Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Jarðrask Munu bæta úr tjóninu Landspjöll í Hvolshreppi. Sýslumaður: Ungmennin munu bæta spjöllin eins og hœgt er. Tillit tekið tilþess við ákvörðun refsingar að má segja að búið sé að komast að því samkomulagi að viðkomandi aðilar sem unnu spjöllin á þessu landi bæti úr þeim eins og hægt er, sagði Böðvar Bragason sýslumaður Rangár- vallasýslu í samtali við blaðið, en um helgina bar það til að 7 ung- menni óku jeppabifreiðum upp á hálendi í Hvolshreppi og skildu eftir sig mikið jarðrask og skemmdir á landinu. „Þetta er ekki refsing sem slík,“ sagði Böðvar, „en þetta hefur verið gert áður, til dæmis í Þórsmörk, og hefur gefið mjög góða raun. Menn læra þá að bera virðingu fyrir landinu og komast í skilning um það hversu mikið tjón þeir vinna á því. Venjuleg viðurlög eru oftast sektir en ég held að slíkt hafi lítil áhrif. Það er opinberra aðila að ákveða laga- legu refsinguna við þessu, en þeg- ar menn bæta eftir megni úr því sem skemmt hefur verið, þá er tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar og síðan metið til máls- Landbúnaðurinn Opinber rannsókn Kjördæmisþing Al- þýðuflokksins í Reykjavík: Vill opin- bera rannsókn á verð- myndun og kostnaði á aðföngum og afurð- um landbúnaðarins. Kjördæmisþingið bendir á, að risavaxnir styrkir og niður- greiðslur ríkisins til landbúnaðar séu í andstöðu við heildar- hagsmuni þjóðarinnar. Kjör- dæmisþingið leggur til að Alþýð- uflokkurinn marki skýra stefnu, sem miði að því að draga skipu- lega úr þessum styrkveitingum þannig að þeim verði að fullu hætt eftir 5 ár. í dag er svo komið að til við- bótar við framlög af skattfé landsmanna, ræða stjórnarflokk- arnir nú um að taka 600 mill. kr. erlent lán til þess, sem kallast „greiðslur til bænda.“ Á stofnfundi Landssambands sauðfjárbænda komu fram upp- lýsingar, sem benda til að mjög verulegur hluti þessara miklu fjárupphæða nýtist hvorki neytendum eða bændum, heldur hafni sjálfkrafa í afætukerfi SÍS. Því samþykkir kjördæmisþing Alþýðuflokksins að óska eftir því við þingmenn flokksins, að þeir flytji tillögu á Alþingi um að það skipi opinbera rannsóknarnefnd, sem rannsaki verðmyndun og kostnaðarþætti á aðföngum og afurðum landbúnaðarins. Sœnsklíslensk/sænsk Minnisvarðinn afhjúpaður í gær. Ljósm. Sig. Mosfellssveit Skólastjórahjónunum reistur minnisvarði kólastjórahjónunum Kristínu Magnúsdóttur og Lárusi Halldórssyni hefur ver- ið reistur minnisvarði í Mos- fellssveit og var hann afhjúp- aður í gær. Sonur þeirra Ragnar Lár teiknaði minnis- varðann og hannaði. Sú hugmynd kom upp við útför Lárusar Halldórssonar, að stofna sjóð í því að skyni að heiðra minningu þessara hjóna. Sjóðnum bárust fram- lög frá fyrsta degi og allt til síðustu mánaðamóta, en sjóðsstjórnin samþykkti síðan að reisa minnisvarðann á skólasvæðinu að Varmá. Á annað hundrað manns hvaða- næva af landinu lögðu til fé í sjóðinn og sveitarstjórn Mos- fellshrepps veitti framtakinu góðan stuðning. Lárus var skólastjóri í nær hálfa öld og vann ásamt konu sinni dugmikið félagsstarf. gg Ný vasa- oröabók Orðabókaútgáfan hefur sent frá sér nýja vasaorðabók, Sænsk- íslensk og íslensk-sænsk vasaorð- abók eftir Sigrúnu Helgadóttur Hallbeck og Erik Hallbeck. í orð- abókinni, sem er í tveimur bind- um og 790 bls, er að finna þýðing- ar á um 9000 sænskum orðum og um 6000 íslenskum. Orðavalið hefur miðast við að bókin geti komið að notum fyrir byrjendur í sænsku og íslensku, en auk þes fyrir íslenska ferðamenn í Sví- þjóð og Svía sem ferðast til