Þjóðviljinn - 25.08.1985, Qupperneq 16
LEIÐARAOPNA
GENGUR KENNARA
Kennarasamband íslands ákvað í vor að látafarafram atkvæðagreiðslu um
aðild KÍ að BSRB. Markmiðið með úrsögninni er að stuðla að sameiningu KÍ
og Hins íslenska kennarafélags. Umræður um slíkt eru ekki nýjar af nálinni en
höfðu ekki áður komist á þetta stig. Atkvæðagreiðslan fór fram í byrjun maí og
að henni lokinni kom í Ijós að meirihluti félagsmanna Kl var fylgjandi úrsögn úr
BSRB. En túlkun úrslitanna hefur valdið miklum deilum sem og auðvitað
úrsögnin sjálf og ekki er enn séð fyrir endann á þeim deilum.
Þessi ríkis-
stjórn veitir
ekki verk-
fallsrétt
segir Valgeir Gestsson, formaður KÍ
KÍ hefur tekið ákvörðun um að
atkvæðagreiðslan verði ekki
endurtekin og ég á ekki von á
að sú afstaða muni breytast.
Ég tel að úrslit atkvæða-
greiðslunnar í vor tali sínu
máli um vilja félagsmanna
okkar, en þar voru 1572 með
úrsögn og 719 á móti. Auðir
seðlar voru 151 og ég tel það
fráleittað þeirverði látnirráða
úrslitum í svona mikilvægri at-
kvæðagreiðslu, sagði Valgeir
Gestsson formaður Kennara-
sambands (slands aðspurður
um hverjar væru líkurnar á því
að atkvæðagreiðslan yrði
endurtekin íhaust.
„Andófshópurinn innan sam-
bandsins er að mínu viti mjög fá-
mennur og til marks um það má
geta þess, að í undirskriftasöfnu-
ninni í vor skrifuðu aðeins 105
undir áskorun um að endurtaka
atkvæðagreiðsluna. Vilji félags-
manna okkar hefur komið mjög
skýrt fram“.
Hver er í rauninni ástœðan fyrir
því að kennarar vilja ganga úr
BSRB?
„Meginástæðan er sú að við
viljum sameina grunnskólakenn-
ara og framhaldsskólakennara í
einum samtökum. Nú er starf-
andi sameiginleg nefnd KÍ og
HÍK sem vinnur að gerð tillagna
um stofnun slrkra samtaka. Þess-
ar tillögur verða væntanlega birt-
ar innan tíðar“.
Hvað með verkfallið og samn-
ingsgerðina í haust?
„Það er gífurlega erfitt að meta
hvern þátt verkfallið á í þessu.
Samningarnir í haust voru mikið
félagslegt högg fyrir BSRB og
það hefur aldrei verið rætt af
hreinskilni innan þess. En ég get
ekki sagt um hvort lok verkfalls-
ins og samningsgerðin hafa átt
þátt í því að svona er komið“.
Þegar og ef KÍ gengur úr BSRB
hafa kennarar engan verkfalls-
eða samningsrétt lengur. Hefur
KÍþá einhvern möguleika á að ná
fram kjarabótum fyrir sitt fólk?
„Það er rétt að við missum
verkfallsréttinn við úrsögnina.
En ég trúi því að við munum
endurheimta hann þótt síðar
verði. Núverandi fjármálaráð-
herra Albert Guðmundsson hef-
ur marg oft lýst yfir því að hann sé
á móti verkfallsrétti og ég hef
ekki von um að við fáum ver-
kfallsrétt í tíð þessarar ríkis-
stjórnar. En hann munum við fá
og ég óttast það ekki þegar litið er
til lengri tíma. Og þótt við fáum
ekki verkfailsrétt munum við
semja við Albert Guðmundsson.
Ég segi ekki að við munum ná
betri samningum, við verðum á
grýttri braut hvað þetta snertir
næstu tvö árin en við óttumst það
ekki“.
Er ekki mögulegt að stjórnvöld
semji bara alls ekki við ykkur
meðan þið eruð í þessari aðstöðu
og láti ykkur fylgja kjörum
BSRB?
„Ég hef ekki trú á því. Að mínu
mati mun annað tveggja gerast,
annað hvort viðurkennir Albert
okkur sem sjálfstæðan samnings-
aðila eða Alþingi mun breyta
samningsréttarlögunum okkur í
hag“-
Ef KÍ segir sig úr BSRB verða
aðeins fjögur þúsund opinberir
starfsmenn eftir sem hafa verk-
faUsrétt og það er vitað að
stjórnvöld eru andsnúin verkfalls-
rétti fólks. Óttist þið ekki að fyrst
svona er komið muni ríkisstjórnin
sjá sér leik á borði og afnema
verkfallsrétt þeirra fáu sem enn
hafa hann?
„Nei“.
Eruð þið ekki með þessu að
rjúfa samtakamátt launþega-
hreyfingarinnar?
„Nei, ég sé enga ástæðu til að
ætla að kennarar geti ekki átt
ágætt samstarf við aðra opinbera
starfsmenn á þessu sviði þótt
stofnuð séu samtök kennara. Það
er samtakamátturinn sem gildir í
allri kjarabaráttu eftir sem áður“.
gg
LEIÐARI
Afsal mannréttinda -
sterkari staða?
