Þjóðviljinn - 13.09.1985, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 13.09.1985, Qupperneq 5
VIÐHORF Erfiðir tímar - og þó eftir Gest Guðmundsson „Ogfyrst atvinnustjórnmálamennirnir á vinstri kantinum geta hvorki settsaman raunhœfa stefnuskrá, né komið sérsaman, held ég að við óbreyttir vinstrimenn cettum að takafrumkvœðið... “ „Det er strenge tider, gamle ven,“ sagði sorgbitinn hundur eitt sinn við Andrés Önd, sem svar- aði: „sá sandt, sá sandt,“ um leið og hann gekk með sjónvarpið inn til veðlánarans. Eiginlega þarf ekki að segja meira hvorki um ástand efnahags- og stjórnmála né um íslenska fjölmiðla. Og þó. Að vísu búum við við hægri sveiflu - sókn afturhaldsafla og ráðleysi verkalýðsafla. Þetta ger- ist um allan heim en óvenju harkalega hér á landi. Hér búum við líka við fádæma yfirborðslega og óvandaða fjölmiðla. Núna keppast þeir við að segja okkur að það sé úr tísku að vera vinstri maður, heldur eigi maður að vera „uppi“ á dýrum fötum og með eigið fyrirtæki og gefa skít í að maður aflar auðs á kostnað ann- arra. Já það blása bjánavindar yfir þetta land. Samfylking að neðan Mér finnst reyndar ágætt, að það er komið úr tísku að vera vinstri maður. Þar með höfum við losnað við margan angurgap- ann heim til föðurhúsanna, og við hin getum talað saman um pó- litík, vitandi það að þorri fólks lætur ekki stjórnast af yfirborðs- kenndum og tilbúnum tísku- sveiflum. Það er nefnilega umhugsunar- efni, að hægri sveiflan er ekki sér- lega breið, þrátt fyrir tískusveifl- ur og þótt verkalýðsöflum heimsins hafi ekki tekist að móta framsækna og raunhæfa leið út úr kreppu velferðarríkisins. Víðast hvar eru verkalýðsöflin að endur- heimta fylgi sitt; hér á landi verð- ur stjórnin æ óvinsælli, þótt stjórnarandstaðan sé einhver sú ráðalausasta sem um getur. Enginn hinna fjögurra stjórn- arandstöðuflokka hefur sett fram raunhæfan valkost við ríkjandi stjórnarstefnu. Og þeir geta ekki unnið saman þótt hugmynda- fræði þeirra sé í grundvallarat- riðum hin sama, þ.e.a.s. kratísk. Ég sem þessar línur rita, lít ekki á mig sem krata. Við sem stöndum utan við þær herbúðir, sjáum líklega betur hve allir stjórnarandstöðuflokkarnir eru líkir, en þeir sjálfir sem einblína á það sem ólíkt er. Og fyrst at- vinnustjórnmálamennirnir á vinstri kantinum geta hvorki sett fram raunhæfa stefnuskrá, né komið sér saman, held ég að við óbreyttir vinstrimenn ættum að taka frumkvæðið að mótun stefnuskrár og að samstarfi vinstri aflanna. Samfylking að neðan, eins og einhvern tímann var sagt. Það sem nú er á dagskrá rót- tækra sósíalista er heldur ekki að gagnrýna kratíska velferðar- pólitík og stefna á sannan sósíal- isma, heldur að samfylkja með hvers kyns krötum um mótun ný- rrar velferðarstefnu, sem getur sameinað þorra landsmanna gegn nýfrjálshyggjunni. Útgangspunkturinn er hið hróplega misrétti í dreifingu lífs- gæða, sem núverandi ríkisstjórn hefur stóraukið. í öðru lagi hin miklu strúktúrvandamál atvinnu- lífsins. Vandasamt en leysanlegt Á íslandi eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heimin- um, en hins vegar eru ráðstöfun- artekjur hjá stórum hluta launa- fólks mun lægri en í nokkru sambærilegu landi. Ekki er til nein nákvæm kortlagning á þess- ari hrikalegu ójöfnu dreifingu, og verður hún víst seint gerð, en ég giska á að ca. þriðjungur lands- manna lifi svo að segja við