Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 9
MENNING
Listin á að vera súrefni
segir
•Sven Sandströnn
prófessorí
nútímalistasögu
við
höskólanníLundi
Borgarumhverfiö er svo yfir-
fullt af áreitum að það er ekki
nóg að koma bara fyrir lista-
verki. Þú verður að þekkja
listaverkið til að vænta þér
einhvers af því. Það þarf að
kynna listina og útskýra. Helst
ætti að vígja öll listaverk með
pomp og prakt og vígslan yrði
að vera skemmtileg ekki bara
eins og þurr fyrirlestur úti á
götu, sagði Sven Sandström
prófessor í nútímalistasögu
við háskólann í Lundi í Sví-
þjóð. Sven Sandström var
staddur hér á landi og hélt
meðal annars fyrirlestur um
skynjun og upplifun á lista-
verkum.
Mfn sérgrein er nútímalist og
umhverfi þar sem áherslan er
lögð á skynjun á list, hlutverki
hennar og hvernig menningar-
stefnu er háttað með tilliti til upp-
lifunar fólks á list.
í lok áttunda áratugarins vann
ég við rannsóknir á opinberri list
sem er oft eina listin sem fólk
þekkir. Með opinberri list á ég
við list úti í bæ, í almenningsgörð-
um eða fyrir framan byggingar.
Markmiðið var að rannsaka hlut-
verk hennar og hvernig væri hægt
að vekja áhuga fólks á nútímalist.
Niðurstaða mín var sú að hafi
fólk ekki frá unga aldri verið
kennt að listin hafi eitthvað að
gefa því nær það oft að mynda sér
mjög stífar og afmarkaðar skoð-
anir á hvað sé list. Það er því
hætta á að fólk ýti frá sér öllu því
sem fellur ekki inní skilgreiningu
þess og segi þetta er ekki list. Þess
vegna tel ég það mikilvægt að
fólk öðlist þekkingu á list bæði
heima og í skólum.
Því hefur löngum verið haldið
fram að manneskjan skilji list
milliliðalaust án þes að búa yfir
einhverri þekkingu. Rannsóknir
hafa sýnt það gagnstæða. En það
táknar ekki að upplifun á list geti
ekki líka verið ósjálfráð. Til þess
að skynja listaverk þarf hvort-
tveggja að vera til staðar.
Svo er líka til list sem er sýning
augnabliksins og á bakvið þá list
leynist allt annar skilningur á því
hverju maður vill ná fram með
listinni. Það er ört vaxandi hópur
listamanna sem telur það ekki
vera hlutverk sitt að framleiða
hluti heldur að skapa hughrif.
Þessir listamenn væru örugglega
fleiri ef þeir hefðu tækifæri til að
koma fram og svo verða lista-
menn líka að búa til eitthvað að
selja og sú kvöð verkar án efa
sem hemill á „augnablikslistina".
Ef listin þróast frá því að vera
eitthvað sem krefst framlags ein-
staklingsins yfir í það að vera vasi
sem hægt er að fjöldaframleiða er
það góð vísbending um hvað er
ekki list.
Hlutverk
listamanna
Margar manneskjur hafa kom-
ið sér upp þeirri tækni og halda
beint af augum án þess að sjá
hvað er í kringum þær. Ég lít á
það sem hlutverk listamanna að
skapa ferskleika og endumýjun í
skynjun okkar á raunvemleikan-
um. Það er hættumerki ef þróun-
in færist æ meir í þá átt að vaninn
stórni öllum okkar gerðum og við
sjáum ekki út fyrir hversdagsleg-
an sjóndeildarhring okkar.
Hlutverk listamanna er að skapa ferskleika og endurnýjun í skynjun okkar á raunveruleikunum. Ljósm. Sig.
Listin er manninum nauðsyn
vegna þess að hún er ein af fáum
aðferðum sem við eigum eftir til
að halda í okkur lífi hversu vana-
föst við enn verðum.
Það er ákveðið samband milli
listarinnar og sköpunargáfu.
Listin er leið til að vera „spont-
ant“ og sá eiginleiki er mjög
mikilvægur fyrir sköpunargáfu
ekki bara listamanna heldur okk-
ar allra. Við verðum að hafa tæki-
færi til að losa um hömlur og leika
okkur annars komumst við aldrei
út fyrir það áþreifanlega. Við get-
um ekki látið allt drukkna í
tæknilegri afstöðu til lífsins. List-
in á að vera súrefni.