í þeim sviptingum sem orðið hafa á íslenskum
launamarkaði undanfarin misseri er fyrirhuguð
úrsögn Kennarasambands íslands úr BSRB
einna afdrifaríkust. í gærog dag heldurfulltrúa-
ráð kennarasambandsins innan BSRB fund þar
sem m.a. erfjallað um úrsagnarmálið. í leiðara-
opnu Þjóðviljans í dag er spjallað við tvo forystu-
menn þeirra sem barist hafa fyrir úrsögn og tvo
talsmenn kennara sem andvígir eru úrsögn úr
heildarsamtökum opinberra starfsmanna.
Það er forvitnilegt fyrir lesendur að sjá hvaða
atriði eru talin mæla með aðild og hvaða atriði
mæla á móti aðild KÍ að BSRB.
Úrsagnarmennirnir nefna ekki nema eina
ástæðu fyrir því að Kennarasamband íslands
eigi að ganga úr BSRB og hún er sú að „hag
kennara sé best borgið innan sterkra heildar-
samtaka kennara," eins og Svanhildur Kaaber
formaður Bandalags kennarafélaga segir. Og
Valgeir Gestsson formaður Kennarasambands
íslands er á sama máli og nefnir sameininguna
serp meginástæðu.
Úrsagnarmenn nefna máli sínu til styrktar að
yfirgnæfandi meirihluti kennara hafi í heildarat-
kvæðagreiðslunni í vor lýst sig fylgjandi úrsögn,
og telur ekki útilokað að verkfallið sl. haust hafi
haft áhrif í þessa veru. „Samningarnir í haust
voru mikið félagslegt högg fyrir BSRB og það
hefur aldrei verið rætt af hreinskilni innan þess,“
segir Valgeir.
Haukur Helgason fulltrúi KÍ í stjórn BSRB
bendir hins vegar á í þessu sambandi að „kenn-
arar í samninganefnd BSRB skáru sig ekkert
útúr þegar ákveðið var að skrifa undir kjara-
samninginn". Bendir það til þess að árangurinn
í verkfallinu hafi ekki heldur verið ræddur af
nægilegri hreinskilni innan KÍ?
Viðmælendur Þjóðviljans sem vilja að kenn-
arar verði áfram innan BSRB telja margt upp
máli sínu til stuðnings. Aðalatriðið er þó það að
með úrsögn úr BSRB missi Kennarasamband
íslands mannréttindi sem kennarar nú haf.
Haukur Helgason segir að með því séu kennar-
ar að afsala sér „verkfalls- og samningsrétti og
þar að auki munu þeir veikja mjög möguleika
félaga sinna í BSRB á því að ná fram kjarabót-
um. Þeir munu með öðrum orðum stefna sinni
eigin kjarabaráttu í voða og skilja félaga sína
eftir í sárum.“
„Launþegahreyfing á sér ekkert vopn sterk-
ara en verkfallsréttinn," segir Guðlaug
Teitsdóttir, en Svanhildur Kaaber segir hins
vegar: „eins og ástandið er núna hef ég ekki trú
á verkföllum sem baráttutæki í kjarabaráttu".
Haukur Helgason telur að svo virðist sem fólk
sé farið að trúa því um verkfallsvopnið sem
hægri pressan hamrar á í sífellu, að verkfalls-
rétturinn sé einskis virði.
„Við verðum að leita annarra leiða í kjarabar-
áttu okkar,“ segir Svanhildur Kaaber. „Ég held
aftur á móti,“ segir Haukur Helgason, „að verk-
föll séu það eina sem dugi til að ná fram rétti
sínum. Hvað höfðu t.d. HÍK menn upp úr krafs-
inu í vetur með uppsögnum sínum?“
Nær sjö þúsund manns tóku þátt í verkfalli
BSRB sl. haust, þaraf rúmlega þrjú þúsund
kennarar, þannig að það gefur auga leið að
styrkur BSRB-samtakanna verður allur annar
eftir úrsögn KÍ ef af yrði. „Að mínu áliti er þetta
mál afleiðing launastefnu stjórnvaida undanfar-
inna ára,“ segir Guðlaug Teitsdóttir kennari.
Hún segir að kennarar eigi ekki síður samleið
með öðrum uppeldisstéttum innan BSRB en
með kennurum í framhaldsskólum, svo sem
fóstrum.
Þá segir Guðlaug: „Hvernig sem þetta fer er
brýnasta verkefnið hjá KÍ að halda félögunum
saman og byggja þá upp til áframhaldandi bar-
áttu. Þetta á ekki síður við um BSRB. Þar þurfa
miklar breytingar að eiga sér stað ef takast á að
snúa vörn í sókn gegn árásum ríkisstjórnarinnar
á kjör félaganna."
Fyrir alla launamenn sem berjast nú fyrir því
að fá kjaraskerðingu bætta og sækja eftir meiri
lýðréttindum, hlýtur það að vera áhyggjuefni
þegar þúsundir manna missa á einu bretti
mannréttindi einsog verkfalls- og samningsrétt.
Svarið gagnvart hinu fjandsamlega ríkisvaldi
hlýtur að vera fólgið í því lausnarorði sem allir
skilja: samstöðu. ”Ó9
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 25. ágúst 1985