alls- nægtir, án þess að þurfa að leggja mikið á sig. Annar þriðjungur hefur þokkaleg kjör með miklu vinnuálagi, en síðasta þriðjung- inn má hreinilega telja fátækan, þrátt fyrir mikið puð. Þennan flokk fylla t.d. einstæðar mæður og það almenna launafólk sem ráðist hefur í húsnæðiskaup á síð- ustu árum. Ég hef í sjálfu sér ekk- ert á móti því að fólki líði vel án sérstaklegrar fyrirhafnar, eins og ca. þriðjungur landsmanna gerir, en í fyrsta lagi er það á kostnað annarra, og í öðru lagi er þetta hlutfall sennilega stærra hér á landi en annars staðar, og á það sinn þátt í því að svo margt launa- fólk lifir í fátækt. Hins vegar verða kjör lands- manna ekki stokkuð upp með einu pennastriki. Yrðu laun fisk- vinnslufólks og annarra láglauna- hópa hækkuð um 50-100% á einu bretti (eða jafnvel minna), myndu atvinnutæki annað hvort stöðvast eða óðaverðbólga færi aftur af stað. Hins vegar er eðli- legt að stefna að slíkri launa- hækkun, enda yrðu þá kjörin sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Til þess að svo megi verða, þarf hins vegar strúkúrbreytingu á íslenskum at- vinnurekstri. Allan sjávarútveg þarf að búa nýjustu tækjum og um leið gæta þess að ekki verði um offjárfestingu að ræða. Það er einfaldlega ekki hægt að reka nú- tíma frystihús og skuttogara á hverju plássi, en heildarskipu- lagningu sjávarútvegs þarf jafn- framt að haga þannig að hún raski hvorki byggð né lífsmynstri landsbyggðarinnar verulega. Vandasamt verkefni en eflaust leysanlegt. Víða má hagræða Önnur og ekki síður mikilvæg strúktúrbreyting er að láta fólk hafa svolítið meira fyrir þeim peningum sem það vinnur sér inn sem sjálfstæðir atvinnurekendur í verslun og þjónustu. íslenska samfélagið er allt of lítið til að markaðslögmálin sjái um eðli- lega kapítalíska verðmyndun í þessum geira, heldur hafa fjöl- margir aðilar möguleika á að skammta sér laun sjálfir. Hér þarf vitaskuld bæði breytingu á skattalögum og framfylgd þeirra, hert verðlagseftirlit og frum- kvæði frá hinu opintera til að koma á raunverulegri samkeppni (sbr. tillöguna um opinbera fast- eignasölu). Ég hef ekkert á móti neðanjarðarhagkerfi, þegar það felst í því að vinir og ættingjar skiptast á greiðum, heldur þegar um er að ræða stórfelld skattsvik og „gráar“ transaksjónir fyrir- tækja. Fleiri uppskurði þarf til: virkj- anamálin eru vitaskuld hneyksli, og í ríkiskerfinu má víða hagræða heil ósköp án þess að það komi niður á þegnum eða vinnuað- stöðu og kjörum starfsmanna (t.d. má víða fækka starfsmönn- um stórlega um leið og laun eru hækkuð, þannig að menn þurfi ekki lengur að vinna aukavinnu í vinnutímanum). Húsnæðismálin eru einn stærsti málaflokkurinn, og þarf að búa þannig um hnúta að fólk geti setið tryggt í húsnæði gegn skaplegum mánaðargreiðsl- um, annað hvort sem leigjendur, búsetar eða kaupendur með lang- tímalán. Svo eru það dagvistarm- álin, menntamálin o.s.frv. o.s.frv. Vilja vel en þurfa aðstoð Ég drep hér ekki á nein ný mál. Vinstri menn hafa nefnt þau öll og ótal fleiri margoft, og góðar tillögur eru til í einstökum mál- um. Það sem ég vil leggja áherslu á, er að vinstrimenn þurfa að koma sér saman um heildaráætl- un um lausn þessara mála. Ann- ars vegar þarf að leysa þau „tæknilega“, ekki síst þannig að hverri áætlun um aukin útgjöld fylgi önnur sem segir hvaðan pen- ingarnir eiga að koma. Hins veg- ar þarf jafnframt