Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 12
Það var eins og búist væri við
mjög miklu af okkur. „Þarna
koma íslendingarnir, þetta
eru íslendingarnir, hérnaeru
(slendingarnir". Það vareins
og fólk héldi að á íslandi væru
allirlistamenn, skáld, málar-
ar, tónskáld o.s.frv. Sjálfsagt
er það þessi rómatík með
menningararfinn sem skapar
þetta viðhorf hjá útlendingum.
Sá hópur fslendinga sem búist
var við svona miklu af er hópur
nýutskrifaðra nemenda úr
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands. Seinni hluta nýliðins ág-
ústmánaðar fóru þau níu saman
til Svíþjóðar á Norræna listahátíð
sem haldin var í Stokkhólmi í Sví-
þjóð. Hátíðin nefndist Ung Nor-
disk Kulturfestival og var haldin
á Skeppsholmen í Stokkhólmi.
Þessi hátíð var skipulögð af
nokkrum nemendum Listahá-
skólans í Stokkhólmi og var að
sögn hópsins óskaplega vel skipu-
lögð og vel heppnuð. Þau sem
fóru í þessa ferð í MHÍ voru
Svanborg Matthíasdóttir, Sara
Vilbergsdóttir og Leifur Vil-
hjálmsson úr Málunardeild. Osk-
ar Jónasson og Georg Guðni
Hauksson úr Nýlistadeild. Anna
Sigríður Sigurjónsdóttir og Ás-
gerður Helgadóttir úr Skúlptúr-
deildinni og Guðný Björk Ric-
hards og Kristbergur Pétursson
úr Grafíkdeild.
Hluti hópsins sem fór til Svíþjóðar. Frá hægri Óskar, Anna Sigga, Svanborg, Kristbergur og Georg Guðni. A myndina vantar Guðnýju Björk, Asgerði og Leit.
Mynd. Sig.
Menning
„Sœnska fýlan
er bara goðsögn”
Nýútskrifaðir nemendur úr Myndlista- og
Handíðaskólanum segja ferðasögu fró Ung
Nordisk Kulturfestival í Svíþjóð.
Blaðamaður Þjóðviljans fékk
nokkur þeirra til að segja aðeins
frá þessari listahátíð einn sunnu-
dagseftirmiðdag fyrir stuttu.
Kornflex
ó Carmen
„Okkar þáttur í þessu kom
þannig til að í vetur voru valdir
nokkrir nemendur úr Myndlista-
og handíðaskólanum til þess að
vera fulltrúar ungra íslenskra
myndlistarmanna á þessari há-
tíð,“ það er Svanborg sem hefur
orðið. „Upphaflega áætlunin var
sú að við sendum aðeins myndir á
þessa hátíð. Þannig var það hjá
flestum hinum þjóðunum. En
einhvern tíma í vetur kom síðan
sú uppástunga frá Svíþjóð að við
kæmum í eigin persónu á hátíð-
ina. En til að slíkt gæti orðið að
veruleika þurfti auðvitað pen-
inga. Og þá vildi svo heppilega til
að nokkur íslensk fyrirtæki buð-
ust til að styrkja okkur. SÍS, Sam-
vinnutryggingar, íslenska álfé-
lagið og Verslunarráð íslands
buðu okkur styrk sem náði að
borga ferðir, Keflavík-Köben
fram og til baka, bílaleigubíla,
vasapeninga og kornflex á Carm-
en. Það var auðvitað stuðningur
þesara fyrirtækja sem gerði okk-
ur mögulegt að komast á þessa
listahátíð og við erum þeim óend-
anlega þakklát".
„Það fóru nú reyndar fleiri en
við á þessa hátíð. Þarna var
leikhópurinn Svart og sykurlaust,
einnig íslenski dansflokkurinn
ásamt tveimur dönsurum frá
Kramhúsinu. En við tölum nú
bara fyrir okkar hönd. Myndlist-
arsýningin var hugsuð sem tæki-
færi til að kynnast myndlist ungra
listamanna á Norðurlöndum,
skapa kynni milli okkar og þeirra
og gefa fólki kost á að sjá hvað
ungir myndlistarmenn á Norður-
löndunum eru að gera í dag“.
