Þjóðviljinn - 08.09.1985, Qupperneq 17

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Qupperneq 17
LEIÐARAOPNA Þaðvantar fólk en ekki fisk GuðmundurJ. Guðmundsson formaðurVMSÍ: Afleiðingarlág launastefnunnareru beinlínis refsiverðar. Heftrú á að með samstöðusé hœgtað ná fram töluverðri leiðréttingu á kjörum fiskverkunarfólks. Það vantar fólk en ekki fisk segja fiskverkendur úti um allt land. Launastefna VSÍ og rflds- stjórnarinnar er að hafa þær af- leiðingar að fólksflóttinn sem af henni hlýst mun valda hruni í fiskvinnslunni á næstunni ef ekki verður að gert, sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands í samtali við Þjóðviljann um vand- ann sem nú steðjar að fiskvinnsl- unni í landinu. „f sumar hefur afla verið mok- að á land í verstöðvunum þrátt fyrir að ljóst sé að það er enginn mannskapur til að vinna hann. Þá hafa þeir gripið til þess ráðs að vinna aflann í ódýrustu pakkn- ingar og það er beinlínis refsivert. Verðmætin sem tapast við að vinna í óhagkvæmar pakkningar skipta milljónum fyrir þjóðarbú- ið. Ég var nýlega á ferð um landið, kom við í tugum frysti- húsa og talaði við þúsundir manna. En í sumum frystihúsum var varla vanan starfskraft að sjá. Þetta voru skólabörn og útlend- ingar. Fólk sem unnið hefur í þessu árum saman hefur hrein- lega gefist upp á laununum og notar hvert tækifæri til að koma Guðmundur J. Guðmundsson. sér í aðra vinnu. Og í stað þess að bjóða þessu fólki betri laun, til að fá það til að vinna þessi störf, kaupa þeir hingað hundruð út- lendinga sem eru mun dýrari vinnukraftur." - Þú segir að það sé refsivert hvernig brugðist hefur verið við fólkseklunni. „Það er beinlínis refsivert. Það hefur aldrei verið eins mikill fisk- ur og nú í sumar, en á sama tíma æpa sölufyrirtækin úti í Ameríku á fisk frá okkur. Þessar dýrari pakkningar eru bara ekki til vegna fólksfæðar. Þarna höfum við verið að fjárfesta fyrir milljarða og með þessu háttalagi er verið að stofna þessum mörk- uðum í stórfellda hættu. Sömu sögu er að segja um milljarðafjárfestingar hér á landi í frystihúsum. Með útflutningi á ísuðum fiski til Bretlands eru menn að treysta á mjög svo ó- trygga markaði. Það hefur fengist óvenjulega hagstætt verð þar í sumar vegna þess að vertíðin í Norðursjó hefur brugðist en á þetta er ekki treystandi. Þetta er bara fjárhættuspil og þjóðfélags- leg geggjun að ætla að byggja ís- lenskan sjávarútvegá sölu í Bret- landi. Til hvers vorum við eigin- lega að byggja þessi frystihús?" - Hvaða aðgerða mun Verka- mannasambandið sem slíkt grípa til á næstunni til að snúa þessari þróun við? „Nú á mánudaginn hefst bón- usverkfall fiskverkunarfólks víða um land með stuðningi ýmissa aðila. Verkamannasambandið stendur í viðræðum við VSÍ um að fá bónuskerfið einfaldað og krefst þess að borgað verði 30 króna bónusálag á hverja unna klukkustund íbónus. Bónusverk- fallið ætti að skila einhverjum ár- angri í þeim viðræðum. Um fram- haldið get ég lítið sagt, en á þingi Verkamannasambandsins í nóv- ember verður rætt hvaða kröfur verða gerðar þegar samningar losna um áramótin. Sú hugmynd hefur komið upp að helga þetta þing fiskiðnaði og kjörum fisk- verkunarfólks." - Er fiskverkunarfólk tilbúið til átaka? „Já, það tel ég tvímælalaust. Á hringferð minni um landið varð ég var við gífurlega reiði fólks vegna ástandsins og sérstaklega tók ég eftir að hugur kvenna er að breytast. Þeim er að verða ljóst að það þarf samstöðu til að ná árangri. Atvinnurekendur hafa hingað til talið sig geta treyst á samstöðuleysi kvenna en ég held að það sé að breytast. Og ef þetta fólk nær að standa saman hef ég trú á að hægt verði að fá verulega leiðréttingu á kjörum fiskverkun- arfólks", sagði Guðmundur að lokum. -gg Samningur VMSÍ og VSÍ: Bls. 32: „Heimilt er aö segja kauptryggingu verkafólks upp meö sjö daga fyrirvara ef fyrir- sjáanleg er vinnustöövun.