Þjóðviljinn - 23.08.1985, Page 6
Grundarfjörður
Kennarar - kennarar
Við grunnskóla Eyrarsveitar, Grundarfirði, eru lausar
almennar kennarastöður. Leitað er eftir kennurum
sem geta tekið að sér: kennslu yngri barna, kennslu
forskólabarna, kennslu ílíffræði, eðlisfræði, tónmennt
og handmennt (hannyrðir).
Húsnæði í boði (húsnæðisfríðindi), leikskóli á
staðnum. Upplýsingar gefur skólastióri í síma 93-8619
eða 93-8802.
Skólanefnd
Grunnskóli
Eskifjarðar
Einn kennara vantar að skólanum, aðalkennslugrein-
ar: íslenska og danska í eldri deildum.
Kennt er í nýju skólahúsi og er vinnuaðstaða mjög
góð. yfirvinnafyrirhendi, íbúðarhúsnæði fylgir. Nánari
upplýsingar hjá formanni skólanefndar í síma 97-6299
og skólastjóra í síma 97-6182.
Skólanefnd
Hjúkrunarfræðingar
Stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsugæslustöð
Suðurnesja í Keflavík og Heilsugæslustöðina á Eyrar-
bakka eru lausar til umsóknar nú þegar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Kennarar
Nokkra kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðsfjarð-
ar, nýlegt skólahús - góð vinnuaðstaða. Mjög ódýrt
húsnæði rétt við skólann. Tilvalið fyrir hjón eða
sambýlisfólk. Talsverð yfirvinna, ef óskað er.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5159.
Lögreglustöð
í Hafnarfirði
Tilboð óskast í að fullgera húsið að Helluhrauni 2 sem
lögreglustöð.
Setja þarf þak á húsið að hluta og ganga frá því að
utan sem innan og lagfæra lóð.
Húsið er að hluta á 2 hæðum alls um 1030m2 að
gólffleti.
Verkinu skal að fullu lokið 15. febrúar 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni
7, Rvk, gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða
opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins þriðjudaginn 10.
sept. 1985 kl. 11:30.
INNKA1IRAST0FNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Ritari
Hollustuvernd ríkisins óskar að ráða ritara í hálft starf.
Vinnutími eftir hádegi. Umsóknir sendist Hollustu-
vernd ríkisins, Síðumúla 13, 108 Reykjavík.
Lesendahornið
Lýsis- og ávaxtablettir
Hvemig á að ná lýsis- og ávaxtablettum úr fötum? Búsýslan leitar
ráða hjá leiðbeiningastöð húsmæðra.
Ung móðir hafði sam-
band við Búsýsluna og
spurði hvort við hefðum á
takteinum ráð til að losna
við lýsis- og ávaxtabletti úr
fötum. „Þannig er mál með
vexti að ég er nærri búin að
eyðileggja öll föt átta mán-
aða gamals sonar míns
með þessum „bann-
settans” matargjöfum.”
Búsýslan hafði samband við
leiðbeiningastöð húsmæðra, og
sögðu þær að þær hefðu í sínum
fórum „Blettabók”, í henni
stendur að erfitt sé að ná lýsis-
blettum úr fötum. „Dóttir mín
var með barn í pössun um daginn
og úðaði lýsi yfir það. Ég tók flík-
ina og nuddaði sápu sem er ný-
komin á markaðinn og heitir
Vanish, á blettina og þeir hurfu
eins og dögg fyrir sólu,” sagði
Kristín hjá leiðbeiningastöð hús-
mæðra.
„Nú, það eru til ýmis efni sem
eiga að fjarlægja matarbletti eins
og til dæmis „Dry clean” sem er
spreyjað á blettina. í gamla daga
voru flíkur með Ijótum blettum
oft látnar liggja í sólríkri glugga-
kistu í nokkra daga. Einnig man
ég að mamma „lagði flíkina í
blei”, þá setti hún hana út á gras
og steina á hornin. Þar var flíkin
látin liggja í nokkra daga, og látið
rigna á hana, og merkilegt nokk,
blettirnir hurfu.
