Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.08.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN ! 1 r-L '-jk Þessi uppdráttur er til að hjálpa þeim sem áhuga hafa til að þekkja stjörnurnar á stóru myndinni, sem er á plötuumslaginu We are the World: 1. Lionel Richie 2. Steve Perry 3. Al Jarreau 4. Kenny Loggins 5. Jeffrey Osborne 6. Lindsey Buckingham 7. Dan Aykroyd 8. Harry Belafonte 9. Bob Geldof 10. Ruth Pointer 11. Sean Hopper, The News 12. Bill Gibson, The News 13. Mario Cipollina, The News 14. Daryl Hall 15. Dionne Warwick 16. Kenny Rogers 17. Huey Lewis 18. John Oates 19. Johnny Colla, The News 20. Chris Hayes, The News 21. Tina Turner 22. Billy Joel 23. Cyndi Lauper 24. Bruce Springsteen 25. Willie Nelson 26. James Ingram 27. Bob Dylan 28. Anita Pointer 29. Tito Jackson 30. Jackie Jackson 31. Marlon Jackson 32. Paul Simon 33. Kim Carnes 34. Michael Jackson 35. Diana Ross 36. Stevie Wonder 37. Quincy Jones 38. Smokey Robinson 39. Ray Charles 40. Sheila E. 41. Randy Jackson 42. La Toya Jackson 43. Bette Midler. Lagið með ofanskráðum titli þekkir hvert mannsbarn sem hlustar á rásir Ríkisútvarps- ins. Hitt vita færri að auk smáskífunnar með þessu lagi, sem skartar skærustu og bestu poppstjörnum Banda- ríkjanna, var líka gefin út breið- skifa undir sama nafni, þar sem titillagið er að finna sjö mínútna og tveggja sekúndna langt auk níu laga, sem lista- mennirnir gáfu til Afríkusöfn- unarinnar... og reyndar er öll vinna gefin í sambandi við hljómplötu þessa. We are the world hefst náttúru- lega á titillaginu sem hópurinn USA for Africa syngur, en ná- kvæmlega heitir þetta framtak United support ofartistfor Africa - Sameiginlegur stuðningur lista- manna við Afríku. Svona til gam- ans skulum við telja upp ein- söngvarana í þeirri röð sem í þeim heyrist í laginu: Lionel Ric- hie, Stevie Wonder, Paul Simon, Kenny Rogers, James Ingram, Tina Turner, Billy Joel, Michael Jackson og Diana Ross, Dionne Warwick, Willie Nelson, (?), Bruce Springsteen, Kenny Logg- ins, Steve Perry, Daryl Hall, Mic- hael Jackson, Huey Lewis, Cyndi Lauper (sem fékk leyfi hjá upp- tökustjóranum Ouincy Jones til að fara frjálslega með laglínuna), Kim Carnes, Bob Dylan, Ray Charles, Stevie Wonder, Bruce Springsteen... Hin lögin Steve Perry, söngvari Journey, hristi lagið Ifonly for the Moment Girl fram úr erminni ásamt Randy Goodrum sérstaklega fyr- ir þessa plötu og gerir hér gott betur en með Journey að mínu viti. Af honum taka við hinar stórgóðu og -huggulegu söng- stúlkur Pointer-systur í laginu Just a little closer og eins og yfir- leitt bjóða þær systur upp í dans. Endahnútinn á hlið eitt rekur sjálfur rokkbossinn Bruce Springsteen með E-götu bandi sínu. Þeir flytja lag Jimmys Cliff Trapped. Þessi upptaka lagsins var gerð í ágúst í fyrra á hljóm- leikum í New Jersey, en þeir fé- lagar hafa leikið Trapped af og til á hljómleikum síðan 1980 en aldrei sett það á plötu. Því þykir þetta lag gífurlegur fengur rokk- unnendum. Hin hliðin Norðurljósin skína fyrst á hlið 2, með lagið Tears are not enough okkur til áminningar, bæði á ensku og frönsku, um að ekki sé nóg að gráta yfir hörmungunum í heiminum, við verðum að gera eitthvað í málinu. Norðurljósin (Northern Lights) eru kanadískir listamenn og af þeim nefnum við djasspíanistann Oscar Peterson, Joni Mitchell, Neil Y oung, Bryan Adams, Mike Reno í Loverboy, Geddy Lee í Rush, Anne Murr- ay, Gordon Lightfood, Richard Manuel (Band) og klassíska gít- arleikarann Liona Bond. Ljóm- andi samsöngslag hjá Kanadaf- ólkinu. Prince er næstur á dagskrá. Hann mætti ekki til að syngja tit- illagið en samdi 4 the Tears in Your Eyes sérstaklega á þessa plötu og var sá fyrsti sem skilaði inn lagi á hana. Mér finnst þetta vera með bestu lögum Prinsins sem flytur þetta með hljóm- sveitinni Revolution, og bakradd- irnar eru hreint yndislegar. Þess má geta í framhjáhlaupi, að Huey Lewis hljóp í söngskarð Prince í We are the World. Gömlu garparnir í Chicago eru samir við sig í laginu Good for nothing, bæði ljúfir og hressilegir í einu og kunna vel til verka eftir einar 17 breiðskífur og sumar tvöfaldar! Á eftir þeim í róleg- heitunum kemur Tina Turner í laginu Total Control eftir Mörtu Davis í Motels. Tina er svo róleg í tíðinni að lagið þurfti að stytta um helming til að koma því fyrir á plötunni. Kenny Rogers er öllu léttari á barunni í laginu A little more Love og gamlir félagar hans úr hljómsveitinni First Edition, Kim Vassy og Terry Williams, taka með honum lauflétt við- lagið. Lestina á þessari ágætu fjöl- skylduplötu rekur Huey Lewis með góðri og fagmannlegri að- stoð félaga sinna í The News, Tro- uble in Paradise var tekið upp á hljómleikum í San Francisco á síðustu stundu fyrir plötu þessa og er hressilegur endahnútur með saxófónum á fullum dampi; en titillinn minnir okkur á til- ganginn með plötu þessari, Vandræði í Paradís. A Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir (4) 1. Animal instinct - Commondores (2) 2. Peeping Tom - Rockwell (3) 3. You are my heart you are my soul - Modern Talking (-) 4. Star - Alfie (5) 5. Dare me - Pointer Sisters ,(10) 6. Keylich - Marillon (8) 7. All fall down - Five Star (-) 8. Life in one day - Howard Jones (1) 9. Live is life - Opus (-) 10. There must be an angel - Eurithmics Grammib (1) 1. Low life - New Order (2) 2. Kona - Bubbi Morthens (-) 3. Talking Heads - Little creatures (-) 4. Nick Cave and the bad seeds - The firstborn is dead (4) 5. Skemmtun - Með Nöktum (-) 6. Cult - Dream time (-) 7. Nico the Faction - Camera obscure (-) 8. New order - Perfect kiss (6) 9. How will the wolf survive - Los Lobos (8) 10. Rip, rap, rup - Oxmá Rás 2 1 (1) Live is life-Opus 2 (3) Money for Nothing - Dire Straits 3 (5) Into the Groove- Madonna 4 (2) There must be an Angel- Eurythmics 5 (13) Ve don’t needanother HeroTma Turner 6 (-) Tarzan Boy- Balti Mora 7 (8) Á rauðu Ijósi- Mannakorn 8 (7) Keleigh - Marillion 9 (4) Head over Heels - Tears for Fears 10 (15) Hitt lagið - Fásinna 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. ógúst 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.