Þjóðviljinn - 25.08.1985, Page 2
FLOSI
af íslensku frelsi
í dag ætla ég aö skrifa um frelsisbaráttu ís-
lendinga. Þó hér veröi farið fljótt yfir sögu, er
óhjákvæmilegt aö tíunda í sem stystu máli,
hvernig mannskepnan glataði frelsi sínu í ár-
daga.
Frá því er sagt í Mósebók aö Drottinn Guö
myndaði konu af rifi mannsins og skildi þau
hjúin eftir í Eden, en frelsi þeirra helgaöist af því
- eins og segir í 2. kapítula 25. versi Mósebókar:
„Og þau voru bæöi nakin, maöurinn og konan
og blygöuöust sín ekki.“
En Adam var ekki lengi í Paradís, einsog
stundum er sagt, því Guö svipti hann - og þar
með mannkyn allt til dómsdags - frelsinu með
því aö banna honum aö éta eplin af skilningstré
góös og ills. Og í Mósebók er frá því skýrt,
hvernig þau Adam og Eva skynjuðu ánauöina:
„Þá lukust upp augu þeirra beggja og þau uröu
þess vör aö þau voru nakin og þau festu saman
fíkjuviöarblöð og gjöröu sér mittisskýlur.11
(Móse.,3.,7.). Þar meö höföu þau skötuhjúin
innsiglaö þaö ófrelsi, sem Drottinn Guö haföi
lagt á þau og mannkyn allt um ókomna tíð.
Nú er - einsog stundum er sagt í ræöum -
„mikið vatn runnið til sjávar1', síöan maðurinn
glataði frelsinu, og hefur þó mannkynið varla
streöaö viö annað meir en aö öölast þaö aftur,
þó hver heilvita maður geti sagt sér þaö sjálfur
aö svokallað „frelsi" er óhugsandi manninum til
handa og hugtakið sjálfsagt einhver hundalógik
úr frönsku stjórnarbyltingunni, hnoöaö saman
af grautarhausum fyrir idjóta.
Hugsanlegt er aö meö dauðanum geti maöur
öðlast frelsi og mun Heimatrúboö leikmanna í
góöri samvinnu viö Spíritista á góöri leiö meö aö
sanna þaö.
Eins og aö líkum lætur hafa margir og þykkir
doörantar veriö skrifaöir um frelsisbaráttu ís-
lendinga til þessa dags. Þaö væri satt aö segja
að bera í bakkafullan lækinn að fara aö bæta
þar nokkru við, ef ekki vildi svo til aö upp er
kominn nýr flötur á málinu, svo notað sé oröalag
þingmanna.
í dag er frelsisbaráttan helguö kröfu þegn-
anna um aö fá aö viðhalda því frelsi sem þjóðin
ávann sér fyrir hartnær tveim árum, en það var
frelsið til aö fá aö drekka Egilsöl sem búið var aö
hella Tindavodka útí.
í mörgþúsund ár hefur hinn hugsandi maöur
vitaö að til er tvennskonar bjór, drekkandi bjór
og ódrekkandi bjór og jafn lengi hafa menn vitað
að sá bjór er ódrekkandi sem ekki hefur fengiö
aö gerjast uppí vissan styrkleika.
Hvernig sem á því stendur hafa menn í ald-
anna rás hafnað óæti, einkum og sérílagi ef
eitthvað ætt var á boöstólum. Af sömu hvötum
er þaö sjálfsagt aö í öllum heimshornum er frek-
ar drukkinn drekkandi bjór en ódrekkandi bjór.
Já allsstaðar, nema á íslandi.
Það fer ekki hjá því aö menn sem forframast
úti í hinum stóra heimi fái einhverja nasasjón af
viðtekinni menningu þeirra þjóöa sem hýsa þá.
Oft er þaö vínmenningin sem vegur þar þyngst.
Nú var það fyrir um það bil tveim árum aö menn
sem höfðu verið viö erfitt nám í Þýskalandi undu
hér illa vegna skorts á þýskri stemningu.
Allir vita aö í landi þar sem ekki er hægt aö
drífa upp þýska stemningu er lífshamingja
óhugsandi, en þýsk stemning og þar meö lífs-
hamingja jafn óhugsandi í landi þar sem ekki er
áfengur bjór.
Og þessir vínkúltúrellu boöberar frelsis og
lífshamingju tóku þaö til bragös aö opna bjórkrá
aö þýskri fyrirmynd og dæla í gestina úr
krönum, Egilsöli sem búiö var aö gusa brenni-
víni, Tindavodka, eöa guö má vita hvaö, útí.
Og allir urðu svo undur glaöir því nýr áfangi
haföi náöst í frelsisbaráttu íslendinga, frelsi til
aö drekka glundur, sem hugsanlega gæti valdið
ölvímu.
Nú hefur framtakssamur ráöherra svift þjóð-
ina þessu frelsi og mun sú frelsisbarátta, sem
framundan er, veröa sótt af meiri festu og ein-
urö en frelsisbarátta (slendinga hingaötil.
Ráöherra segir að menn verði aö vita hvaö
þeir séu aö drekka þegar þeir eru aö drekka, en
frelsishetjurnar segjast ekkert kæra sig um aö
vita hvaö þeir eru aö drekka og hafi raunar
sjaldnast vitað þaö. Ekki frekar en þeir viti hvaö
þeir eru aö boröa þegar þeir eru aö borða.
Framkvæmdastjóri Gauks á Stöng spyr hvort
menn vilji ekki horfa á kjötkaupmanninn þegar
hann sé aö blanda kjötfarsiö en þá signa menn
sig. Hér er ef til vill komið að því sem getur orðið
mergurinn þessa frelsisbaráttumáls. Þaö er
samlíkingin viö kjötfarsiö.
