Þjóðviljinn - 25.08.1985, Síða 10

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Síða 10
Aðalsteinn einbúi á Laugabóli í Arnarfirði sóttur heim. Fé hans var skorið niður, þakið fauk af húsinu, hann lá veikur í allan vetur en œðarvarpið er dásamlegt og hann fer hvergi Fjallfoss eöa Dynjandi er meö frægari fossum á landinu. Hann er í Dynjandivogi innst í Arnarfirði og þar liggur þjóö- leiðin um. En sunnan megin í voginum er fáfarinn vegur um svokallaða Uröahlíð og eru þaö grettnar skriður fráfjalls- brún niður ífjöru. Þegar hlíð- inni sleppir er komið allbreitt dalverpi sem heitir Mosdalur og þar eru tveir bæir í byggð en voru fleiri áður. í Mosdal tóku menn seint kristni og voru göldróttirfram undirokk- ar tíma. Á Ósi búa nú feðgar en á Laugabóli einyrki. Það er Aðalsteinn bóndi Guðmunds- son, aldraður maður, gjarnan kallaður Alli á Laugabóli. Til þess að komast heim til hans þarf að fara yfir óbrúaða á er nefnist Ósá. Þegar við renn- um í hlað kemur kvíga hlaup- andi á móti okkur með miklum látum en hvergi sést mannvera. Við bönkum upp á en enginn kemurtil dyra. Þeg- ar við erum að fara verðum við vör við mannaferð. Alli kemur út og segist hafa verið að leggja sig. Kvígan lætur öllum illum látum. Hún er víst yxna. Þetta genguryfir á2-3 dögum, segir Alli og býður okkur elskulega að ganga í bæinn. Hús eru allgömul á Laugabóli og allt í fremur gömlum stíl, pan- ell á "Veggjum í eldhúsi, bitar í loftum, búr inn af, tvær eldavél- ar, önnur kolavél en hin Rafha. En hér er allt með afbrigðum snyrtilegt þó að enginn sé kven- maðurinn. Alli er með gaman- yrði á vör og brátt erum við sest við vaxdúkað kaffiborð og spjall- ' ið hefst. Á marga góða að en líka harða andstœðinga - Ég er búinn að frétta að allt þitt fé hafi verið skorið niður vegna riðuveiki. Var það ekki mikið áfall fyrir þig? - f>að er ekkert um það að segja en náttúrlega er það áfall fyrir okkur. Sérstaklega finnum við fyrir því sem erum einir. Ég veit ekki hvort ég kem aftur upp þeim fjölda fjár sem þarf. Það eru nógu margir sem eru að hnýta í ’ okkur. Ég veit ekki hvort þeir verða ofan á en svo eigum við bændur líka marga ágætis menn sem halda okkur á lofti. Land- búnaður er annar aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar þannig að við verðum varla þurrkaðir út. dóminn? - Ég hafði heimt illa síðustu árin án þess að hafa skýringu á því hvernig stóð á því. Líklega hefur það verið þessi sjúkleiki. í hitteðfyrra fauk þak af fjárhúsum hjá mér og fór alla leið út í sjó. Einn sveitungi minn skrifaði skammargrein um mig og sagði að ég færi illa með fé. í>að var gífurlegur snjór tvo vetur í röð. Þessi sami varð að biðja um gott fyrir sig hjá sýslumanninum. Eg á marga góða að og líka harða and- stæðinga. Puh - sjúkrahús - Fauk svo ekki þakið af íbúð- arhúsinu í vetur? - Það er rétt, þetta er veðra- jörð. Hjálparsveitin á Bfldudal brá skjótt við og var komin eftir tvo tíma. Meðan þeir voru hægði á sér og þeir gátu sett upp bráða- birgðaþak, en svö fór strax í vest- anrok. Eftir þetta var svo kalt í bænum að ég fékk vonda gigt og varð.að halda mig inni. - Þú hefur ekki farið á sjúkra- hús? - Puh... sjúkrahús. Nei. Við réttum bara við þegar við erum - Hversu margtfé vprsttrmeð? búnir að hvfla okkur. - Hálft þriðja Tiúndrað. Til þess að fá fé á ný/þarf að moka útihúsin og