Þjóðviljinn - 08.09.1985, Síða 9
prestur eins og hann gæti þjónað
marxískum guðleysingjum. í
mörgum langvinnum samræðum
staðhæfði hann að margir Sand-
inistar væru jafngóðir kaþólikkar
og þeir sjálfir. Að endingu leyfðu
þeir honum að syngja messu þar
sem viðstaddir voru einkennis-
klæddir Contra-liðar og hópur
heimavarnarliða úr röðum Sand-
inista.
Skilningsleysi
páfa
Margir þeirra presta er ég
ræddi við sögðust miður sín
vegna skilningsleysis ýmissa aðila
á stöðu mála í Nicaragua og vitn-
uðu m.a. til orða Jóhannesar Páls
II páfa er hann líkti ástandinu í
Nicaragua nú við ástandið í
Austur-Evrópu árið 1945 og af
þeim sökum réðist hann í blindni
gegn stjórn Sandinista. Þessi
samlíking á sér marga formæl-
endur, en að mínu mati er hún
alröng.
Sandinistar hafa verið við völd
í sex ár. Á fyrstu sex árunum eftir
stríð voru andstöðuflokkar í
Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Rúm-
eníu og Ungverjalandi misk-
unnarlaust barðirniður, fjölmiðl-
ar voru algerlega múlbundnir,
kirkjan var fordæmd ef ekki
beinlínis ofsótt og blóðugar
hreinsanir, byggðar á upplognum
sakargiftum, eyddu að stórum
hluta kommúnistaflokkum í
löndunum.
í Nicaragua voru engar blóð-
ugar hreinsanir né trúarlegar of-
sóknir og litróf stjórnmálaflokka
og pólitískrar gagnrýni er álíka
víðfeðmt og í lýðræðisríkjum
Vesturlanda. Það er vissulega
óheppilegt að tveir voldugustu
mennirnir í lífi Nicaragua, Reag-
an forseti og Jóhannes Páll II
páfi, skuli ekki geta skilið og ekki
vilja skilja þessar augljósu stað-
reyndir.
Mig langar að ljúka þessu
spjalli með nokkrum athuga-
semdum um lífið og tilveruna í
Nicaragua. Bið ég þá lesendur að
minnast þess að mestan hluta
tíma míns dvaldi ég í höfuðborg-
inni Managua.
Nicaraguabúar eru einlægt fólk
og lausir við alla tilgerð. Börnin
sem ég sá í forskólunum voru
brosmild og leikglöð en ekki há-
vær og ekki sá ég hrindingar né
pústra. f stærðfræði- og spænsku-
tímum hjá eldri nemendum hvísl-
uðust krakkarnir sín í milli en
kennararnir þurfu ekki að brýna
raustina til að ná athygli þeirra.
Andrúmsloftið var vingjarnlegt,
jafnvel meðal þeirra nemenda
sem ekki veittu kennslunni mikla
athygli. Þegar ég gekk um götur
Masatepe kvöld nokkurt sá ég
sjónvarpsskjáina inn um opnar
dyr og glugga, en hljóðið var lágt
stillt svo varla heyrðist út á götu.
Ég sá mikið af hundum en sjaldan
heyrði ég gelt. Það var eins og
hundarnir fylgdu fordæmi hús-
bænda sinna.
Ég fór á stóran pólitískan úti-
fund þar sem Tómas Borge
beindi orðum sínum að heima-
varnarnefndum Sandinista og
gagnrýndi hann sjálfboðastarf
þeirra í borgarhveríum og þorp-
um, sem hann kvað ekki nægjan-
legt. Fjölskyldur með smábörn
gengu um torgið og einkennis-
klæddir hermenn og unglingar
keyptu sér smárétti, ávaxta-
drykki og kjúklinga í sölubásun-
um og gengu síðan áfram borð-
andi. Ekkert minnti á hernaðar-
aga, enginn hávaði, enginn asi á
neinum. Allt var nægjanlega
hljóðlátt til þess að þeir mættu
heyra er vildu hlýða á ræðumanm
Fólkið frjálst
og afslappað
Það sem snart mig dýpst við
byltingarástandið í landinu var að
hvergi vottaði fyrir þeim þræls-
ótta sem gjarnan fylgir slíku á-
standi og við hefði mátt búast.
