-ályktunin var á sínum tíma merkileg fyrir þá sök að þar var með óbeinum' hætti viðurkenndur tilveruréttur fsraelsríkis. Á fundinum í Casablanca voru settar á fót nefndir sem eiga að reyna að jafna deilur sýrlendinga við jórdana og íraka og íraka við líbíumenn. Pá voru stjórnirnar í Bagdad og Teheran hvattar til að binda endi á Persaflóastyrjöld- ina. Vesturlönd Oldnum fjölgar ört Genf - Árift 2025 verður fimmti hver íbúi Evrópu og Norður- Ameríku yfir sextugt, segir í skýrslu frá Efnahagsráði Sam- einuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Árið 1950 var tíundi hver íbúi í þessum heimshluta yfir sextugt. Aukið hlutfall aldraðra gæti haft alvarleg efnahagsleg og félagsleg áhrif á Vesturlöndum, segir í skýrslunni, pema svo verði búið í haginn að gamalt fólk geti lagt sitt af mörkum til atvinnumála og í félagslegum efnum. Skýrslugerðarmenn reikna út að á vesturlöndum búi um 1341 milljón árið 2025, þaraf 300 milljónir yfir sextugt. í þriðja- heimslöndum verður ástandið ólíkt ef fram heldur sem horfir: þar eiga menn mörg börn og deyja snemma. Þetta gerðist líka... ...Bandaríkjastjórn er áfram um að fá Suður-Kóreu inní Sameinuðu*^ þjóðirnar, sagði sendiherra kana hjá Sameinuðu þjóðunum í Seoul í gær. Norður-kóreumenn hafa hafnað suðurkóresku tilboði um sameiginiega inngöngu og telja að vera beggja ríkjanna í SÞ mundi enn staðfesta tvíríkistilveru Kór- eu. ...Atvinnumálaráðherra Samein- aða konungsveldisins Stóra- Bretlands hefur ákveðið að banna opinberum ráðningarskrifstofum að hafa uppivið auglýsingar um fólk í störf nektardansara. REUTER Umsjón: Mörður Árnason ...Saksóknari t Gdansk hefur varað séra Henryk Jankowski við að hlda áfram ríkisfjandsamiegu starfi. Hann er sakaður um að aia á ó- kyrrð með eldmessum sínum í kirkju heilagrar Birgittu í hafnar- borginni. Kunnasta sóknarbarn Jankowskis er verkalýðsleiðtog- inn Lech Walesa. ...Formaður flokksdeildarinnar i smáþorpi við borgina Fuzhou í Kína austanverðu hefur verið sett- ur af fyrir að eiga of mörg börn. Við áttunda barn formannsins þótti komið nóg af svo góðu, - í Kína á . hver maður aðeins eitt barn sam- kvæmt reglunum. ...Þrjár konur voru í gær handtekn- ar í bresku kjarnorkuvopnarann- sóknarstöðinni vestan Lundúna. Þær höfðu klippt gat á girðinguna og gengið um stöðina í tvo tíma óáreittar. Skoðunarferðin var í tengslum við 40 ára afmæli bomb- unnar. 40 ár 24 þúsund í Nagasaki Nagasaki - í gær voru liðin 40 ár frá kjarnorkuárásinni á jap- önsku borgina Nagasaki og var þess minnst með fjölda- fundi í Friðargarði sem þar er til minningar um fórnarlömb. Borgarstjórinn Hitoshi Motos- hima ávarpaði 24 þúsund manns í garðinum og að loknu ávarpi hans var fimmhundruð dúfum sleppt lausum, - klukkan 11.02, en þá féll bomban á borgina 1945. Hringt var klukkum í búddahof- um og kristnum kirkjum. Meðal viðstaddra var 81 borg- arstjóri frá 23 löndum. Borgar- stjórarnir hafa þessa viku setið friðarráðstefnu í Hirosima og Nagasaki, og skora í lokaályktun sinni á leiðtoga risaveldanna að heimsækja borgirnar tvær til að kynnast afleiðingum kjarnorku- árásar af eigin raun. Sprengjan „Fatman" (sá feiti) á efri myndinni, á þeirri neðri loftmynd af Naga- saki rúmlega ellefu, 9.8. 1945.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.