Þjóðviljinn - 18.09.1985, Side 7
Við erum þrettán konur sem
tökum þátt í sýningu á
arkitektúr íslenskra kvenna í
Ásmundarsal sagði Valdís
Bjarnadóttirarkitekt.
Meðal þeirra sem sýna er til
dæmis Halldóra Briem Ek sem er
elst starfandi kvenarkitekta. Hún
hefur aldrei áður sýnt hér heima
áður en hún er búsett í Svíþjóð.
Þar að auki sýna arkitektar bú-
settir í Þýskalandi og Frakklandi
og svo við héma heima. Það er
ansi mikil breidd í þessari sýningu
þó það sé stór hópur sem ekki er
með.
Kvenarkitektum hefur fjölgað
gífurlega og margar þeirra hafa
útskrifast síðastliðin tvö eða þrjú
ár. Margar þeirra eru ekki með á
sýningunni. Þar sem þær eru ný-
byrjaðar að vinna eru þær oft á
teiknistofum, eru með verk í
samvinnu við aðra og ekki sjálfar
skrifaðar fyrir verkum sínum
heldur á teiknistofan höfundar-
réttinn.
Sýningin spannar mjög breitt
bil. Við sýnum obbann af þeim
verkum sem konur hafa komið
nálægt, bæði skipulagsverkefn-
um, opinberum byggingum og
einbýlishúsum. Verkefni sem
bæði eru unnin fyrir ríki og bæ
eða prívat einkaaðila.
Það verða myndir af verkunum
og teikningar. Bæði verða sýndar
myndir af útfærðum verkefnum
og huglægum verkefnum, það er,
þeim sem eru aðeins til á teikni-
borðinu. Ég býst jafnvel við að á
Sýning á arkitektúr
íslenskra kvenna
7 3 konur sýna myndir, teikningar og líkön af verkum sínum íÁsmundarsal.
sýningunni verði líkön af ein-
hverjum verkanna.
Þær konur sem sýna eru Albína
Thordarson, Alena Anderlova,
Dagný Helgadóttir, Guðfinna
Thordarson, Guðrún Jónsdóttir,
Halldóra Briem Ek, Högna Sig-
urðardóttir, Líney Skúladóttir,
Málfríður Kristjánsdóttir, Sigur-
laug Sæmundsdóttir, Valdís
Bjarnadóttir, Valgerður Matthí-
asdóttir og Þórlaug Haraldsdótt-
ir.
Það er misjafnt hvað hver sýnir
mörg verk, sumar sýna eitt, aðrar
eru með fleiri verk og einhverjar
sýna hluta úr verkum. Arkitekt-
arnir hafa sjálfir valið verkin á
sýninguna. Ollum kvenarkitekt-
um sem við náðum í var boðið að
vera með. í vor taldist okkur til
að kvenarkitektar væru um 45.
Það hafa kannski einhverjar bæst
í hópinn síðan þá því sumir skólar
útskrifa á haustin.
Það er alveg á hreinu að kven-
arkitektum er alltaf að fjölga. Ég
held að ástæðan sé sú að samfara
breytingum í þjóðfélaginu eru
konur að hasla sér völl í ýmsum
störfum og stéttum þar sem áður
störfuðu eingöngu karlar. Konur
fara í meira mæli í háskólanám og
jafnvel í fög sem þær hafa ekki
sótt í áður. Konur eru líka með-
vitaðar um að þær geta gert það
sem karlar geta og til dæmis var
arkitektúr algjörlegt karlafag
fyrir nokkrum árum.
Allar konurnar sem sýna hafa
að baki langt almennt háskóla-
nám í arkitektúr og sumar eru þar
mmr
Guðfinna og Albína Thordarson líta á teikningar sínar af stjornsýsluhúsi á
ísafirði. Mynd: EÓI.
þær við hönnun bygginga og
sumar einnig við skipulagningu.
Hvað varðar innanhússarkitekt-
úr þá óska margir hverjir eftir því
að arkitektinn sjái um það líka og
við viljum gjarnan fylgja hönnun-
inni eftir frá byrjun til enda. Það
hefur aukist mikið að fólk kaupi
staðlaðar innréttingar því fram-
boðið er mikið og nokkuð gott.