Að lifa í samfélagi, sem er
lýðræðislegt í stjórnmálum en
gegnsýrt samkeppnisanda, þar
sem hugur okkar er bundinn ýms-
um stöðutáknum en við erum til-
finningalega bæld, þar höfum við
aðlagast óttanum, boðum og
bönnum, gervibrosinu og öðrum
einkennum hins öryggislausa
meirihluta í okkar vestrænu
löndum. í Managua fannst mér í
reynd sem allir hegðuðu sér eins
og þeir væru frjálsir og jafnir.
Strætisvagnastjórarnir, verka-
mennirnir og þjónarnir voru
vingjarnlegir og samvinnuþýðir,
en allt gerðu þeir með sínu lagi og
sínum rólega gangi án þess að
sýna þrælslund í orði eða verki.
Mér virtist einnig sem fólk væri
þreytt en jafnframt ákveðið að
verja Sandinistabyltinguna. Sex
ár er langur tími að búa við verð-
bólgu, skort og innrásarógnir,
einkum þar sem enginn endir er í
augsýn. Mikil ringulreið ríkir um
hvernig hið blandaða hagkerfi á
Þjóðleikhúsið
Leikritasamkeppni
Skilafrestur í samkeppni meðal kvenna um gerð ein-
þáttunga fyrir leiksvið hefur verið framlengdur til 24.
október nk.
Þjóðleikhússtjóri
Konur, konur
Áríðandi fundur með hluthöfum í Vesturgötu 3 h.f.
verður haldinn þriðjudaginn 10. september kl. 20.30 í
húsunum okkar. - Mætið allar.
Leiðsögunámskeið
Ferðamálaráð íslands efnir til námskeiðs fyrir
leiðsögumenn ferðafólks ef næg þátttaka fæst. Nám-
skeiðið hefst í lok september nk. og því lýkur í maí
1986.
Námskeiðsstjóri verður Birna G. Bjarnleifsdóttir. Nán-
ari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
ferðamálaráðs Laugavegi 3, Reykjavík.
Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 13. sept. nk.
éRb
Feróamálaráó Islands
að vera og hvernig móta skal
lýðræðisleg ákvæði í stjórnarskrá
fyrir friðartíma framtíðarinnar.
Én það ríkir enginn vafi um að
hafna kúgunarstjórn eins og hjá
Somoza forðum. Á því er heldur
enginn vafi að þessi stjórnvöld,
laus við stéttahömlur fortíðarinn-
ar, hafa boðið öllum þorra lands-
manna raunverulegt og virkt lýð-
ræði í fyrsta sinn síðan þjóðin
fékk sjálfstæði að nafninu til árið
1820. Þetta á ekki síst við um
heilsugæslu, menntun, ræktunar-
möguleika smábóndans og
möguleika alþýðumannsins að
byggja sér lítið og einfalt hús-
næði.
Á því er enginn vafi að fordæmi
Sandinos gefur Nicaraguabúum
allan þann siðferðisstyrk er þeir
þarfnast, á sama hátt og fordæmi
Benito Juárez reyndist Mexík-
önum og fordæmi Abraham
Lincolns reyndist Bandaríkja-
mönnum. Hvernig fjölflokka-
kerfið og efnahagslífið þróast í
landinu byggist mjög á því hvort
Bandaríkin þola raunverulega
lýðræðisbyltingu í Mið-Ameríku
og hvort ríki Vestur- og Austur-
Evrópu veita Nicaragua lág-
marks tækni- og efnahagsaðstoð.
Sigurður Hjartarson
sueri úr „E1 País“
Við höfum opnað aftur eftir gagngerar endurbætur
sem gera okkur kleift að veita fljótari og betri þjónustu.
Nú getum við tekið við bílum af öllum stærðum og gerðum.
Tryggðu þér öruggt eftirlit og umhirðu þess búnaðar
bílsins sem mest mæðir á. Með því að ...
... taka upp símtólið og
panta tíma í síma 21246, eða
renna við á smurstöð Heklu hf.
Laugavegi 172. Þar sem ...
... þú slappar af í nýrri
vistlegri móttöku, færð þér
kaffi og lítur í blöðin.
A meðan ...
... við framkvæmum öll
atriði hefðbundinnar smumingar,
auk ýmissa smáatriða t.d.
smumingar á hurðalömum og
læsingum. Auk þess ...
... athugum við ástand viftu-
reima, bremsuvökva, ryðvamar og
pústkerfis og látum þig vita
ef eitthvert þessara atriða
þarfnast lagfæringa. Allt...
... þetta tekur aðeins 15-20
mínútur og þú ekur á brott með
góða samvisku á vel smurðum bíl.
H
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 212 40