„Þetta varð í heildina mjög
skemmtileg sýning,“ segir Guðný
Leifur. Mynd. Svanborg.
Björk, „og mjög vel skipulögð,
frábærlega að henni staðið. Það
sem ég held að hafi komið okkur
einna mest á óvart er hvað mun-
urinn er gífurlega mikill á allri
liststarfsemi hér og í Svíþjóð. Og
það er ekki bara varðandi starfs-
aðstöðu fyrir listamenn. Það er
allur mórallinn þarna úti sem er
svo ólíkur því sem er hérna
heima. Manni finnst að listamenn
og verk þeirra séu miklu sjálf-
sagðari hlutur í daglegu lífi fólks
miðað við hér heirna". „T.d.
þetta með að listamenn séu afæt-
ur á þjóðfélaginu," skýtur Krist-
bergur inn í.
Annar mórall útl
„Já, það er eins og allur mórall
gagnvart listum sé miklu jákvæð:
ari þarna úti heldur en hér heima.
Menn sem eru að spila á götum
úti eru ekki reknir burtu eins og
gerist hér heima. Og þessar neð-
anjarðarstöðvar eru nú alveg
sérkapítuli. Þar hafa listamenn
fengið alveg frjálsar hendur við
að skreyta umhverfið og það
kemur oft mjög vel út. Á einni
stöðinni hafði t.d. myndum af
þeim verkamönnum sem unnu
við gerð stöðvarinnar verið varp-
að á veggina, mjög flott. Svo
stóðu kannski einhverjar fígúrur
upp við vegg og maður þurfti að
koma alveg að þeim til að átta sig
á því hvort þetta voru styttur eða
mennskar verur. Ég sé það nú
ekki alveg fyrir mér að einhverju
slíku væri komið fyrir á Hlemmi
eða Lækjartorgi,“ segir Guðný.
„Og það sem iýsir þessum móral
kannski best er að við sáum
hvergi að nokkuð af þessu hefði
verið skemmt,“ segir Svanborg.
„Það má segja að einmitt þetta
hafi verið hálfgert kúltúrsjokk
fyrir okkur,“ segir Sara. „Að
koma t.d. í Listamiðstöðina í
Stokkhólmi og sjá þar fólk koma
utan af götu, fara að mála eða
Ásgerður. Mynd. Svanborg.
gera vídeómynd með aðstoð fag-
manna. Þetta gerist ekki hér
heima. Og svo við hnykkjum nú
aðeins á þá neitaði fólk algjörlega
að trúa okkur þegar við fórum að
lýsa starfsaðstöðu okkar hér
heima í skólanum. Þegar við
sögðum t.d. að það væru 40
manns í Málunardeildinni sem
hefðu u.þ.b. 100 fermetra til um-
ráða var hreinlega hlegið, engu
trúað. Fólk spurði bara hvernig í
ósköpunum við færum þá að því
að gera svona stórar myndir".
Mikill ferskleiki
í myndlist
„En það var annað sem kom
okkur nokkuð á óvart,“ heldur
Sara áfram, „það var hversu
mikil gróska virðist vera í mynd-
list á Norðurlöndum, a.m.k. er
það svo hjá ungu myndlistarfólki.
Það er oft talað um að það sé
eitthvert slen ríkjandi í myndlist á
Norðurlöndum, einhver sænsk
fýla, þarna kom hins vegar í ljós
að það er mikill ferskleiki í fólki,
góður ilmur“. „Já, grafíkin t.d.,“
segir Guðný. „Það var lítil grafík
á sýningunni, en hún var öðruvísi
en maður hefur áður séð frá
Skandinavíu, hrárri og kraft-
meiri“.
„Það má segja það sama um
skúlptúrinn,“ segir Anna Sig-
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985