Þetta eru nú gömul húsráð sem
gaman er að muna eftir svo þau
falli ekki í gleymsku,” sagði
Kristín að lokum. -sp
NAN
200 símtöl á mánuði
Aðalfundur Neytendafélags Akureyrar og
nágrennis (NAN) var haldinn þann 31. maí
Aðalfundur Neytendafé-
lags Akureyrar og ná-
grennis (NAN) var haldinn
þann 23. maí sl. Guðsteinn
V. Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Neytenda-
samtakanna var gestur
fundarins og greindi frá
daglegum störfum skrif-
stofu samtakanna í Reykja-
vík.
f máli hans kom fram að mikið
er leitað til kvörtunar- og upplýs-
ingaþjónustu samtakanna og eru
skráð símtöl um 200 á mánuði, en
skrifleg mál tekin fyrir, eru að
jafnaði 5 á mánuði. Skrifstofan
sér að mestu leyti um útgáfu- og
kynningarstarf samtakanna,
samband við fjölmiðla, tengsl við
neytendafélögin út um landið og
margt fleira.
Neytendafélag Akureyrar og
nágrennis er nú flutt í nýtt hús-
næði að Gránufélagsgötu 4, III.
hæð. Þar verður opin kvörtunar-
og upplýsingaþjónusta á þriðju-
dögum og miðvikudögum frá kl.
17.00 til 18.30, sími NAN er
22506.
-sp
_______MINNING______
Einar G. Kvaran
Við Einar G. Kvaran vorum
nágrannar í rúma þrjá áratugi.
Snemma varð mikilí vinskapur á
milli fólksins í húsum okkar,
börnin öll urðu einkar samrýmd
og hefur svo verið æ síðan þótt
þau hafi stofnað sín eigin heimili.
Aldrei settum við Einar girð-
ingu á lóðamörkum okkar og var
það táknrænt fyrir samlyndi
fólksins á Kleifarvegi 1 og 3.
Það er því með miklum trega
að ég skrifa þessi kveðjuorð.
Fyrir um það bil tveim árum
varð Einar fyrir slysi. í fyrstu var
það hald manna að hann myndi
ná fullri heilsu, en brátt varð íjóst
að annað lá í loftinu.
Einar var greindur vel og raun-
sær og bjó sig æðrulaust undir
brottför, gekk frá sínum málum.
Yfir lauk hjá honum að kvöldi
þess 15. þ.m. og fékk hann hægt
andlát.
Einar fæddist í Reykjavík 30.
nóvember 1924 og voru foreldrar
hans hjónin Gunnar E. Kvaran,
stórkaupmaður, og Guðmunda
Guðmundsdóttir Kvaran. Stú-
dent varð Einar frá M.R. árið
1944. Stundaði hann svo nám í
Danmörku og Bretlandi á árun-
um 1945 til 1949.
Frá 1949 starfaði Einar hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
fyrst sem fulltrúi, síðar skrifstofu-
stjóri og enn síðar varð hann einn
af þrem framkvæmdastjórum
fyrirtækisins. Árið 1974 varð Ein-
ar framkvæmdastjóri Umbúða-
miðstöðvarinnar hf., en það fyrir-
tæki er í eigu Sölumiðstöðvarinn-
ar.
Árið 1950 kvæntist Einar
æskuvinkonu sinni Kristínu,
dóttur Helga bankastjóra Guð-
mundssonar og konu hans Karit-
asar Ólafsdóttur. Kristín líkist
mjög sínu góða ættfólki og er væn
kona og vinsæl.
Þau hjónin eignuðust fjögur
börn, Karitas bókasafnsfræðing,
Gunnar fréttamann hjá Ríkisút-
varpinu, Helga og Guðmund,
flugmann, en hann lést 1979.