íslenska þjóöin hefur lengi verið sólgin í kjöt-
bollur og hefur notið frelsis til aö neyta þeirra
innan efnahagslegs ramma.
Svo gerðist það í haust að þaðvargertlýðum
Ijóst hvað íslenskar kjötbollur innihéldu. Nú svo
þetta sé nú rifjað upp, þá kom í Ijós aö hvert
gramm af farsinu sem var á boðstólum innihélt
tvær og hálfa miljón saurgerla. Og íslenska
þjóðin tók upp blað og blýant og reiknaði út í
þríliðu, hvaö mikill mannaskítur væri í hverri
kjötbollu. Aö fenginni útkomunni hættu menn
svo aö boröa friggadellur.
Þar meö var þaö frelsi úr sögunni.
Fróðir menn telja fullvíst að landsmenn
mundu sjálfir afsala sér frelsinu til aö drekka
bjórlíki, ef það væri gert lýöum Ijóst hvaö er í
glundrinu, eöa réttara sagt hvort nokkuð er í því
sem sælst er eftir.
Fullnaðarsigur næst ekki í þessari frelsisbar-
áttu fyrr en fariö verður aö flytja inn erlendan,
áfengan bjór. Og þá veröur þessi gamla vísa aö
veruleika.
Það er mikið þjóðar böl
að þurfa að vera á því.
En þegar kemur áfengt öl
verður ekki komist hjá því.
Þurfa þeir vegabréf
6. flokkur
til íslands
úrslitaleikinn í Bikarkeppni
Hjátrú
Á sunnudag leika Fram og
Keflavík til úrslita í bikar-
keppni Knattspyrnusam-
bands íslands. Flestir búast
við tvísýnum og spennandi
leik og telja ómögulegt að spá
um úrslit. Nema hinir hjátrúa-
fullu. Þeir segja að sam-
kvæmt reynslu undangeng-
inna ára hafi það sýnt sig að
það lið sem slær Víking út út
bikarnum vinni hann að lok-
um. Þar með sé þaö klappað
og klárt að Framarar hampi
bikarnum á sunnudaginn. ■
Lögbann á
Indriða?
Það var nefnt í blaði á dögun-
um að aðstandendur Jóhann-
esar Kjarvals væru að hug-
leiða lögbann á bók Indriða G.
Þorsteinssonar rithöfundar
um meistarann vegna þess
að þeir hefðu ekki verið beðnir
um leyfi til myndbirtingar.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans eru allar líkur á því að
aðstandendurnir kæri og
komi með því í veg fyrir að
bókin komi út á afmælisdegi
Kjarvals 15. október. Eins og
flestum er kunnugt er Indriði
ekki alls óvanur að standa í
kærumálum. Hver man ekki
Þjóf í paradís? ■
Uppar
og nippar
Nýtt fyrirbæri hefur skotið upp
kollinum sem kallast uppar.
Það er ungt fólk á framabraut
og vísar nafnið til þess. Þetta
er fólk sem gengur í tísku-
klæðnaði, ekurum áfínum bíl-
um, býr vel og ætlar sér að ná
langt í þjóðfélaginu. Oft er það
heldurtil hægri í stjórnmálum.
Af gömlu hippakynslóðinni
var svona fólk kallað frama-
gosar og þótti niðrandi nafna-
gift. Nú hefur kynslóðin, sem
6. flokkur Týs fer í keppnis-
og skemmtiferðalag upp á land
helgina 23.-25. ágúst n.k. Farið
verður með Herjólfi löstu-
daginn 23. ágúst. leikiö við
Stjörnuna í Garðabæ og Sel-
foss. A. B og C lið.
Farið verður í bíó. ölverk-
smiðja Sanitas heimsótt. tarið á
er hátt á fertugsaldri og þar
yfir og fékk mótun sína á upp-
reisnarárunum upp úr 1968,
fengið nýtt nafn sem er nipp-
ar þe. öldungar á niðurleið
eða öllu heldur þeir sem eru á
nippinu. Oft eru þetta láglaun-
K.S.I. o.m.tl
Þátttaka í ferðina er mjög
góð og fullvíst að um 40 manna
hópur frá Tý verði á ferðinni
þessa helgi. Komið verður til
Evja aftur sunnudaginn 25.
ágúst.
aðir kennarar eða aðrir opin-
berir starfsmenn, heldur
svona vinstri sinnaðir og á kafi
í skuldum. Nafngiftin varð
reyndar til meðal þeirra sjál-
fra. Sem sagt: uppar og
nippar. ■
Sumarstarf
skólastjórans
Á dögunum kom einn af borg-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins heim úr sumarferð frá
Danmörku. Það væri ekki í
frásögur færandi ef sá hinn
sami væri ekki búinn aö dvelja
ytra frá því í lok maí á fullum
launum sem leiðsögumaður á
vegum Samvinnuferða og á
sama tíma þegið full laun sem
skólastjóri fyrir einn af grunn-
skólum borgarinnar í Breið-
holtinu.
Það er óþarfi aö nefna
nokkur nöfn, en fyrst Albert
var einhvern tímann aö nefna
kjör og starfstíma kennara þá
væri kannski ráð að hann
byrjaði að skoða vinnu-
framlag skólastjórans í sumar
til undirbúnings skólastarfinu í
haust.
Sagan hermir að aðrir
skólastjórar í borginni séu
ekki yfir sig hrifnir af sumar-
ævintýri starfsbróðurins. ■
Úr Félagsblaði Knattspyrnufélagsins Týs, Vestmannaeyjum.
2 SÍÐA - ÞJC-OVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985