Þjóðviljinn - 18.09.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Mlðvikudagur 18. september 1985 214. tölublað 50. árgangur
DJOÐVIUINN
Landmœlingar
Nýr forstjóri
Valur vann í gærkvöldi besta sigur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni í knatt-
spyrnu fyrr og síðar. íslandsmeitsrarnir nýbökuðu sigruðu Nantes frá Frakk-
landi 2-1 á Laugardalsvellinum og á mynd E. Öl. sést Guðmundur Þorbjörns-
son skora sigurmark Vals tveimur mínútum fyrir leikslok. gj^ fofe yJ
Iðnverkafólk
Hærrí bónusgmnn
Guðmundur Þ. Jónsson: Astandið íiðnfyrirtœkjum
víða ekki betra en í fiskiðjuverum
Iðja landssamband iðnverka-
fólks hefur óskað eftir við-
ræðum við iðnrekendur um
hækkun á bónusgrunni og hefur
fyrsti fundur aðila verið boðaður
í fyrramálið.
„Við höfum ekki heildarbón-
ussamninga eins og fiskverkunar-
fólk heldur sérsamninga á hverj-
um vinnustað enda framleiðslan
margþætt. Við höfum verið á
sama bónusgrunni og Verka-
mannasambandið og eftir hina
nýgerðu samninga þeirra þá vilj-
um við fá leiðréttingu okkar mála
einnig,“ sagði Guðmundur Þ.
Jónsson formaður Landssam-
bands iðnverkafólks í gær.
„Sannleikurinn er sá að ást-
andið í mörgum iðnfyrirtækjum
er ekki skárra en í fiskiðjuverun-
um.
Það vantar mjög víða fólk og
sumsstaðar eru hálftómir vinnu-
staðir. Það fæst ekki fólk til þessa
starfa þegar jafnvel sendisveinar
eru komnir á mun hærra kaup en
iðnverkafólk sem er að framleiða
rándýra vöru fyrir erlenda við-
kvæma markaði. Það sér hver
maður að þetta getur ekki gengið
og þetta fólk þarf ekki síður
leiðréttingu á sínum kjörum,"
sagði Guðmundur Þ. Jónsson.
-lg-
Einvígi
Kasparof
bað um frest
Moskvu-Garn Kasparov, áskor-
andinn í einvíginu um heims-
meistaratitilinn í skák, fór í gær
fram á að 6. einvígisskákinni yrði
frestað en hún átti að vera í gær.
Verður skákin tefld á morgun,
fimmtudag. Staðan í einvíginu er
3:2 fyrir heimsmeistarann Karpof
en báðir keppendur hafa farið
fram á frestun einu sinni af þeim
þremur skiptum sem þeir geta
gert slíkt. - ÞH/reuter
Fiskeldi
Alþjóðleg
tækja-
sýning
Um 40 innlendir og
erlendir aðilar kynna
nýjasta tækjabúnað-
inn í Laugardalshöll.
Ídag verður opnuð í Laugar-
dalshöll fyrsta alþjóðlega fisk-
eldissýningin hérlendis. Um 40
innlend og erlend fyrirtæki kynna
allt það nýjasta sem er á boðstól-
um af tækjum og tæknibúnaði
fyrir fiskeldisstöðvar.
Mikill uppgangur er nú í fisk-
eldismálum eftir að lánastofnanir
opnuðu fyrir þessa nýju atvinnu-
grein og ýmis stór áform í fiski-
rækt komin á rekspöl eða í undir-
búningi. Mikill áhugi er því fyrir
þessari tækjasýningu en um 300
útlendingar hafa boðað komu
sína á sýninguna.
Það vekur hins vegar athygli að
fá norsk fyrirtæki hafa sýnt áhuga
á þessari sýningu en Norðmenn
standa einna fremstir þjóða í
fiskirækt í dag. Forráðamenn
sýningarinnar, sem eru þeir sömu
og stóðu fyrir alþjóðlegu sjávar-
útvegssýningunni í fyrrahaust,
bera því við að norsk stjórnvöld
séu lítt hrifin af þeim áhuga sem
íslendingar sýna nú fiskeldismál-
um og óttist þar harða samkeppni
á komandi árum. - |g.