Einar var góður starfsmaður,
samviskusamur og duglegur og
var það í samræmi við skapgerð
hans alla. Hann var mikill dreng-
skaparmaður, það sem einkenndi
hann einna mest var hversu
stilltur maður og háttvís hann
var, hann hélt ró sinni og reisn til
hinstu stundar.
Við Guðrún og dætur okkar
fjórar kveðjum Einar með
söknuði og þökkum samfylgdina
á liðnum árum. Viðogallt okkar
fólk sendum Kristínu, börnum
hennar og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur og
óskum þeim allrar blessunar.
Haukur Helgason
Einar G. Kvaran var tveimur
vetrum á undan mér í
Menntaskólanum í Reykjavík
(og bróðir hans vetri á eftir), en
rétt urðum við þá málkunnugir.
Einar var glæsilegur æskumaður,
allt að því tiginmannlegur í fram-
göngu, háttprúður við hvern sem
var, léttur í svörum, en tillits-
samur. Man ég, að í skóla-
leiknum einn veturinn stóð hann
sig með ágætum og naut ekki til
þess glæsileika síns eins.
í Kaupmannahöfn veturinn
1946-1947 bjuggum við báðir á
vönduðu pensionati á Fredriks-
berg, á H.C. Örstedsvej 27,
ásamt bekkjarbróður Einars,
Kjartani Guðjónssyni, sem lést
ytra. Allir þrír vorum við
innritaðir í hagfræði, og tvisvar í
viku, kl. 8 á morgnana, sóttum
við tíma í bókhaldi (ásamt núver-
andi bankastjóra og deildarstjóra
á Hagstofunni), með fádæmum
þurra tilsögn. Á eftir var sest yfir
kaffi, innan Háskólans eða utan.
Enn var með okkur bjartsýni,
nær áhyggjuleysi, síðustu stríðs-
áranna sem sprottin var af lokum
atvinnuleysis, framförum í þjóð-
málum og stofnun lýðveldis,
þeirri uppfyllingu hundrað ára
sögu, að sýndist. Einum rómi
fordæmdum við Keflavíkursamn-
inginn, sem kom við kviku Ein-
ars, sem nánast var enn
Verðandi-maður. Oftast var há-
degisverður snæddur á pension-
atinu og lesið til kvöldmála, en
flest fremur en bókhaldsfræði og
undirstöðuatriði þjóðhagsfræði.
Einar sótti leikhús og las nýleg
leikrit á ensku, bresk og banda-
risk, og fagurbókmenntir á
Norðurlandamálum. Svo fór, að
hann hvarf frá námi eins og afi
hans áður og fyllti hinn friða
flokk próflausra menntamanna,
sem á undanfarandi áratugum
hafði svo mjög að kveðið og hann
átti ýmislegt sammerkt með.
Á Bretlandi, í Newcastle, var
Einar við nám og starf í trygging-
armálum 1948 og 1949. Alloft
kom hann í snöggar heimsóknir
til London. Hittumst við þá oft-
ast, en mest samneyti hafði hann
við Eggert Kristjánsson lögmann
og Kristján Eiríksson (þá mán-
uði, sem hann var í borginni) og
gisti gjarnan í Vestur-
Kensington. Sjaldan lét hann
leikhúsferðir undir höfuð leggj-
ast, en hugur hans var þá farinn
að beinast að praktiskum hlutum
og fann ég, að hann langaði út í
„athafnalífið“. Viðhorf hans þá
var „to live and let live.“
Á starfsvettvangi höfðum við
Einar talsvert saman að sælda
1956-1960, en hann var þá skrif-
stofustjóri hjá Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, en ég ríkisstarfs-
maður. Frá þeim samskiptum
sem fyrri kynnum okkar á ég
margs góðs að minnast.
Haraldur Jóhannsson.