sótthreinsa þau en það er engan mann hægt að fá til að hreinsa húsin fyrir sig. Sigurð- ur yfirdýralæknir var hjá mér í gærkvöldi og það ;er/ leitað að öllum mögulegum Hættustöðum. Við förum skilyrðislaust eftir þeim skilmálum senj settir eru. - Varðstu mikiðjvar við sjúk- L Ertu búinn að vera lengi einn hérna á Laugabóli? - Að mestu leyti síðan 1963 að móðir mín dó. Foreldrar mínir komu hingað 1921 og þá hafði enginn tollað á þessari jörð. Hún er svo vorvot og engin kvistbeit. Fjaran er aftur sterk, mikil fjöru- beit. Á stríðsárunum fóru menn að flýja sveitina og þá keypti ég tvær jarðir hér í dalnum, Skóga 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985 og Horn, og fékk ágætis kvistbeit á þeim. Ég var álitinn ágengur og vitlaus. Ég verð alltaf hundeltur. - Hvernig hefur gengið að byggja upp jörðina? - Ég ætlaði að byggja fjárhús meðan við vorum hvattir til að koma þeim upp en hef sennilega hugsað of stórt. Ég fékk efnið, sement og sand en það liggur hér enn. Síðast ætlaði ég að byggja bæinn en hann verður aldrei byggður. Ég hef líka orðið fyrir áföllum með jarðarbætur. Mælt var út fyrir skurðum fyrir mig en það voru mistök hversu langt var á milli þeirra. Ég sléttaði 7 hekt- ara og beið í 7 ár en það verður aldrei töðutún. -Á hverju lifirðu þegarféð hef- ur verið tekið frá þér? - Ég fær skaðabastur í tvö ár. Þær eru 65% af afurðaverði mið- að við 15 kflóa dilk. Svo er ég með æðarvarp og hef líklega náð 20-30 kflóum af dún í vor. Tvær kýr hef ég og styðst við ellilaunin. Ég reyki ekki, drekk ekki og vil ekki hafa vín í landinu. Oft só ó fólki ó vorin - Hvað ertu gamall? - Ég er fæddur 1907 og er því 78 ára gamall. Ég er fæddur á Núpi en alinn upp á Þingeyri í Dýra- firði, get aldrei orðið Amfirðingur. Ég passa ekki inn í þetta. Lengi fannst mér ég vera að fara heim þegar ég fór yfir heiði. - Hvernig var hér þegar þú komst hingð fyrst? - Þá var hér þéttsetið. Fólkið var fátækt en það var gott. Oft sá á fólki á vorin. Fyrsta vorið sem við vorum hér var áberandi hvað fólkið var grannt. Svo fóru menn til róðra og þá fór það að hressast við. Sjálfur var ég vesalingur fram eftir árum, sá aldrei mjólk á Þingeyri. Foreldrar mínir eignuð- ust 7 börn en við vorum tveir sem lifðum. Þá herjaði hvíti dauðinn og sjálfur hef ég líklega vérið með berkla. Ég vár í Reykjavík meira og minna á ámnum 1930-1947 að Hekla gaus. Þá þorði ég ekki að vera lengur syðra. Einu sinni fór ég til læknis og hann fann sam- gróning í öðru lunganu. Þú hefur einhvern tíma verið tæpur, sagði hann. Ég óx til 27 ára aldurs. Þá var ég loks orðinn fullorðinn. Varpið er dósamlegt - Er erfitt að búa hér á Lauga- bóli? - Ekki nema þegar húsin voru að fjúka. Ég kann vel við mig og fiiinst alveg dásamlegt að hafa æðarfuglinn. En það hafa verið margþættir erfiðleikar sem eyði- leggja hjá mér varpið. Ég var kominn upp í 41 kfló þegar mest var en svo hrapaði það niður í 14 kfló. í fyrravor fékk ég 19 kfló. - Hvað er það sem eyðileggur? - Það er tófa, minkur og alls konar vargfugl. Ég hef jafnvel fengið heimsókn af eminum, það er skaðræðisfugl. Ef öm sést fer allur æðarfugl fram á sjó en ef flugvél flýgur yfir situr allt kyrrt. Svo hafa líka rækjubátarnir dreg- ið of nálægt landi og eyðiiagt fyrir mér. Ég er nú búinn að reisa

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.