Þjóðviljinn - 25.08.1985, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 25.08.1985, Qupperneq 17
LEIÐARAOPNA SAMBANDIÐ ÚR BSRB? Svanhildur Kaaber. Kennurum best borgið utan heildarsamtaka segirSvanhildurKaaber, formaður Kennarafélags Reykjavíkur „Fulltrúaráðið hefur þegar tekið afstöðu til þess hvort endur- taka eigi atkvæðagreiðsluna og ég tel enga ástæðu til að ætla að því hafi snúist hugur nú“, sagði Svanhildur Kaaber formaður Bandalags kennarafélaga, þegar Þjóðviljinn spurði hana hverjar hún teldi líkurnar til þess að ákveðið yrði á fundi fulltrúaráðs- ins að endurtaka atkvæðagreiðsl- una. „Ég lít svo á að fulltrúaráðið hafi þegar gert upp hug sinn“. Hvers vegna vilt þú að KÍ segi sig úr BSRB? „Einfaldlega vegna þess að ég held að hag kennara sé best borg- ið innan sterkra heildarsamtaka kennara. Kennsla er það sérhæft starf að ég tel nauðsynlegt að kennarar eigi sem best samstarf sín á milli. En með því að kennar- ar stofni með sér samtök er ekk- ert útilokað að þau samtök geti átt gott samstarf við heildar- samtök, t.d. BSRB“. Eru í rauninni einhverjar líkur til þess að svo verði? „Ástandið er mjög erfitt núna og það eru sárindi á báða bóga, en ég vona að það grói um heilt milli KÍ og BSRB og við berum gæfu til samstarfs í framtíðinni“. Mun það ekki koma sér illa fyrir kennara að afsala sér verk- fallsréttinum? „Mér hefur ekki sýnst það á undanförnum árum að verkföll hafi fært okkur nein ósköp ög eins og ástandið er núna hef ég ekki trú á verkföllum sem bar- áttutæki í kjarabaráttu. Hvers vorum við t.d. bættari eftir verk- fallið í haust? Við verðum að leita annarra leiða í kjarabaráttu okk- ar“. Heldurðu að stjórnvöld muni semja við KÍ um kjör? Nú hefur KÍ engan samningsrétt eitt og sér? „Ég get ekki séð annað en að svo verði“. Hver telurðu að staða BSRB verði að úrsögn lokinni? „Úrsögnin verður BSRB ef- laust mjög erfið. En það liggur ljóst fyrir hvort sem er að BSRB þarf að endurskipuleggja". Að lokum Svanhildur? „Ég tel að kjarni þessa máls sé sá, að kennarar sameinist sem ein stétt og vil ítreka það að ég held að hag þeirra sé best borgið í sam- tökum sem standa utan heildar- samtakanna“. gg Afleiðing launa- stefnu stjórnarinnar segir Guðlaug Teitsdóttir kennari Til þess að geta gengið út með hreinan skjöld þyrfti K( að endurtaka atkvæða- greiðsluna. Þessi túlkun stjórnar og fulltrúaráðs er mjög umdeild og stjórn BSRB mun líklega úrskurða sem svo að KÍ sé enn aðili að banda- laginu. Úrþessu verðurað fástskorið, sagði Guðlaug T eitsdóttir kennari í samtali viðblaðið. „Það er mjög skiljanlegt, að kennarar séu óánægðir rétt eins og aðrir launþegar þegar kaupmáttur þeirra hefur verið skertur eins og raun ber vitni, en ég held að þessi leið, sem veikir launþegahreyfinguna sé ekki rétt. Og innan BSRB eru einmitt aðrar uppeldisstéttir sem kennar- ar eiga samleið með, t.d. fóstrur. Þessir hópar verða að standa saman í kjarabaráttu og þeir eiga ekki síður samleið að því marki að gera stjórnvöldum ljóst mikil- vægi þessara starfa“. Hvernig heldurðu að KÍ muni vegna án BSRB? „Það er mjög alvarlegt mál að afsala sér verkfallsrétti og ég held að KÍ muni standa mjög veikt án hans. Launþegahreyfing á sér ekkert vopn sterkara en verk- fallsréttinn. Verkfallið í haust sannaði það svo ekki verður um villst að BSRB getur staðið geysi- lega sterkt í verkfalli og það átt- aði sig í rauninni enginn á því fyrr en þá. En það sem skeði var það að forystan réði ekki við að beita þeim styrk sem bjó í fjöldanum á þessum tíma. Því fór sem fór. Það er engin von til þess að kennarar muni endurheimta þennan rétt á næstu árum og aðrar leiðir í kjarabaráttu sem nefndar hafa verið hafa ekki skilað því sem til er ætlast“. Hvað rekur kennara til að segja sig úr BSRB? „Að mínu mati er þetta mál afleiðing launastefnu stjórnvalda undanfarinna ára. Fólki hefur verið talin trú um að barátta smærri hópa skili sér betur en fjölmennari aðgerðir og hægt hefur verið að benda á t.d. verk- fræðinga sem dæmi um það. En kennarar eru bara alls ekkert í sömu aðstöðu og verkfræðingar, sem hafa getað miðað sig við sambærileg störf á almennum vinnumarkaði". Ertu á móti sameiningu