En fólk áttar sig oft á því að húsið
verður meira sem ein heild ef ark-
itektinn sér um alla þætti hönn-
unar.
Það er ekki mikil skipting í
karlkyns- og kvenkynsarkitekta.
Við vinnum vel saman og viljum
halda því áfram. Ástæðan fyrir
því að við erum með sérsýningu
er ekki vegna þess að við teljum
þörf á að draga okkur út frá
körlunum heldur er sýning í til-
efni loka kvennaáratugar Sam-
einuðu þjóðanna. Samvinna
arkitekta er einmitt ástæða þess
að margar konur gátu ekki verið
með á sýningu þar sem eru ein-
göngu konur því við vinnum
mikið með körlum og margar
eiga kannski höfundarrétt á verk-
um sínum með körlum. En á sýn-
ingunni eru eitthvað um verk þar
sem karlmenn koma við sögu.
Það væri erfitt að sýna bara verk
sem byggja eingöngu á hugviti
kvenna.
Hvað varðar laun og allt það
gerum við kröfur um sömu laun
fyrir sömu vinnu. Við rekum
áróður fyrir því að konur fari inní
karlagreinar og við vitum að laun
séttarinnar hafa ekki lækkað þó
konum hafi fjölgað innan henn-
ar.
Það er mikilvægt að konur sæki
ekki alltaf í hefðbundnar kvenna-
stéttir. Við höfum fulla ástæðu til
að treysta sjálfum okkur til að
standa við hlið karla og vinna
með þeim í þeim störfum sem
áður hafa verið talin karlastörf.
En þetta er ekki eina sýningin
sem arkitektar eru með. Við
erum líka með sýningu í kvenna-
húsinu á Vesturgötu. Þar eru
meira ungar konur sem fannst
þær ekki eiga efni í venjulega sýn-
ingu. Þegar kvennahúsið var
keypt kom upp sú hugmynd að
setja fram tillögur um notkun
húsanna og höfum við unnið að
þeim frá því seinni part vetrar.
Tillögurnar verða settar fram í
teikningum og verða sýndar á
göngum húsanna. Tillögurnar
eru fyrst og fremst hugsaðar til að
skapa umræðu milli kvenna og
koma af stað skoðanaskiptum,
hvort þær eru sammála þessum
tillögum, sem við teljum mjög
raunhæfar, eða hvort þær vilja
breyta. Þær sem unnið hafa að
þessum tillögum eru Aldís Norð-
fjörð, Helga Bragadóttir, Hildi-
gunnur Haraldsdóttir, Margrét
Þormar og Valdís Bjarnadóttir.
í tengslum við þessa sýningu á
tillögum um notkun húsanna við
Vesturgötu 3 verður önnur sýn-
ing sem fjallar um sögu þeirra
sem Júlíana Gottskálksdóttir,
Bergljót Einarsdóttir og Ragn-
heiður Ragnarsdóttir hafa veg og
vanda af.
Auk sýningarinnar á verkum
íslenskra arkitekta verða í Ás-
mundarsal sýndar litskyggnur á,
verkum finnskra kvenarkitekta.
Og þá fáum við frá Berlín sýningu
þar sem er fjallað um kvenarki-
tekta eins langt aftur og vitað er,
söguleg sýning. Þýskar konur
skipa þar stóran sess en annars er
þetta sýning á arkitektúr kvenna
um allan heim.
Sýningin í Ásmundarsal verður
opnuð á föstudaginn kl. 4 og er
það jafnframt opnun listahátíðar
kvenna, síðan verður marserað
niður í Vesturgötu 3 og hin sýn-
ingin opnuð.
-aró
°Oo0o = oO0^
2°°Oo D cOc ^
°°00o 00°
SALUR ^
LAJLAi-
O O O 0 o
EKUNMMIND 1. HftÐAR
Grunnmynd at 1. hæð Kvennahússins Vesturgötu 3.
Miðvikudagur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7