Þjóðviljinn - 13.09.1985, Side 4

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Side 4
LEHÐARI Hvorki neyðarskatt né niðurskurð Um þessar mundir er ríkisstjórnin aö reyna aö skapa sér olbogarými til þess aö skera niður velferðarþætti í þjóðfélaginu eöa aö hækka skatta á almenning. Þaö eru einungis þessar tvær leiðir sem nefndar eru af talsmönnum stjórnarflokkanna þessa dagana þegar þing- flokkar ríkisstjórnarinnar eru aö fara yfir fjárlag- afrumvarp fyrir næsta ár. Þessar tvær leiöir, neyðarskattur eöa niöur- skuröur, endurspeglagetuleysi ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Staöreyndin er sú aö „ytri skilyröi" hafa veriðog eru um margt einkar hag- stæö. Útflutningsverðmæti sjávarafuröa hafa aukist verulega, iðnaður hefur verið í góðu gengi, og flestar afurðir fariö á góöu veröi er- lendis. Lækkun vaxta á alþjóða fjármagnsmark- aði hefur létt nokkuð undir sem og hækkandi verð á afurðum okkar erlendis. Sjávarfang hef- ur veriö meö því mesta og besta sem fengist hefur á land og þannig mætti lengi telja. Niður- staðan verður því eftir sem áöur, aö efnahags- vandi ríkisstjórnarinnar er heimatilbúinn vandi, vandi sem er til orðinn vegna rangrar efnahags- stefnu og á ábyrgö þeirra stjórnmálaflokka sem mynda ríkisstjórnina. Málgögn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins hafa aö undanförnu reynt aö gera þennan vanda ríkisstjórnarinnar aö sameigin- legu vandamáli þjóöarinnar, reyna aö varpa ábyrgðinni yfir á herðar almennings í landinu. Þetta er gert í áróðurstilgangi til aö „sætta“ fólk viö enn eina aöförina aö velferðarjDjóöfélaginu eða enn eina skattahækkunina á almenning. En þjóöin segir nei takk, hingað og ekki lengra. Stjórnarandstaöan hefur á alþingi bent á við afgreiðslu fjárlaga síðustu ára, aö stööugt væri verið aö létta af álögum þeirra sem hafa miklar eignir og fjármagn. Meö öörum orðum að ríkis- stjórnin hafi verið að rýra tekjustofna sem hún haföi áöur fyrir ríkissjóö. Á sama tíma hefur meö afnámi verötryggingar á laun, hækkun sölu- skatts og öörum örþrifaráðum ríkisstjórnarinnar verið þrengt að almennu launafólki. Þaö getur ekki meira. Það er komiö aö hinum ríku. Óhætt er aö fullyrða aö meirihluti þjóöarinnar hafi fengið sig fullsaddan af frjálshyggju og til- raunum ríkisstjórnarinnar á launafólki í anda hennar. Hins vegar sér Morgunblaðið í gær á- stæöu til þess að rifja upp ásakanir Þorsteins Pálssonar, frá því hann var ungur og bernskur og ekki farinn aö lýjast í formannsstóli í Sjálf- stæðisflokknum. Ummælin eru um þingflokk Sjálfstæðisflokksins og á þá leið að hann hafi „ekki hafið frjálshyggjuna til þess vegs að fólk trúi því að um raunverulega kosti sé að ræða í ísienskum stjórnmálum“. Þar er því haldið fram aö Sjálfstæðisflokkurinn sé „skýr kostur", ein heild meö allt á hreinu. í leiöara blaösins í gær kveður viö annan tón, þar eru raktar hugmyndir fjármálaráöherra Sjálfstæðisflokksins um niöurskurö á vega- framkvæmdum og heilbrigöisþjónustu og hug- myndir samgöngu- og heilbrigöismálaráöherra Sjálfstæöisflokksins um engan niðurskurö í þessum málaflokkum. Þetta nefnir Morgun- blaðiö til marks um það hversu trúverður þver- skurður Sjálfstæöisflokkurinn sé af þjóöfé- laginu. Þar er sagt að flokkurinn sé vettvangur málamiðlunar. Það kann rétt aö vera aö Sjálf- stæðisflokkurinn