Þjóðviljinn - 08.09.1985, Blaðsíða 20
Daði Guðbjörnsson við mynd eftir sig sem á annaðhvort að heita Dyggðirnar þrjár eða Lestlrnir þrír.
Að vera Fímari...
Spjallað við Daða Guðbjörnsson myndlistarmann
Daði Guðbjörnsson sýnir um
þessar mundir í Galierí Borg.
Þar hafa verið hengd upp eftir
hann olíumálverk, dúk-
skurðarmyndir og steinþrykk,
sem er fínt orð fyrir litografíu.
Við fórum í heimsókn til Daða
á vinnustofu hans í Skipholti,
þar sem málunardeild MHÍ er
reyndartil húsaen Daðifær
að vera um sinn.
ætt við barokkið. Ég er alltaf að
leita að mörkunum milli mynd-
listar og dekorasjónar. Það eru
spennandi landamæri. Annars er
ég yfirleitt ekki með stífar hug-
myndir fyrirfram áður en ég fer
að mála. Þær eru frekar lauslegar
og þróast á alia kanta. En ég er
hrifinn af þessum frumformum,
ég neita því ekki.“
„Ég bý mínar myndir oft til út-
frá einhvers konar grunnlínum,
sem ég svo vinn úr. Kannski ó-
ljósar í byrjun en smám saman
skýrast litirnir og þá kemur líf í
málverkið. Málverk getur breyst
svo skemmtilega mikið þegar t.d.
alls konar litir koma í gegn.“
Trúi ekki
á hreinsun
- Þú ert sem sagt ekki boðandi
ákveðna hugmyndafræði í þínum
verkum?
„Nei, það er ég ekki. Ég held
að það eigi að nota hugmynda-
fræðina annars staðar en í listum.
Ég trúi ekki á þessa „hreinsun“
(katharsis) sem komin er frá Ar-
istótelesi og menn tala oft um í
þessu sambandi. Súrrealisminn
átti til dæmis að „frelsa“ andlega.
En hins vegar er betri myndlist í
sjálfu sér jákvæð, hún leiðir til
jákvæðari hugsunar og er auðvit-
að keppikefli myndlistarmanna.
Auðvitað hafa verið gerðar ágæt-
ar myndir sem hafa haft pólitísk
áhrif, mikil ósköp.“
- Hvað er að frétta af „nýja“
málverkinu?
„Ja, „nýju“ málverkin eru nú
jafn mörg og einstaklingarnir
sem þau mála. Það má segja að ég
komi fram með „nýja“ málverk-
inu, við vorum þarna ákveðinn
hópur sem síðan hefur þróast í
allar áttir. Það er oft þannig í
myndlistinni, ákveðnir hlutir
koma fram hjá mörgum lista-
mönnum sem eru að byrja en svo
fara hlutirnir að þróast. Það var
til dæmis talað um að við Tumi
Magnússon hefðum svipaðan stfl
hér á sínum tíma, en ef þú hefur
séð síðustu sýningu hans þá sérðu
að við erum að fara í ólíkar áttir.
Það verður gaman að sjá myndir
okkar eftir svona 5 ár.“
Almenn
róleghelt
elnkennandi
„Sko, myndlist „nýja“ mál-
verksins greinist í ótal marga
anga. í byrjun voru Berlínarmál-
ararnir og þeir ítölsku einna
kraftmestir, en eitthvað eru þeir
að dala. Nú eru „spray-
artistarnir" svokölluðu mjög of-
arlega á baugi í myndlistinni. Það
er lið sem byrjaði með því að
spreyja neðanjarðarstöðvar í
New York, en hefur síðan verið
tekið inn í galleríin. Það má segja
að það séu ekki eins hreinar línur
í myndlistinni eins og voru t.d.
fyrir 15 árum þegar konseptið var
og hét. Það var heilstæðari
stefna. En það er með myndlist-
ina eins og annað. Þú sérð hlutina
alltaf eftir á. Ég mundi segja að
hérna heima væru almenn róleg-
heit einkennandi fyrir myndlist-
ina í dag. Fyrir 3-4 árum þá rifust
menn grimmt, það gera menn
ekki lengur.“
- Og þú genginn í FÍM!
„Já, já, ég er orðinn Fímari. Nú
er það lenska að vera nógu
íhaldssamur og gamaldags. Nei,
að öllu gamni slepptu þá þarf að
koma þessum stéttarmálum á
hreint. Myndlistarmenn eiga að
geta sameinast um sín
hagsmunamál. Það er til dæmis
þessi óheyrilegi tollur á olíulit-
um, það þarf að mótmæla og gera
eitthvað. Það er líka skynsam-
legra að ganga í stéttarfélag sem
er til frekar en að vera sífellt að
stofna ný. Mér finnst það líka
asnalegt að það skuli vera alveg
viðtekin skoðun að FÍM sé hall-
ærislegt. Það er allt annað líf að
vera fímari. Það er auðvitað fár-
ánlegt að vera í rifrildi við ein-
hverja kalla. Ég var áður í hús-
gagnasmíði og þar var ekki verið
að rífast t.d. um spýtur á fundum.
Myndlistarmenn eiga að einbeita
sér að sameiginlegum hlutum.“
Grafíkin minni
og kurteislegri
- Þín myndlist?
„Ég skipti mér eiginlega jafnt á
miili málverksins og grafíkur.
Grafíkin er svona minni og kurt-
eislegri og henni hefur verið vel
tekið. Annars finnst mér að
steinþrykkið sé meira einkenn-
andi fyrir mig. Svo hef ég fiktað
við dúkskurð og ætingu. Ég var
húsmóðir í vetur og þá var hægt
að skera dúka heima við.“
„Ég byrjaði að mála svona 15-
16 ára, og það má segja að ég sé
að miklum hluta sjálfmenntaður,
fór á kvöldnámskeið og svoleiðis.
í Myndlista- og handíðaskólann
fór ég ekki fyrr en 1976 og hafði
þá að minnsta kosti dálitla hug-
mynd um hvað ég vildi. Ég var
ekki algjört beibí þegar ég fór inn
í MHÍ. Það er held ég mikill kost-
ur, að vita hvað maður vill.“
-pv
- Þú málar mikið hringi og alls
konar form?
„Já, þetta er kannski dálítið í
„Ég þyrfti eiginlega að lengja þessa mynd um 10-15 sentimetra hvorum
megin, eins og Kjarval gerði stundum.“
GRANDAGARÐI3 - SÍMI: 29190
Nýjar vörur
á óvenjulágu verði
Opið til kl. 16 laugardaga
og til kl. 19 virka daga
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. september 1985