Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 4
SUNNUDAGSPISTIIl Eru mestu forréttindahópamir bréfberar sem fá launauppbót fyrir skóslit? Hvað eru forréttindi? Rit eftir franskan blaðamann veldur umrœðum og deilum Þegar litið er á allar aðstæður má segja að hinir miklu kosning- asigrar franskra sósíalista vorið 1981 hafi einkennst af allveru- legum mótsögnum. Um það bil áratug áður, þegar Gaullista- flokkurinn hafði yfirgnæfandi meirihluta á þingi og réð einn lögum og lofum, var róttækni og vinstri stefna af ýmsu tagi ríkj- andi meðal franskra mennta- manna, og þótt hún hefði þá tak- markaðan hljómgrunn meðal kjósenda, virtist líklegt að með áhrifum sínum myndu mennta- menn fá þá til að veita vinstri öflum fylgi sitt. En í lok áttunda áratugarins, þegar kjósendur voru farnir að hneigjast æ meir til vinstri, var eins og róttækni í fyrri stíl byrjaði að fjara út meðal menntamanna, og þegar vinstri flokkarnir komust loksins til valda höfðu þeir ekki lengur sama stuðning menntaheimsins og áður: ýmsir menningarvitar voru búnir að breyta um skoðun, nýjar hugmyndir höfðu komið fram, sem voru lítt í anda vinstri stefnu, o.þ.h. Þannig var ekki nema eðlilegt þótt ýmsir stjórnmálafræðingar segðu að það væri greinilega plagsiður í Frakklandi að menntamenn væru tortryggnir gagnvart stjórnvöld- um eða beinlínis upp á kant við þau. Þessar breytingar komu fram með ýmsum hætti. Nýlega var hér sagt frá ýmsum fyrrverandi rótt- æklingum sem „umturnuðust" og fóru að halla sér að ýmsum hug- myndum í litlu samræmi við fyrri skoðanir sínar. Við það má bæta í þessu samhengi að afstaða sumra þessara manna gagnvart sósíalist- um Mitterrands þróaðist á þess- um tíma á hinn hlálegasta hátt: „róttæklingur“ einn, sem sagðist vera andvígur Mitterrand fyrir 1975 vegna þess að sá maður myndi áreiðanlega „svíkja" ef hann kæmist til valda og ekki gera kommúnista að ráðherrum, lýsti því svo yfir eftir 1981, að honum væri meinilla við Mitter- rand, vegna þess að sá misvitri ieiðtogi hefði sett þrjá kommún- ista í ráðherrastól, og mætti mikið vera ef skriðdrekar Var- sjárbandalagsins kæmu ekki í kjölfar þeirrar útnefningar! Miklu meira máli skipti þó, að á þessum tíma komu fram ýmsar nýjar hugmyndir, sem brutu mjög í bág við þá stefnuskrá, sem sósíalistar höfðu boðað þegar þeir unnu kosningasigra sína, og verður nú vikið nánar að ýmsum þáttum þeirra. „AHtaf meira“ Ári eftir valdatöku vinstri manna kom út í Frakklandi bók að nafni „Toujours plus“ eða „Alltaf meira“ og var eftir blaða- manninn og rithöfundinn Fra- n$ois de Closets (riddarasagna- þýðendur 13. aldar hefðu vafa- laust snarað nafninu og kallað manninn „Frans úr Klósettum"). Þar er fjallað um „forréttindi" í frönsku þjóðfélagi, - ekki aðeins þau forréttindi forstjóra að geta t.d. boðið kunningjum sínum út að borða og skrifað kostnaðinn á rekstrarreikning fyrirtækisins, heldur líka þau „forréttindi" ým- issa starfsmanna að geta borðað á matstofu vinnustaðarins eða fá á lægra verði en aðrir það sem þeir framleiða (eins og starfsmenn hjá rafveitum, sem borga minna fyrir rafmagn en aðrir). Þessi síð- astnefndu „forréttindi" og önnur slík eru gjarnan ávöxtur langrar hagsmunabaráttu verkalýðsfé- laga og annarra, og þar sem höf- undur bókarinnar gagnrýndi þau á ýmsan hátt, var bókin að vissu leyti árás á stéttarfélög og önnur þjóðfélagsöfl, sem stóðu á bak við Mitterrand og stjórn hans. Samt varð ritið „Alltaf meira“ að gífurlegri metsölubók, sem kom út í mörgum upplögum og birtist fljótt í pappírskilju, og hún hleypti af stað umræðum, sem stóðu lengi í Frakklandi og höfðu mikil áhrif bæði í landinu og utan þess. Þessi bók verður að teljast með áhrifaríkustu ritum síðari ára, og er því full ástæða til að gaumgæfa hana. Tveir þœttir Kenningar Frangois de Closets eru í stuttu máli á þessa leið: Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn í Frakklandi, og reyndar fleiri, hafa löngum