“ Verka- lýðs- hreyf- ingin er stöðnuð VilborgÞor- steinsdóttir varafor- maðurSnótar-. Það kostarvinnuaðfá fiskverkunarfólk til að standa á rétti sín- um. Forystumenn verkalýðsfélaga verða að vera virkir meðal félaganna Vilborg Þorsteinsdóttir: Ástandinu verður að breyta fiskverkunarfólki í hag, sama hvað það kostar. Þaö er þannig fyrir þessari atvinnugrein komiö aö fólk sem vinnur dags daglega í fiski hefurjafnvel þátilfinn- ingu að það sé aö vinna ann- ars flokks vinnu og notar hvert tækifæri til að koma sér í ein- hverja aöra vinnu, sagöi Vil- borg Þorsteinsdóttirvarafor- maður Verkakvennafélagsins Snótar í samtali viö Þjóðvilj- ann. „Fiskverkunarfólk veit að sums staðar í þjóðfélaginu er litið á fiskverkun sem annars eða þriðja flokks starf. Vinnuaðstaða þess er ömurleg og launin og ör- yggisleysið eru niðurlægjandi. Er þá eitthvað undarlegt þótt þetta fólk efist um gildi þess sem það er að gera og reyni að koma sér öðruvfsi fyrir? Það er ekkert sem hvetur til annars, hvorki hjá stjórnvöldum né öðrum. Sumir tala meira að segja um að sjávar- útvegur sé baggi á þjóðfélaginu og helst ættum við að snúa okkur að því að lifa á myndbandaleigum og þess háttar. Ég heyri fólk tala um það að því finnist það niður- lægt þegar það fær bréf frá at- vinnuveitanda sínum sem segir að það sé ekki lengur þörf fyrir krafta þess. Bara vegna þess að einhverjum þóknast að láta selja aflann erlendis í stað þess að vinna hann hér heima. Mannréttindi fiskverkunarfólks eru fótum troðin og það finnur til þess." Heldurðu að hægt sé að fá fisk- verkunarfólk til að snúa þessari þróun við? „Örugglega. Það er hægt að fá fólk til að berjast fyrir rétti sínum en það kostar gífurlega vinnu. Forysta verkalýðsfélaga verður að hafa vilja til að þjappa þessu fólki saman. Það verður að vera samband á milli forystunnar og fólksins. Forystumenn verða að fara á vinnustaði og láta sjá sig og heyra skoðanir þess fólks sem þeir eru að vinna fyrir. Fiskverk- unarfólk verður líka að fá að vita hvað forystan er að hugsa. Ég held að þetta sambandsleysi sé stór hluti skýringarinnar á því hvernig þessum málum er komið í dag.“ Ertu að segja að verkalýðs- hreyfingin þurfi að breyta um starfshætti? „Já, verkalýðshreyfingin verð- ur að koma meira út á vinnustað- ina og vera meira áberandi, bæði í fjölmiðlum og annars staðar." Kemur til greina að stofna sér- stök samtök fiskverkunarfólks? „Ég held að það hafi komið skýrt fram á skipulagsráðstefnu ASÍ í maí í fyrra að það er vilji fyrir slíku og ég persónulega er hlynnt því.“ Er vi|ji fyrir því meðal fisk- verkunarfólks? „Það held ég alveg tvímæla- laust. Fiskverkunarfólk gerir sér fulla grein fyrir því að það verður að gera eitthvað til að breyta þessu ástandi til betri vegar sama hvað það kostar“, sagði Vilborg að lokum. -gg Bónusgrunnur (1. ágúst): 81.00 krónur (Allur bónus fyrir hverja unna klukkustund er reiknaöur út frá þessari upp- hæö). Sunnudagur 8. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.