Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 19
Maja Tsíbúrdanídse: Körlum er ekki vel við að tapa fyrir mér. Skák Upprenn- andi stór- meistari Húnerbroshýrog hláturmild og skjót til svara. Hún talar ekki annað en rússnesku ennþá, en eftir því sem hún verður vinsælli og þekktari og ferðast meira, því meir lærist henni að gera sig skiljanlega áensku. Ef til vill þekkja ekki margir nafn hennar ennþá, enda er hún ekki nema 24 ára. Samt er Maja Tsíbur- danídse búin að vera heimsmeistari kvenna í skák umalllangahríð. Maja er frá Grúsíu, þaðan sem margir góðir skákmenn hafa komið á undan henni. Hún var undrabarn í æsku og ferill hennar er þannig að venjulegt fólk hristir höfuðið í forundran. Átta ára gömul lærði Maja fyrst að tefla, og eftir það skipti engum togum, Grúsíumeistari varð stúlkan tveimur árum síðar. Prettán ára hlaut hún titil alþjóðlegs kvenn- ameistara, og varð stórmeistari í kvennaflokki tveimur árum síð- ar. Einungis 17 ára varð hún heimsmeistari, eftir að hafa borið sigurorð af hinni fræknu skák- konu, Nonu Gapríndasvili, sem hingað kom eitt sinn og um var ort fræg vísa. í dag er Maja Tsíbuardanídse talin lang besta skákkona allra tíma og hún er nú í þeim fram- verði ungra skákkvenna sem um þessar mundir gera harða hríð að karlveldinu í skákheiminum. Á síðustu 18 mánuðum hefur Maja tekið undraverðum framförum og lagt fjölda stórmeistara karlkyns að velli, nú síðast á móti í Lundúnum þar sem hún vatt þeim upp, hverjum á fætur öðr- um, einsog gömlum teppum. Auk þess að vera heimsmeist- ari kvenna í skák, þá er Maja lfka þingmaður í grúsíska þinginu, þar sem hún situr sem fulltrúi námsmanna, en Maja er líka í há- skóla þar sem hún er að afla sér sérfræðikunnáttu í hjartasjúk- dómum. Hún er gamansöm. „Finnst körlum slæmt að tapa fyrir þér?“ spurði fréttaritari ensks blaðs hana á dögunum. „Þú verður að spyrja Alexander," svaraði Maja sposk og leit útundan sér á stór- meistarann Alexander Beljaskí, sem var túlkur í viðtalinu og hafði einmitt skömmu áður lent í klóm hennar á svarthvíta borðinu. „Nei, körlum finnst það ekki mjög sniðugt að tapa fyrir mér,“ bætti hún svo við. Færðu margir óskir um að koma á alþjóðleg skákmót, spurði blaðamaður að lokum. „Bara á kvennamótin", svaraði grúsíska skákdrottningin. Myndi hana langa til að verða heimsmeistari í sameiginlegum flokki? „Næstum,“ svaraði þessi geð- þekki samlandi Djúgasvilis, og var ekki alveg viss. -ÖS LAUSAR SIÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Hjúkrunarfræðingar óskast á vistheimilið Droplaug- arstaði. Sjúkraliða vantar einnig á sama stað. Starfsstúlkur í hlutavinnu í eldhús hjá vistheimilinu Droplaugarstöðum. Um er að ræða hlutavinnu frá kl. 16.00-20.00. Höfum pláss á dagheimili fyrir börn starfsfólksins. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 25811, virka daga kl. 9-12. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16.9. 1985. Loksins höfiun við fiindið keppinaut fyrir IBM PC: MHHMWi ____ IBM PC AT Söluumboð: Gísli J. Johnsen Skrifstofubúnaður sf., Nýbýlavegi 16, Kópavogi, sími 641222 Skrifstofuvélar hf. Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, Reykjavík, sími 20560 Örtölvutækni hf., Ármúla 38, Reykjavík, sími 687220

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.