kenn- arafélaganna? „Nei, þvert á móti, en það verður að vera ljóst á hvaða for- sendum það er gert. Hvort þetta á að vera fagleg samvinna eða kj arabandalag sem byggir á sömu launastefnu. Hvernig sem þetta fer er brýn- asta verkefnið framundan hjá KÍ að halda félögunum saman og byggja þá upp til áframhaldandi baráttu. Þetta á ekki síður við um BSRB. Þar þurfa miklar breytingar að eiga sér stað ef tak- ast á að snúa vörn í sókn gegn árásum ríkisstjórnarinnar á kjör félaganna". gg KÍ afsalar sér mannréttindum segir Haukur Helgason, fulltrúi kennara í stjórn BSRB Ég tel það nauðsynlegt að fram fari ný atkvæðagreiðsla meðal kennara um úrsögn KÍ úrBSRB, fyrrverðaþessar deilur ekki til lykta leiddar. Stjórn BSRB álíturatkvæða- greiðsluna frá í vor ólöglega og byggir þar á þeirri hefð innan samtakanna að telja öll atkvæði sem berast greidd at- kvæði, hvort sem þau eru auð eða ekki. Nú, og svo stendur það skýrum stöfum í lögum BSRB að tvo þriðju hluta þurfi til að úrsögn sé gild, sagði Haukur Helgason fulltrúi K( í stjórn BSRB í samtali við Þjóðviljann en hann er einn af þeim sem tekið hefur skýra afstöðu gegn því að KÍ dragi sig út úr heildarsamtökum ríkisstarfsmanna. „Eins og staðan er í dag er KÍ að fara út á ólöglegum grundvelli og á meðan svo er ástatt er félagið að brjóta bæði á heildarsamtök- unum og sínum eigin félags- mönnum, þ.e.a.s. þeim sem ekki greiddu því atkvæði sitt að fara úr BSRB“. Hvað mun úrsögnin þýða ef hún verður að veruleika? „Hún mun einfaldlega þýða það, að Kf mun koma því til Íeiðar að kennarar afsala sér sjálfsögðum mannréttindum eins og verkfalls- og samningsrétti og þar að auki munu þeir veikja mjög möguleika félaga sinna í BSRB á því að ná fram kjarabó- tum. Þeir munu með öðrum orð- um stefna sinni eigin kjarabar- áttu í voða og skilja félaga sína eftir í sárum. Ef KÍ gengur út munu aðeins tæplega fjögur þús- und ríkisstarfsmenn hafa ver- kfallsrétt í stað rúmlega sjö þús- und. Það segir sig sjálft að þarna ér verið að veikja stöðu fólks gagnvart ríkisvaldinu. Og ég tel að þetta muni veita þeim aðilum byr undir báða vængi sem helst vilja að verkfallsréttur þessa fólks verði afnuminn með öllu. Það hefur oft heyrst hjá stjórn- málamönnum í ákveðnum flokk- um að skerða beri eða afnema eigi verkfallsréttinn og með úrs- ögninni myndi KÍ vissulega gefa slíkum aðilum höggstað á hreyfingunni". Hvaða þátt átti verkfallið í haust íþvíað kennarar ákváðu að ganga til þessarar atkvæða- greiðslu? „Því er ekki að neita að margir félagar í BSRB urðu fyrir miklum vonbrigðum með niðurstöðu verkfallsins í haust og þá sérstak- lega vegna þess að ekki náðist trygging kaupmáttar. Kennarar stóðu sig mjög vel í baráttunni og þótti mörgum súrt í broti að fá ekki meira en þó náðist. Upp úr því mögnuðust raddir um að BSRB væri bara dragbítur á kjarabaráttu kennara og þeim kæmi best að standa einir í henni eða með HÍK. En það er rétt að benda á í þessu sambandi að kennarar í samninganefnd BSRB skáru sig ekkert útúr þegar ákveðið var að skrifa undir kjara- samninginn. En hvað sem því líð- ur þá er eins og fólk hafi misst trúna á verkföllum sem baráttu- tæki í kjarabaráttu og farið að trúa því sem hægri pressan hamr- aði á á þessum tíma eins og reyndar jafnan áður. Ég held aft- ur á móti að verkföll séu það eina sem dugi til að ná fram rétti sín- um. Hvað höfðu t.d. HÍK-menn upp úr krafsinu í vetur með upp- sögnunum?“ Telurðu einhverjar líkur á því að KÍ og HÍK muni sameinast í eitt stéttarfélag kennara? „Ég tel ekki miklar líkur á því en þó er hugsanlegt að þau myndi með sér einhvers konar banda- Haukur Helgason. lag, en það kæmi ekki til með að skila miklum árangri. Og hvort sem af verður eða ekki, þá hefur KÍ valið alranga leið til þess. Það er hægt að vinna að slíku án þess að afsala sér mannréttindum. Það er ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 1987 sem sameining gæti átt sér stað og þangað til hefðu kenn- arar enga möguleika á að stunda kjarabaráttu. Og miðað við að þessi ríkisstjórn eða skoðána- bræður hennar haldist við völd er afar ólíklegt að kennurum verði veittur verkfalls- eða samnines- réttur". gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.