að eiga sér stað „hugmyndafræðileg" umræða, því að róttæk umbótastefna verð- ur ekki smíðuð á skrifborðum og tölvum, heldur þarf víðtæka um- ræðu meðal almennings. Hægt er að setja það almenna mark, að árið 1990 verði launþegar búnir að endurheimta þann kaupmátt sem þeir höfðu 1980, með þeim mun að vinnutími verði hvergi lengri en 40 stundir (í stað þess að vera 50 stundir að meðaltali 1980). Þá vil ég leggja áherslu á að sókn vinstri manna getur ekki verið háð undir þeim merkjum að reisa hér velferðarsamfélag í lík- ingu við hin skandinavísku; þar er æ fleirum að verða ljósir ókost- ir mikillar ríkisforsjár. Heldur ber að leggja áherslu á sjálfsfor- ræði minni eininga (vinnustaða, íbúahverfa, þorpa o.s.frv.). Um slík markmið á að geta náðst breið samstaða meðal krata, og einnig okkar sem vilja sækja lengra, því að hér er stefnt í rétta átt. Slík umræða verður að koma „að neðan“ frá óbreyttum launþegum og meðlimum stjórn- málaflokka, því að löngu er sýnt að forystumönnum fara betur frasar en raunveruleg stefnu- mótun og innbyrðis átök betur en sameiginlegt átak. Þá legg ég til að sérfræðingar og fræðimenn á vinstri kantinum stingi betur saman nefjum en hingað til; þannig að stefnt sé að nokkru heildstæðri greiningu á vanda ís- lensks samfélags og á þeim ieiðum sem koma til greina við úrlausn vandans. Þegar það er gert, getum við kannski notast við stjórnmálamennina til að hrinda nýrri velferðarstefnu í framkvæmd. Ef þeim er fengin stefna í hendur og nægilegur styrkur á Alþingi, geta þeir senni- lega unnið að framkvæmdum betur en einhverjir nýir frama- gosar. Og vinstri menn ættu frek- ar að eyða púðri í að móta nýja og betri stefnu en að skamma okkar ráðlausu forystumenn; þeir vilja allir vel en geta ekki betur og þurfa aðstoð okkar hinna. Gestur Guðmundsson P.S. Ég er ekki gg á Þjóðviljan- um. Gestur Guðmundsson er félags- fræðingur og starfar við kennslu og rannsóknir við Kaupmanna- hafnarháskóla Föstudagur 13. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Hjúkrun 43 nýir fræðingar luku námi við Hjúkrunarskóla Islands 22. júní sl. 1. röð til vinstri: Ásgerður Ólafsdóttir, Þorgerður Þráinsdóttir, Jónína A. Sanders, Ingibjörg Eiríksdóttir, Ingibjörg S. Ingimundardóttir, Ásta S. Rönning, María Magnúsdóttir, Bryndís Sævarsdóttir, Margrét 0. Thorlacius, Sigríður G. Ferdinandsdóttir, Jóhanna Hrafnkelsdóttir, Kristrún Kjartansdóttir. 2. röð fró vinstri: Ingibjörg Sigurðardóttir, Lára Dóra Oddsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Sara Gunnarsdóttir, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Júlía Linda Omarsdóttir, Kristín Pálsdóttir hjúkr.kennari, Sigríður Jóhannsdóttir skólastjóri, Aðal- björg J. Finnbogadóttir hjúkr.kennari, Þorbjörg J. Gunnarsdóttir, Sigríður Valdimarsdóttir, Vilhelmína Þ. Einars- dóttir, RúnTorfadóttir, Hjördís Jóhannesdóttir, Hjördís B. Birgisdóttir. 3. röðfrá vinstri: StefaníaG. Snorradóttir, Inga Björnsdóttir, Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Eybjörg Guðmundsdóttir, Sigurlaug B. Arngrímsdóttir Þórey Ólafs- dóttir, Gloría J. Steinþórsson, Sigurður H. Guðmundsson, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Anna G. Gunnarsdóttir, Kristín H. Reynisdóttir, Freyja Magnúsdóttir, Hanna B. Hilmarsdóttir, Harpa Karlsdóttir, Trauke Elisabet Eckhoff.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.