í Svíþjóð höfum við rekið okk-
ur á að á tímum efnahagslegra
þrenginga er framfærsla lista-
mannanna látin sitja í fyrirrúmi
fyrir blómstrun listarinnar. Þar af
leiðandi verða allar fjárveitingar
gagnlausari því það verður að
leggja áherslu á gæðin líka. Ég er
ekki að segja að samkeppni sé
alltaf það besta en það verður að
styðja við og fjárfesta í hæfi-
leikum, hressileika, og fjöl-
breytni. Það má ekki líta á þetta
eingöngu sem spurningu um
kaup og það verður líka að sjá til
þess að örva listsköpun. En sá
hugsunarháttur kemur af sjálfu
sér ef litið er á list sem andlegt
forðabúr almennings og ekki
bara lífsviðurværi listamann-
anna.
Hvernig það verður best gert
er erfitt að segja. Aðstæður eru
mismunandi og ákvarðanir verð-
ur að taka í samræmi við það. Ef
búin er til einhver „pakkalausn“
fyrir örvun listsköpunar er erfitt
að bregðast við ef upp koma vaxt-
arbroddar á öðrum stað. Það er
þægilegt fyrir þá sem ákveða að
láta sérþekkingu lönd og leið en
menningarstefna verður að þró-
ast í samtölum milli þeirra sem
taka ákvarðanir og fuiltrúa lista-
lífsins.
List þarf
að ögra
í sænskri menningarstefnu er
alltof mikið um föst form sem
ekki verður breytt á einum degi. f
heild má segja að áttundi áratug-
urinn hafi verið listinni óhagstæð-
ur. Samkeppnin og baráttan um
tíma fólks er mjög hörð. Afstað-
an til listar er þó óðum að
breytast. f skólum er lögð áhersla
á listauppeldi eða menntun og
reynt að efla þekkingu nemenda
með áróðri og útskýringum. Fyrir
fullorðna sinna listafélög og
námshringir þessu hlutverki.
Þessi áróður þarf ekki endilega
að vera skipulagður í félögum ef
listamaðurinn útskýrir og segir
frá verkum sínum á þann hátt að
fólk hrífist með. Listamenn þurfa
að ögra fólki með list sinni.
Fólk er móttækilegt fyrir flest-
um þáttum samtímalistar en það
þarf að skapa fundi milli lista-
manna og listneytenda og lyfta
burt atvinnumennskunni. Al-
menningur festir sig oft í það sem
hann kallar erfitt og merkilegt í
listinni og skapar það hræðslu
fólks um að það skilji ekki. Það
getur verið listamanni erfitt að
segja að hann sé ekki merkilegur,
að list hans felist ekki í því að
hann beiti pensli á ákveðinn hátt
eða sé fulltrúi einhvers isma. En
til að listamaðurinn geti það
verður almenningur að bera trún-
aðartraust til hans og vera forvit-
inn um verk hans.
Gróska
Hér í Reykjavík hef ég séð
mikið af góðri list. Hér ríkir viss
afstaða til listarinnar sem er mjög
notaleg. Með tilliti til stærðar
landsins er listalífið hér grósku-
mikið og ég held að þið hafið
mikla möguleika því menning-
armeðvitund íslendinga virðist
vera sterk. Það getur átt sér
margar orsakir en ein af skýring-
um gæti verið að þið eruð vel
meðvituð um þjóðlega sérstöðu
ykkar og að sú sérstaða er samof-
in menningarlífinu. Hér hafa
menn ákveðnar væntingar til list-
ar og listamanna og hlýtur að
verka hvetjandi á listamenn og
öfugt. -aró
VIÐ ERUM KOMIN
AFTUR Á gjp\
Miðvikudagur 18. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Opið:
Eftir sumarfrí opnum við
aftur 16. september.
Hjá okkur leiðbeina
löggiltir sjúkraþjálfarar.
mán -fim.
kl. 16.30-21.00
föst. kl. 16.30-20.00
iaug. kl. 11.00-15.00
Frjáls mæting.
Blandaðir tímar.
Nánari upplýsingar
í síma 29709.
HEILSURÆKT HATÚNI 12 1 05 REYKJAVÍK - SÍMI 29709