Bónusdeilan
VSI féll frá málshöfðun
Mál á hendur Dagsbrún og Framsókn voru felld niður í gœr
Vinnuveitendasambandið hef-
ur fallið frá málsókn sinni á
hendur Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar og Verkakvennafé-
lagsins Framsóknar vegna bónus-
vinnustöðvana í frystihusum í
Reykjavík sem hófust í lok síðustu
viku. Fiskvinnslufólk vinnur nú
með eðlilegum hætti í kjölfar
samninganna á mánudaginn.
Guðmundur J. Guðmundsson
og Ragna Bergmann munu hafa
farið þess á leit við Magnús
Gunnarsson formann VSÍ að fall-
ið yrði frá málsókn og gaf Magn-
ús út yfirlýsingu þess efnis á mán-
udaginn. í kjölfar þess voru þessi
mál síðan felld niður í þinghaldi í
Félagsdómi í gær.
Ákvörðun Magnúsar skýtur
mjög skökku við afstöðu lögfræð-
inga VSI, en einn þeirra mun
hafa lýst yfir því í þinghaldi á
föstudaginn að aldrei yrði fallið
frá málsókn. gg
Samgönguráðherra hefir skip-
að Ágúst Guðmundsson til að
vera forstjóri Landmælinga ís-
lands til næstu fimm ára.
Ágúst Guðmundsson er land-
mælingamaður að mennt og hefir
starfað hjá Landmælingum ís-
lands frá ársbyrjun 1961. Hann
hefir verið deildarstjóri fjárkönn-
unardeildar stofnunarinnar s.l.
15 ár.
Auk Ágústar sótti Emil Bóas-
son landfræðingur um téða
stöðu.
V-Þýskaland
Sósíaldemókratar velja kanslaraefni
Johannes Rau forsætisráðherra
í Nord-Rhein-Westpfahallen
var samþykktur sem kanslaraefni
sósíaldemókrata fyrir næstu
kosningar í V-Þýskalandi. í skoð-
anakönnunum að undanförnu
hefur Johannes Rau notið mun
meiri vinsælda heldur en Helmut
Kohl núverandi kanslari, en
stjórn hans hrjáir spilling, frjáls-
hyggja og njósnamál svo eitthvað
sé nefnt úr þeim pytti. Kosningar
verða í sambandslýðveldinu
1987.
Johannes Rau er talinn heyra
til miðjuarmi sósíaldemókrata en
hann vann fyrir flokk sinn, SPD,
kosningar í Westphaliu með 52%
í maí-mánuði sl. Rau er talinn
vera í góðu sambandi við báða
höfuðarma flokksins, Helmuth
Schmith til hægri og Willy Brandt
til vinstri. Hann ásamt Oskari
Lafontaine forsætisráðherra í
Saxlandi eru skærustu stjörnur
þýskra sósíaldemókrata um þess-
ar mundir. Lafontaine þykir
meira til vinstri og er boðberi
svokallaðs „ökopax- sósíal-
isma“, þ.e. sósíalisma í anda um-
hverfisverndar og friðarhrey-
finga.
Sigurlíkur Raus eru taldar
miklar en flokkurinn hefur sjálf-
ur gerst vinstri sinnaðri í stjórnar-
andstöðunni. Fréttaskýrendur
spáðu í fréttaskeytum að Rau ætti
miklar sigurlíkur, en kæmi til
með að eiga í baráttu innan
flokksins.
Núverandi ríkisstjóm Khols
kanslara er studd af flokki hans
CDU, flokki Strauss í Bæjara-
landi, CSU, - og flokki frjálsra
demókrata, FDP.
Spiegel/Reuter/óg