Þjóðviljinn - 08.09.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Qupperneq 8
Alþýða manna í Nicaragua er mjög trúuð. Fólkið staðróðið í að verja byltinguna Virktlýðrœðiíboði í fyrsta sinn í sögu Nicaragua Sandinistabyltingin í Nicaragua sex árum síðar 3. grein eftir Gabriel Jackson Að mati höfundar er ástand mannréttindamála í Nicarag- ua sambærilegt við ástandið í Bandaríkjunum á sjöunda ár- atugnum að því er varðaði negraog hvítt utangarðsfólk. í lok greinarinnar lýsir höfundur áhrifum kaþólskunnar í landinu og stöðu klerkastétt- arinnar, sem erklofin íafstöðu sinni til stjórnarinnar. Stjórnin virðirstarfsemi kirkjunnarog starfar með henni að ýmsum málum, t.d. skólamálum. Sem gamall félagi í Amnesty International og baráttumaður í mannréttindahreyfingum í Bandaríkjunum hafði ég sérstak- an áhuga á mannréttindamálum í Nicaragua. Mér var gefinn kostur á að lesa margar kröfur frá hand- teknu fólki, sem lágu fyrir Áfrýj- unardómstólnum í Managua, svo og að ræða kröfurnar við dóma- rann sem um þær fjallaði. Ég fékk einnig tækifæri að ræða við íhaldssaman lögfræðing, sem gætti hagsmuna margra hinna handteknu, en flestir voru þeir ákærðir fyrir andbyltingarstarf- semi. Skjöl Áfrýjunardómstólsins er ég sá voru spurningalistar, út- fylltir af hinum handteknu. Allir svöruðu þeir því játandi að þeir fengju pakka og heimsóknir frá ættingjum, að þeir gætu ráðfært sig við lögfræðinga og að þeir hefðu næstum allir fengið læknis- vitjun þegar þess hefði verið ósk- að. Kvartanirnar voru um mata- ræði, skort á vatni og hreinlæti, um of mikil þrengsli í heitum fangaklefum og á göngum, um lé- lega loftræstingu, um hótanir, einangrunarvist og misþyrming- ar. Misþyrmingarnar voru spörk og hnefahögg frá fangavörðun- um, úlnliðir bundnir saman með snærum vegna skorts á handjárn- um. Enginn þessara manna taldi sig vera fanga vegna stjórnmála- eða trúarskoðana. Dómarinn sem lagði mat á spurningalistana taldi að mörg kvörtunarefnin væru réttmæt, en hann tók fram að þessir menn væru fangar vegna andbyltingar- starfsemi og enginn þeirra væri samviskufangi. íhaldssami lögfræðingurinn, sem jafnframt var fulltrúi á þjóð- þinginu, hóf samræður okkar með því að segja að fyrir lægju 3000 áfrýjanir, bæði fyrir venju- legum dómstólum og íýrir alþýð- udómstólum and-somozista. Sagði hann að aðeins sex menn hefðu verið látnir lausir til þessa. Hann benti í áttina til biðsalarins þar sem tylft kvenna beið frétta af dvalarstöðum sona sinna eða eiginmanna. „Enginn veit hversu mörgum er haldið föngnum, né hvar,“ 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlNN Sunnudagur 8. september 1985 sagði lögfræðingurinn, „og ætt- ingjar fara frá einu fangelsinu til annars í leit að horfnum ástvin- um“. Hann lýsti fyrir mér hvernig hann sjálfur hefði verið handtek- inn, ákærður fyrir spillingu. Eng- in ákveðin kæra kom fram og engar sannanir heldur. Við ítrek- aðar yfirheyrslur var hann þrá- spurður um kynni sín af Edén Pastora, Arturo Cruz og fleirum. Hann svaraði því til að auðvitað þekkti hann þá, þeir hefðu verið vinir árum saman. Honum var sleppt eftir fjóra óþægilega daga. „En,“ sagði hann að lokum, „hvernig haldið þér að þeim, sem ekki eru þekktir og ekki eru lög- fræðingar, reiði af eftir handtöku og yfirheyrslur þegar spurt er um kynni þeirra af vafasömu fólki?“ Ég spurði hann sérstaklega um illa meðferð og kerfisbundnar pyntingar. Svar hans var á þá leið að mikið væri um misþyrmingar og andlegar pyntingar. Ef skýrslur þær er ég las og þær frásagnir er ég heyrði eru réttar í meginatriðum dreg ég þá ályktun að ástand mannréttindamála sé álíka og var meðal negra og hvíts utangarðsfólks í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum: slæm vist- arskilyrði, einstöku misþyrming- ar af völdum fangavarða, and- legar pyntingar, alls kyns rugl- ingur í meðferð dómsmála, tafir og tilviljanakenndar handtökur. Að lokum langaði mig að kynnast einni hlið á lífinu í Nicar- agua en það voru tengsl kirkjunn- ar og stjórnar Sandinista. Mikill meirihluti þeirra tveggja og hálfrar miljóna Nicaraguabúa sem byggja vestri hluta landsins, eru sanntrúaðir kaþólikkar. Við Atlantshafsströndina og í Ze- layja skiptast 150 þúsund íbúar svæðisins milli kaþólsku kirkj- unnar og ýmissa mótmælenda- kirkna. Á sama hátt og í öðrum þróun- arlöndum gegna prestarnir mikil- vægu hlutverki sem kennarar, skriffinnar hreppstjórna, hjúkr- unarmenn og ráðgjafar fólksins. Árekstrar við kirkjuna Fyrri staða prestanna leiðir óhjákvæmilega til þess að prest- unum finnst hinum hefðbundnu störfum sínum ógnað með til- komu opinberra skóla og kenn- ara ríkisins, lækna, hjúkrunar- kvenna og annarra embættis- manna hins opinbera, sem gerst hafa boðberar pólitískra hug- mynda Sandinista. Unnt hefði verið að forðast margan árekstur- inn við Miskító-indíána ef Sand- inistum hefði tekist að skapa traust og tengsl við prestana strax árið 1979. En í heildina, og þá einkum í Kyrrahafshéruðunum, hafa ekki orðið beinir hug- myndafræðilegir árekstrar við prestastéttina, né við kirkjuna sem slíka. Mikill fjöldi Sandinista í öllum þrepum hreyfingarinnar eru virk- ir trúmenn í kaþólsku kirkjunni. Nálega helmingur prestastéttar- innar í landinu hefur fulla samúð með stjórninni af þeirri einföldu ástæðu að hún er fyrsta stjórnin í sögu landsins sem lætur sig varða í nokkru kjör hins örsnauða meirihluta Iandsmanna. Stjórnvöld styðja skóla og sjúkraskýli kaþólikka og eiga með prestunum samstarf um rekstur margra þeirra. Þau beita engum hótunum um lokun þess- ara stofnana og skipta sér ekki af guðsþjónustum né öðrum trúar- legum gerðum innan þeirra. Ýmsir klerkar hallkvæmir Sandinistum hafa náð að draga úr ógnum árekstra milli Sandinista og Contra-skæruliða í fjallahér- uðunum í norðri. Þar ráða deilu- aðilar á víxl yfir þorpunum og sveitaalþýðan á svæðinu hefur verið knúin til að eiga samskipti við báða aðila. Jesúítaprestur einn sagði mér sögu af starfsbróður sínum, en sá hafði verið handtekinn af Contra-skæruliðum nálægt land- amærum Honduras. Gæslumenn hans komu vel fram við hann. Vildu þeir gjarnan vita hvernig

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.