ís- lands. Stutt ágrip af sænskri málfræði fyrir íslenska notendur fylgir og framburðarreglur í sænsku og ís- lensku eru í bókinni. Yfirlitið yfir algengar tegundir jurta, fiska og fugla í báðum löndunum ætti að geta komið að notum fyrir ferðamenn og aðra náttúruunnendur. Spánn Opinbeiri heimsókn Vigdísar lýkur í dag Vigdís las úr Blóðbrullaupi Lorca í konungsveislu. Heldur til Hollands í aðra opinbera heimsókn Spánverjar hafa tekið á móti forseta íslands með mikilli viðhöfn, en í dag lýkur opinberri heimsókn forsetans til Spánar. ís- lenskir fánar blakta víða við hún í Madrid, en þar býr forsetinn í E1 Pardohöll ásamt fylgdarliði sínu, Geir Hallgrímssyni utanríkisráð- herra og fleirum. Mikil veisla var haldin til heiðurs forsetanum í Madrid og flutti Vigdís þá ræðu og las m.a. kafla úr hinni rómuðu þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Vöggu- þulu úr Blóðbrúðkaupi spænska skáldsins Garcia Lorca. Þá færði forsetinn Spánarkonungi, Juan Carlosi og konu hans gjafir og tók við gjöfum þeirra. Mikið hefur verið fjallað um heimsókn forset- ans í blöðum og öðrum fjölmiðl- um á Spáni. Þá hefur verið fjallað um viðskipti þjóðanna, saítfisk- sölu íslendinga og rauðvínssölu Spánverja á íslandi. Vigdís Finn- bogadóttir fer til Hollands í opin- bera heimsókn að lokinni heimsókninni til Spánar. þs Nýjustu tillögur: andrúms- loftsskattur eftir þanþoli lungna. Aparheid Spor í áttina Mikligarður er farinn að aug- lýsa í útvarpinu: „Við seljum am- erískar appelsínur.“ Þetta er það sama og verslanir eru farnar að gera í Svíþjóð til þess að stuðla að því að fólk kaupi síður S-afrískar vörur, eins og kom fram í leiðara- opnu Þjóðviljans um helgina. Æskulýðsfylkingin hefur undan- farið beðið verslunarstjóra um að selja frekar vörur frá öðrum löndum en S-Afríku. „Þetta er spor í áttina, en við verðum ekki ánægð fyrr en versl- anir fara að auglýsa: „Við seljum ekki s-afrískar vörur“,“ sagði Hrannar B. Arnarson formaður ÆF í Reykjavík. SA Flugleiðir Miklar stöðu- tilfærslur í frétt frá Flugleiðum segir að nokkrar breytingar og stöðutil- færslur hafi verið ákveðnar og komi til framkvæmda á næst- unni. Hans Indriðason lætur af starfi sem forstöðumaður norðursvæð- is, og tekur við stöðu hótelstjóra á Hótel Esju í stað Einars Ol- geirssonar sem tekur við hótel- stjórn á Hótel Loftleiðum. Emil Guðmundsson sem þar var fyrir flytur til Danmerkur og verður svæðisstjóri Flugleiða þar. Vil- hjálmur Guðmundsson sem nú gegnir því starfi flytur heim og verður forstöðumaður norður- svæðis. Bretlandsdeild mun nú heyra undir Einar Helgason for- stöðumann flutningadeildar. Þá mun viðskiptaþjónustudeild framvegis tilheyra fargjalda- og áætlunardeild félagsins sem Gylfi Sigurlinnason veitir forstöðu. Sveinn Sæmundsson tekur við starfi sölustjóra innanlandsflugs, en kynningadeild og fréttadeild verða sameinaðar í eina deild sem Sæmundur Guðvinsson veitir forstöðu. Sagnaritun Mannuóar- starf í 25 ár Styrktarfélag vangefinna var stofnað árið 1958. í sumar hafa þær Sigríður Thorlacíus og Sig- ríður Ingimarsdóttir unnið að því að skrá sögu félagsins fyrstu 25 árin eða til ársins 1983. Þær nöfnur hafa nú gengið frá handritinu en ekki hefur verið ákveðið hvernig að útgáfunni verður staðið. Stjórn félagsins beinir þeim tilmælum til gamalla félaga að þeir hugi að ljósmynd- um frá starfi félagsins fyrstu árin. Eigi einhverjir gamlar ljósmyndir eða geta gefið upplýsingar um þær, eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins. - mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.