Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Side 15
NYKOMIN REYRHÚSGÖGN FRÁ SPÁNI Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best UfcJQQQqv} □ DiíDQjjy Jón Loftsson hf. C3 _____________ Hringbraut 121 Sími 10600 húsiö eða þannig.. Hver man ekki eftir Miu Farrow sem kom hingað til íslands með þáverandi manni sínum hljóm- sveitarstjóranum Andre Previn og var með tvíburana í burðar- rúmum á tónleikunum í Háskóla- bíó. Þeir sem muna ekki eftir því muna kannski eftir henni í „Ros- emarys Baby" eða öðrum þekkt- um myndum sem hún lék í. Mia hefur nú tekið saman við grínfugl- inn Woody Allen og þau eru nú að leita sér að íbúð. Það þarf að vera sæmilega rúmt um þau því Mia hefur með sér, auk tvíbur- anna sem heimsóttu Island ný- fæddir, 5 önnur börn og eru 4 þeirra tökubörn frá Asíu.* Hinirfimm meðlimir borgarstjórn- ar vestur Hollywood, sem mun vera eina borgarstjórnin þar sem kynhverfir eru í meirihluta, lokuðu sig inni á dögunum með sálfræð- ingi til að fá úr því skorið hvort skyldi taka viö formennsku í borgarstjórninni, Valerie Ferr- igno, ein þekktasta baráttukona lesba í borginni eða lögfræðing- urinn John Heilman, sem er einn- ig kynhverfur. Hann vildi fá völdin af Valerie, en hún vill halda emb- ættinu lengur. Reikningurinn sem skattgreið- endur borga svo fyrir sálfræðing borgarstjórnarinnar mun vera um tvö þúsund dollarar...* Sjaldan launar kálfur ofeldið, segir gamalt máltak og er það orð að sönnu. Dætur frægra leikkvenna, hafa margar þénað drjúgt á því að skrifa bækur um mæður sínar og mest hafa þær upp úr því að rógbera þær sem mest. Fræg var bók dóttur Joan Crawford, Christine, en mótleik- ari hennar í myndinni „What happened to Baby Jane,“ Bette Davis, hefur nú fengið sinn skammt. Dóttir hennar, Barbara, hennar eina eigið barn, hefur skrifað bók um móður sína og segja þeir sem lesið hafa að lý- singar á Joan Crawford séu eins og „Húsið á sléttunni" miðað við þaö sem aumingja Bette Davis fær að heyra. Bette hefur alltaf veriö fremur hátt skrifuð í Holly- wood, var aldrei hin dæmigerða fegurðardís, en ákveðin og greind kona sem lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Nú íellinni ber hún sig illa undan rógburði dóttur sinnar og fjöldi vina hennar hafa mótmælt skrifum Barböru og sagt þau sprottin af fégræögi og öfund.« Það er hægt að gifta sig víðar en í kirkjum. í nyrsta vita í Noregi, á Fruholmen, voru nýlega gefin saman í hjónaband þau Wenche Pedersen og Erling Johansen. Tuttugu brúðkaupsgestir fóru á bát út í hólmann á dögunum sem er skammt fyrir utan Lofoten. Margar draugasögur fylgja Fru- holmen, m.a. um aðalsfrú sem bjó þarna ein og yfirgefin og drukknaði síðan á leið í land. Hjónakornin létu sögurnar ekki aftra sér og voru vígð með við- höfn uppi í vitanum.* Ferðamannastraumur leggur leið sína í gegnum undarlega höll, sem Lúðvík annar Bæjarakonungur reisti sérog heitir Neuschwan- stein. Og leiösögumaðurinn held- ur ræðu um þennan f ræga og ein- ræna aðdáanda Richards Wagn- ers: - Hér vann Lúðvík annar, og í þessu herbergi hér borðaði hann sínarmáltíðirog þarna hinum megin svaf hann og þarna fór hann í bað á hverjum degi. Á hverjum degi? spurði maður nokkurforviða Uss, sagði konan hans. Þú veist að hann var brjálaður.* ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Auglýsið í Þjóðviljanum fasteignaveðlána til einstakl inga Hinn 11. júlí sl. gengu í gildi lög um greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga. Tilgangur þeirra er aðjafnagreiðslubyrðina. Greiðslubyrði af greind- um lánum skal ekki þyngjast þótt lánskjaravísitala, byggingarvísitala og/eða raunvextir hækki meira en laun. í greiðslujöfnun felst að hækki laun minna en viðmiðunarvísitala (þ.e. lánskjaravísitala eða byggingarvísitala) er hluta af endurgreiðslu lánsins frestað þar til laun hækka á ný umfram viðmið- unarvísitöluna. Þetta gerist með þeim hætti að mismunur launavísitölu og viðmiðunarvísitölu er færður á sérstakan jöfnunarreikning. Skuld á jöfnunarreikningi telst hluti af höfuðstól lánsins og um hana gilda því sömu kjör og tilgreind eru í lánssamningi. Þessi skuld er síðan endurgreidd hlutfallslega þegar launavísitalan hækkar umfram viðmiðunarvísitölu, eða eftir upphaflegan lánstíma, ef þá er enn skuld á jöfnunarreikningi. Greiðslumarkið er gjaldfallin afborgun auk vaxta, á því verðlagi sem í gildi var 1. mars 1982, hafi lán verið tekið fyrir þann tíma. Hafi lán verið tekið eftir 1. mars 1982 er greiðslumarkið á því verðlagi sem gilti við lántöku. Á gjalddaga láns er greiðslumarkið framreiknað miðað við breytingu á launavísitölu, sem Hagstofa íslands reiknar út, og borið saman við þá fjárhæð sem greiða ætti af láninu samkvæmt lánssamningi (afborgun, vextir og verðbætur). Greiðslujöfnunin nær sjálfkrafa til allra sem fá sín lán greidd út eftir gildistöku laganna. Einstaklingar, sem fengið hafa fullverðtryggð lán úr byggingarsjóðunum fyrir gildistöku laganna og eru í greiðsluerfiðleikum, geta sótt um greiðslujöfnun fyrir 1. sept. 1985: 1. Vegna komandi gjalddaga. 2. Vegna fyrri gjalddaga. 3. Vegna komandi og fyrri gjalddaga. Eins og fyrr segir geta einstaklingar, sem eru í greiðsluerfiðleikum, sótt um greiðslujöfnun vegna fyrri gjalddaga. Þeim verður gefinn kostur á að fresta greiðslu, eða hluta af greiðslu, afborgana, vaxta og verðbóta á næsta heila ári hvers láns. Heimilt er að fresta greiðslu á allt að þeirri fjárhæð sem á jöfnunarreikningi stæði, ef ákvæði þessara laga hefðu gilt frá lántöku. Þessi frestun vegna fyrri gjalddaga gildir aðeins einu sinni. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins og bæjar- og sveitarstjórnarskrif- stofum. Umsóknum skal skilað til Húsnæðisstofnunar ríkisins fyrir 1. sept. 1985. Reykjavík, 24. ágúst 1985. ^ Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.