leitast við að auka jöfnuð í landinu og til þess hafa þeir fyrst og fremst beint geiri sín- um gegn launamisrétti, bæði með því að berjast fyrir ýmis konar tilfærslum fjármagns og með því að draga úr muninum á háum og lágum launum. En þessi aðferð dugar lítið, því að hún snertir að- eins eina hlið málsins. Raunveru- leg kjör manna, segir höfundur, eru nefnilega samsett úr tveimur þáttum: annars vegar eru launin sjálf og hins vegar eru ýmis fríð- indi, sem starfið veitir þeim. Um þetta seinna atriði býr hann til lærða skammstöfun, sem á að tákna „atriði sem ekki eru pen- ingalegs eðlis“, en þar lendir hann reyndar í mótsögn við sjálf- an sig, þar sem ljóst er að hann á einnig við alls kyns yfirborganir og aukasporslur, sem eru utan við venjulegar launagreiðslur. Er því einfaldast að tala einungis um „fríðindi" eða „forréttindi“, eins og hann gerir líka. Á þessum tveimur þáttum er reginmunur. Launagreiðslur eru opinberar, þannig að unnt er að vita nokkurn veginn hvað hver og einn ber úr býtum í laun fyrir vinnu sína. Svo er heldur ekki litið á þær sem endanlegar og ó- breytanlegar, og sést það á því að þær geta sveiflast nokkuð til, og svo líka á því að talað er um að draga úr því misrétti sem þannig skapast, minnka muninn á háum og lágum launum. „Fríðindin“ eru hins vegar að verulegu leyti leynileg, það þarf a.m.k. miklar rannsóknir og njósnir til að kom- ast að því hvernig þeim er háttað nákvæmlega, og þau eru yfirleitt ekki tekin með þegar verið er að ræða um kjör manna. Svo er jafn- an litið á þau sem endanlegan ávinning sem ekki megi hrófla við. Þessi „fríðindi“ geta þó verið svo umfangsmikil að það skiptir meginmáli fyrir kjör manns - miklu meira máli en sjálfar launagreiðslurnar - að hve miklu leyti hann hefur aðgang að þeim eða ekki. Þættirnir tveir eru þó gjarnan samvirkandi, þannig að saman fara há laun og mikil fríð- indi, og þannig skapast kjara- munur sem er miklu illvígari og lymskulegri en sá sem venjulegar skýrslur ná yfir. Fríðindi Frangois de Closets ver svo miklu máli í að rekja hin ýmsu fríðindi. Hann bendir á að yfir- leitt séu fríðindi miklu langlífari en ástæðurnar fyrir því að þau voru upphaflega veitt - t.d. fái járnbrautarstarfsmenn enn launauppbætur fyrir að vinna við skítugar kolavélar, sem löngu er hætt að nota, - og hafi starfsmenn í lykilstöðum miskunnarlaust notað aðstöðu sína til að krækja sér í fríðindi af ýmsu tagi. Jafn- framt rekur hann aragrúa af dæmum um ýmislegt sem hann telur „fríðindi", og ægir þar reyndar öllu saman, þvf að hann tilnefnir atriði eins og auka- greiðslur og launauppbætur, at- vinnuöryggi (þ.e. æviráðningu eða ekki), vinnutíma og frítíma, eftirlaunaaldur, félagsleg atriði eins og aðgang að mötuneytum á vinnustöðum, sumarbústöðum, barnapössun o.þ.h., alls kyns sér- stök fríðindi eins og rétt þeirra sem starfa hjá flugfélögum til að ferðast á lægra fargjaldi, og margt fleira af þessu tagi. Lokaniðurstaða höfundar er sú, að þetta „fríðindakerfi“ sé mjög skaðlegt, þar sem í því felist oft mikið óréttlæti og það geti oft kornið í veg fyrir nauðsynlega að- lögun atvinnugreina að nýju á- standi. Þess vegna heldur hann því fram að í fyrsta lagi sé nauð- synlegt að hætta öllu pukri með fríðindi og gefa þau upp eins og gert er með launagreiðslur, og í öðru lagi verði menn að hætta að líta svo á að fríðindi sem einu sinni hafa verið veitt séu endan- leg og óhaggandi, - það verði að vera hægt að fella þau niður eins og laun eða kaupmáttur eru lækkuð þegar ástæður krefjast þess. Rafmagns- og skóslit í þeirri hægri sveiflu, sem varð í Frakklandi á þessum tíma, fór umræðan, sem fylgdi í kjölfar bókarinnar „Alltaf meira“, inn á heldur undarlegar brautir. Ýmsir blaðamenn og menningarvitar fóru skyndilega að belgja sig út vegna hinna geigvænlegu „for- réttinda" manna eins og starfs- manna við rafveitur, sem borga minna verð fyrir rafmagn, eða bréfbera, sem fá sérstaka launauppbót