sé vettvangur málamiölunar milli hinna ýmsu hagsmunahópa ríka fólksins í landinu, en hann er enginn vettvangur mála- miölunar milli launaþjóöarinnar og þeirrar þjóð- ar sem fitnaö hefur og vaxið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Á meðan Morgunblaöiö sér ástæðu til aö hampa þeirri skoðun Þorsteins Pálssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins aö þingflokkur Flokksins hafi ekki hafiö frjálshyggjuna til nægi- legs vegs og viröingar, er haft eftir Birni Þór- hallssyni verkalýösleiötoga Flokksins, aö sú braut hafi verið til enda gengin. Efnahagsstjórn Sjálfstæöisflokksins og Framsóknarflokksins hefur leitt af sér neyöará- stand í efnahagskerfinu. Þeir sem eru ábyrgir fyrir þeim vanda veröa aö axla hann sjálfir. Þjóö- in hafnar neyöarsköttum og niðurskurði. Viö höfum fengiö nóg af skattpynd og niöurskuröi. -óg. KUPPT OG SKORIÐ Aldregi, en... Nú er að hausta og stjórnmálaskörungarnir eru farn- ir að tala einsog á veturna í stíl fornkappa og fleygra orðskviða. í Tímanum hafa verið nokkur við- töl við hæstvirtan forsætisráð- herrann í vikunni og við grípum af handahófi niðrí þau. Leiðtogi Framsóknarflokksins er engum líkur nema sjálfum sér og Birni að baki Kára þegar hann mælti svo í NT á þriðjudaginn: „Ég hef hirtsvegar aldrei verið kvótamaður", en af því Steingrímur er nú einu sinni Framsóknarmaður þá barnar hann setninguna: „en ég sam- þykkti kvótannþegar hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi báðu um hann“. Petta hljómaði fyrir 1000 árum einhvern veginn á þessa leið: „Engi em ek kvótamaðr, en samt em ek“. Hundur á roði í miðvikudagstímanum segir forsætisráðherra að tortryggni milli Bandaríkjamanna og Mex- íkana standi á gömlum merg. „Pað er aldrei að vita hvað þeir myndu gera, Bandaríkjamenn, ef þarna kæmist raunverulega rót- tœkur flokkur til valda, marxist- ar“. Forsætisráðherra er að tala um sama herveldi og hann telur æskilegt að sé hér á landi með vígtól sín og vélar. Hins vegar verður að segja forsætisráðherra til hróss að hann skuli fara útí heim að kynna sér mál, og bera saman reynslu okkar við annarra. í viðtalinu sést þess og víða merki. Steingrímur tekur einnegin í þessu viðtali skemmtilega til orða ástundum: „Pað hefur verið sam- þykkt að taka ekki erlend lán nema til þess að greiða afborganir og ég stend á því einsog hundur á roði“. Meiri þorskur „Ég er sjálfur sannfœrður um að það er tneiri þorskur í sjónum en fiskifrœðingarnir vita um,“ segir forsætisráðherra. Og hvað er eiginlega orðið um stefnu Hall- dórs Ásgrímsonar sjávarútvegs- ráðherra og varaformanns Fram- sóknarflokksins? Af hverju fær varaformaðurinn ekki spásögn frá formanni sínum um þorskinn í sjónum? Gatið Einsog allir vissu tekst ekki að berja saman fjárlög eftir hinar látlausu kjaraskerðingar undan- farin ár öðruvísi en með stórum mínus. Stjórnarmálgögnin eru þegar komin með kenningar um stærðina á þessu gati. Og undan- farið hafa fyrirsagnirnar verið einsog á uppboði: 2 miljarðar, 2.5 miljarðar, 4 miljarðar, - og DV sló metið í gær: 6.5 miljarðar. Heimildamenn eru ráðherrar - úr báðum flokkum og þeir eru nú komnir í samkeppni um það hvað eigi að skera niður. Hins vegar væri hugvitsamlegt að koma sér saman um stærð gatsins áður en tekið er til við niðurskurð og skattahækkanir - eða hvað? Niðurskurður - uppskurður Fyrr í sumar lagði NT til að teknir yrðu upp neyðarskattar svosem einsog í viðurkenningar- skyni við ríkisstjórnina, en síð- ustu daga hefur meira borið á hugmyndum manna um niður- skurð hér, niðurskurð þar. Steingrímur er hnífnum vanur og vildi gjarnan bregða honum öðruvísi og í áður tilvitnuðu við- tali við NT stingur hann uppá ein- um „allsherjar uppskurði“ í heilsugæslunni. Hann er þar einnig með vangaveltur um auknar lífslíkur íslendinga, sem leiði af sér meiri lífeyrisgreiðslur og meiri þjónustu við aldraða. Dagfari í DV sér ástæðu til að gera grín vegna þessa og leggur út: „Ef hœgt er að stytta íslending- um aldur minnka lífeyrisgreiðslur og þjónustan við aldraða og hœgt er að fœkka starfsliði á spítölun- um og þá leysist fjárhagsvandi ríkissjóðs af sjálfu sér“. Jamm, það yrði uppskurður í lagi. Eg „Og svo œtla ég að leggja fram þriggja ára áætlun um efna- hagsmál sem er algerlega ný og ég er búinn að vinna að í róleg- heitunum í sumar“, segir Steingrímur Hermannsson í NT- viðtalinu. Aha, - þriggja ára efnahags- áætlun? Erþetta ekki samaáætl- unin og Porsteinn Pálsson sagðist vera að vinna að og varð sprengi- frétt hjá DV í sumar? Sama áætl- unin og Albert Guðmundsson kvaðst sjálfur vera að vinna að og Þorsteinn Pálsson ætti ekkert með að vera að raupa um í blöð- um útí bæ! Þetta egó væri þá þrí- eint, ég, ég, ég. Nema Þorsteinn geri efnahagsáætlun um fyrsta árið, Albert annað og Steingrím- ur hið þriðja? Ætli það kæmi ekki út á eitt. Skipta um þjóð Þegar ríkisstjórnin tók völdin kvaðst hún efna til kjaraskerð- ingarinnar einungis til að bæta efnahagsstöðuna, lækka verð- bólgu osfrv. Þetta tæki skamman tíma og síðan myndi kaupmáttur- inn fara uppávið aftur. Nú er komið á þriðja ár, sem þessi ríkis- stjórn hefur haft launaþjóðina í þrengingarólinni, - og enn er kaupmáttur tímakaups sá sami og hann var eftir að öll kjaraskerð- ingin var komin fram síðla árs 1983. Og engum dettur í hug, allra síst málgögnum ríkisstjórn- arinnar að spyrja hvort ekki eigi að fara að hækka kaupið. Heldur er þvert á móti verið að þreifa fyrir sér um niðurskurð og skatta- hækkanir á almenning. Ráðherr- arnir tala ennþá um fólkið í þessu sambandi einsog það væri til- raunadýr og skilja ekkert í óá- nægjunni. Þegar Walter Ulbricht í Áustur-Þýskalandi kvartaði undan mótmælum þjóðar sinnar um árið ráðlagði Bertolt Brecht honum að fá sér nýja þjóð. -óg. DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Utkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. , Utbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Prentun: Blaðaprent hf. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóftir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, MagnúsH. Gísla- Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur • Þorvaldsson, Olga Verð í lausasölu: 35 kr. son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pótursdóttir, Sævar Guð- Clausen. ’ Sunnudagsverð: 40 kr. björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson. Áskriftarverð ó mánuði: 400 kr. Ljósmyndlr: Einar Ólason, Valdís Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttip, Kristín Pótursdóttir. Utllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. írá kl- 9 til 12, beinn sími: 81663. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.