fyrir skóslit, þótt þeir fáist ekki við annað en aka póstbílum. Gjarnan var haft á orði að þetta væru hinar raun- verulegu „forréttindastéttir“ og nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á þeim til að skapa réttlæti í þjóðfélaginu... Menn* voru svo hneykslaðir að það gleymdist að tala um stöðu for- stjóra og annarra slíkra hálauna- manna, sem urðu hvort sem var að borga rafmagnið fullu verði og fengu engar uppbætur fyrir skóslit. Samt sem áður verður að telja verk Frangois de Closets gagnlegt á margan hátt. Hann bendir ekki aðeins á tilveru ýmissa fríðinda, sem lítinn rétt eiga á sér og þörf væri a.m.k. að ræða um - hann nefnir t.d. skattafríðindi sem franskir blaðamenn (eins og hann sjálfur) fá að njóta - heldur sýnir hann líka hvernig ýmis konar forréttindi stuðla að því í kreppu- þjóðfélagi nútímans að magna stéttaskiptingu á hinn órétt- látasta hátt. Skýrasta dæmið um það er sú tilhneiging, sem mjög hefur gætt hin síðari ár víða á vesturlöndum, að nota í verstu verkin erlenda verkamenn, sem eru útilokaðir frá þeim fríðindum sem aðrir starfsmenn á sama vinnustað hafa. Margir aðrir, t.d. konur, ungt fólk og lítt menntaðir menn, eru reyndar undir sömu sökina seldir. Tvenns konar merking En gallinn á kenningum Fra- ngois de Closets - og hefur hann enn ágerst í umræðunum, sem sprottið hafa upp í kjölfar þeirra - er sá að hann skilgreinir hvergi hugtakið „forréttindi" og grautar eiginlega saman tvenns konar merkingu þessa orðs. Það merkir nefnilega annars vegar eitthvað sem einhver hefur og aðrir hafa ekki, án nokkurs tillits til þess hvernig það er til komið, og má t.d. segja að það séu mikil „for- réttindi" að vera garðyrkjumað- ur og vinna úti meðan svo margir verða að þræla í menguðu verk- smiðjulofti. Hins vegar merkir orðið eitthvað sem einhver hefur sölsað undir sig á óréttlátan hátt og eiginlega tekið frá öðrum, og leiðir sú merking hugann mjög gjarnan að forréttindum aðals- manna á fyrri öldum, sem þurfti heila stjórnarbyltingu til að af- nema. Með því að gera engan greinarmun á þessu tvennu kemst höfundur eiginlega hjá því að velta því fyrir sér hver kunni að vera réttlæting ýmislegs af því sem hann kallar einu nafni „forr- éttindi", og þannig setur hann undir einn hatt margvísleg atriði sem eiga í rauninni ekkert sam- eiginlegt. Ýmsir þeirra sem vegið var að í bókinni áttu því auðvelt með að svara: það kom t.d. fram í umræðunum að þótt hið fræga lága rafmagnsverð þeirra sem vinna við rafveitur væru hlunn- indi sem aðrir höfðu ekki, var það atriði sem samið hafði verið um á eðlilegan hátt og komið hafði í stað launahækkana. Það var því engan veginn hægt að kalla það „forréttindi" í seinni merkingu þess orðs. Hvað þessi ruglingur getur ver- ið hættulegur sýndi svo hin fárán- lega árás á kennara og „forrétt- indi“ þeirra, sem fylgdi í kjölfar bókar Frangois de Closets og breiddist reyndar út um fleiri lönd en Frakkland. Skyndilega var sem sé farið að básúna það út í fjölmiðlum hvað kennarar hefðu „litla vinnuskyldu" og mikinn frítíma og var látið að því liggja að þetta væru ótæk „forréttindi", sem ætti að afnema eða a.m.k. láta kennara borga fullu verði. Hins vegar gleymdist alveg að rekja hvað kennarar hefðu mikla vinnuskyldu þegar litið er á árið í heild, og má nefna sem dæmi um það hve fáránlega var um málið fjallað, að því var haldið fram fullum fetum að háskólakennarar ynnu ekki nema frá þremur og upp í sex tíma á viku, - en hvergi var minnst á það að þessir tímar þarfnast undirbúnings, háskóla- kennarar þurfa einnig að sinna stjórnunarstörfum og svo fást þeir yfirleitt við rannsóknir. Kenningar eins og þær sem Fran§ois de Closets setti fram geta vakið þarflega umræðu, en það er illa farið ef þær eru notað- ar til að slá ryki í augu manna eða sem átylla til árása á stéttir sem menn vilja af einhverjum ástæð- um ná sér niðri á. e.m.j. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.